Haukur - 24.02.1898, Blaðsíða 2

Haukur - 24.02.1898, Blaðsíða 2
50 IIAUKUR. I. 13.—14. Og svo stóð jeg við dyrnar á húsi því, seip Gunn- ar bjó í. Það Joguðu Ijós í stóra salnum; dyrnar á húsinu stóðu opnar. Jeg nötraði af óstyrk, þegar jeg gekk upp riðið við dyrnar. — Ef Henrik skyidi nú ekki vera þarna inni? Ef gestirnir væru nú allir farnir, og Gunnar væri einsamall heima — ef hann tæki nú á móti mjer með þessu ískalda, sárbitra augnaráði, sem sagt var, að þrengdi sjer svo að segja í gegnum merg 0g bein, og notaði svo háttalag mitt til þess, að flækja Henrik enn þá fastara í neti sínu? Jeg nam staðar á efsta þrepinu, og dróg þungt andann. Atti jeg að snúa við aptur? — hætta við allt saman? Þá stóð andlit mömmu minnar allt í einu fyrir hugskotssjónum mínum, sorgbitið, örvæntingarfullt, og hin angistarfulla rödd hennar hijómaði mjer fyrir eyrum: »Ó Henrik, Henrik!« Nú var annað hvort að gera, að hrökkva eða stökkva; jeg varð að halda áfram. Jeg fór inn f anddyrið. Svæfandi, kæíandi lopt, sambland af tóbaksreyk, víndaun, og i’mvatnslykt, lagði á móti mjer í ganginum, og jeg heyrði suðu af mannamáli, hlátri og iófaklappi. Jeg barði að dyrum. Það veitti því enginn ept- iitekt. Þeir voru nú f'arnir að syrgja þarna inni..... »Væri jeg oiðinn ógnarfangur áll örmjór og háll — -— —« Jeg þekkti rödd Henriks og lauk upp dyiunum. Jeg stóð stundarkorn í dyrunum áöur en nokkur tók eptir mjer. Jeg renndi augunum yfir allt skrautið, alla þessa gegndarlausu viðhöfn, sem hrúgað var sam- an þarna i salnum, og þó sá jeg eiginlega ekki neitt, nema Henrik. Hann set í legubekk; fyrir framan hann var borð, og á því var lampi með dimmrauðri silkipappírsskýlu yfir, og fjöldi af alls konar blómum, og við hlið hans sat ung stúlka í dansbúningi, og hallaði sjer,upp að honum. Svona ung, 0g srona yrdisfögur, og þó með svona blygðunarlaust töfrabros á vörunum, svona óhreint girndarbál í augunum! Og hún sat þarna við hiið- ina á Henrik, og fjet hlýjan, eitraðan andann leika um kinn hans! Ó, Henrik, sjerðu það þá ekki, að í þessum aug- um leynist dauði og glötun, og situr á svikráðum við þig, — dauði og glötun alls þess, er þú einu sinni hrósaðir, sem hinu sfærsta, fegurtta og háleitasta? Ó, Ilenrik, Henrik! En það lítur ekki út fyiir, að hann kæri sig neitt sjerstaklega um þessa töframær; hann horíir ekki á hana — horfir fram hjá henni; það er eins og hann horfl á ekki neitt, og hugsi um ekki neitt — svo tek- ur hann glasið, og ttendur upp. »Skál hinnar skírlífu konu!« Hann tæmdi glasið í einum teyg. Augu okkar mættust, og í sama vetfangi varð öllum litið á mig. Skálinni var svarað með skellihlátri allra þessara hálfdrukknu unglinga, og allra þessara ungu og prúð- búnu skartkvenna. En það gerir mjer ekkeit ti). Jeg er sterk og huggóð núna — Heniik á að verða okkar eign apt- ur; hann kemur með mjer, jeg finn það á mjer, — og komi hann heim með mjer í þeita skipti, þá kem- ur hann aldrei — aldrei á þennan stað framar. Jeg iyð mjer braut gegnum skensyrði, skæting og dónaleg gamanyrði, að legubekknum, sem Henrik situr í. Hann er töluvert kenndur — það sje jeg undir eins — en þó ekki svo fullur, að hann ekki þekki mig. »Henrik, — mamma er svo veik — þú verður þegar að koma heim með mjer«. »Já — já — já« drafaði hann, stóð upp, reik- aði — — »Jeg skal styðja þig, Henrik, komdu nú«. Við erum komin fram að dyrunum; það er stein- hljóð í salnum, og allra augu stara á okkur. Gunnar horflr á mig með sínu ískalda, nístandi augnaráði, kemur svo skjögrandi fram eptir gólfinu, og um leið og hann slangrar fram hjá okkur, hvíslar hann einhverju í eyra Henriks. Henrik eldroðnaði út að eyrum — — »Það skal jeg syna þjer, að jeg ekki er — —« Hann sleppt handlegnum á mjer. »Gunnar látið þjer hann rú i friði — lofið hon- um að koma með mjer — sieppið þjer honum«. En það var um seinan. Jafnvel þótt Gunnar hefði nú skipað honum, að fara heim með mjer, þá hefði hann ekki farið eitt fet. Jeg horfci á Henrik — tárvotum, innilegum bænaraugum. »Hvern fjandann sjálfan á þetta að þýða? Hvers vegna ferðu ekki!? Hví í djöflinum glápirði svona á mig!?« (Niðurl. næst.) Neistar. Ekkeit er fullkomiö í þessum heimi, ekki einu sinui lýgin. (Multatuli.) Sá, sem gerir öðrum órjett, gerir sjálíum sjer órjett, pví að misbeiting dómgreindarinnar er andlegt sjálfsmorð. (Multatufi.) Sjerhver dyggð á óskilgetna systur, sem gerir fjöl- skyldunni minnkun. (MuitatU|li.) Mörgum veiður það á, að eyðileggja allar framtíðar- vonir sínar með því, að láta undan augnablikshvöt. Bæði að því er snertir stjórnfræði og þjóðfjelagslíf, er alls ekki um það að gera, að atnema afla ósiði, sem tíl eru i heiminum, heldur að eins þá einstöku, sem stinga mest í augun. Ef hinn voldugi maður vildi segja sannleikann, þá yiði hann að játa, að hann hefði enga hugmynd um það, hvernig hann heíði oiðið svona voldugur. Sjerhver maður er með því maiki brenndur, að vilja hamra fram sína skoðun á hverju máli sem er, rjett eins og hans skoðun hljóti að vera sú eina rjetta. Þó ætti öilum að vera það ijóst, að helmingur alls þess, er vjer þykj- umst vita, er fgizkun sjálfra vor, og — hinn hefminginn hafa aðrir gizkað á fyrir oss. Eávizkan er nauðsynleg, ekki einungis til þess, að geta verið lánsamur, heldur og tii þess, að geta verið til. Et vjer vissum allt. þá myndum vjer ekki þola, að lifa eitt einasta augnablik. Þær kenndir, er gera oss líflð að meira eða minna leyti bærilegt, myndast at villu og vanþekkingu, og haldast við af t&lvonum og glapsýni. Listin hefir ekki sannieikann að aðaltakmaiki Sann- leikans verða menn að leita hjá vísindunum, því að hann er þeirra mark og mið, en ekki í bókmenntunum, sem hafa að eins það fagra að staðmarki. Jörðin er að eins eitt sandkorn í hinni takmarkalausu alheimseyðimörk. En ef það er að eins á vorri jörð, að menn þola og líða, þá er hún stærri, en allir aðrir al- heimsins heimar saman lagðir. Hið illa í heiminum er nauðsynlegt. Ef það væri ekki til, þá væri hið góða ekki heidur til. Hið illa er það eina, sem gefur hínu góða tifveruijett. Hvað væri hugrekkið, et engin hætta væii til, eða meðaumkunÍD, ef engin bágindi væru til? Að eins í góðs manns hendi veiður gullið góð- málmur.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.