Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 5
I. i8.—17.
HAUKUR.
69
Forlög jarðarinnar.
(Eptir Torvald Kohl.)
—«0»—
Tíminn er eins og stór bók, sem liggur opin fyr-
ir framan oss. Á hverri sekúndu er flett við blaði,
og þannig f'ærumst vjer smám saman aptur eptir bók-
inni. Vjer höfum heimild til þess, að blaða eptir
vild vorri í öllu því, sem þegar er búið að lesa, —
framan til í bókinni er ietrið samt mjög máð og ó-
greinilegt, sumstaðar jafnvel alveg ólesandi — það
er líka orðið svo gamalt. En að blaða lengra aptur
eptir bókinni, nei, til þess höfum vjer enga heimild
— ekkert leyfi, og þess vegna eigum vjer að hafa þá
skoðun, að bezt sje fyrir oss, að þekkja ekki hina
síðustu kapítula í bók náttúrunnar.
En eigi að síður er oss mönnunum meðsköpuð
löngun til þess, að rýna fram í ókomna tímann, og
ef vjer megum teija það sem gefið, að hinn mikli al-
heims gangvjelaútbúnaður haldi sínum gamla, alþekkta
gangi, óbreyttum um aldur og ævi, þá getum vjer að
vissu leyti sjeð og sagt fyrir ýmsa sjerstaka, óorðna
atburði, alveg eins og vjer getum sagt það fyrir, ept-
ir ferðaáætluninni, hvenær vjer munum koma á þenn-
an eða hinn staðinn. Nokkra ugglausa tryggingu
fyrir því, að það komi fram, er auðvitað ekki hægt
að gefa. Eptir nákvæmum útreikningi vitum vjer,
að kvöldstjarnan Venus gengur fyrir sólina hinn 8.
júní 2004, og að myrkvi sá verður sýnilegur í Kmhöfn
frá kl. 6—12 f. h. Enda þótt enginn af oss geti haft
neítt beinlínis gagn af því, að vita þetta, þá höfum
vjer samt sem éður leyfi til þess, að gleðja oss yfir
því, aö geta reiknað þetta og annað eins út fyrir
fram, svona nákvæmlega. Ef vjer skoðum og rann-
sökum mörg eikitrje af ýmsum stærðum, þá fáum vjer
þekkingu um þroskun og viðgang eikitrjesins, frá því
frækornið springur út í moldinni, og þar til það er
orðið að 1,000 ára gömlu, risavöxnu trje, sem fellir
hin síðustu fölnuðu blöð, 0g fellur bráðum sjálft að
velli fyrir storminum. Og alveg eins getum vjer,
með því að skoða og rannsaka fjölda himintungla,
gert oss smám saman grein fyrir viðgangsferli hvers
einstaks hnattar. Það er svo eðliiegt.
Alit í kring í hinum míkla, kalda alheimsgeimi,
er óteljandi'fjöldi himintungla á víð og dreif, og allir
þessir hininhnettir senda hitageisla sína jafnt og þjett
1 allar áttir út frá sjer. Litill hnöttur hefir ekki af
eins miklum hita að taka, eins og stór hnöttur, og
verður þar af leiðandi miklu endingarverri. Eðlis-
hiti sóiarinnar er enn þá ódæma mikill, og Helm-
holtz telst svo til, að hún muni enn þá verða lýsandi
hnöttur í 17 miljónir ára. Júpíter er nú á breyting-
arstiginu, og er almennt lýst sem »deyjandi sól, og
verðandi jörð«. Jörðin hefir lifað ýms viðgangstima-
bil, og á hverju stigi hafa lífsöflin komið í ljós í jurt-
Um, dýrum og mönnum. Mars er, að svo miklu leyti,
sem sjeð verður, enn þá lengra á veg kominn, en jörð-
in, og tunglið hefir fyrir ævalöngu náð kuldastiginu,
og er því allt ein gróðurlaus eyðimörk.
