Alþýðublaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 2
LAUGÁRDAG 22. APRÍL 1929 ÞESSA dagana eru merk tímamót í sögu sænska Alþýðuflokksins. Hann heldur hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. í Svíþjóð er þá um leið raun- verulega þjóðhátíð, svo sam- ofinn, sterkur, vinsæll og á- hrifaríkur er nú þessi flokkur í landi sínu. Af tilefni þessa merkisviðburðar þykir mér rétt með fáum og fátæklegum orð- um að minnast á sögu og þróun þessa stórmerka bróðurflokks. Langt fram á 19. öldina var Svíþjóð fyrst og fremst land- búnaðarland, þar sem landsins gæði voru aðallega notuð af þjóðinni sjálfri, en útflutningur lítill. Segja má að þá væri Sví- þjóð einnig land höfðingjanna og yfirstéttanna, þó þar gætti að vísu lýðræðislegrar hgusun- ar og áhrifa. Stórbændur, emb- ættismenn*og herforingjar réðu mestu um stjórn landsins. En iðnaðurinn fluttist brátt til Svíþjóðar og mótaði þá fljót- lega þjóðlífið að vérulegu leyti. Verkalýðsstéttin óx og brátt kom að því. að hún byrjaði skipulagt samstarf fyrir áhuga- málum sínum. Um 1880 hófust fyrst upp raddir í Svíþjóð fyrir kenning- um jafnaðarstefnunnar. Frum- herjinn, August Palm, ferðað- ist um landið þvert og endilangt og flutti hinn nýja fagnaðar- boðskap. Víða varð hann að predika fyrir daufum eyrum, en orð hans vöktu umhugsun og áhrif, þó síðar kæmu í ljós. Um líkt leyti voru verkalýðs- félög mynduð víða í borgum landsins. Verkamennirnir voru samt ærið ósammála um stefnu í stjórnmálum og starfsaðferð- ir. Jafnaðarstefnan og borg- aralegar skoðanir skiftu þeim í hópa. En jafnaðarstefnunni óx brátt fiskur um hrygg innan samtakanna og sérstök jafnað- armannafélög voru einnig mynduð. Og fljótlega var farið að ræða um allsherjarsamtök verkamanna og jafnaðarmanna. Um þetta leyti kom fram á sjónarsviðið í opinberum mál- um í Svíþjóð ungur mentamað- ur, Hjalmar Branting. í stúd- entafélögum, blöðum og tíma- ritum hafði hann vakið athygli fyrir djarfmannlegar, frjáls- lyndar og gáfulegar skoðanir. Og hugur þessa gáfaða æsku- manns hneigðist brátt að verka- lýðshreyfingunni og jafnaðar- stefnunni. Hann gerðist einn af höfuðhvatamönnum þess, að stofnuð yrðu allsherjarsamtök jafnaðarmanna í Svíþjóð. Árið 1888 ákváðu jafnaðar- mannafélögin að kalla saman landsþing og boða þangað full- trúa fyrir öll jafnaðarmannafé- lög og einnig fyrir verkalýðsfé- lög, er störfuðu a grundvelli stéttabaráttunnar. Sumir héldu þá fram, að eingöngu ætti að boða til þessa þings fulltrúa fyrir flokltsfélög, en ekki verka- lýðsfélög. En Branting gerði þá ákveðnu kröfu, að verkalýðsfé- lögin yrðu tekin með. Félagi hans, sem einnig var ungur mentamaður, Fredrik Sterky, studdi hann mjög ákveðið. Og skoðanir Brantings sigruðu, en það hafði geysimikil áhrif á þróun, skipulag og stefnu ílokksins. Stofnþing sænska Alþýðu- flokksins var háð í Stokkhólmi dagana 19.