Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 8
72
H AUKUR.
I. 17.— iÖ.
þann sjóndeildarhring, sem þær aldrei hafa komið upp
Hyrir síðan. Svo slítur hann sig allt í eínu upp úr
þessum óþægilegu hugsunum; en þá getur komið fyiir,
að honum hrjóti um leið þessi orð af' vörum:
>Ástin er eitur ! Betur, að hún hefði aldrei verið til!«
Fróðleiks-molar.
Maður einn heíir reiknab þab út, að ef maður gæti
borið fæturnar eins ótt, eins og maurarnir bera þær, þá
gæti hann hlaupið hjer um hil 200 mílur á klukku-
stundinni.
$
if *
í>að er til ofureinfalt ráb til þess, ab ganga úr skugga
um það, hvort nokkurt líf leynist með manni, sem lítur
út fyrir að vera iiðinn. £>að þarf ekkert annað, en að
taka sterkan tvinna, eða annan þráð, og binda honúm
fast um fingur eða tá á manninum, og sje nokkur lifs-
neisti eptir 1 honum, þá mun sá hluti fingursins eða
táarinnar, sem hlóðinu á þennan hátt er varnað að streyma
um, þegar verða rauðari, en hinn annar hluti sama lims.
Sje maðurinn aptur á móti alveg dauður, þá á sjer engin
breyting stað.
*
* *
Visindalegt tímarit eitt, sem kemur út á Þýzkalandi,
skýrir nýlega frá þvi, hve margar dýrategundir sjeu alls
til í heiminum. Hinar helztu tegundir eru þessar: Af
spendýrum eru alls til 2,500 tegundir; af fuglum 12,500;
af skriðdýrum og dýrum, sem eru bæði láðs og lagar dýr,
4,400; af fiskum 12,000; af lindýrum 60,000; af skorkvik-
indum 230,000, og af ormum 6,150.
*
* *
Þab lítur út fyrir að vera fremur hættulegt starf, ab
vera ríkisforseti í Mexíkó. Síðan 1821 hafa 55 menn
haft þar vöidin, hver fram af öðrum, og af þeim hafa 4
verib dæmdir til dauða, 1 drepinn með eitri, 4 myrtir á
annan hátt, og 7 felldir i orustum.
*
* *
Á Java eru að mebaltali 97 þrumuvebursdagar á ári,
á Ítalíu 38, í Beigiu 21, í Hollandi 18, á Frakklandi og í
Austurríki 16, á Spáni og í Portúgal 15, á Stórbretalandi, í
Danmörku og Sviss 8, og í Noregi 4.
Allt af kaupmaður.
Biðillinn (örþrifráða): Et' þjer ekki látíð mig fá
hana dóttur yðar, þá er bezt ab þjer seljib mjer nú þegar
hlaöna skammbyssu.
Kaupm. (glaður): Það er meira en velkomið. Hjerna
er ein af allra nýjustu ge:ð — jeg er viss um, að þjer
hljótið að verða ánægður með hana.
*
* *
Lestur kvenna.
Geirþrúður: Hefirðu lesið nýju skáldsöguna, sem
út er komin ?
Anna: Já, jeg var einmitt að ljúka við síðasta kapí-
tulann. Mjer er ákaflega mikil íorvitni á að vita, hvernig
hún byrjar.
*
* *
Hraparlegt.
Ritstjórinn (við ungan og efnilegan rithöfund):
Getib þjer ekki sjeð það sjált'ur, ungi maður, að það hlýtur
að verba leiðinlegt og þreytandi, þegar til lengdar lætur,
ef þjer látiö elskendurnar ætíb ná saman og giptast ?
Getið þjer ekki iátið þau týnast eða fyrirfara sjer á einhvern
annan hátt?
*
* *
Kvennskörungur.
