Alþýðublaðið - 25.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝfTOBLAÐtÐ FIMTUDAGINN 25. MAI 1930. ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (ímigangur frá Hverfisgðtu). SÍMAR: 49Ö0: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). ""96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. i ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ ---------------------♦ irræa-BSBsa sesés. "53 '■ Grimunnl kastað. EGAR þeir Héðinn Valdi- marsson, Brynjólfur Bjarna- son og Einar Olgeirsson voru síð- ast liðið haust undir yfirskyni „sameiningarinnar“ að ginna nokkra gamla Alþýðuflokksmenn til þess að ganga inn í söfnuð Moskvakommúnismans, reyndu þeir að villa þeim sýn með því að breyta nafni flokksins í ,,Sam- einingarflokkur alþýðu — sósíal- istaflokkurinn" og taka burt úr haus flokksblaðsins, Þjóðviljans, „gefinn út af Kommúnistaflokki íslands (Deild úr alþjóðasam- bandi kommúnista).“ Síðan var básúnað út, að Kommúnistaflokk- urinn hefði verið lagður niður og nýr „stór sósíalistiskur lýðræðis- flokkur" verið stofnaður, sem stæði „á svipuðum grundvelli eins og norski Alþýðuflokkurinn" og mörg falleg orð látin falla um það bæði í ræðu og riti, hve 'miklar ,,fórnir“ kommúnistar hefðu fært fyrir málstað „sam- einingarinnar“. Vafalaust hafa flestir þeir gömlu Alþýðuflokksmenn, sem gengu með Héðni Valdimarssyni Inn í þennan endurskírða kom- múnistaflokk og gerðust áskrif- endur að kommúnistablaðinu eft- ir að það sór fyrir ætterni sitt, trúað því í einlægni, að komm- únistamir hér hefðu Ioksins hrist af sér ok Moskvakommúnismans og myndu nú af heilum hug starfa með þeim „á svipuðum grundvelli og norski Alþýðu- flokkurinn", eins og sagt var að „sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinn“ stæði á. Því að vissulega munu fáir hinna gömlu Alþýðuflokksmanna aðrir en Héðinn Valdimarsson vitandi vits hafa ætlað sér að svíkja þá stefnu, sem þeir höfðu ámm sam- an barist fyrir í Alþýðuflokknum, jafnaðarstefnuna á gmndvelli lýðræðisins, enda þótt þeir vildu margt til vinna, að sameining gæti tekist. Af hálfu endurskirendanna, þeirra HéÖins, Einars og Bryn- jólfs, var líka alt gert til þess í fyrstu að vagga þessurn gömlu Alþýðuflokksmönnum í svefn, meðan verið væri að ánetja þá Moskvakommúnismanum. 1 Þjóð- viljanum var mánuðum saman ekki talað um „kommúnista", heidur „sameiningarmenn" og „só síalista", ekki um „byltingu“ heldur um „lýðræði", og ávörp- in eða fyrirskipanirnar, sem áður birtust með undirskrift alþjóða- sambands kommúnista, komu nú að eins sem meinlaus „einka- skeyti frá Moskva". En Adam var ekki lengí í pa- radís og kommúnistar ekki lengi á lýðræðislínunni. Nú telja þeir sér bersýnilega óhætt aö kasta grímunni í trausti þess, að búið sé að stinga „sameiningarmönn- unum“ úr Alþýðuflokknum það svefnþorn, sem dugi. Nú kalla þeir sig alt í einu ekki lengur „sameiningarmenn" eða „sósíal- ista“, heldur rétt og slétt komm- únista eins og fyrir „sameining- una“. „Ég sem kommúnisti,“ sagði Einar litli Olgeirsson aftur eftir langan tíma í útvarpsum- ræðunum á þriðjudagskvöldið með svipuðum hreim i röddinni og hjálpræðishermaður, þegar hann „vitnar". Að vísu virðist þessi játning hafa komiö eitt- hvað óþægilega við Þjóðviljann og ekki þótt neitt gætileg gagn- vart hinum gömlu Alþýðuflokks- mönnum ,sem gintir voru inn í kommúnistaflokkinn í haust, því að á miðvikudagsmorgun gat að iesa i Þjóðviljanum, að „það hlyti að vera einhvers konar villa, prentvilla, ef ekki önnur verri" hjá einu blaði bæjarins, að Kom- múnistaflokkurinn sé að togast á um verkamenn í Hafnarfirði. Allir vita, að sá flokkur er ekki til á landi hér. Blaðið mun eiga við Sameiningarflokk alþýðu — sósíalistaflokkinn." Eða varð Ein- ari bara mismæli í útvarpinu? Nei; Einar gætir þess æfinlega vel, að segja ekkert nema það, sem Brynjólfur er búinn að segja áður, því hann veit af gamalli reynslu, að Brynjólfur er vissari á „línunni". Og Brynjólfur var einum degi áöur en Einar fór í útvarpið búinn að skrifa „við kommúnistar" í Nýtt land og skýra það fyrir „sameiningar- mönnunum“ þar, að það væri ekki „vísindalega rétt“ ,að kalla þá neitt annað en kommúnista. Það er ekki um að villast: Það er engin tilviljun, sem veld- ur því, að þannig er breytt um orðbragð af forystusauðum Moskvasafnaðarins. Nú á að gripa til svipunnar og sýna hin- lum gömlu Alþýðuflokksmönnum, sem létu ginnast til þess að yfir- gefa Alþýðuflokkinn í haust, það svart á hvítu, hvaða flokkur það er, sem þeir hafa gengið í. Frakkar byggja aýtt skip í staðinB fyrir „Parfs“. LOTAMÁLARÁÐHERRA Frakklands hefir tilkynt, að á næsta ári verði lagður kjölur áð skipi sams konar stærðar og gerðar sem „Normandie", hið mikla franska hafskip. Verður hið nýja skip notað til Atlantshafs- ferða þeirra, sem ætlaðar voru hafskipinu „Paris", er eyðilagðist áf eldi nú í vor. Hið nýja skip á að hljóta nafnið „Bretagne". Ráðherrann gerði grein fyrir rannsókninni á orsökunum að bruna skipsins „Paris“. Rannsókn þessi leiddi í Ijós, að hótanir höfðu komið fram um hermdar- verk, en engar varúðarráðstafan- ir voru þó gerðar, sem fullnægj- andi gætu talizt. Slökkvitæki Ivoru ekki í lagi, skipshöfnin ó- æfð í slökkvistarfsemi, og enginn næturvörður var í skipinu þegar í því kviknaði. F.O. ■íwp ioftárásir og loftvarnir. Frh. Ég hefi nú í stuttu máli drep- ið á þá hættu, sem vofir yfir lífi og eignum fólksins vegna loftárása í nútímastyrjöld. Skal ég því snúa mér að því hvað únt er að gera, og hvað var gert á Spáni til þess að draga úr og verjast þessari hættu. Eðlilegt er þó að athuga nánar þá spurn- ingu hvort það borgi sig að eyða stórfé í varnarráðstafanir, sem þó geta aldrei komið að fullu gagni, hversu mikið sem í þær er lagt. Ég hefi þá bjargföstu skóðun, að það borgi sig, og vil ég rök- styðja það á þennan hátt: Spánska lýðveldið var mjög fá- tækt, og hafði brýna þörf fyrir alt fé, sem unt var að ná saman til kaupa á lífsnauðsynjum. Þrátt fyrir það notaði lýðveldis- stjómin óhemjufé til varnar- ráðstafana fyrir fólkið gegn loftárásum, vegna þess að hún taldi það óhjákvæmilega nauð- syn og peningavirði. Sú dýrkeypta reynsla, sem spánska lýðveldið hlaut, er nú öðrum þjóðum til lærdóms og það væri hyggilegt að nota sér þá lærdóma nú þegar, síðar vérður það dýrara. Varnarráðstöfunum má skifta 1 þrent: 1. Verndun á lífi og limum. 