Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 2

Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 2
74 HAUKUR. I. ig.—20. »Hann er bæði duglegur sjómaður og góður flski- maður, nú og svo...........ja, einhvern varð jeg þó að taka...........En vertu nú ekki svona hnuggin, elskan mín«, sagði hann blíðari í rómi, fór til hennar, og lagði höndina á öxlina á henni; »jeg skalnúkoma snemma heim til þin í kvöld«. »En fæ jeg svo ekki að vita, hvert þú ferð?» spurði hún, jafn niðurlút, eins og áður. »0, jeg þarf bara að skreppa snöggvast niður í húsið hennar Eauðu-Mettu, við þurfum nefnilega að koma okkur saman um ýmisllegt viðvíkjandi nýju lagneti, sem við erum að hugsa um að fá okkur«. Hún leit upp, og horfði með viðkvæmnislegu, en þó kvíðafullu, augnaráði, inn í grábláu, hreinskilnis- legu augun hans. »En..........en þú ert alls ekki ánægjulegur að sjá, Páll!« »Ánægjulegur?« — hann reyndi að brosa; »hvað ætti svo sem sjerstaklega að kæta mig?.........Láttu nú liggja vel á þjer, þangað til jeg kem aptur«. Hún horfði áhyggjufull á eptir honum, þegar hann gekk utar epíir góifinu, og svo þegar hann var kom- inn út, og skundaði ofan eptir grundunum, þá fylgdi hún honum með augunum, þar til hann hvaif út í kvöldrökkrið. Svo lagðist hún á hnjen fyrir framan vögguna, þrýsti andlitinu ofan að mjúka, kalda yflrsængurver- inu, og grjet. Og meðan tárin flutu jafnt og þjett, og runnu eins og lækir eptir sængurverinu, flugu hugsanirnar fram og aptur í höfði hennar, hugsanir, sem.voru óstjórnlegar og ægilegar, eins og stormur- inn og brimið úti fyrir. Nei, hún kannaðist alls ekki við manninn sinn, nú orðið! Hann var orðinn allt annar maður, en hann hafði verið. Þessar þrjár síðastliðnu vikur, hafði hann verið í fjelagsskap með Kláusi flngurlausa, og öðrum þess konar þorpurum og bófum, og á þeim tíma var eins og hann hefði einnig smátt og smátt þokast brott frá henni.........frá barninu ...... frá heimilinu. Áður hafði hann ævinlega verið svo vingjarnlegur og blíður, svo glaður og alúðlegur; á kvöldin, þegar hann kom heim frá sjónum, gerði hann að gamni sinu við hana, sagði henni frá öllu, sem hann hafði verið að hugsa um við vinnu sína, tók barnið í fang sjer, og dansaði með það um gólflð — en nú var þetta ekki lengur þannig. Þau fáu kvöld, sem hann var heima nú orðið, sat hann þegjandi og þungbúinn, líkt og hann byggi yfir einhverju, sem hann yrði að halda leyndu fyrir henni. En venjulega fór hann til fandar við Kláus og einhverja hans líka niður í drykkju- smugunni hennar Rauðu-Mettu............já, nú vissi hún það orðið, að það var þar, sem þeir höfðu bæki- stöðu sína........Eina nótt kom hann drukkinn heim; hann hafði laumazt inn svo hægt og gætilega, sem honum var auðið, og þó hafði hann hrasað um herbergisþrepskjöldinn; og þegar hann var kominu upp í rúmið, þá hafði hún fundið heitan og eitraðan brennivínsdauninn út úr honum leika um andlit sjer ........þá hafði hún skilið það, hvernig í öllu lá. Þetta var fyrsta skiptið — en — mátti þá ekki búast við því, að það kæmi fyrir aptur og aptur og apt- ur?..........Guð almáttugur! Hún hafði beðið hann, grátbænt hann um, að hætta að umgangast þessa slarkara, en það hafði ekki komið að neinu liði. Hann hafði að eins svarað henni einhverjum markleysis-skætingi, og ferðir hans niður til Rauðu-Mettu urðu æ tíðari og tíðari; og nú fyrir nokkrum dögum hafði hún svo fengið að vita, að Kláus, sem í hennar augum var andstyggilegastur allra drykkjuslarkaranna, ætti í sumar að fá part í nýja bátnum, nýja bátnum, sem hún hafði fengið í heim- anmund og gefið Páli............