Haukur - 24.02.1898, Blaðsíða 1
Góðar, en stuttar, fræði-
og skemmti greinar, áð-
ur óprentaðar, óskast
sendar útgefandanum,
sem borgar þær vel. —
IJtgef. og ábyrgðarm.:
Stefán Runólfsson.
Kemur út 2—3 á mán-
uði. — Árg., minnst 30
blöð, kostar 2 kr., er
borgist fyrir 1. apríl. —
Auglýsingar 15 a. smá
leturslínan, annars 1 kr.
hver þumlungur dálks.
HAUKUR
M13.-14.
ISAí'JORÐUR, 24. FEBRUAR 1898.
Svona gengur það.
—0:0—
(Framh.) Hann hafði engan frið fyrir Gnnnari
þennan vetur. Það voru haldnar átveizlur, dansleikir,
samsöngvar, og svo var setið og drukkið langt fram
á nótt.
Fyrst. I stað sátum við og biðum fram eptir nótt-
inni. En Henrik kom ekki — hann gisti venjulega
hjá Gunnari. Stundum kom hann kl. 3 til 4 á
morgnana, fölur, þreytulegur, en ekki beinlinis fullur.
Svo hættum viö að vaka eptir honum. Við hátt-
uðum, og reyndum að sofa, en við hrukkum upp við
hvað lítið sem var. Var Henrik að koma? Mamma
sagði ekki neitt, og jeg sagði ckki heldur neitt. Jeg
ljet venjulega sem jeg svæíi, en jeg heyrði, að mamma
velti sjer í rúminu, stynjandi og andvarpandi.
Og á daginn var eins og hún gengi í svefni. Var
hann þá alveg steinblindur, hann Henrik?
Nei, hann hafði fulla sjón. En þetta, að hann sá
að mamma var svona sorgbitin og niðurbeygð hans
vegna, það gerði hann að eins æstan og uppstökkan.
»R,jett eins og jeg skyldi vera glataður sonur!«
Mamma varð æ lasnari og farnari með degi hverj-
um — hún þoldi ekki þessa sífelldu angist, þessar
stöðugu áhyggjur.
Jeg einsetti mjer, að tala alvarlega við Henrik
— segja honum, að ef hann tæki ekki meira tillit til
mömmu, en þetta, þá tæki jeg hana með mjer, og
færi með hana aptur heim í átthaga mína, og þá gæti
hann fengið að spila á sínar eigin spýtur. Mamma
mætti ekki veslast algerlega upp hans vegna, en það
hlyti hún að gera, ef þessu hjeldi áfram.-------
En svo kom Henrik, alveg eins og í gamla daga,
sat á herberginu sínu og las, þegar hann var kominn
heim úr skólanum, bað mig að ganga með sjer í
rökkrinu, kom inn til okkar á kvöldin, og ljet mig
syngja og leika á hljóðfærið — alla gömlu uppá-
haldssöngvana okkar.
Þetta ætlaöi allt að fara vel! Og mamma ogjeg
hnýttum saman hinn stlitna þráð, spunnum áfram, og
— — svo stiitnaði hann til fulls, verður aldrei, aldrei
hnýttur saman framar.
— — — — »Heldurðu að það sje Henrik, sem
er að koma?«
Mamma var að aíklæða sig, og ætlaði að fara
að fara í rúmið.
»Jeg skal gæta að —«, jeg heyrði mikið vel, að
það var ekki fótatak Henriks.
Jeg fór út,, en kom að vörmu spori aptur inn.
»Nei, mamma, það var ekki hann, en hann hlýt-
ur nú bráðum að fara að koma. Leggðu þig nú fyr-
ir, manima; jeg skal vaka«.
Og mamma lagðist út af.
»Mjer er eitthvað svo óvenjulega þungt um bjarta-
ræturnar 1 kvöld — Guð veri með okkur og varðveiti
okkur«, — og svo fór hún að gráta.
»Reyndu nú að sofna, mamma mín — þetta lag-
I. ÁR.
ast allt saman — það hefir allt gengið svo vel núna
um tíma«.
»Já, þangað til í gær — þá kom Gunnar heim
aptur«.
Hún lagði höfuðið á svæfilinn. Hvað það var
sárt og þungt, að horfa á mömmu svona.
»Nú verður þú að reyna að sofna, mamma; jeg
skal sitja hjerna hjá þjer og vaka«. Jeg tók lamp-
ann, og fór með hann inn í borðstofuna, en dyrnar
ljet jeg standa opnar.
Þey! var ekki einhver að koma upp stigann?
Nei — — Jeg sat nokkra stund hugsandi, hugsaði
um liðnu árin, sem við höfðum búið hjer i þessu húsi;
jeg sá Henrik fyrir hugskotsaugum mínum, sem lítinn
og hálf-álappalegan sveitapilt, með skær og leiptr-
andi augu, og sakleysis- og blíðu-bros á vörunum,
og jeg heyrði barnslega, hjartanlega hláturinn hans.
Og jeg sá hann líka, sem fínan og fágaðan læknaskóla-
stúdent, vel vaxinn og snyrtimannlegan í framgöngu,
en — — hvað var orðið af gJampanum í auganu,
hvað var orðið af sakleysisbrosinu, hvað var orðið
af skæra og hjartanlega hlátrinum?
Þeg!
Skyldi mamma vera sofnuð? Jeg laumaðist inn
til hennar. Nei, hún lá enn þá vakandi, grjet eins
og barn, og neri saman höndunum, »Ó, Henrik,
Henrik!*
»Þetta lagast allt saman, mamma mín!« Jeg hall-
aði höfði mínu að brjósti hennar, og svo grjetum
við báðar.
Nei, nú verður þú að fara að sofa mamma. Jeg
settist við rúmstokkinn, 0g söng fyrir hana gamla
sálminn:
»Sá ljósi dagur liðin er Að Jjúfri næturstund. Ó
himnafaðir bjá oss ver, Og hægan gef oss blund
Gleðji’ oss guð í himnaríki«.
Jeg söng öll versin, og þessi einföldu, hjartnæmu
orð sefuðu raunir mömmu minnar; hún krosslagði
hendurnar á brjóstinu, og þegar jeg hafði lokið sálm-
inum, var hún sofnuð.
— — Jeg laut niður að henni; andardrátturinn
var seinn og reglulegur. En hvað hún var orðin um-
breytt, — hvað andlitið var orðið torkennilegt. Henni
hafði hrörnað mikið í vetur, henni mömmu.----------—
Jeg varð að gera það — jeg gat ekki látið það
vera — þetta varð að hafa einhvern enda!
Jeg fleygði yflr mig sjali, og laumaðist út. Það
var komið langt fram yfir miðnætti, og vegurinn var
langur; en jeg hugsaði ekki neitt um sjálfa mig í það
skipti. Mjer fannst sem við mættum til að fá Henrik
heim í nótt — annars fengjum við hann aldrei.
Jeg hljóp við fót ofan eptir götunni. Það var
búið að slökkva á Ijóskerunum, og hvergi sást neinn
maður á ferli — jú, mig minnir, að einhver byði mjer
gott kvöld, og spyrði mig, á hvers konar ferðalagi
jeg væri; en jeg hljóp fram hjá honum — svaraði
honum engu.