Alþýðublaðið - 11.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 11. MAÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐID Þrjár nýjar bækur « frá húsaleigunefnd tll fasteignaelgenda og leigutaka I Reykjavlk. Samkvæmt 7. grein laga um gengisskráningu og ráð- stafanir í því sambandi, ér á tímabilinu frá gildistöku lag- anna til 14. maí 1940 óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lögin tóku gildi. — Ennfremur er leigusala óheimilt á þessu tímahili að segja upp leigusamningum um húsnæði, nema Lann þurfi á því að halda fyrir, sjálfan sig eða vandamenn sína. Ágreining, sem rísa kann út af því, hvort ákvæðum þessum sé fylgt, skal leggja fyrir húsaleigunefnd. Þá er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykk- is alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lögin gengu í gildi. Ennfremur her að láta nefndina meta leigu fyrir ný hús. Nefndin verður fyrst um sitm til viðtals í bæjarþings- stofunni í Hegningarhúsinu á hverjum mánudegi, miðviku- degi og laugardegi kl. 5—7 síðdegis. Nefndinni sé látið í té samrit eða eftirrit leigusamn- inga, er komið er með til samþyktar. Reykjavík, 6. maí 1939. Hásaleigunefnd. ALÞYÐUBLAÐIÐ RrrSTíÖRI: F. R. VAM3EMARSSON. í fjarveru hans: JéNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Irmgangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttlr). 4902: RStstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4§05: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN í *------------' ----------^ Sovél-Rússlaod afhjúpar sig. ARUM SAMAN hafa kommún- istar úti um allan heim reynt að vinna yfirboðurum sín- um í Moskva álit og sjálfum sér fylgi meðal fólksins með því að telja því trú um það, að Sovét- Rússland væri vörður friðarins í heiminum, verndari smáþjóðanna og sverð og skjöldur lýðræðisins í baráttunni gegn yfirgangi fas- ismans. Lengi vel var reynt að afla Sovét-Rússlandi og kommúnism- anum aukins fylgis með þvi að blekkja fólkið með þeirri stað- hæfingu, að vígbúnaði hinna fas- istisku stórvelda væri ekki stefnt gegn neinum öðrum en „verka- lýðsríkinu" — eins og það hefir veriö nefnt — á' Rússlandi, og allir voru hvattir til þess að vera á verði um sovétríkið, þetta „dýr- mæta vígi verkalýðshreyfingar- innar og sósíalismans“. Reynsla síðustu ára hefir að vísu afsannað þessa staðhæfingu eins og flestar aðrar áróðurslyg- ar komm&nista. Hún hefir sýnt, að smáríkjunum í Evrópu stend- ur töluvert meiri og bráðari hæfta af yfirgangi fasistaríkjanna líeldur en Sovét-Rússlandi. Þess vegna hafa kommúnistar í seinni tíð snúið blaðinu við og boðað öllutri smáþjóðum og lýðræðis- ríkjum Evrópu, sem hafa séð hættuna nálgast, hina vissu vernd Sovét-Rússlands og hið ósvikula bandalag víð það. Það eru ekki fá smáríki í Ev- rópu, sem í alvöru hafa lagt eyr- un við þessum fortölum. Tékkó- slóvakía var éitt af þeim. En sú trú, sem skapast hefir á Sovét- Rússland á undanförnum árum, fyrir látlausar skrumauglýsingar kommúnista, varð fyrir alvarlegu áfalli í haust, þegar Tékkósló- vakía var ofurseld þýzka nazism- anum, án þess að