Alþýðublaðið - 20.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 20. MAÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÞiÐ Guimar Gunnarsson skáld fimmtugur. IFYRRADAG var fimmtugur Gunnar Gunnarsson rithöf. Er sennilega ekki ofmælt, að hann sé víðkunnastur íslendingur núlifandi manna. Eftir fregnum, sem bárust hingaö frá Danmörku í fyrradag, var honum auðsýnd svo mikil virðing þar í landi, að slík hlotnast ekki öðrum en þeim, sem hlotið hafa alþjóðarlof. Og Gunnar hefir hlotið lof fleiri en einnar þjóðar. Hann á aðdáendur í öllum löndum hins mentaða heims. Gunnar Gunnarsson er fæddur að Valþjófsstað í Norður-Múla- sýslu 18. maí 1889. Hann er af fjölmennri og þektri austfirzkri bænda- og presta-ætt. Faðir hans var Gunnar Gunnarsson, bróðir hins þjóðkunna manns séra Sig- urðar Gunnarssonar prófasts. Bam að aldri fluttist Gunnar úr Fljótsdalnum til Vopnafjarð- ar. Ólst hann þar upp (á Ljóts- stöðum) fram að 18 ára aldri. Fluttist hann þá til Danmerkur og hefir dvalið þar síðan. En nú hefir hann í hyggju að hverfa aftur til sinna fyrstu bernsku- stöðva, í Fljótsdalinn. Áður en Gunnar fór héðan af landi burt hafði hann gefið út tvö ljóðakver, Móðurminning og Vorljóð. En rithöfundarferill hans hefst fyrst af alvöru með skáldsögusafninu „Saga Borgar- ættarinnar". Vakti hún feikna- athygli og hefir verið kvikmynd- uð sem kunnugt er. Eftir þetta ritar hann hverja skáldsöguna á fætur annari, Varg í Véum, Ströndina, Fóstbræður og Sælir em einfaldir, svo að nokkrar séu taldar. En upp úr 1920 má telja að hefjist nýtt timabil í skáldskap Gunnars með sagna- safninu „Kirkjan á fjallinu" sem jsr í 5 bindum. Er það sjálfsæfi- saga skáldsins og jafnframt hans aðalverk. Er þetta mikla rit ritað með allmjög öðmm blæ en fyrri bækur hans, blæ léttleika - og frjálsleika. Eftir að hann lauk þessu safni hefír hann ritað fjölmargar skáld- sögur. Em þær helztar að telja. Svartfugl, Jón Arason, Hvíti Kristur og Vikivaki. Auk skáld- sagnanna hefir hann stundað margvísleg önnur ritstörf. Hann hefir gefið út ljóð, leikrit og rit- gerðir og flutt ógrynnin öll af fyrirlestmm, hér um bil eingöngu um íslenzk efni. GUNNAR GUNNARSSON Gunnar Gunnarsson er ekki eingöngu mikið skáld, hann er einn hinn mesti þrek- og at- orkumaður, sem vaxið hefir upp í þessu landi á síðustu timum. Æfi hans hefir verið látlaust starf og sífeld barátta við hin erfið- ustu lífsskilyrði; en hann hefir aldrei hvikað frá settu markmiði, enda hefir hann unnið hinn glæsilegasta sigur. Pað verður vart minst á Gunn- ar hér, án j>ess að minnast þess, hve hljótt hefir stundum verið um nafn hans. Engar af síðari bókum hans hafa verið þýddar á íslenzku, þangað til Menningar og fræðslusamband alþýðu braut ísinn á síðast liðnu hausti og gaf út Svartfugl. En sú útgáfa sannaði líka, að fáir rithöfundar eiga dýpri hljómgmnn með þjóðinni, svo lotningarfulla að- dáun vakti þessi bók. Um Gunnar hefir nokkuð verið ritað á íslenzku. M. a. birti Al- þýðublaðið ágæta ritgerð eftir Guðm. Gíslason Hagalín síðast liðið haust. Enn fremur hefir Halldór Kilján Laxness skrifað um hann mjög athyglisverða rit- gerð, sem prentuð er í Dagleið á fjöllum. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 23.—29. apríl (í svigum tölur næstu viku á undan); Hálsbólga 35 (64). Kvefsótt 86 (140). Iðrakvef 14 (7). Inflúenza 20 (48). Kvef- lungnabólga 4 (8). Taksótt 1 (3). Hlaupabóla 1 (1). Ristill 2 (0). Þrimlasótt 1 (0). Mannslát 8 (10). Landlæknisskrifstofan. FB. Útbreiðið Alþýðublaðið! Svo stökk hún á fætur, hljóp upp um hálsinn á mömmu sinni, kippti í skeggið á henni og sagði: Góðan daginn, Kibba-kibb. Og mamma henn- Þegar móðirin hafði drukkið úr flöskunni, ar kleip í nefið á henni. En hún var nú bara fékk hún sér dúr. Þá fór ræningjastelpan til að gera að gamni sínu. hreindýrsins og sagði: Nú skal ég sleppa þér, svo að þú getir farið Hreindýrið hoppaði upp í loftið af gleði. til Lapplands. En þú átt að fara með þessa Ræningjatelpan lyfti Gerðu á bak og batt litlu telpu til snædrottningarinnar, þar sem hana fasta og fékk henni sessu til að sitja á. leikbróðir hennar er. Tilkynning Til þess að fyrirbyggja misskilning og forða fólki frá óþörfu ómaki, skal það tekið fram, að engin smásala á sér stað í Sjóklæðagerð íslands, h. f., Skerjafirði. — Það fólk, sem ætlar að kaupa vör- ur framleiddar af Sjóklæðagerð íslands h. fer því vinsamlegast beðið að snúa sér tii veiðarfæra- og vefnaðarvöruverzlana bæjarins með kaup sín. SJóklæðagerð fslands h.f. Skerjafirði. Flugvöllur nauðsyulegur i Reykjavik ■C» LUGMÁLAFÉLAGIÐ hélt að- alfund nýlega. Kosin var stjórn og hlutu kosningu: Agnar Koefoed-Hansen formað- ur, me'ðstjórnendur örn Johnsen, Bergur G. Gíslason, SigurÖur Jónsson og Erling Smith. Eftirfarandi tillaga var sam- þykt á fundinum: „Aðalfundur Flugmálafélags ís- lands telur það höfuðnauðsyn fyrir framtíð flugsamgangna á íslandi, að Reykjavik eignist not- hæfan flugvöll, og heitir á stjórn arvöld bæjar og ríkis að greiða sem bezt fyrir því máli.“ Ferðafélag Islands láðgerir að fara skemtiför í Selvog og að Strandakirkju um næstu helgi. Lagt á stað síðdegis á laugardag 20. þ .m. og ekið í bílum austur í Ölfus að Hlíðar- enda og gengið þaðan í Selvog og gist. Fólk þarf að hafa með sér mat og nokkrir geta fengið gistingu. Sunnudagsmorgun, 21. verður farið að Strandarkirkju. Heim verður farið um Grinda- skörð, Kaldárbo.tna í Hlafnarfjörð. Vegalengdir Rvík — Vindheim- hr 60 km. Vindh. — Strandarkirkja 20 km. Selvogur—Hafnarfjörður ca. 50 km. Farmiðar seldir í bókaverzlun Isafoldar til hádegis á laugardag. Vélbátur brennur. Opinn vélbátur, Skrúður frú Akureyri, 4 rúmlestir að stærð, brann nýlega við bryggju í Hrís- ey. Báturinn var að fara í róð- ur. Formaður lýsti með eldspýtu uiður í bátinn aftan við vélina, en um leið kviknaði í bátnum, og hljóp eldurinn samstundis um allan bátinn aftanverðan. Hlupu skipverjar þegar upp úr bátnum og sakaði ekki. Ekkert varð að- hafst til björgunar neinu úr bátn- um. Brunnu öll veiðarfæri, er bú- ið var að láta í bátinn, og alt er bátnum tilheyrði. — Talið er, að leki hafi komið að tanka með benzínblöndu í og benzíngas hafi verið komið í bátinn. FÚ. Berið virðingu fyrir ellinni. Einar heitir maður Guðmunds- son. Hann er faðir Pálma ráðu- nauts og Ölafs læknis o. fl. Hann er föðurbróðir minn. Hann bjó rausnarbúi á Svalbarða í 40 ár og gegndi þar stjórnarstörfum meö sæmd og prýði lengst af þeim tíma. Nú er hann blindur og beygður af elli. Ég heimsótti hann fyrir nokkru og ræddi við hann um marga hluti og öldruðu konuna hans, sem fylgt hefir hon- um um hið langa æfiskeið. Hún er myndarkona hin mesta og sí- vinnandi, því þær geta aldrei hætt að vinna gömlu sveitakon- urnar; hún gaf mér nýprjónaða vetlinga. Þau eru nú hjá Pálma syni sínum, sem er þeim prýði- legur sonur, enda er ætt vor hin göfugasta. Faðir minn var ann- álaður sjómaður og fleiri þeir bræður. Ég var talinn í betri sjómannatölu á minum duggara- bandsárum, en heimurinn var mér vondur og rak mig út á guð og gaddinn, og gott var þaö ekki. I fátækt flæktist ég, og úr þeirri flækju hefir ekki enn þá greiðst og gerir líklega aldrei. — Oddur Sigurgeirsson hjá Guðm. Sigurðs- syni við Sundlaugaveg. TLfAÐURINN SEM HVARF 40. anlegar leyfar líksins í bifreiðinni hefði sér tekist að afmá tilveru Jims Blake á jörðinni. Hálfbrunnar og sviðnar leifar þessa líkama voru honum óviðkomandi, og nú var hann ann- ar og nýr maður á leikvelli lífsins, og gat héðan í frá hagað sér að eigin geðþótta. En ,,á eðlinu vinnur enginn bug“. Mönnum hættir við að halda að þeir með sterkum vilja og föstum ásetningi geti gengið í berhögg við algild lögmál náttúrunnar. En þar reisa menn sér hurðarás um öxl, því þættir eðlisins í lífi.alls, sem lifir, eru rammgerari en svo, að nokkru verulegu verði um þokað á einni svipstundu. Francis X. Carter fanst sem hann væri að vakna til nýs og betra lífs, en hann gætti þess ekki, að honum var ofviða að afmá í einu vetfangi hið fyrra eðli sitt og persónuleik. Und- ir þessu nýja dulargerfi hans freyddi ólga hans fyrri tilveru, og enginn vissi þess stað eða stund þegar upp úr syði. Skuggi fortíðarinnar elti hann niður hlíðarveginn og alla leið til Painted Post. Hann yfirskygði fortíð og framtíð. Hjá því gat ekki farið að sá dagur kæmi, að hann þyrfti að biðja þess og óska, að hann yrði aftur að manni þeim, sem hann svo miskunnarlaust hafði þurkað burt úr mannlegri tilveru. S. S. VAN DINE: FIMTI KAFLI. SÍÐARI hluta næsta dags lét Francis X. Carter kynna komu sína.hjá firmanu Noble & Scarp. Honum var þegar boðið inn í einkaskrifstofu þeirra félaga og heilsuðu þeir honum virðulega, en þess gætti þó, að koma hans vakti þeim nokkurn óróa. Þeir höfðu ekki breyzt í útliti frá því er hann var hjá þeim síðast, brækur þeirra voru hrukkóttar og ópressaðar, og vindlaveskin troðin full af andstyggilegu vindlunum, sem hann mintist frá fyrri komu sinni, leyndu sér ekki í brjóst- vösum þeirra. En að einu leyti höfðu þeir breyzt; gamla kvíð- ans og vonleysisins í málrómi þeirra gætti ekki lengur. ,,Það gleður okkur óumræðilega mikið að sjá yður, hr. Car- ter, sagði Scarp ísmeygilega. Noble hneigði sig jafnframt og endurtók: „Já, það veldur okkur mikillar gleði að sjá yður.