—22. apríl 1889. Á þinginu mættu 50 fulltrúar fyr- ir 69 félög frá 14 stöðum í Sví- þjóð. Flestir fulltrúarnir, eða um 30, voru frá verklýðsfélög- unum, 16 frá jafnaðarmannafé- lögurrr og nokkrir fulltrúar frá bindindisfélögum og sjúkra- samlögum. Af fulltrúunum voru 6 skósmiðir, 6 tóbaksiðju- Eftir Stefán Jóh. Stefánsson -------------» menn, 6 járnsmiðir, 6 trésmiðir, 4 klæðskerar, 4 múrarar, 4 mál- arar, 2 ófaglærðir verkamenn og 9 fyrir mismunandi iðnstétt- ir. 3 fulltrúar voru mentamenn, Branting, Sterky og Pehr Eriks- son. Höfuðverkefni þingsins var að stofna ílokkinn — Alþýðu- flokk Svíþjóðar — Sveriges so- cialdemokratiska arbetarparti. Og það var gert. En þingið setti flokknum enga stefnuskrá. Það varð niðurstaðan, að hin svo- kallaða þýzka Gotha-stefnu- skrá, sem var grundvöllurinn að stefnuskrám flestra jafnað- armannaflokka her í álfu, skyldi fyrst um sinn vera stefnuskrá sænska flokksins. Ekki var heldur valin föst flokksstjórn. í stað þess var kosið 7 manna flokksráð, og þetta lausa skipulag óg stjórn- arfyrirkomulag gilti fram til flokksþingsins 1 Gautaborg ár- ið 1894. Við stofnun flokksins voru meðlimir stofnfélaganna sam- tals 3194, en um 1890 var sú tala hækkuð upp í um 7000 manns. Stofnþingið ræddi aðallega um dægurstjórnmálin og verka- lýðsmál. Branting var áhrifa- mesti fulltrúi þingsins, og þó hann væri ekki þá, frekar en nokkur annar, valinn forseti flokksins, má þó óhætt telja hann hafa þá þegar gerst for- mann flokksins og aðalforystu- mann, alt frá þeirri stundu til dauðadags. Hann var þá aðeins 28 ára, fæddur 23. nóv. 1860, og hafði þá til skamms tíma stundað háskólanám og eftir það fengist við blaðamensku. Fyrir hans atbeina ákvað stofn- þingið að flokkúrinn skyldi haga störfum sínum á full- komnum lýðræðisgrundvelli, og beita áhrifum sínum á grund- velli laga og þingræðis til þess að ná stefnumarki sínu. Á þess- um grundvelli, sem fyrst og fremst var lagður af Branting, hefir flokkurinn starfað síðan í 50 ár, þrátt fyrir ýmsar til- raunir ýmsra æfintýramanna til þess að hrinda flokknum burt af þeim starfsgrundveíli. Það er næsta eftirtektarvert, að hið upprunalega skipulag sænska Alþýðuflokksins, með jafnaðarmanna og verkalýðsfé- lögin í einu sambandi, undir einni stjórn, er nákvæmlega hið sama eins og skipulag Alþýðu- sambands íslands og Alþýðu- flokksins hér á landi hefir ver- ið til þessa dags. Þetta skipulag hefir sameinað til átaka verka. lýðsfélögin og Alþýðuflokksfé- lögin og hefir á þann hátt brot- ið alþýðuhreyfingunni brautir í einum farvegi og þannig mót- að bæði sænska og íslenzka al- þýðuhreyfingu, gefið henni styrk og það olnbogarúm, sem hún þarfnast í þjóðfélaginu, þó deila megi um það, hvort þetta skipulag sé heppilegt og eðli- legt. En ekkert skiplag er sí- gilt. Og sænski Alþýðuflokkur- inn hefir þegar fyrir löngu breytt þessu skipulagi sínu. Eftir því sem stundir liðu fram, urðu raddirnar fleiri, er kröfðust aðskilnaðar flokks og verkalýðsfélaga. Á norræhum verkalýðsfélagafundi árið 1897 var gerð ályktun um það, að verkalýðsfélögin skyldu ekki hafa ákveðna stjórnmálaaf- stöðu, en vera í náinni sam- vinnu við alþýðuflokkana. í stað þess skyldu verkalýðsfé- lögin mynda landssambönd. En sænski Alþýðuflokkurinn vildi þá ekki breyta skipulagi sínu. Á flokksþinginu 1897 var ákveðið að leyfa verkalýðsfé- lögunum innan flokksins að gera sérályktanir um verka- lýðsmálefni, en að halda yrði óbreyttri flokkslegri afstöðu. Um þetta leyti skrifaði Hjal- mar Branting á þessa leið: ,.Hvert verkalýðsfélag, sem dreymir um verkalýðshreyf- ingu án jafnaðarstefnu, fer vill- ur vegar. Jafnaðarstefnan og verkalýðshreyfingin eru fletir á sama hlut. Sá, sem er sannur verkalýðssinni, getur ekki hjá jafnaðarstefnu komist. Jafnað- arstefnan er fólgin í verkalýðs- hreyfingunni. Verkalýðshreyf- ingin er jafnaðarstefnan. Hvor- ugt getur án hins verið. Þessar stefnur eru samvirkar og sam- stæðar og ganga hvor upp í annari.“ En árið 1898 var samt sem áður' stofnað Landssamband vejrka lýðsfélaganna í Svíþjóo. Stofn- endur voru 24 félagasambönd með um 50 þús. mönnum sam- tals. Þessu landssambandi fagn- aði Branting, en lét um leið í Ijósi þá óbifanlegu trú og ósk, að þetta samband yrði ávalt sam- tengt Alþýðuflokknum og að pólitíska og fagfélagshreyfingin gengju ætíð upp í einingu til þess að vernda og frelsa alþýð- una í landinu. Stofnþing verkalýðssambands- ins var á sörnu skoðun, og að tilhlutun ritara Alþýðuflokksins var á þessu þingi samþykt, að öll félög sambandsins skyldu inn- an ákveðins tíma einnig gerast flokksfélög. Að vísu var þessari. samþykt aldrei framfylgt bókstaf- lega. En upp frá þeirri stundu var það skipulag ákveðið, sem gildir en þann dag í dag, að ef ákveðinn ,'tiltölulega lítill hluti verkalýðsfélaga, gerði kröfu um það að teljast félag innan Al- þýðuflokksins, þá yrðu félögin talin flokksfélög, en þeir, sem innan þeirra félaga gerðu um það áskilnað, skyldu ekki teljast fiokksmenn né greiða flokksgjöld. Á þennan hátt er sænski AI- þýðuflokkurinn skipulagður, að- allega, af mönnum ,sem eru í verkalýðsfélögunr innan Alþýðu- flokksins, eftir reglum þeim, er að framan getur. Auk þess eru sérstök flokksfélög og einstakir menn, er láta skrá sig í flokk- inn. Á þennan hátt hefir Alþýðu- flokkurinn sænski frá upphafi til þessa dags verið fyrst og fremst myndaður og uppbygður af verka lýðsfélögunum, þó þau hafi sam- tímis, ásamt öðrum verkalýðsfé- lögum, myndað sérstakt Lands- sámband verkalýðsfélaganna (Landsorganisationen). Þannig hafa pólitíska og faglega hreyf- ingin sameinast á eðlilegan hátt, hvor þeirra að vissu leyti starf- að út af fyrir sig, en þó báðar sameinast og verið óaðskiljan- legar. Fyrstu ár sænska Alþýðuflokks ins, voru það aðallega verka- menn, sem skipuðu sér í flokks- raðirnar. He’ztu foiystunrenn hans voru fyrst og fremst Branting og auk þess skósmiðurinn frá Ystad, F. V. Thorsson, sem síðr ar var fjármálaráðherra og einn af öflugustu og áhrifaríkustu mönnum í sænskum stjórnmál- um. Þégar í öndverðu lagði flokk- urinn mikla áherzlu á menning- ar- og fræðslumál, með það fyr- ir augum að brúa menningarbil- ið milli verkamanna og annara þjóðfélagsstétta. I því skyni beiíti flokkurinn sér fyrir fyririestra- haldi og starfsemi lestrar- og bókafélaga. Við