Sovét-Rúss- land, frekar en Frakkland, — en að eins þau tvö stórveldi voru Samningsbundin til að verja Ték- kóslóvakíu —, gerði nokkra til- raun til þess að rétta henni hjálparhönd. Hin einkennilega þögn og hið fullkomna afskifta- leysi Sovét-Rússlands um örlög þessa síðasta lýðræðisríkis í Mið-Evrópu, vöktu jafnvel al- varlegan grun um það, að Sovét- Rússland hefði ekki átt hvað minstan þáttinn í því, að Frakk- Jand og England reyndust eins deig gagnvart yfirgangi Þýzka- lands þá og raun varð á. En kommúnistum flökraði ekki við frekar en endranær að ljúga Sovét-Rússland út úr sökinni. Alt átti að vera „afsláttarpólitík“ Englands og Frakklands að kenna. Þau höfðu orðið að semja við Þýzkaland til þess að afstýra því versta. Sovét-Rússland hafði setið hjá og hvergi komið nærri meðan gert var út um örlög bandamanns þess. Á eftir þvoði það hendur sín- ar eins og Pílatus og lét verk- færi sín úti um heim, kommún- istana, svívirða England og Frakk land fyrir svikin. Nú er Tékkóslóvakía búin að vera sem sjálfstætt riki, að minsta kosti í bráð, þrátt fyrir bandalag sitt við Frakkland og Sovét-Rússlamd. En önnur smá- ríki Evrópu sjá sér í dag sömu hættu búna af yfirgangi fasista- ríkjanna. Það ern fyrst og fremst Rúmenía og Pólland, sem bæði liggja við landamæri Sovét- Rússlands, og þar af leiðandi ekkert stórveldi á eins léít með að koma til hjálpar eins og ein- mitt það. En hvað hefir Sovét- Rússland hingað til gert til þess að vernda þessi lönd gegn þýzkri árás? Hefir það látið Hitler vita, að slík árás kostaði stríð við það? Nei; það er ekki Sovét- Rússlandi að þakka, að Hitler hefir hingað til ekki þorað að ráðast á Pólland eða Rúmeníu, heldur Englandi og Frakklandi, sem bæði hafa fyrirvaralaust tek- ið ábyrgð á sjálfstæði þessara ríkja ,þótt það séu fjarlæg lönd, og látið Hitler vita, að það kosti Evrópustyrjöld, ef á þau verði ráðist. Sovét-Rússland hefir enga slíka ábyrgð á sig tekið, þvert á móti. Það gaf fyrir nokkrum vikum út opinbera yfir- lýsingu um það, að það hefði ekki heitið Póllandi né Rúmeníu neinni hjálp, þótt á þau yrði ráðist! England og Frakkland urðu að Iofa Póllandi og Rúmeníu lið- veizlu sinni fyrirvaralaust, án þess að hafa tíma til að ráðfæra sig við Sovét-Rússland. Það var eina leiðin til að afstýra yfir- vofandi árás og bjarga friðinum x bráð. En undir eins og tími vanst til, srieru þau sér til Sovét- Rússlands og buðu því þátttöku í varnarbandalagi gegn ofbeldi fásistaríkjanna. Samningaumleit- anir milli Englands og Sovét- Rússlands hafa nú bráðum staðið ýfir í heilan mánuð, án þess að Sovét-Rússland, þessi marglofaði „verndari smáþjóðanna", þetta rómaða „sverð og skjöldur lýð- ræðisins gegn fasismanum“, hafi fengist til þess áð binda sig með einu orði til að taka þátt í sameiginlegri vörn gegn þýzka nazismanum, ef á Rúmeníu eða Pólland yrði ráðist! Á hverju stendur? Svo spyrja menn úti um allan heim. Er Sov- ét-RússIand að afhjúpa sig sem svikara við allar þær hugsjónir sem það hefir þótzt bera fyrir brjósti? Ætlar það að horfa að- gerðalaust á úrslitabaráttu smá- þjóðanna og lýðræðisríkjanna