Alþýðublaðið - 03.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAG 3. MAÍ 193» ■GAMLA Blð GrimndánS' 1 („HAXNATTEN"). Hrífandi fögur og skemti- leg sænsk kvikmynd. Að- alhlutverkin leika — mesti leikari Noruðrlanda Gösta Ekman og hin xmga jlæsilega leikkona Signe Hasso. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUK. „TENGDA- PABBI“ gamanleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. i kl. $. N. B. Nokbrln aðgðngnmiðar aeldlr á aðelns 1,50. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Es. Lyra fer héöan fimtudaginn 4. maí kl. 7 síöd. til Bergen um Vestmanna- eyjar og Thorshavn. Fiutningi veitt móttaka til há- degis á fimtudag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P. Smith & Go. Kveiki og geri við alls konar eldhásáhöld og olíuvélar. Á sama stað til sölu notuð eldhúsáhöld. Vlðgerðávinnustofan Hverfisgötu 62. ENN UM VATNSRÆKTUN Frh. af 3. síðu. salar hér útveguðu hingað nokkur eintök og hefðu til sölu. Ég trúi statt og stöðugt á gróður- og þroskamátt hinna sýnilegu og ósýnilegu geisla, og að okkur tækist íslendingum að gera okkur jörðina það und- irgefna ásamt vatni hennar, að við getum lifað hér einföldu og heilbrigðu menningarlífi, enda þótt sjórinn bregðist okkur annað veifið.. Jón Gunnarsson. 1. MAÍ Á NORÐURLÖNDUM Frh. af 1. síðu. unum um gervalt landið. Koht utanríkismálaráðherra flutti ræðu á Hamri og ræddi nauð- syn þess, að hlutleysisins væri gætt sem bezt og allar varúðar- ráðstafanir gerðar í því efni, sem tök væri á. Með því einu móti yrði auðið að koma í veg fyrir að Noregur flæktist inn í Evrópustyrjöld. Allir verða samtaka að vinna í þágu friðar- ins. Það er stefna Noregs í dag, sagði ráðherrann. NRP. K. R., 4. flokkur. Æfing verður á morgun kl. 4 á grasvellinum við Skálholt, og verða þar afhentar æfingatöflur fyrir sumarið. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund í kvöld. Frú Odd- ný E. Sen flytur erindi og Lydia Guðjónsdóttir syngur. AIÞÝÐUBIAÐ f DAO. ISLENZKIR STCDENTAR I HÖFN Frh. af 1. síðu. Dansk-Islandsk Forbundsfond hefir lækkað um ca. 20% á mann, 3) gengi íslenzks gjaldeyris hefir verið lækkað. Gengislækkunin verður þeim mun tilfinnanlegri, sem menn þurfa að fá meiri hluta af þörf- um sínum fullnægt erlendis að. Námsmenn, sem erlendis dvelja, eru fremur öðrum stéttum þjóð- félagsins neyddir til þessa. Ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið, til þess að hamla verð- hækkun á innlendum vörum, ná ekki til þeirra, svo afleiðing- arnar gengislækkunarinnar koma harðar niður á þeim, en flestum ef ekki hafa ráðist í kostnaðarsamt nám erlendis, ef þeir hefðu vitað fyrir þann kostnaðarauka, sem gengislækk- unin hefir í för með sér. Geng- islækkunin gerir aðstæður efna- minni námsmanna enn örðugri en áður, og er nú ekki annað sýnt, en sumir verði að hverfa frá námi af þeim sökum, verði engar breytingar til hins betra á kjörum þeirra. Fyrir því leyfum vér undir- ritaðir íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn oss hérmeð að fara þess á leit við hið háa Alþingi, I. að styrkur sá, sem veittur hefir verið á 14. gr. fjárlag- anna, B lið II. B, til náms er- lendis og numið hefir kr. 10 þús. árin 1936—1939, verði á f járlögum ársins 1940 hækk- aður að minsta kosti mikið, að heildarupphæðin verði ó- breytt miðað við erlendan gjaldeyri. II. að styrkur sá, sem veittur er íslenzkum stúdentum við erlenda háskóla skv. lögum nr. 35 frá 27. júní 1925 lækki ekki vegna lækkunar krón- unnar miðað við erlendan gjaldeyri. „Hekla“ heitir nýtt barnablað, sem selt verður á götunum á morgun. — Útgefendur eru skólabörn í Ása- óg Holta-hreppi í Rangárvalla- sýslu. Er þetta nýjung hér, að sveitabörn gefi út blað og selji Reykvíkingum, — og ættu Reyk- víkingar að taka vel þessum gesti. Ágóðanum verður