“ „Því miður var mér ekki mögulegt að koma til fundar við ykkur fyr,“ sagði Jim. „Ég áleit nefnilega, að rétt væri að byrja ekki nokkrar framkvæmdir fyr en ég væri orðinn að nýj- um og betri manni. En nú logar í mér starfslöngun. Ég er ákveðinn í því að taka að mér forystu firmans þegar í stað. Scarp kinkaði kolli samþykkjandi og sagði sem svo, að þess væri vitanlega að vænta, og Noble félagi hans endurtók hreyf- ingar hans eins og „sprellukarl“ og tautaði: Vitanlega, já, vitanlega. Ég mun vera ykkur mjög þakklátur, ef þið viljið vera mér til aðstoðar og innanhandar um upplýsingar og kynningu á rekstri firmans fyrstu vikuna É.g vil kynnast högum og hætti fyrirtækisins bæði í smáu og stóru, áður en ég raunverulega tek að mér yfirstjórn þess. Ég hefi einsett mér að reka firm- að eftirleiðis með nákvæmlega sama hætti og gert hefir verið hingað til og breyta í engu frá siðum eða venjum. Næsta hálfan mánuðinn vann Jim Blake af kappi að því að kynna sér hið nýja viðfangsefni sem bezt í öllum atriðum. Hann hafði ávalt haft yndi af því að sigrast á erfiðleikum, og í þewiu sérstaka tilfelli kom honum mjög vel margra ára reynsla og róttæk þekking, sem hann hafði öðlast sem lögfræðilegur ráðunautur. Auk þess kom það smátt og smátt í ljós, að enda þótt Noble og Scarp væru harla hjárænulegir í útliti og fram- komu, þá bjuggu þeir yfir undraverðri og staðgóðri þekkingu. Enda þótt hann væri jafnan önnum kafinn í þágu firmans, gaf hann sér þó ávalt tíma til að lesa nákvæmlega blöðin frá New York og þá sérstaklega hvað eina, sem snerti hið ímynd- aða og sviplega fráfall hans. Og þetta stafaði engan veginn af því að hann væri hræddur, heldur hafði málið ennþá eitt hvert einkennilegt seiðmagn, svo að hann velti því fyrir sér eins og flókinni krossgátu. Hann brosti hæðnislega með sjálfum sér að þeirri feikna athygli, sem dauði hans hafði vakið. Svo virtist, sem hann látinn væri langtum meira verður heldur en á meðan hann var lifandi. Mynd hans birtist í flestum blöðum og lýsingarnar á dugnaði hans og dygðum í lifanda lífi voru svo íburðar- miklar og öfgakendar, að honum bauð við. Nú fann hann til þess í fyrsta sinn á æfinni hversu þungbært það er •— fyrir góðan mann með heilsteyptri skapgerð — að standa undir oflofi. Þó að hann í fyrstu hefði haft óljósan ótta um það að upp kæmist um blekkingar hans, þá hvarf sá ótti eðlilega, er hann las ummæli blaðann um dánaratburðinn, Þau voru vitanlega breytileg upptugga á því, sem stóð í „American Press/, en þar sagði svo m. a.: „Painted Post, New York, 9. september. — Snemma í morgun fann sveitalögregluþjónn lík hr. James L. Blakes, aðalforstjóra hins velþekta firma Driscoll & Scapiro, Broadway 120 í New York borg. Líkið var í klettagjá beint fyrir vestan Alpine-brúna, sem er um 2 kílómetra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.