stofnun fiokks- ins hafði hann yfir 4 blöðum að ráða, í stærstu borgunum, en brátt fjölgaði blöðunum, um leið og þau stækkuðu og les- endunum fjölgaði. Einnig voru síðar gefin út viku- og mánað- arblöð. Nú hefir flokkurinn yf- ir aó ráða um 30 dagblöðum, sumum mjög stórum, auk tíma- rita. Sökum skiuu'agsins hafðiflokk- urinn, sérstaklega fyrst framan af, mikil afskifti af verkalýðs- : málum. Hann gekkst fyrir fyrstu kröfugöngunni 1. maí 1890, þar sem aðallega var höfð uppi kraf- an um 8 stunda vinnudag. Fiokk- urinn hafði aðalstjórn á allmörg- um vinnudeilum á síðasta tug 19. aldarinnar. Mesta vinnudeila j þeirra tima, svonefnd Norbergs-: deila, stóð árin 1891—-1892, var í fyrstu lítil, en óx og dreifðist út, og var á tímabili kvatt her-’ lið að skakka leikinn, verkfalls-, brjótar notaðir í stórum stíl o. s. frv. Verkamennirnir töpuðu þessari deilu, enda var félags- skapur þeirra þá enn ungur og; óþroskaður. Árið 1890 hafði sænski Al- þýðufíokkurinn fyrst menn í kjöri við ríkisþingskosningar. En hvorki það ár, né árið 1893, fengu þeir þingmann kosinn.enda var kosningaréttur alþýðumanna mjög takmarkaður og lítið flokks skipulag. En árið 1896 var fyrsti þingmaður flokksins kosinn, og var það Hjalmar Branting, ei hlaut kosningu í einu kjördæmi Stokkhólmsborgar með 822 atkv. Flokksmennirnir fögnuðu þessum viðburði, en íhaldsflokkarnir urðu sárir og vondir og sögðu að nú hefðu fjandmenn þjóðfélágsins haldið innreið sína í löggjafar- þingið. Alt fram til ársins 1902 var Branting eini þingmaður Al- þýðuflokksins. En það ár bættusí 3 við í h'ópinn, meðal þeirra F. V. Thorsson. Kosningarnar árið 1905 urðu sigur fyrir flokkinn, því þá fékk hann 13 menn kjörna til neðri deildar júngsins. Við þessar kosningar komst ihalds- flokkurinn í minnihluta og Al- þýðuflokkurinu og frjálslyndi flokkurinn fengu til samans meiri hluta. Foringi frjálslyndaflokks- ins Karl Staff myndaði þáífyrsta sinn stjórn. Við tilkomu þessar- ar stjórnar verða veruleg um- skifti í sænskum stjórnmáium, og þessum umskiftum var fagnað af Alþýðuflokknum. Sérstaklega von- aði flokkurinn að hin nýja stjórn myndi beita sér fyrir löggjöf um rýmkvaðan kosningarétt. Og Branting beitti áhrifum sínum innan flokksins til samstarfs við frjálslynda flokkinn. En .innan AI- þýðuflokksins, sérstaklega meðal verkamannanna, heyrðust radd- .ir um það, að flokkurinn ætti að standa einn sér í andstöðu, enga samvinnu að hafa við borg- aralega flokka. Um þetta mrðu nokkur átök innan flokksins og verkalýðsfélaganna, en skoðanir Brantings sigruðu og við kosn- ingarnar 1908 var samvinriá milli Alþýðu- og frjálslynda flokksips, enda urinu þessir flokkár "niikið á, frjálslyndi flokkurinn varð stærsti flokkur þingsins og A1 þýðuflokkurinn fékk 33 þingmenn kosna. Þá kom til mála um sam- stjórn þessara tveggja flokka, en af því varð ekki. Hinsvegar lýsti Branting yfir því á þingi, að harin væri þeirrar skoðunar, að Alþýðu- flokkurinn ætti alls ekki að binda j sig við þá úreltu og neikvæðu kennisetningu, að flokkurinn ætti að vera