Ó, hvernig gat hann fengið af sjer, að haga sjer þannig, hann, sem ávalt hafði verið svo einstaklega góður og ástúðlegur, hann, sem hafði notið allrar hennar miklu, eldheitu, inni- legu ástar, hann, sem hún hafði trúað og treyst, trú- að fyrir sjálfri sjer — öllu.........sem hún þóttist aldrei geta hrósað og hælt nógu mikið, þegar ein- hverjar vinstúlkurnar heimsóttu hana á sunnudögun- um...........Hvernig gat hann allt í einu orðið svona harðbrjósta, svona tilfinningarlaus, svona skeyt- ingarlaus! Á einum þrem vikum hafði öll þessi breyting orð- ið — að hugsa sjer, hvernig það muni verða eptir þrjá mánuði, eptir þrjú ár! Hvers vegna fjekkst hann ekki til þess, að fara að ráðum hennar 0g bænum? Var hann svo ánægður yfir því sjálfur, að vera kom- inn á þennan böivunarveg? Nei, nei, hún var viss um, að hann var það ekki. Það var ekki í fyrsta skipti í kvöld, að hann hafði horft á hana með þessu raunalega, örvæntingarfulla augnaráði.............En hvers vegna vildi hann vera að halda þessu leyndu fyrir henni, ræna hana þeirri einlægni og hreinskilni, sem hún átti heimtingu á, að hann sýndi henni?........ Hann færðist ávalt íjær og fjær...........eitthvað út í storminn, út í myrkrið, út 1 brimið og boðana------- hún þóttist vita, að hann yrði aldrei hennar eiginleg eign framar...........Ó, Páll, Páll! Hún hafði hrópað nafn hans, svo hátt sem hún gat. Barnið vaknaði við það, og tók að gráta. Svo íjekk hún nóg að gera, að annast um það, og þegar hún loksins hafði fengið það til að þagna, þá lagðist hún aptur á hnjen við vögguna, og fór að raula eitt- hvert lag, dimmt og raunalegt. En stormurinn ólm- aðist úti fyrir, lamdi og barði í gluggana, og hvein og greujaði eins og óartarstrákur ofan í reykháfinn. (Meira.) Neistar. Frjálslyndi er orð, sem opt er notað nú á dögum. Það er talað um frjálslyndi í þjóðfjelagsmálum og frjáls- lyndi í andlegum málum. Og margir eru þeir, sem gjarn- an vilja láta telja sig í tölu hinna f'rjálslyndu, en fæstir þeirra hafa neitt af hinu sanna eðli frjáislyndisins. Hið reglulega og sanna frjálslyndi lítilsvirðir ekkert, sem ekki er íllt, eða dýrslegt og dónalegt — það rífst ekki og ónotast út af smámunum, og það skammast ekki æruleysis- skömmum, þó aðrir haldi fram einhverri annari skoðun á því eða því máli. En það hatar íllskuna og kúgunina, í hverri mynd, sem hún er; það hatar fyrirlitningu þá, sem hinum smáu og umkomulausu er sýnd; og það er svarinn óvinur alls þess illa, sem fram við mann kemur, hvort sem það er einstakra manna verk, eða það er af- leiöing af þjóðfjelagsskipuninni. Frjálslyndi er hvorki hægt að kaupa nje selja, og enginn pólitískur fiokkur getur leigt það öðrum eða þegið það að gjöf. Talsmenn þess finnast jafnt í öllum flokkum, öllum stigum og stjett- um mannkynsins; en þeir, sem hafa mest af því, munu komast lengst í kappleik framsókcarinnar, og um leið vinna mest að heill og hamingju mannanna. Um þá menn, sem ætíð hafa hjartað á vörunum, er ekki hægt að segja, að þeir beri það á rjettum stað. Það er opt auðveldara, að læra, heldur en að gleyma. Fæðingin er fyrsta stigið til ódauðlegleikans.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.