í Evrópu gegn fasismanum? Eða er það jafnvel að búa sig undir að taka sjálft höndum saman við þýzk.a nazismann til þess að fá einhverja hlutdeild i ránsfeng hans? Það vakti ömurlegan grun um fyrirætlanir Sovét-Rússlands, þegar Litvinov, sá maðurinn í sóvétstjórninni, sem mest hefir barizt fyrir samvinnu við Eng- land og Frakkland, var sviftur völdum, einmitt meðan á samn- ingaumleitunum við England stóó Og sá grunur hefir ekki farið minkandi við þan,n fréttabUrð, sem sovétstjórnin hefir síðan byrjað, um að England vilji skuldbinda Sovét-Rússland til þess að veita Englandi og Frakk- landi lið í stríði út af Póllandi bg Rúmeníu, án þess að skuld- binda sig og Frakkland til þess sama gagnvart Sovét-Rússlandi. Chamberlain tók af öll tvímæli úm það í enska þinginu í gær hvað það væri sem England hefði farið fram á i samningaumleitunum sínum við Sovét-Rússland. Það hefir farið fram á að Sovét-Rússland lofaði Englandi og Frakklandi líðveizlu Hákarl i kjöl- farinu. Sakamálasaga eftir Jonas Lie, útgefendur Svan & Kristján. IVETUR var efnt til sam- keppni um öll Norðurlönd um bezt ritaða sakamálasögu og bókin Hákarl í kjölfarinu, eftir Max Mauser (Jonas Lie) hlaut fyrstu verðlaun í Noregi, en það voru 10 þúsund krónur. Bókin gerist í Spánarstyrj- öldinni um borð í skipi, sem er að leggja af stað frá Spáni á- léiðis til Ameríku. Með skipinu eru nokkrir farþegar og þegar nokkuð er komið áleiðis kemur í Ijós að jafnmargir laumufar- þegar, flóttamenn, eru með skipinu. Gerast nú hinir furðu- legustu atburðir í skipinu, sem ekki er vert að segja frá, heldur lofa mönnum að lesa um þá sjálfum. Höfundurinn, Jonas Lie, er sonarsonur Jonas Lie, hins sinni, ef þau lentu í stríði vegna skuldbindinga sinna við Pólland og Rúmeníu, með öðrum orðum, þegar Engl. og Frakkl. hefðu sjálf orðið að grípa til vopna til hjálpar þessum ríkjum. Frétta- burður sovétstjórnarinnar er því bygður. á vísvitandi ósannindum og hefir bersýnilega engan ann- an tilgang en þann, að spilia fyr- ir samningum um varnarbanda- lagið gegn yfirgangi þýzka naz- ismans og ljúga . sökinni á þvi, að þeir ekki takast, yfir á aðra. Svo djúpt er Sovét-Rússland sokkið undir stjórn Stalins. í tíag verða allir að horfast í augu við þann sennileika, að það bregð izt öllu því trausti, sem milljónir úti um heím hafa hingað til bor- ið til þess, ekki aðeins um þátt- töku, heldur beinlínis um forystu í úrslitaátökunum við þýzka naz- ismann í Evrópu. I dag verða menn jafnvel aÖ horfast í augu við þann möguleika, að Sovét- Rússland verði hinumegin víg- stöðvanna í þeim átökum. (Nl.) Á þennan hátt er blaðaút- gáfa í Bretlandi orðin venjuleg fjáröflunarfyrirtæki eins og t. d. nautgriparækt og garðyrkja. (Það má geta þess, að Rother- mere rekur einnig'þetta hvort- tveggja í stórum stíl með á- gætum árangri). Eitt blaðafyrir- tæki Rothermeres, „Associated Newpapers11, gaf árið 1935 18 milljónir króna nettotekjur og 40% hlutabréfaarð. — Millj- ónatekjunum hefir verið sópað saman frá brezku blaðafyrir- tækjunum eins og af hv.erri annari stóriðju. Og það er svo langt frá því að