2. Verndun eigna. 3. Verndun stofnana, fyrir- tækja og starfrækslu, sem eru þýðingarmikil fyrir þjóðar- heildina. Lífverndun er fólgin í þessum ráðstöfunum: í velskipulagðri loftgæzlu- starfsemi, svo að fréttir um að óvinaflugvélar séu á leið- inni berist nægilega snemma til þess að unt sé að gefa við- vörunarmerki í tæka tíð. Skipulagt og víðtækt merkja- kerfi — nokkurskonar bruna- sími, — 6r þeytir lúðra eða flautur um allan bæinn í sömu andrá og loftvarnastöðinni berst fréttin um væntanlega loftá- rás. Og loks nægilega mörg sprengjuheld skýli, þar sem fólkið getur leitað skjóls undan árásinni meðan hún stendur yf- ir og síðast en ekki sízt vel skipulagt og skólað hjúkrunar- fólk og hjálparlið útbúið nauð synlegum tækjmn, Ég vil minnast nokkru nán- ar á sprengjuheldu skýin, —- (ekkert íslenzkt orð er til yfir þessar neðanjarðarhvelfingar, sem hér eftir verða nefndar loftvarnabyrgi í þessari grein) og verður þá eðlilegast að at- huga þessar spurningar: Fyrir hvað stóran hluta íbú- anna á að byggja loftvarna- byrgi? Hvar eiga þau að vera? Hvernig á fyrirkomulag þeirra og gerð að vera? og hversu traúst er nauðsynlegt að þau séu? Áður en ég svara fyrstu spurningunni, vil ég vekja eft- irtekt á þeirri reginvillu, sem gerð var á Spáni með því að leyfa flóttamönnum frá orustu- svæðunum að setjast að í bæj- unum: Vitanlega áttu þeir að dvelja í sveitunum og þeim fylkjum, sem lýðræðisstjórnin réð yfir. Miklir örðugleikar hefðu vitanlega orðið á því skipulagi (sérstaklega á Spáni) — en þeir urðu þó enn stór- kostlegri með því fyrirkomu- lagi, sem haft var. í Barcelona fjölgði t. d. íbúunum um Vz milljón flóttamanna. Ég hefi áður drepið á tilgang þessara ofbeldisárása með að skapa ótta. Allsstaðar í fólks- fjölda mun einhver hlutinn óttafyllri en hinir. Ef ekki eru til loftvarnabyrgi handa þeim l kjarkminni að leita til, verða þeir lostnir skelfingu, og ef óttinn nær að grípa um sig —- breiðist hann út eins og eldur Hæstaréttarmál ðt af kanpMnm sjémanna til gjaldprota ntgerðar. ------+------ Hœstiréttur ómerkir héraðsdém~ inn og vfsaði málinu frá. ------»-. Igærmorgun var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu skiptaráðandinn í Suður-Múlasýslu f.h. þrota- bús útgerðarsamvinnufélagsins „Kakali“ gegn Sigurði Jóhannssyni. Var meðferð máls þessa í héraði og héraðs- dómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Mál þetta er höfðað fyrir sjó- rétti Suður-Múlasýslu með stefnu birtri 11. sept. 1936 af Eiríki Bjarnasyni f.h. Sigurðar Jóhannssonar Eskifirði gegn skiptaráðandanum í Suður- Múlasýslu M. Gíslasyni f.h. þrotabús útgerðarsamvinnufé- lagsins ,,Kakali“ til greiðslu á eftirstöðvum á kaupi kr. 269,33 og ennfremur að viðurkenndur verði sjóveðréttur stefnandans fyrir kröfum þessum í v.b. Birkir með tilheyrandi. Hafði Sigurður Jóhanns- son undanfarin ár verið ráðinn á vélbátinn „Birki.“ Hafði jafn- an gengið svo til, að Sigurður hafði ekki fengið kaup- gjald sitt eða aflahlut greidd- an að fullu í lok hverrar ver- tíðar, en greiðslu lofað eftir þörfum hans. Við uppgerð síðustu áramóta var innieign Sigurðar Jóhannsson í ógreiddu kaupgjaldi við téð skip kr. 269,33. Sigurður var einn þeirra manna, er var stofnandi að og starfandi meðlimur í útgerðar- samvinnufélaginu „Kakali“ þann tíma, sem félagið fékk að halda starfsemi sinni uppi. En eftir síðustu áramót var skipa- stóll félagsins tekinn af félag- inu að tilhlutun fjármála- ráðuneytisins fyrir ábyrgð, sem það hafði tekið á sig vegna bátakaupa. fé- lagsins í byrjun starfs, En síð- ari hluta fyrra árs lenti félag- ið í fjárþröng vegna aflabrests. Var þá leitað stuðnings ríkis- stjórnarinnar, til þess að greiða eftirstöðvar af kaupgjaldi þeirra manna, sem starfað höfðu við báta félagsins. Ríkisstjórn- in lét félaginu í té fé, sem greitt var að jöfnu hlutfalli öll- um, sem höfðu starfað hjá félag- inu, án tillits til þess, hvort þeir voru félagsmenn eða ekki. Eftir að félagið varð gjald- þrota var Eiríki Bjarnasyni fal- ið að innheimta allar kaupkröf- ur þrotabúsins. Fjármálaráðu- neytið gekkst inn á að greiða allar kaupkröfur utanfélags- manna, en neitaði greiðslu á kaupkröfum félagsmanna. Jafn. framt sem mál þetta var höfð- að, til innköllunar á kaupgjaldi Sigurðar Jóhannssonar, var það prófmál fyrir þær aðrar kröfur, sem Eiríkur Bjarnason hafði umboð til innheimtu á fyrir aðra starfsmenn félagsins, sem voru félagsmenn. í vörn málsins fyrir sjódómi Suður-Múlasýslu er einkum lögð áherzla á það atriði, að Sigurð- urður Jóhannsson hafi verið einn af stofnendum félagsins „Kakali“, en í félagslögunum sé það tekið fram, að stofnend ur og félagar séu samábyrgir fyrir öllum skuldbindingum þess til báta. og skipakaupa. Þegar félagið varð gjaldþrota, kom í ljós, að það átti ekki fyrir skuldum. Væri því auðsætt, að umbjóðandi stefnanda stæði í persónulegri skuld við lánar- drottna félagsins um miklu hærri fjárhæð, en hann gerði kröfu til. Héraðsdómur dæmdi þrota- búið til að greiða Sigurði Jó- hannssyni upphæðina, en hæstiréttur leit svo á, að ekki lægi nægileg sönnun fyrir um mmmmmmmmmmm Síglaður — sfvlnnaiiili ur HÖRPC MÁLNINGU 1SKK-Q6 KiáLNlNGRR- VERKSIVilCJRNÍ MatrósfOt, blússuföt eöa jaklw- föt, anðvitaö úr Fatabúölnni. ðdýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 Ib. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. Útsvars- og skatta-kærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. það, að kröfu þeirri, sem málið varðaði, hefði verið lýst í þrota bú stefnda samkvæmt 33. gr. sbr. 90. gr. skiptalaganna, og 3. mgr. 1. gr. laga nr. 52/1914, eða að skiptaráðandi hafi vísað henni til sjódóms samkvæmt áðurnefndu ákvæði laga nr. 52/1914. Yrði því af þessum á- stæðum að ómerkja hinn áfrýj- aða dóm og málsmeðferð í hér- aði og vísa málinu frá héraðs- dómi. í sinu og verður óstöðvandi. Séu loftvarnabyrgi til, þar sem þeir ístöðuminni geta leit- að afdreps, þá munu þeir ná aftur valdi yfir taugum sínum og skelfingin nær ekki tökum. Loftárásin hefir ekki heppnast. Ég varð oft vitni að því 1 Barce- lona, að fólkið, sem í byrjun árásarinnar hafði leitað skjóls í loftvarnabyrgjunum, gleymdi allri hræðslu og kom aftur út á gÖtuna til þess að horfa á þenn- an stórkostlega hildarleik, sem leikinn var hátt í lofti yfir höfð- um þess. Það hafði gleymt sínu eigin öryggi. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem ég hefi aflað mér, var víðast komið upp loftvarna- byrgjum fyrir Vi'—% íbúanna. í Barcelona voru gerð um 1500 loftvarnabyrgi, sem rúmuðu á- samt neðanjarðarjárnbrautun- um hér um bil helming íbúanna að meðtöldum flóttamönnum. í Almeria voru um 60 þús. íbúar, en um 25 þúsundir flóttamanna höfðu sezt þar að, þar voru loft- varnabyrgi fyrir 65 þúsund manns eða fyrir 5 þúsund fleiri en íbúatala bæjarins var. Síðar mun ég minnast á ástandið í þessum bæ. Venjulega líða aðeins fáar mínútur frá því að varnarlúðr- arnir gjalla og þangað til fyrstu sprengjurnar falla, og skilyrðið fyrir því að byrgin komi að notum er, að auðvelt sé að kom_ ast í þau. Ég hefi þannig upp- sett dæmi: Vér tökum mann einhvers- staðar í borginni og hugsum oss hann sem miðdepil hrings með 200 metra geisla. Innan þessa hrings á að vera gangur niður í loftvarnabyrgi. Þessi útreikningur er áreiðanlega réttur í öllum aðalatriðum, —• vegna þess, að það tekur 1—2’ mínútu1" :ið komast 200 metra, — fer pað eftir fráleik viðkom- anda — og auk þess má gera ráð fyrir að ös sé við inngang- inn, svo að töf verði i nokkrar mínútur, áður en komist verður niður, og þá er hléinu lokið — sprengjunnar von á hverju augnabliki. Ef loftvarnarúm er í kjallara íbúðarhúss, er vitanlega auðvelt fyrir íbúana að forða sér, og er sérstaklega þýðingarmikið á næturnar að þurfa ekki að eyða tírna í að klæða sig. En þessi byrgi hafa þann ókost, að það er örðugt að gera þau nægilega sprengjuheld, og auk þess hefir reynslan sýnt, að það er oft mestum vandræðum bund- ið, að ná íbúunum úr slíkum kjallara, ef húsið hrynur yfir hann. Ef nota skal svona kjallara sem loftvarnabyrgi, er það ó- hjákvæmileg nauðsyn að þeir hafi útgang á tveimur stöðum og að þeir liggi svo langt frá húsinu, að útganga verði auð- veld, þó að það hrynji. í þéttbyggðum bæjarhlutum er bezt að koma loftvarnabyrgj- unum fyrir sem göngum undir gangstéttabrúninni, er liggi eins og gatan. Þá er skilyrði, að útgöngudyr séu að minsta kosti tvær og að séð sé fyrir nægi- legri loftræstingu. Þar sem opin svæði eru eða torg mætti útbúa stærri byrgi, sem þá ætti að tengja með göngum við byrgin í þéttbýlustu bæjar- hlutunum, svo að unnt væri að rýma úr þeim, ef þau skyldu of- fyllast. (Frh.) Æskan, 5. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Hefst þa'ð á framhaldssögunni Bærinn á ströndinni, eftir Gunnar M. Magn úss, Krossinn í Fannadal, eftír Jón Bjarnason, Skorrastað, Kín* versk pjóðareinkenni, eftir Odd- nýju E. Sen, Vorljóð, eftir Ósk- ar Þórðarson frá Haga o. m. fl. Aðventa, bók eftir Gunnar Gunnarsson er nýkomin út í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar. Útgefandi er Bókaverzlun Heimskringlu h.f. Bókarinnar verður nánar getið seinna. ÚtbreiSið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.