í andstöðu.ef hann fengi ekki öllum málum sínum fram- gengt. Sín skoðun væri, að flokk- urinn ætti ekki að setja sig úr færi til þess að hafa jákvæð á- hrif á a'greiðslu mála og reyna að ná þeirn umbótum, sem hægt væri að fá. Með samvinnu vinstri flokk- anna fengust ýmsar umbætur í I öggjafarmálum. En í verkalýðs- málum kom til stórra tíðinda. Vinnudeilur hófust í stórum súi og allsherjarverkfall skall á árið 1909. Þvi lauk með ósigri verka- manna og verkalýðshreyíingin var lengi að ná sér á eftir. Þau öfl innan hreyfingarinnar, sem róttækust voru, og vildu um- breyta þjóðfélaginu með allsherj- arverkfallinu, skárust út úr óg mynduðu syndikalistiskt verklýðs samband, sem að nokkru leyti síarfar enn. Landssamband verka- lýðsfélaganna veiktist að vísu við þetta eða misti nokkuð af félög- um, en.varð þó heilsteyptara og ljósara hlutverk sitt og starfsað- ferðir. Þróun og vöxtur Alþýðufíokks- ins hélt áfrarn. En árið 1914 reis upp deila innan flokksins. Mið- stjórn flokksins með Branting í broddi fylkingar vildi halda á- fram samstarfi við frjálslynda flokkinn og standa að stjórn með honum. Innan flokksins hófst á- kveðin andstaða gegn þessu og var sú andstaða undir forystu Z. Höglunds. Deilurnar innan flokksins héldu áfram út af þessu og fleiri atriðum og leiddi það til kiofnings í flokknum 1917. Lítill hluti flokksins klofnaði frá og myndaði nýjan flokk — vinstri alþýðuflokk. En ekki var klofn- ingur þessi þó tilfinnanlegur þó hann hefði í för með sér nokkurt tap. Haustkosningarnar 1917 færðu frjálslynda flokknum nokkra fylg- isaukningu e'ða 5 nýja þingmenn og hafði- hann þá 62 þingmenn. Alþýðuflokkurinn tapaði þrátt fyr- ír klofninginn að eins einu þing- sæíi og fékk 86 þingmenn kosna, og vinstri alþýðuflokkurinn fékk II jnngmenn kosna af þeim 15, er úr .flokknum fóru. Upp úr þessum kosningum, eca 15 .okt. 1917, var myndað sani- steypuráðuneyti Alþýðuflókksins og frjálslynda flokksins. Alþýðu- flokkurinn fékk 3 sæti í hinni nýju stjórn. Branting- varð fjár- málaráðherra, Pahnstjerne ' út- vegsmálaráðherra og Ryden kenslumálaráðherra. . Þessi stjórn tók’sérstaklega að; sér það.hlutverk að breyta stjórn- skipulögum landsins í frjálslynd- a a liorf, og þá einnig kosninga- logunum. Og seint á árinu 1918 tókst stjórninni, mest fyrir át- beina Alþýðuflokksins, að iög- festa frjálslynda stjórriarskrá og, kosningalög. Stjórn jressi kom og á ýmsri umbótalöggjöf. En snemma á árinu 1920 hætti þetta stjörnarsamstarf. ÞaÖ leidtíi þó ekki til þess að Alþýðuflokkur- inn færi í stjórnarándstöðu. Þvért á mó.i.’Hinri 10. ma z‘192Ö'myrid- aði Alþýðuflokkurinn sitt' fyrstá ráðuneyti undirforsæti Brantings. Núverandi förmaðui flokksins, ' Per' AÍbiri Hansson,"tÓk ' steti' í henni sem landvarnamálaráð- herra. En sú stjörn sat ekki lengi að völdum. Nýjar kosningar fóru fram. Alþýðuflokkurinn tapaði 11 þingsætum, fékk 75 í stað 86 áð- úr. Frjálslyndi flokkurinn tapaði einnig. Eftir að reynt hafði verið að ná samstarfi við frjálslynda flokkinn, en árangurslaust, sagði B: antingstjórnin af