variö til 'ferðalaga skólabarnanna í vor. De Valera mót- mælir hersbyldn áMur-Irlandi. LONDON í morgun. FÚ. FTIR að Iokið var við- ræðum þeirra Craigavons lávarðar, forsætisráðherra Norð- ur-íslands, og Chamberlains og Sir Samuel Hoare, var gefin út yfirlýsing á þá leið, að Craiga- von lávarður hefði lagt það á vald stjórnarinnar, hvort her- skyldulögin yrðu látin ná til Ulster (Norður-írland). Craigavon lávarður endurtók við Chamberlain fyrri yfirlýs- ingu sína, að stjórn Norður-írT lands væri reiðubúin að ljá brezku stjórninni allan stuðn- ing, og spurði, hvernig Norður- írland gæti bezt orðið ríkinu að liði. Hinsvegar hefir De Valera, forsætisráðherra Eire, sent mótmæláskjal til London, og krefst hann þess, að heimildin til að láta herskylduna ná til Norður-írlands verði numin úr lögunum. De Valera segir, að fyrir 20 árum hafi öll írska þjóðin stað- ið sameinuð um að mótmæla herskyldu og hafi þá skuld- bundið sig til að berjast ávallt á móti henni. Þessi afstaða hefði á engan hátt breytzt, og það væri óþolandi, að stjórn annars ríkis hefði vald til að leggja herskyldu á írska menn. De Valera leggur mikla á- herzlu á það, að hann óski friðar og vinsemdar milli Bretlands og írlands, en segir jafnframt, að um þetta mál geti ekki orðið samkomulag, nema brezka stjórnin láti undan síga. Keres sigraði á skák- mótinn í Margate. Á alþjóðaskákkeppninni í Mar- gate í Englandi varð sigurvegari Keres frá Lettlandi. Fékk hann 7y2 stig. Annar varð Capablanca frá Kúba og Flohr frá Tékkóslóvakíu en hvor þeirra hafðði 6y2 stig. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 19,20 Hljómplötur: Sönglög eft- ir Grieg. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Um Sturlungaöld, IX. (Árni Pálsson próf.). 20.15 Hljómplötur: a) Hljóm- sveitarþættir úr „Rósaridd- aranum“ eftir Rich. Strauss. b) (21,20) Islenzk lög. c) (21,40) Slavnesk tónlist. 22Í00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Tengda- pabbi“ í kvöld kl. 8. — Að þess- ari sýningu verða nokkrir að- göngumiðar seldir á 1,50. — Á morgun verður ekki sýning eins og venja er til. Hjónaband. Síðast liðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ung- frú Ragnheiður Guðbrandsdóttir Jónssonar prófessors og Þórður Guðjohnsen kaupm. frá Húsa- vík. — Heimili hjónanna verður á Húsavík. Dr. Helgi Péturss * flytur erindi í Nýja Bíó ann-- að kvöld kl. 7. Nefnir han'n er- indið: Breyting frá Helstefnu til Lífsstefnu. Börn, sem eiga eftir að gera skila- grein fyrir l.-mai-merkið og 1.- maí-blaðið, komi í dag í skrif- stofu verkakvennafélagsins kl. 4. Súðin var á Reyðarfirði í gærkveldi. Kári kom í morgun af saltfiskveið- um með 77 föt. Eimskip. Gullfoss er í Reykjavík, Goða- foss fór frá Hull í gærkveldi á- leiðis til Vestmannaeyja, Brúar- foss fór frá Leith um hádegi í gær áleiðis til Vestmannaeyja, Dettifoss er í Hamborg, Lagar- foss er í Reykjavík, Selfoss fór frá Hamborg í gærkveldi áleiðis 'til Austfjarða. Drottningin er á Isafirði. Fimtudagsklúbburinn heldur danzleik í Alþýðuhús- inu viB Hverfisgötu annað kvöl .1. Aðgöngumiðar aðeins kr. 1,50. — Góð musik. , 1 1 J Gleðilegs sumars óska ég öllum mínum vinum fjær og nær, einkum bendi ég óskum mínum um góða gras- sprettu til sveitamanna, kunn- ingja minna á Kjalarnesi og um Borgarfjörð. Býst ég við að starfa að. heyskap í sumar og afla matar hesti mínum, og von- ast ég til að eiga eins og áður innhlaup hjá mínum góða kunn- ingja Gísla á Esjubergi, þeim heiðursmanni og hans góðu konu. Ég og hestur mínn dvelj- um enn hjá Guðmundi Sigurðs- syni skipstjóra og líður þar vel. Við tölum saman með eyrunum og nú orðið nokkuð með hönd- unum. Við höfum búið okkur fingramál, sem við notum, það kann enginn nema við, og erum nú byrjaðir á nikmáli. Gleði- legt sumar og gott flakirí og góða grassprettu. Oddur Sigur- geirsson hjá Guðm. Sigurðs- syni við Laugarnesveg. Útbreiðið Alþýðublaðið! L O. 6. T. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Kosning embættismanna. 2. Ársfjórðungsskýrslur embættis- manna og nefnda. 3. Vígsla embættismanna. 4. Skipun nefnda. 5. önnur mál. — Fé- lagar, fjölmennið og mætið annað kvöld kl. S stundvislega. Ibúð, 3 herbergi og eldhús, til leigu 14. maí. Uppl. á Hverfis- götu 104 B í dag kl. 5—7. Starf barnanna fjrrir dýraverndnnina. Dýravinafél. baroa 5 ára. P«YRIR FIMM ÁRUM gekst * Dýraverndunarfélag Islands fyrir stofnun dýraverndunarfé- laga barna í úthverfum bæjarins. Hafa deildir verið starfandi í Laugarnesskólaumdæmi,, Soga- mýri, þar til nú í vetur, að deild- in var sameinuð Laugarnesskóla- deildinni, Skerjafirði og á Sel- tjarnarnesi. Eru stjórnir allra deildanna skipaðar börnunum sjálfum, og hafa þau á hendi félagsstarfsemi alla undir umsjón gæzlumanna. Formenn deildanna eru unglings- piltar, allir undir 15 ára aldri, í Laugarnesskólaumdæmi Tómas Helgason, Skerjafirði Anton S. Bjarnason og Seltjarnarnesi Magnús Ólafsson. Aðalhvatamaður að stofnun þessara félaga og eftirlitsmaður þeirra hefir verið Lúðvík C. Magnússon, ritari Dýraverndun- arfélags íslands. Fór fréttaritari Alþýðublaðsins á fund hans í morgun tll að Tregna hjá honum um starfsemi deildarinnar. „Á fundum félaganna hafa far- ið fram vekjandi umræður um dýraverndunarmálin og fræðsla um dýrin, tilfinningar þeirra og lifnaðarhætti, og hafa börnin tek- ið mikinn þátt í þessu starfi sjálf. Einnig hafa að sjálfsögðu full- wm MDA 310 B Sueas Söguleg stórmynd frá Fox- fél. er sýnir tildrögin að stærstu mannvirkjum ver- aldarinnar, Suezskurðin um. AÖalhlutverkin leika: Tyronne Power, Lorette Young, N Annabella o. fl. orðnir haft á hendi alla leiðsögn og fræðsluna. En eftirlitsmenn allra deildanna kenna. Á sumrum starfa börnin hvert fyrir sig í anda Dýraverndunar- félagsins og þeírrar fræðslu er þau hafa fengið að vetrinum til.“ PÓLVERJAR OG ÞJÓÐVERJAR Frh. af 1. síðu. öllum kröfum Þjóðverja um Danzig á bug og hafi háiið nokkurskonar gagnsókn með því, að bera einnig fram kröfur viðvíkjandi Danzig. Enn. er ekki kunnugt, hvers efnis kröfur þessar eru, en pólsk blöð eru mjög hvassyrt og halda því fram, að afleiðing þýzkrar tilraunar til þess að taka Danzig með hervaldi leiði óhjákvæmilega af sér Evrópu- styrjöld. (NRP.). íslenzar og danskar í sekkj- um og lausri vigt. Bögglatsinjör, nýkomið. Harðfisikur, riklingur og ! reyktur rauðmagí. Egg, læWkað verð. : , Komið, slmið sendið! Verzluaia * T BREEKl Ásvallagðtu 1. Stoii 1678. Bergstaöast^æú M, Sími 2148. Heill her hjúkrunarkvenna. Vígbúnaði Englendinga fleygir fram með ofsáhraða á öllum sviðum. Nýlega var ákveðið að taka 100 þús. ungar stúlkur og undirbúa þær til hjúkrunarstarfs, bæði heima fyrir og utan Eng- lands. Fá þær hina allra fullkomnustu mentun. Á myndinni er verið að skrýða tvær af þessum 100 þús. stúlkum í skrúða hjúkr- unarkonunnar 1 fyrsta sinni. Garðyrkjubækur. Allar fsl. garðyrkubækur fást kér. Verðið óheyrilega lágt. Fornbókasalan Laugaveg 18. Jafnvel ungt fólk eykur vellíðan sína með því að nota hárvðtn og itanvðtn. Við iramleiðum: % EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 tii kr. 14,00, eftir starð. — Þá böfum við hafið framleiSslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar koniin á markaðinn. — ■ Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því , til okkar, þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. ‘ Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunæ:- - dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr réttum efnum. -r- Fást alls staðar. 1 Álengisverzlim ríkisins. ■ W: ‘-■H v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.