Alþýðublaðið - 10.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1939, Blaðsíða 3
MIIIVIKUDAG 1«. MAl 1939 AbÞYÐUBUWO ALÞYÐUBLABiÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON. í fjarveru hanc: JÓNAS GUÐMUNÐSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflsgötu). SÍMAR: 4000: Afgreiðsla, auglýsingar. 4C0I: Ritstjórn (innl. frétttr). 4902: Hílstjóri. 4803: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN t EINS og skýrt var frá hér í blaðinu í gær skipaBi stjóm Alpýðusambandsins á fundi sín- um á mánudagskvöld 13 manna nefnd til þess að athuga skipu- lags.mál verklýðsfélaganna. Af nefndarmönnunum eru 1Ö for- me in verklýðsfélaga, sem i Al- býðusambandinu eru, en frá tveim félögum eru valdir aðrir mean en formennirnir, og eru þeir báðir reyndir menn í verk- lýðshreyfingunni. Sem' fulltrúi sambandsins starfar í nefndinni Ingimar Jónsson skólastjóri. Með skipun þessarar nefndar >er í raun og veru aðeins haldið áfiam áð vinna að vérkefni, sem byrjað var á 1936. Á því þingi AI þýðusambandsins var skipuð milliþinganefnd, sem gera átti til- lögur um breytingar á lögum AÍ- þýðusambandsíns. Árangurinn af starfi þeirrar nefndar var laga- frumvarp það, sem samþykt var breytingalítið á þinginu s. 1. luiust ,og sem nú eru lög sam- bandsins. Starf þessarar nefndar verður að likindum fyrst og fremst fólg- gð x_því, að ræða hin ýmsu skipu- lagsform, sem til greina geta komið, ef breyta á til um skiþun frá því sem nú er, og enn frem- ur að kveðja á sinn fund til við- rá'.ðna menn úr öðrum stjórn- málaflokkum en Alþýðuflokkn- um, sem áhuga hafa á verklýðs- málum og einhverjar tillögur hafa að gera í þeim efnum. Við kommúnista virðist þó tilgangslítið að ræða, því þeirra éina áform er áð eyðileggja öll samtök alþýðunnar, hverju nafni sein þau nefnast, og eru dæmin deginum ljósari þar um, hvert sein litið er. * Það þarf engan að furða á því, þó jafn yfirgripsmíkil og fjölþætt samtök, sem verkalýðs- eða al- þýðusamtökin eru, þurfi langan tín a og mikið starf til þess að finaa það form, sem hentar þeim bezt. Erlendis, þar sem þau halda nú 40 og 50 ,ára afmæli sín, h»fa þau fundið sin skipulags- form fyrir 20—30 árum, eða þeg- ar þau voru á líkum aldri og ís- len/ku samtökin eru nú á. Kétt virðist að benda á pað nú þegar milliþinganefndin hefur stöif sín, að sums staðar — við- ast hvar má segja — er það fyrirkomulag fyrir löngu upp tekið, að skipuleggja hinar ýmsu stai Fsgreinar í sambönd, er ná yfir alt landið og mynda þau sambönd síðan aftur allsherjar- alþýðusamband verklýðsfélag- anna. Hér mælir ýmislegt á móti því, að svo verði gert, en margt mæl- ir einnig með því, og er sjálfsagt að athuga þá leið eins og aðrar, sem á verður bent. Þtið er lika rétt að benda á það, að hvergi er það svo, aö allsherjarsámbönd verklýðsfélag- anna séu ópólitísk. Alls staðar hafa þau I lögum sínum ákvæði, er sýna samband þeirra við jafnaðarstefnuna, og mjög víöa eru þau beinlínis tengd Alþýðu- flokkunum með lagaákvæðum og alls staðar — nema í einræðis- löndunum: Rússlandi, Þýzkalandi og ítaliu — starfa þau í nánu sambandi við þá flokka. Þá verður og að vænta þess, að þau félög og þeir einstakling- ar innan verklýðsfélaganna í landinu, sem urn þessi mál hafa fjallað, og jafnvel þar um gert ákveðnar tillögur, sendi milli- þinganefndinni þær tillögur eða álitsgerðir, sem þau hafa að gera í þessum málum, því svo bezt verða þessi mál leyst vel, að allir, sem þar að vilja vinna af einlægni, leggist á eitt. Verklýðssamtök, sem ekkert takmark hafa að stefna að og sem er bannað að styðja sig við póitískan fokk, verða eins og stýrislaust skip, sem rekur fyrir sjó og vindi og ferst, komi þvi ekki hjálp í tæka tíð. teiknikennari. F. 15. nóv. 1896 — d. 27. april 1939. llorðwliiidariéitshMum firvfiismil i laugnauu 1 baust AKVEÐIÐ HEFIR verið að halda Norðurlandaráðstefnu f haust í Kaupmannahöfn, þar sem Iögreglumenn og fleiri boma sáman og ræða öryggismál borg- áranna. I sambandi við ráðstefnuna verður sýning, þar sem sýnd ýms öryggistæki, sem lögregíu- lið Norurlándánna éiga yfir að ráða. Nýlega barst lög:reglustjóran- um i Reykjávik, Jónatan Hall- varðssyni bréf frá ríkislögregl- stjóra Dana, þar sem Islandi er boðin þátttaka í ráðstefnunni og sýningunni. Bréfinu hefir verið svarað á þá leið, að Island teldi sér ekki faert áð taka þátt í sýningunni, en lögreglustjóri kvaðst mundi íaka þátt í ráðstefnunni og skoða sýninguna ef tækifæri gæfist. Útbreiðið Alþýðubiaðið! JARÐARFÖR Björn Björns- sonar teiknikennara fór fram að viðstöddu miklu fjöl- menni á mánudag. Björn hafði kent teikningu við Iðnskólann, Kennaraskólann og Gagnfræða- skólann í Reykjavík. Útförin hófst með minningarathöfn í Kennaraskólanum. Fluttu skóla- stjórar allra þessara skóla minningarorð hver. Nemendur skólanna gengu í fylkingu á undan líkvagninum frá Kenn- araskólanum til dómkirkjunnar. Minningarorð þau, sem Ingi- mar Jónsson skólastjóri Gagn- fræðaskólans flutti, fara hér á eftir: „Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir.“ Ég minnist þessara orða við líkbörur Björns heitins Björns- sonar. Hann var fyrst og fremst góður maður. Og ég veit ekki hvað getur verið meira um vert. Menn geta verið gáfaðir, já, — meira segja vitringar. Menn geta verið snillingar, geta látið eftir sig verk, sem lifa öldum sam- an. Menn geta fengíð aðstöðu til þess að ráða örlögum miljóna manna í samtíð sinni og framtið. Allt er þetta merkilégt og vert frásagnar. Alt getur þetta verið gott, ef það stefnir til meiri blessunar fyrir mennina og til meiri fullkomnunar. En stóru verkin, snildin og vitið getur alt brugðist til beggja vona. Og hvað ræður þar úrslitum? Mað- urinn sjálfur. Hvernig hann er, eða hjartalag hans eins og venjulega er sagt, og hverja lífsstefnu hann velur. — Þótt alt hitt, sem ég nefndi, hæfi- leikarnir og aðstaða til stórra verka, sé mikilsvert, er þó und- irstaðan sjálf miklu mest um verð, og undirstaðan er mann- kostirnir, hvort maðurinn er í raun og veru góður maður. Og því má segja, að góður maður gangi ætíð á guðs vegum. Hann Bjöm Björnsson. er samverkamaður guðs í því að vinna fyrir sigur hins góða í heiminum. Ég þekti Björn heitinn ekki verulega fyr en fyrir 11 árum. Þá hófst samstarf okkar með stofnun Gagnfræðaskólans í Reykjavík, en við hann starf- aði Björn frá upphafi. Ég vissi um hæfileika hans til starfsins, og þarf ekki að lýsa því, hversu kennslustarfið var prýðilega af hendi leyst. En manninn sjálfan þekti ég ekki mikið. Ég vissi þó, að hann var óvenjulega vinsæll af öllum, sem þektu hann. Og það út af fyrir sig er mikil mannlýsing. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum við að kynnast manninum. Elskulegri sál er sjaldgæft að finna. Al- staðar gat hann séð eitthvað gott, eitthvað fagurt, enda leit- aði hann ávalt fyrst að því. — Hvarvetna lagði hann það bezta til allra mála. Ef hann sá eitt hvað fara aflaga, lagði hann kapp á að finna orsakir, skilja og afsaka, en ekki að dæma. Vinarhugur, hlýja og mildi fylgdi honum, hvar sem hann var. Þess vegna varð hann ást- sæll bæði af samkennurum sín- um við skólann og af nemend- um. Átti hann þó við nokkra erfiðleika að etja fyrst, því námsgrein sú, er hann kendi, var í litlum metum hjá nem- endum þá, en síðari árin var það algerlega breytt, svo að teiknunin var sízt ver rækt en aðrar námsgreinar. Hæfileikar Björns og mentun í starfsgrein hans var ómótmæl- anlega í fylsta lagi. En ég þori að fullyrða það, að upplag og mentun hjartans var ekki síð- ur. Prúðmenskan, sem einkendi alla framkomu hans var eðli- leg, hvorki þvinguð eða lærð. Hún kom innan að og sýndi ytra borðið á óvenjulega næmri fegurðartilfinningu hans. Mann- úð hans var djúp og' innileg og kom beint frá hjartanu. Og þegar þar við bættist heitt trú- arþel, veit ég með vissu, að honum hefir tekist mörgum betur að skilja og finna sam- band og hærri einingu hins góða og fagra, svo að hann hefir fengið að reyna, eins og Páll postuli orðar það, hver sé vilji guðs, hið góða, fagra og full- komna. Vertu sæll göfugi vinur! Guð blessi starf þitt og gefi því á- vöxt! Guð blessi minningu þína hjá öllum hinum mörgu vinum þínum! Fræg koaa látin. „Ðer sozialistische Kampf“ thnarit austurr. jafnaðarmanna, flytur þá fregn, að Adelheid Popp sé látin, 69 ára að aldri. Hún var foringi hinnar fyrver- andi sósialdemókratisku kvenna- hreyfingar i Austurríki, þangað til nazisminn stöðvaði skyndilega hina viðtæku stjórnmálastarfsemi hennar árið 1934. Eftir bardagana í febrúar, er hún lá veik á Ijós- lækningaspítalanum, var hún tek- in þaðan með ofbeldi og flutt í fangelsi, þrátt fyrir mótmæli læknanna. Sem kornung stúlka tók Adel- heid þátt í baráttu verkalýðsins og sökum hinna miklu gáfna sinna fékk hún ýms erfið verk- efni innan kvennahreyfingarinnar. Hún hefir sjálf lýst æsku sinni og starfi innan verkalýðshreyf- Hlnu frjálsa orðl Sórn- að á altari Mammons. BliiðalOnaðarfnii á Bretlandi. ÞAÐ hefir verið mjög al- gengur viðburður í seinni tíð að þektir blaðamenn við í- haldsblöðin brezku hafa gefið út hækur, þar sem þeir hafa látið í ljós skoðanir, sem fjar- lægðust mjög þá afsláttarpóli- tík í alþjóðamálum, sem hefir auðkent blöð þeirra og önnur málgögn flokksins, einkum í öllu því, er snerti einræðisríkin Þýzkaland og ftalíu. Með öðrum orðum, það hefir kveðið við alt annan og ákveðnari tón gagn vart þessum ríkjum í einkarit- um þeirra. Nokkuð annars eðlis er hin nýútkomna bók Wickham Steeds, fyrverandi ritstjóra „Times,“ um brezka blaða- mensku og blaðaútgáfu. Bókin heitir „The Press“ og er gefin út af hinu heimsþekta Pinguin- forlagi. Steeds birtir þar fjölda- margar og merkilegar upplýs- ingar um þessi mál, og gerir all- verulega grein fyrir því, hvers vegna brezku blöðin hafa verið svo undanlátssöm og vingjarn- leg í garð Hitlers, — eða með öðrum orðum, blátt áfram ó- þjóðleg. Bókin er eiginlega þróunar- sága brezku heimsblaðanna og skýrir nokkuð á hverju rit- frelsið innan vébanda blaðanna byggist. — Og hún er skrifuð með það fyrir augum að vera málsvari hins frjálsa orðs. Höf- undurinn, sem þó er langt frá því að vera sósíalisti, dregur ekki af sér, en ér ærið hvass- yrtur þegar hann ræðst gegn andstæðingum ritfrelsisins. Kaflinn um fjármálahliðar blaðaútgáfunnar er þungamiðj- an og sá hluti bókarinnar, sem mesta athygli vekur. Það er ein- mitt í hinum nýtízku „blaða- iðnaði“, sem Steed sér hættu- legustu leynigryfjurnar fyrir vígreifa og hreinskilna lýðræð- issinnaða blaðamensku. Það er öllum augljóst mál, að til þess að blað geti verið frjáls- mannlegt og hiklaust, verður það að vera algerlega fjárhags- lega sjálfstætt, — að það beri sig í rekstri, eins og það er orð- að á verzlunarmáli. En hvernig er nú þessu hátt- að í raun og veru? Sannleikur- inn er sá, að brezku stórblöðin bera sig og mikið meira en það. En þau hafa þróast upp í það að verða risavaxin fjárgróða- fyrirtæki einstaklinga og eru nú fyrst og fremst rekin með það fyrir augum án tillits til hins upprunalega ætlunarverks þeirra í þágu þjóðfélagsins, þ. e. a. s. að vera áreiðanlegar fréttamiðstöðvar og leiðbein- endur fyrir almenning. Blaða- útgáfan er orðin iðnaður, rekin á sama grundvelli með sama fyrir augum og öll önnur iðn- aðarfyrirtæki. Steed skýrir frá því, að árið 1935 hafi brezki blaðaiðnaðurinn þegar haft jafnmörgu starfsfólki á að skipa eins og tvær af stærstu iðngreinum þjóðarinnar saman- lagt, skipasmíðastöðvarnar og járniðnaðurinn. Það er aðeins hinn mikli vefnaðarvöruiðnað- ur Breta sem er nokkuð fólks- fleiiú. Á árunum 1921—1931 fjölgaði starfsmönnum við blaðafyrirtæki úr 56 488 í 79 þús. 458 og nú er áætlað að starfsfólkið sé orðið yfir 100 þúsund. Þegar svo er komið er „hið frjálsa orð“ farið að verða nokkuð dýrt í rekstri. í tímarit- inu ,,Economist“ *) birtist ný- lega áætlunarreikningur yfir það, hve miklar tekjur blað eins ög t. d. „Daily Herald“ þyrfti að hafa til að bera sig fjárhags- lega, og kemst höf. tímarits- *) Hagfræðingurian. greinarinnar að þeirri niður- stöðu, að til þess þurfi 2 millj- ónir sterlingspund (ca. 54 millj. ísl. kr.). Það eru aðeins fá stór- iðjufyrirtæki, er þyrftu þvílíkt stofnfé. En hagnaðurinn af þessum risafyrirtækjum er líka orðinn gífurlegur. Rothermere lávarð- ur eða Harold Harmsworth eins og hann heitir líka er bróðir Northcliffe lávarðar (Arthurs Harmsworth), þess manns, sem fyrstur sá og skildi, hvíhkt stór- gróðafyrirtæki blaðaútgáfa gat orðið þegar farið er að gefa þau út í milljónum eintaka og með tilsvarandi auglýsingatekjum- Rothermere, sem nú er einn helzti blaðalávarðurinn brezki, hefir milljónatekjur af blaðinu „Daily Mail“ einu saman, auk þeirra milljóna, sem hann sóp- ar saman frá öðrum blöðum sínum. Og þó er „Daily Mail“ gefið út í aðeins(!) 1 milljón og 500 þús. eintökum daglega, en „Daily Herald“ t. d. í 2 millj. eintokum og „Daily Express" í 2 millj. og 400 000 eintökum. En auglýsingarverðið fyrir alla fyrstu síðuna í „Daily Mail“ er líka yfir 30 þús. ísl. kr. Og aug- lýsendurnir bíða í tugatali eftir því að komast að. Með þvílíku auglýsingaverði verður það því skiljanlegt, að „Daily Mail“- hringurinn úthlutaði 35% í hlutabréfaarð og 33 lá % pro irigarinnar í bók sinni: „Æskusaga verkakonu“. Þegar hún kom til sögunnar var þa® mjög sjaldgæft, aÖ konur fengj- ust við stjórnmál, og ennþá sjaldgæfara var það, aö konttr töluðu opinberlega. Undir vin- samlegri leiðsögn Victors Adlers varð svo Adelheid Popp foringi innan hinnar sósialistisku kvenna hreyfingar og aðalritstjóri kvenna blaðsins. Hún var fýrsta konan fcr flokki sósialdemókrata, sem tók sæti á þinginu. Þar bar hún hita og þunga 'dhgsins um margra ára skeið, og hún var örþreytt á sál og líkama, þegar hún var látin í fangelsi árið 1934. Síðan hefir ekkert heyrst um hana þangað til nú, að sagt #r frá því í smágrein, að hún sé látin. Lík hennar var brent í bálstof- unni í Wien að viðstöddu geysi- legu fjölmenni, og það án þess að lögregluvaldið reyndi ai hindra það, þótt undarlegt megi virðast. Það var fyrsta viðhafnar- mikla útförin meðal sosialdemó- krata siðan Hitler innlímaði Aust- urríki. „Við viljum ekki mínnast Adel- héid Popp sem hinnar vesælu, sjúku og þjáðu manneskju, sem hún var siðustu árin", segir „Der sozialfstische Kampf". „Við vtlí- um minnast hennar eins og hú» var á fyrstu árum hreyfingar okkar, þegar hún var hinn mikli foringi kvennanna“. Á alþjóðlega kvennaþinginu í Wien árið 1931 hélt Adélheid Popp framsögUræðuna og skor- aði á konurnar að búast til bar- áttu gegn afturhaldi og nazisma. Hún lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Arfsögnin gamla, sem segir við okkur konumar: Þú skalt þjóna, þjóna, þjóna! er ennþá lifandi á meðal okkar. Já; við segjum líka: „Þú skalt þjóna, Þú skalt þjóna hinni sósialdemo- kratisku verkalýðshreyfingu". Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleik- inn Tengdapabbi, Á sunnudags- sýningunni síðast var aðsókn svo mikil, að margir urðu frá að hverfa. Vinsældir Tengda- pabba vaxa með hverri sýníngu. bonus. Árið eftir stigu tekjurri- ar upp í 40% og bonus var út- hlutað tvisvar sinnum á árinu, 20% í fyrra skiftið og 25% í það síðara. Margir munu nú verða þeir, sem segja, að „iðnaður,“ sem útheimtir svo gífurlegt rekst- ursfé og jafnframt er ákaflega áhættumikill, verði að hafa stór kostlegar tekjur. En Rothermere og félagar hans hafa alls ekki lagt neinar geysilegar fjárupp- hæðir fram. Þegar Rothermere, árið 1922, átti að yfirtaka eftir bróður sinn, 400.000 hlutabréf í „Daily Mail“ fyrirtækinu, sem voru þá 32 millj. kr. virði, gerði hann það á eftirfarandi hátt: — hann gaf út ný hlutabréf ér námu samtals 30 millj. kr. og voru tryggð með 7 % arði. Þessi hlutabréf flugu út. En sá bögg- ull fylgdi skammrifi, að þessi hlutabréf höfðu ekki atkvæðis- rétt. Það höfðu aftur á móti hin 400 þús. hlutabréf, sem Rother- mere á þennan hátt eignaðist fyrir aðeins 2 milljónir króna. Og það urðu vitanlega aðeins þau. sem fengu hlutdeild í hin- um gífurlega stórgróða fyrirtæk isins, sem áður er sagt frá. Al- menningur, sem lagt hafði fram 30 millj. varð að láta sér nægja hin tryggðu 7%. (Frh.) V Útbreimð Alþýðublaðiðí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.