Rothermere sé einn um hituna, — því sömu sögu má segja af hinum ýmsu blaðalávörðum, eins og t. d. Beaverbrook (Daily Express), Camrose lávarður (Daily Tele- graph, Ramsley lávarður (Sun- . day Times) og fjölda annara einstaklinga og hlutafélaga. — Sérstaklega virðast sunnudags- blöðin vera hreinustu gullnám- ur og það eru óstjórnlegar fjár- upphæðír, sem eru greiddar fyr- ir þau, Þegar Berryfélagið — fræga, norska rithöfundar. Rit- ar hann undir dulnefninu Max Mauser. Jonas Lie er foringi rík- islögreglunnar norsku og þykir afburða lögreglumaður, enda ber bókin það með sér, að höf- undurinn er vel að sér í öllu, sem lýtur að lögreglumálum; hún er spennandi frá upphafi til enda. Qscar Clausen: Sögur af Snæfells- nesi. Útgefandi: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. Um nokkur undanfarin ár hefir birzt í blöðum og tímarit- um ýmis konar sagnafróðleikur eftir Oscar Clausen sagnaritara. Hafa sagnir þessar einkum ver- ið frá Snæfellsnesi og Breíða- firði, eða því landssvæði, sem höfundi er kunnugast, og nú er nýlega komið út annað bindi af Sögum af Snæfellsnesi. Einkenni Oscars Clausen sem sagnaritara eru einkum þau, að hann ber glögt skyn á það, hvað í frásögur sé færandi, og er það einkenni góðs sagnaritara. Auk þess ritar hann gott mál, alþýð- legt, en kjarnyrt. í þessu hefti eru margar á- gætar frásagnir, svo sem frá- sögnin um Mála-Martein, bráð- skemtileg og ber vott um kímnigáfu sagnaritarans, frá- spgnin um Harða-Loft, sem er hin mergjaðasta og forneskju- legasta, og að lokum frásagnir eins og Bjarni á Hóli og Menn verða úti, sem sýna að sagna- ritarinn hefir góða hæfileika til þess að semja smásögur, ef hann tekur þeim höndunum til. Gustaf Adolf krónpiinz: Um Sviþjóð og Svía Frú Estrid Falherg Brekk- an íslenzkaði. Þetta er saga Svía í hnot- (Camrose lávarður) seldi h.f. „Allied Newspapers Ltd.“, Hul- tonblöðin ásamt „Sunday Tim- es,“ var kaupverðið 7 milljónir og 900 þús. pund eða um 200 millj. ísl. króna með núverandi gengi. Það eru þessi risavöxnu fyr- irtæki, sem móta skoðanir al- mennings í Bretlandi á alþjóð- legum viðburðum. Og útgefend- urnir eru ekki aðeins auðkýf- ingar, sem á allra vitorði er, að hafa mikla samúð með Hitler og Franco, heldur eru blöðin sjálf tröllaukin einkaauðfyrir- tæki sem byggja vöxt sinn og viðgang að mestu leyti á aug- lýsingum, þ. e. a. s. öðrum stór- fyrirtækjum og auðkýfingum. Hvað af þessu leiðir, kemur skýrt fram i einskonar. eftir- mála, sem Steed skrifaði 14. okt. s,l. e(tir að han,b hafði lokið við bókina: „Síð.an þetta er skrifað, um miðjan sept. s.l., hefir brezka „pressan“, að einni eða tveim- ur heiðarlegum undantekning- um fráskildum, — 'sijigið ný spor á þeirri braut, sem leiðir skurn, rituð einkum í þeim til- gangi að koma útlendingum í réttan skilning um þá þjóð, sem býr á austanverðum Skandina- víu-skaganum. Þar er í stuttu máli sagt frá lifnaðarháttum landsmanna, atvinnu, þjóðfélags málum, menningu, skáldskap og listum. Er það hreinasta furða, hversu miklum fróðleik höfundurinn hefir komið fyrir á þessum örfáu blaðsíðum, sem lesmálið nær yfir. Meira en helmingur bókarinnar eru myndir, hver annari betri. Eru myndirnar af húsum, listaverk- um, úr átvinnurekstri lands- til algjörs ófrelsis. Þrátt fyrir það þó við séum ekki enn þá í hernaðarástandi, og þrátt fyr- ir það, þó þjóðleg og mannúð- leg sjónarmið krefjist þess, að brezku blöðin lýsi yfir sjálf- stæði sínu og frjálslyndi með því að túlka viðhorfin í hinu op- inbera lífi til hinna alþjóðlegu vandamála djarft og hreinskiln- islega, — þá hefir meirihluti brezkra blaða, þvert á móti — dregið úr eða litað allar fregn- ir og neitað um rúm fyrir grein- ár sem túlkuðu raunveruleik- ann og vörpuðu ljósi yfir at- burðina.“ Og síðar í eftirmálanum segir hann þessu til skýringar: „Þegar fregnin um hina móðg- andi ögrunarræðu Hitlers gegn Englandi, 9. okt; var útvarpað að kvöldi sama dags, fyltist öll brezka þjóðin af gremju og réttlátri reiði. En þegar morg- unblöðin komu út daginn eftir, örlaði hvergi á þeirri gremju í dálkum þeirra. Sum virtust jafnvel hafa látið það sem vind um eyrun þjóta. Þegar farið var að rannsaka þessa auðmýkj- andi framkomu hjá málgögnum „hins frjálsa orðs“ kom það í ljós, að ýmsir stærstu auglýs- endurnir höfðu aðvarað blöðin um að þeir mundu draga allar auglýsingar sínar til baka og hætta öllum viðskiftum við þau, ef þau gerðu almenningi ljóst, manna, svo sem úr sveitalífinu o. s. frv. Þýðandi bókarinnar, frú Est- rid Falberg Brekkan, er sænsk kona, en margur íslendingurinn mætti öfunda hana af því, hvernig hún leikur sér með málið. Bókin er prentuð í ísafoldar- prentsmiðju og er frágangur á- gætur, einkum hefir prentun myndanna tekist fyrirtaks vel. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Tengdapabba í kvöld. AÖ þessari sýningu verða nokkrir að- göngumi'ðar seldir á kr. 1,50. hve ástandið væri hættulegt í raun og veru og sköpuðu með því ótta og óróa. sem gæti haft slæmar afleiðingar fyrir verzl- un og viðskifti. Og ekkert þess- ara blaða vogaði sér að birta nöfn þessara ósvífnu auglýs- enda og „spekulanta“, sem höfðu sent þeim aðvaranirnar, svo að hægt væri að draga þá fyrir dómstól almenningsálits- ins.“ Það er engin ástæða til að draga orð og upplýsingar Steeds í efa og hann er í sínum fulla rétti, er hann ávalt nötar gæsalappir, er harrn nefnir „hið frjálsa orð“ eða „ritfrelsi.“ — Hann gerir okkur fyllilega ljóst, hver er höfuðástæðan fyrir hinni loðnu og litlausu afstöðu brezku blaðanna, í hinum stór- pólitísku vandamálum þjóðanna — sem nú eru á dagskrá. Blöðin eru ekki lengur það, sem þeim var upprurialega ætlað að vera, þ. e. verðir málfrelsis, þjónar almennings og óskelfdir niál- svarar sannleikans. í stað þess eru þau orðin margbrotin og stórfelld fjáröflunarfyrirtæki. En blaðastarfsemi, sem lætur sig lýðræðið engu skifta og Ijær afturhaldsöflunum rúm í dálk- um sínum, en lokar augunum fyrir skerðingu frelsisins í öðr- um löndum, án þess að hugsa um það, að án þess frelsis og þess lýðræðis getur engin sjálf- Hinu frfálsa orði fórn« að á altari Mammons. ----♦--- Blaðaiðnaðurinn á BretlandL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.