Eyrsti innbrotsþj ófur: Hæ! Bensi! Hvaða
fj . . . . er að sjá, hvernig þú lítur út. Það er rjett eins
og átján stóðmerar hafi haft skrokkinn á þjer fyrir skeiðvöll.
Annar innbrotsþj.: Jeg kom inn í herbergi eitt
í fyrri nótt, og þar sat kona inni, og beið eptir mannin-
um sínum, en svo villtist hún á mjer, og hjelt að jeg
væri maðurinn.
❖
* 5{C
Vanþakklæti.
A. : Mjer sýndist hann Pjetur ganga fram hjá þjer,
án þess að heilsa þjer. Jeg hjeit, að þið væruð allra
beztu vinir.
B. : Það höfum viö líka verið. En það var jeg, sem
fyrst kom honum í kynni vib stúlku þá, sem nú er orðin
konan hans, og nú lætur hann ævinlega svo, sem hann
hvorki sjái mig nje þekki.
*
* *
Hreinskilni.
S k r í 11 u r.
—0:0—
Úr varnarræðu.
Verjandinn:..........Og að lokum vil jeg biðja
yður, háttvirtu dómarar, að minnast orðtækisins: >Það,
sem þjer viljið ekki, að mennirnir geri yður, það skuluð
þjer ekki heldur þeim gera«, eða vill máske nokkur yðar
sitja svo árum skipti í tukthúsinu?
*
* *
Talað AF SJER.
A. : Jeg ætti að hafa konuríki? Það er blátt áfram
hlægilegt, að heyra annað eins og það!
B. : Það er svo! En þó heyrðu nágrannarnir hávað-
ann og rifrildið í konunni þinni, þegar þú komst heim í
fyrrinótt.
A.: Hvaða ólukkans bull er þetta!......Jeg sem
aldrei fæ leyfi til þess, að fara út á kvöldin.
*
* *
Minna má nú GAGN GERA.
A. : Hefirðu heyrt það, að hann síra Jón er búinn
að hengja sig?
B. : Nei, það hefi jeg ekki heyrt. Hvað skyldi hann bafa
sett fyrir sig?
A.: Sett fyrir sig? Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Hann gerði það bara af ást til konunnar sinnar. Hún
hafði sem sje látið þá skobun sína í ljósi við hann, að
sjer færi enginn búningur eins vel, eins og svartur sorgar-
búningur.
>Elskulega vina!
Beztu þökk fyrir trúlof'unarspjaldið, sem þú sendir
mjer. Jeg sendi ykkur samt ekkert heillaóskaspjald; jeg
get sem sje ekki samf'agnað þjer, af því jeg þekki ekki
kærastann þinn almennilega, og kærastanum þínum get jeg
ekki samfagnað, af því jeg þekki þig. Þín einlæg vinstúlka
Anna«.
*
* *
Ráð, sem aldrei bregzt.
Frúin: Hvab kostar alinin af þessum dúk hjerna?
Verzlunarmaðurinn: Hún kostar 2 krónur.
Frúin: Tvær krónur? Nei, þab er allt of dýrt.
Þab væri meira en nóg að gefa eina krónu íyrir hann.
Nei, þetta kaupi jeg ekki.
Verzlunarm.: Hann hefir ævinlega kostað 4 krónur
en nú er nýbúið að setja hann niður um helming.
Frúin: Er það mögulegt? Gott, þá er bezt, að
jeg fái 20 álnir af honum.
*
* *
Það er svo!
Anton: Jeg óska þjer til hamingju, vinur minn.
Þetta er sjálfsagt ánægjulegasti dagurinn á allri
þinni ævi.
Björn: Nei, þjer skjátlast, vinur; brúðkaup mitt á
að vera A morgun, en ekki í dag.
Anton: Já — það var líka einmitt það, sem jeg
átti vib.
frílTlPÍ’líÍ *ja,1Pir Magnús Th. Helgason
■ 11111151A1 4 Isaíirði, og borgar þau vel.
Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar.