Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 1

Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á mán- uði. — Árg., minnst 30 arkir, kostar 2 kr,, er borgist í'yrir 1. apríl. — Auglýsingar 15 a. smá leturslínan, annars 1 kr. hver þumlungur dálks HAUKuR. Góðar, en stuttar, íræði- og skemmti greinar, áð ur óprentaðar, óskast sendar útgefandanum, sem borgar þær vel. — Utgef. og ábyrgðaður: Stefán Runólfsson. ÍSAFJÖRÐUR, 29. MARZ 1898. I. ÁR. M17,—18.1 Jafndægrastormur. (Eptir Bertel Elmgaard.) —<o>— Það var komið vor. Regnið og sólin höfðu leyst snjóinn, en jörðin var ekki farin að grænka. Veðrið var kalt og hráslagalegt, og akrarnir voru svo votir, að menn sukku upp fyrir ökla ofan í forarleðjuna, þegar þeir gengu um þá. Akrarnir grábrúnu, engin bleiku, skógarkjarrið svarta, og bóndinn með plóginn, sem ekki gat plægt jörðina, vegna þess, hve vot hún var — allt virtist að bíða einhvers með óyndi, einhvers, sem varð að koma, en kom þó ekki, einhvers, sem nauðsynlega þuríti að koma, ef náttúran átti að geta tekið nokkurn veru- legan vorblæ á sig. En dagarnir liðu þannig hver eptir annan, og æ- tíð var veðrið hið sama. Akrarnir voru jafn berir og brúnir, skógarkjarrið jafn svart, og hafið dundi og stundi, rjett eins og um hávetur. Útlitið var ískyggilegt, og þessir fáu bleikgulu sólargeislar, sem endur og sinnum ílögruðu yflr þang- hrúgurnar í fjörunni, eða moldarhaugana á ökrunum, bættu lítið úr skák. Það fannst vepjunni líka, sem ekki þorði enn þá að fara að byggja hreiður, og star- anum, sem ekki þorði enn að fara að verpa, og sat þess vegna nllan daginn hálfsofandi á hríslukvistinum sínum. Hvað var það þá, sem vantaði? Já, þ.ið var ein- mitt það, sem enginn vissi. »Það er rjett eins og þegar maður heflr misst matar)yotina«, sagði sjómað- ur einn, þegar menn fundust við kirkjuna og töluðu saman um veðrið. »Já, það er svei mjer satt«, svar- aði annar; »maður er ekkert veikur, en finnst þó eins 0g eitthvað gangi að sjer«. Svo töluðu þeir fram og aptur um fiskveiðar, landbúnað 0. fl., en þá atvikaðist það einhvern veginn svo, að gönfium bónda varð það að nefna storm. Og allt í einu leit út fyrir, að gátan væri ráðin. Orðið »stormur« flaug eins og örskot frá manni til manns; að fáum sekúnd- um liðnum var það á hvers manns vörum, bæði karla og kvenna, og )öngu eptir það, að menn voru komn- ir í kirkjuna, hjelt þetta orð áfram að hoppa fram og aptur yfir bekkjabökin. Skyldi það þá áreiðanlega hafa verið stormur — svona reglulegur, hressandi og styrkjandi jafndægrastormur, sem allir þráðu svo mjög? Getur verið. Undarlegt, að engum skyldi koma það til hugar fyrri. Að áliðinni nóttu vöknuðu menn við það, að það brakaði og hrikti svo kynlega, í skamrnbitunum og sperrunum, og þegar þeir við aptureldinguna ráku höfuðin út í dyragættin, þá fundu þeir einhvern ó- venjulega sterkan, ískaldan gust, er stóð af hafl. Stormurinn óx eptir því sem á leið daginn. Hann kom æðandi einhvers staðar utan af hafi, grenjandi, eins og trylltur berserkur. Iíann velti öldunum himin- háum á undan sjer, eins og leiksoppum, og skellti þeim svo ógætnislega upp í sandinn, að froðan úr þeim spýttist langt upp á land. Þegar hann kom á land, tók hann dauðahaldi i húsin, hristi þau og skók á alla vegu, og bauð gamla viðarkjarrinu í dans við sig. En með þvi eð enginn hafði löngun til þess, að reyna sig við kappann, þá varð hann ólmur og keskinn, eins og kátur og ó- skammfeilinn strákur, reif göt á húsþökin, mölvaði rúður, og ruggaði trjánum, svo að þau gömlu fjellu að velli, en þau ungu skulfu af hræðslu. Og ekki tók hann mjúklegar á skýjunum i lopt- inu. Ymist sópaði hann þeim saman í þjetta flóka, og barði á þeim með hnúum og hnefum, og ýmist reif hann þau og tætti í sundur, og rak þau svo með fleygiferð á undan sjer, eitthvað út í geiminn. Að eins engin virtust ánægð yfir komu stormsins. Þau láu róleg og hreiflngarlaus, breiddu út faðminn, og önduðu að sjer hreina og heilnæma loptinu, sem hann flutti með sjer handan að yflr hafið. Skipskaðar og skipströnd voru fremur fátíðir við- burðir þarna við ströndina, en sjaldan kom þar svo stormur af hafl samt sem áður, að ekki ræki þar eitt- hvað í land, og gæfl gamla fjöruverðinum, honum Óia Yikjær, ýmislegt að hugsa og gera. Og nú leit svo út, sem það ætlaði að verða meira en lítið, því að skömmu eptir hádegið höfðu einhverj- ir sjeð skipi bregða fyrir yzt úti við hafsbrún, og hafði það auðsjáanlega ekki 1 áðið við neitt, en rekið fyrir stormi og straumi. Síðar um daginn hafði það svo sjest öðru hvoru, og ávalt nær og nær ströndinni. Og þegar gamli fjöruvörðurinn gekk á rekana um kvöldið, og sá siglutoppa og seglaslitur gægjast öðru hvoru upp íyrir ölduhryggina, svo sem hálfa milu undan landi, þá taldi hann það sem gefið, að nú sæti skipið fast á einhverju sandriflnu þarna úti fyrir, og að þar hlyti það að liðast algerlega í sundur af sjó- ganginum. »Það verður lítið um svefn i nótt«, tautaði hann við sjálfan sig. »Hjer þyrfti maður heizt að bafa auga á hverjum flngri............Bófam og þjófum höfum við nóg af hjer............en þeir ættu bæði að flengjast og hengjast, ættu þeir............eignir ríkisins, hm, hm!« Svo renndi hann hornauga til gamals kofaskriflis, sem stóð þarna, eins 0g því hefði verið klint utan i bratta brekku. Dyrnar voru á miðri framhliðinni, og hurðin hjekk á öðru hengslinu. Gamla og ónýta stráþakið teygði druslurnar niður á móts við glugg- ana, og skyggði að mestu leyti á litlu, mosavöxnu rúðurnar. En fyrir innan gluggana var hrúgað sam- an mygluðum bjúgum, krukkum með grjónum og baun- um í, leirpottum, snærum og seglgarnshespum, og mátti ráða af því, að einhver verzlun myndi vera rekin í kofa þessum. »Hamingjan gæfl, að jeg gæti velt þessum kofa fj . . . . um koll!« tautaði Óli með sjálfum sjer, um leið og hann gekk fram hjá hreysi þessu. Eu hatt-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.