sér. Ný borg- araleg stjórn tók við. En hún sat ekki lengi heldur. Kosningar fóru fram 1921. Alþýðuflokkur- inn vann nú aftur á og fékk 93 þingmenn kosna. Vinstri a þýðu- flokkurinn hafði kidfnað, ognokk ur hluti hans, sem orðinn var að kommúnistaflokki, fékk 7 þing sæti. Biantíhg myndaði haustið 1921 annað Alþýðuflokksráðuneyti sitt. Þá var tekið. til starfa að nýju og margs konar umbætur fram- kvæmdar og í lög Ieiddar. Vinstri álþýðuflokkurinn, sem eftir var, sameinaðist nú aftur Alþýðu- flokknum. Hið ömurlego hlutverk þessa flokksbrots hafði aðeins orð ið það, að koma fótunum undir kommúnistaflokk. Á ríkisþinginU 1923 rriættu stjórn Brantings ýmsir örðugleikar. Hún var minnihluta stjórn. Borgara- flokkarnir snerust oft öndverðir gegn umböíamálunum. Það leiddi til þess að stjórnin sagði af sér. Ihaidsstjórn tók við. , Árið 1924 fóru fram kosningar. Alþýðúflokkurinn vann enn á og fékk 104 þingmenn kosna. Flokk- urinn krafðist þess að íhalds- stjórnirh segði af sér. Og Brant- ing myndaði stjórn í þriðja sinn. En hans naut ekki lengi við eft- ir það. Hann veiktist í nóvent- ber 1924 og andaðist 24. febr- úar 1925. Með dauða Brantings hvarf af fsjönarsviðinu hinn mikli for- irigi sænsku ajþýðunnar, maður- inn, sem í 36 íyrstu ár fíokksins hafði al’táf staðið í fylkingar- brjósti. Meira en nokkur arinar einstakur niaður hafði hann mót- að sænska alþýóuhreyfingu. Með gáfum' sinum og.glæsimensku og fádæma foringjahæfiieikum hafði hann, mest allra rnanna,. gert Al- þýðuflokkinn að stærsta og á- hrifamesta flokki í Svíþjóð. Hann hafði oft mætt erfiðleikum, ekki sízt innan flokksins, verið rægður og svivirtur meira en nokkur annar. En hann (ét ekkert á sig ; fá og hélt ótrauður áfrant þeirri stefnu, er h'ann harði markað og trúói á. Seinustu ár æfi . sinnar var hann ekki einungis foringi sins ílokks. Ilann var einnig með áhrifaniestu mönnuin í stjórnmál- um heimsins. í Þjóðabanda'aginu var hann virtur og lét friðar- málin mikið til sín taka. Ekki hvað sízt fyrir, hans tilverknað v;a:ö skiinaður Noregs og Sví- þjóðar 1905 nteð jafri friðsam- iegum hætti eins og alkunnugt er. Unr leið og hann var sann- ur friðarvinur, var hann í bezía skilningi alþjóðlegu: í hugsun og athöfnum. Það var ekki að ófyr- ir: yn ,u að hann fékk heiðUrsnafn- ið: hinn mikli Evrópumaður. Skömmu eftir lát Brantings varð Alþýðuflokkurinn fyriröðru áfalli. Thorsson, sem án efa hefði tekið við flokksforustu af Brant- ing, féll líká í valirin. En það ýar bðt í máli að flokkurinn átli ágætt ntannaval, meðal ungra manna og miðaldra. Rickard Sandler, um langt skeið undan- farið. utanríkismá’aráðherra Svía, tókiýíð stjórnarfoiu :u eftirBrant- ing í janúar 1925. Undir hans forystu sat Alþýðuflokksstjórnin að völdum fram á árið 1926. Þá féll stjórnin út af atvinnu- leysismálunum,-pg annari félags- máialöggjöf. Borgaraflokkarnir tóku við um sinn. Við kosningarnar- 1928 beindu allir borgaraflokkarni'r og einnig kóirimúhi&tar.;. öllúm: árásuin - sín- Frh. á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.