Til þess, ef auðið er, að komast að einhverri nið-
urstöðu um forlög jarðarinnar, sem öllum hugsandi
mönnum hlýtur að vera mjög hugleikið, verðum vjer
að byggja á fræðslu þeirri, sem hinir stóru kíkirar
hafa veitt oss um nágrannahnettina. Það lítur út
fyrir, að þessir stóru kíkirar nú á dögum ætli að
gefa oss miklar líkur til þess, að auðið verði að hugsa
um, og reikna út íramtíðarhorfur jarðarinnar. Og
þekking sú, sem vjer höfum fengið um jarðstjörnuna
Mars, virðist í hvívetna benda á það, að jörðin muni
einnig með timanum eiga á hættu, að missa lífsskil-
yrði sín: vatnið og loptið. Auðvitað er engin ástæða
til þess að skelfast þetta nú þegar. Yatnsfúlga jarð-
arinnar mun án efa endast mannkyninu enn um lang-
an aldur. Vjer munum ekki lifa það, að hafið þorni
upp. Hvorki vjer, börn vor Dje barnabörn munu
þurfa að kvíða vatnsskortinum.
Með því að Marsbrautin er utar (o: fjær sól), en
jarðbrautin, þá hefir Mars fyr orðið sjálfstæður hnött-
ur, heldur en jörðin. Mars er því eldri, en jörðin.
En hann er lika margfalt minni, þar sem þvermál
hans er að eins 900 mílur, en þvermál jarðarinnar
1700 mílur, og þar af leiðandi er hann, ef svo mætti
segja, hrumari en jörðin; hann er fijótari að eldast,
og jafnframt þvi, sem hann eldist, eru öll líkindi til,
að höf hans og vötn þorni smám saman algerlega upp.
Þegar hitinn úr iðrum hnattarins er ekki lengur því
til fyrirstöðu, hlýtur vatnið smátt og smátt að síga
niður, og mikið af því tengist og sameinast öðrum
efnum á kemiskan hátt, og breytist þar með 1 aðrar
myndir. í stuttu máli: Vatnið hlýtur að hverfa með
öllu af yfirborði hnattarins. Þannig er fyrir löngu
orðið ástatt á tUDglinu. Hin svo nefndu »höf« átungl-
inu hafa auðvitað einhverntíma í fyrndinni verið
regluleg höf, en nú eru þau ekkert annað, en gamall
hafsbotn; það eru hinir gráu blettir í »andliti« tungls-
ins. Á Mars stefnir allt að þessu sama, en hann er
ekki kominn eins langt í þvi, að ná þessu ásigkomu-
lagi, eins og tunglið. »Höfin«. á Mars eru að öllum
líkindum á millibilsstiginu milli reglulegra hafa, og
skrælnaðra, láglendra eyðimarka.
Það er áreiðanlega víst, að ísinn eða snjórinn
við heimsskautin á Mars þyðnar með öllu á sumrin;
en hvað verður af öllu vatninu? Að öllum likindum
streymir það frá heimsskautunum áleiðis að jaíndægra-
línunni, og flóir yfir allra lægstu hjeruðin. Hinir
stóra kíkirar sýna oss líka allra mesta sæg af skurð-
um eða sikjum, sem án efa eiu geið til þess, að
frjóvga sem mest af löndunum, og nota vatnið sem
bezt. Stjörnufræðingurinn Percival Lowell hefir ský-
iaust látið það i ljósi sem sina sannfæringu, að Mars
sje 1 vandræðum meö vatn.
Vatnið hefir sömu þýðingu fyrir himinhnöttinn,
eins og blóðið hefir fyrir líkama mannsins. Á tungl-
inu, sem um langan aldur hefir verið stirðnað og
skoipið lík, og sem sjálfsagt hefir að mestu eða öllu
leyti loptlausan himingeim, eru aldrei ský og aldrei
regn; árfaivegir þess eru þurrir, vatnsleg og höf
sömuleiðis. Fjallahliðarnar, dalirnir og sljetturnar
eru ekki lengur prýddar neinum jurtagróðri. Og
þannig er umhorfs á hverjum dauðum hnetti, sem
vatnið hefir yfirgefið, og svo framarlega, sem stjörnu-
fræðislegar skynsemdarályktanir hafa nokkurt gildi,
þá verður ekki annað fyrir, en að álíta, að jörðin
stefni einnig að þessu sama takmarki.
Jarðfræðin bendir einnig á þetta sama. Jörðin
hlýtur að hafa verið miklu auðugri af vatni í fyrnd-
inni, heldur en hún er nú; feiknamikil heit höf hafa
þá hulið meginhluta hnattarins, og óttalegir fellibyljir,
sem ofviðii þessa tíma komast ekki í neinn samjöfn-
uð við, hafa þá gei3að á yfirborði jarðarinnar. Ept-
ir þvi sem hafið minnkar, færist mannabyggðin smám
saman lengra og lengra ofan eptir brekkunum, og
að síðustu verður hvergi lifvænt fyrir þá, nema á