Alþýðublaðið - 08.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGINN 8. MAÍ 1939 AL-ÞÝÐUBLAEHÐ TIlkynniDg frá húsaleignnefnd til fasteignaeigenda og leigutaka í Reykjavlk. Samkvæmt 7. grein laga um gengisskráningu og ráð- stafanir í því sambandi, er á tímabilinu frá gildistöku lag- anna til 14. maí 1940 óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lögin tóku gildi. — Ennfremur er leigusala óheimilt á þessu límabili að segja upp leigusamningum um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Ágreining, sem rísa kann út af því, hvort ákvæðum þessum sé fylgt, skal leggja fyrir húsaleigunefnd. Þá er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykk- is alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lögin gengu í gildi. Ennfremur ber að láta nefndina meta leigu fyrir ný hús. — Nefndin verður fyrst um sinn til viðtals í bæjarþings- stofunni í Hegningarhúsinu á hverjum mánudegi, miðviku- degi og laugardegi kl. 5—7 síðdegis. Nefndinni sé látið í té samrit eða eftirrit leigusamn- inga, er komið er með til samþyktar. ^ - Reykjavík, 6. maí 1939. Húsaleignnefnd. Áburðurinn er eitt af undirstöðuatriðum við alla garðrækt, hvort sem er til nytja eða prýðis. Tilbúni áburðurinn eykur notagildi bufjáráburðarins og gerir ræktunina óháðari jarð- vegi og tíðarfari. droítmnmn. Skógarkrákan, sem nú var Ilin krákan st'óð í hliðinu. komin í heilagt hjónaband Hún fór ekki með, því að hún fylgdist með fyrstu 3 míl- hafði stöðugan höfuðverk, síðan hún fékk fasta stöðu og of mikið að borða. urnar. „Bníarf oss“ fer á þriðjudagskvöld 9. maí vestur og norður. „Goðafoss“ fer 11. maí um Vestm.eyjar til Hull og Hamborgar. Að innan var vagninn fóðraður sykurkringl- Verið þið sæl, hrópaði prinsinn og prinsessan, um og í sætinu voru ávextir. og Gerða litla grét og krákan grét. :—- Þannig gekk fyrstu míluna. Svo kvaddi krákan. Það var þyngsta kveðjan. Hún flaug upp í tré og baðaði vængjunum, svo lengi sem hún sá vagninn. UIOIJUJIKWfMaTOWMJJ^BSBaBaailU^ . "" m.pinim-. mwmm—wmrn Ferðaskrífstofa rikisins hefir ákveðið að starfrækja á komandi sumri söludeild fyrir íslenzka muni, sem seljanlegir eru erlendum ferða- mönnum. Áherzla verður lögð á, að munirnir séu sem fal- legastir og að öllu leyti vel til búnir og einnig sem íslenzk- astir að gerð. Fólk, sem óskar að koma munum í umboðssölu í deild- ina, er beðið að tilkynna það í síðasta lagi fyrir 20. maí. Frekari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 10—12 f. h. — Sími 4523. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS. verður haldinn í Hjúkrunarfé- laginu Líkn í Oddfellowhúsinu (niðri) mánudaginn 8. maí kl. 9 sd. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. STJÓRMIN. Kveiki og geri við alls konar eldhúsáhöld og olíuvélar. Á sama stað til sölu hotuð eldhúsáliöld. Viðgerðavinnustofan HverfisgÖtu 62. : fí íslenzar og danskar í sekkj- um og lausri vigt. Bögglasmjör, hýkomið. Harðfiskur, riklingur o» reyktur rauðmagi. Egg, lækkað verð. Komið, símið sendlð! Verzlunin BEEMMA Ásvallagotu 1. Sími 1616. Bergstaðastræti 33. Simi 2148. MatrósfiSt, blússufðt eöa jakfet- föt, auðvitað úr; Fatabúðiimi. •í>b- t j Á fiskafurðatiíraunastöðinni í Björgvin hafa verið gerðar tilraunir um framleiðslu fiski- rnjöls, sem ætlast var til, að nota mætti til blöndunar við annað venjulegt mjöl í brauð. Tilraun- um þessum hefir verið haldið á- fram við tæknifræðistofnun norska ríkisins og er nú fulllok- ið. Er þa tilkynt, að rannsóknir þessar bafi ekki gefið þann á- rangur, sem til var vonazt. Brauð sem gert er að nokkrú úr þessu fiskimjöli, verður of dýrt. Fiski- mjölið torveldar auk þess bökun brauðsins og ennfremur fylgir sá ókostur, að af brauðinu verður allmegn fiskimjölsþefur. Norð- menn télja sig því ekki geta unað við slíkt brauð undir venjuleg- um kringumstæðum. F.Ú. jVJAÐURINN SEM HVARF 31. „NNei, — þvert á móti. — Ég myndi óska þess.“ „Þá sjáumst við aftur í fyrra málið.“ „Við hittumst þá hér í forsalnum eins og venjulega.“ Svo skildust þeir með þéttu handtaki. TÆPUM þremur vikum síðar sat Blake á skrifstofu sinni í Toronto reiðubúinn til að yfirtaka rúmlega helminginn af fyrirtæki því, er skrifstofan tilheyrði. — Upplýsingar þær, sem Dawkins hafði aflað sér, höfðu verið í alla staði full- nægjandi. Francis X. Carter hafði hvarvetna fengið hin lof- samlegustu ummæli sem óvenjulega ábyggilegur og heiðar- legur fjármálamaður. — Fyrirtæki það, sem Blake ætlaði að gerast meðeigandi í, hét „Noble & Sharp“. Fyrirtækið var ekki mjög stórt, enda var verðið ekki meira en 150 þúsund dollara. En það var einmitt fyrirtæki af þessari stærð, sem passaðí inn í fyrirætlanir Francis X. Carters. Noble og Scarp stóðu hlið við hlið frammi fyrir hinum nýja meðeiganda sínum. Herra Scarp var lítill maður vexti, grannur og pervisa- legur, með ofurlitla gráa hárdúska bak við eyrun, en að öðru leyti bersköllóttur. Noble var nokkru hærri, en jafngrannur og gráu gisnu hærurnar sýndu, að hann var á góðmn vegi með að verða sköllóttur eins og félagi hans. Báðir höfðu þeir gleraugu, gamaldags úrfestar og vindla, — vonda vindla — í hylki í bjróstvasanum. Tveir hátíðlegir forngripir, hugsaði Blake og virti fyrir sér ópressuðu buxnaskálmarnar þeirra. Þeir höfðu verið svo lengi félagar, að þeir voru orðnir eins líkir og tvíburar. Þeir töluðu báðir með sama lága sorg- emaedda rómnum. Ef Blake lokaði augunum, hefði honum ekki verið unt, þótt hann ætti lífið að leysa, að skera úr hvor þeirra talaði. — Og hvað sem Scarp sagði var það gefið mál að Noble endurtók það samstundis, aðeins með ofurlítið öðr- um orðum. „Því miður get ég ekki dvalið hér lengur í bili, sagði Blake svo. „Ég verð að fara til baka og ganga frá ýmsu áður en ég sezt hér að fyrir fult og alt. „Eigum við þá á meðan þér eruð fjarverandi að reka fyrir- tækið á sama hátt og hingað til?“ spurði Scarp. „Ætlist þér til að fyrirtækið verði rekið eftir sömu reglum og við höfum gert hingað til?“ bergmálaði Noble. „Já, það er einmitt það, sem ég óska,“ svaraði Blake hlý- lega. „Ég geri ekki ráð fyrir því að þér munuð heyra neitt frá mér 1 næstu tvær vikur. En svo geri ég fastlega ráð fyrir því að setjast hér að o gef ég geri það, mun ég setja mig inn í alt, sem fyrirtækinu við kemur, og taka svo við stjórn þess. En á meðan óska ég að alt gangi sama gang og hingað til.“ Samningaskjölin lágu á borðinu og málafærslumáðurinn, ungur lögfræðingur, Cotton að nafni, benti þegjandi á þau og kinkaði skipandi kolli til þeirra Scarp og Noble. Þeir settust niður og undirskrifuðu og Blake gat ekki betur séð en hend- ur þeirra titluðu ofurlítið. „Og nú munuð þér vilja fá fjárupphæðina greidda/* 1 sagði Jim. „Jú, þökk fyrir, ef þér eigið hægt með það,“ sagði Scarp. „Já, eins og yður hentar bezt,“ sagði Noble. Blake tók upp seðlaveski sitt, með fangamarki Francis X. Carters, á borðið. Hann opnaði það og tók svo upp þykk búnt af grænum seðlum. Svo byrjaði hann að telja þá hægt og ró- lega og dreifði út yfir gömlu Mahogni-borðplötuna. Einn — tveir — þrír — fjórir — fimm, sex. Með tilbreytingarlausri rödd hélt Blake áfram að telja. Scarp, Noble og Cotton störðu hugfangnir á hið græna flóð af þúsund dollara seðlum, sem flæddi látlaust út yfir borðið. Það var sannarlega blessunarríkt flóð fyrir fyrirtæki, sem hafði rambað á barmi gjaldþrotsins. Verðið hafði verið ákveðið 150 þúsund dollarar og allan tímann meðan á samningunum stóð hafði hina tvo fjárþrota verzlunarfélaga dreymt um tékkávísun með þremur núllum. —- En þetta var ekki ávísun, heldur peningar, — auðæfi. Fyrir mánuði síðan hefði Noble komist að þeirri niður- stöðu að hann yrði að hætta við að láta son sinn stunda nám við háskólnn. — En þarna fyrir framan han nlágu nú 75 þús- und dollarar. , Fyrir meir en ári síðan var Scarp orðið það ljóst, að hann yrði neyddur til að selja litla landsetrið sitt, sem hann kall- aði „Draumaeyjuna“. — Og nú átti hann 75 þúsund dollara 1 reiðu fé. Þegar þessir tveir gömlu heiðursmenn kvÖddu Blake, voru þeir ef til vill • enn hátíðlegri en nokkru sinni fyrr. En það var einkennilegur gljái í augum þeirra og það var engu lík- ara en að þeir gengju burt í einhvérri vímu. Og þegar Bláke var orðinn einn, fann hann til einhverrar einkennilégrar gleði. — Nú var hann aftur orðinn eigandi að fyrirtæki, — fyrirtæki, sem hafði daglega í veltu stórar fjárupphæðir, -- fyrirtæki, sem var þess eðlis, að enga eða litla eftirtekt þyrfti a ðvekja þó að hann setti 5 milljónir dollara í umferð. — Hann hafði yfirstigið fyrsta og eitt erf- iðasta þrepið. j ■ W’fr EGAR Blake fór burt úr Toronto héldu þeir Noble, Scarp og Cotton lögfræðingur að hann hefði farið til baka til Sion Falls, þar sem þeir vissu að hann — þ. e. a. s. Francis X. Carter — íiafði búið síðustu árin. En sannleikurinn var, að hann fór beina leið til Omaha. Nú var kominn tími til að ljúka við aðalatriðið í ráðagerðum hans, það, að þurk burtu fyrir fult og alt tilveru þess, manns, sem heimurinn hnfði þ®kt undir nafninu Jamw Bláke.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.