Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 6

Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 6
7« HAUKUR. I. 19.—20. tóninn, og sína meira eða minna mislánuðu tilraun til þess að stæla hann; hann þarf þvi ekki hjer eptir að reiða sig eingöngu á eyrað. Og svo má líka nota þessar tónamyndir við hljóðfræðislegar athugan- ir, og eru þær, eins og gefur að skilja, æði mikið handhægari til slíkra hluta, heldur en tónarnir sjálfir — hinir hverfulu tónar eru orðnir að efni, sem hægt er að mæla, athuga og rannsaka, í ró og næði. Auð- vitað er ekki hjer með sagt, að menn, sem algerlega eru sneyddir öllu söngnæmi, geti hjer eptir með að- stoð tónritans náð hinum silfurhreinu og skæru tónum hinna heztu söngsnillinga, og það jafnvel þótt þeir hafi hina nauðsynlegu lödd til þess; en líkurnar til þess, eru þó miklu meiri, en áður, og áhald þetta getur verið hýsna gott og gagnlegt fyrir því, — ekki sízt vegna þess, hve einfalt það er. »Með því að hljómrósir Chladnis myndast eingöngu af venjulegum hljóðöldum, þá hlýtur einnig að mega framleiða þær með rödd mannsins«, —- hugsaði Hoi- hrook Curtis með sjer, — »að eins verður að finna eitthvert viðeigandi áhald til þess. Já, talritínn, hljóð- ritinn, og ýmsir fleiri —ritar sýna glögglega, að þetta getur tekizt. Þegar viðeigandi áhald er fundið, ætti þvi að vera hægt, að gera mannsröddina sýnilega, jafnvel áþreifanlega«. Svo tók Curtis að starfa í þessa átt. Hann bjó til stóra, hogna pípu, sem lítur út líkt og afarstór tóbakspípa, en að ofan- verðu vikkar hausinn ákaflega mikið, og munnstykkið er það vítt, að hægt er að hreifa munninn hindrunariaust inni í opinu, jafnvel þótt sungið sje »af fullum hálsi«. Eptir nokkrar til- raunir fann uppgötvarinn það, að bezt var að strengja þunna himnu eins og lok yfir pípuhausinn. Gler- eða málm-þynnur reyndust algerlega óhæfar. Aðalerfið- leikarnir voru þeir, að íinna, úr hvaða efni himuan ætti að vera, og hvernig 0g hvað fast ætti að strengja hana yfir pipuhausinn. Eptir margar og margvísleg- ar tilraunir kom það i Ijós, að myndirnar urðu greinilegastar, ef himnan var höfð úr togleðri (kaut- sjuk), en hún varð að vera öldungis jafnþunn öll, og það varð að strengja hana vel og jafnt til allra hliða yfir pípuopið, sem er 13—15 centimetrar að þvermáli. Til þess að sem allra auðveldast væri að taka ljós- myndir af myndum þeim, sem sandurinn tók á sig, var togleðurshimnan lituð rauð, en sandurinn hafður ljós. Eríitt vildi það verða, að strengja himnuna öld- ungis jafnt til allra hliða, en hvað litlu sem munaði í því efni, þá urðu myndirnar óreglulegar og þar af leiðandi ónýtar. Bezt reyndist, að festa himnuna á líkan hátt, eins og málarar festa Ijereptinu 1 ramma sína. Og til þess að geta sjeð hvort himnan var öil jafnstrengd, voru fyrst dregnir upp á hana margir hringir, hver utan yfir öðrum, því að þeir sýndu undir eins, hvort himnan var meira strengd í eina átt en aðra. Yæri svo, þá breyttust hringirnir í sporhauga eða einhverjar aðrar óreglulegar myndir. E11 þegar togleðurshimnan er komin, eíns oghún á að vera, þá er líka tónritinn fullger. Ofan á miðja himnuna er þá stráð hvítleitu dupti, það er vel þurrt og smámulið matarsalt og hvítur smergill, sem hland- að hefír verið saman til þess. Síðan er einhver fyr- irtaks söngmaður látinn synga hreinan tón inn í pipu- munnstykkið, og í sömu svifum hreytist duptið á himnunni í reglulega, »geometriska« mynd, sem er að öllu leyti einkennileg fyrir þann tón, sem sunginn var. Hver sjálfstæður tónn hefir sína eigin mynd, hversu nærri sem tónarnir eru hvor öðrum. í hvert skipti, sem hinn sami hreini tónn er sunginn inn í pípuna, hreytist duptið í þá einu og sömu mynd, sem er afbrigðileg og einkennileg fyrir hann. En ef tónn- inn er nokkura ögn falskur, þá verður myndin þegar ógreinileg og öðruvísi. Það liggur í augum uppi, að áhald þetta getur orðið að ómetanlegum notum við söngkennslu alla. Það eru teknar ljósmyndir, hæíilega stórar, af hinum hreinu tónum, og svo eru þær myndir hengdar upp sem fyrirmyndir. Með tónritann fyrir munni sjer reynir svo nemandinn að framleiða nákvæmar eptir- líkingar af fyrirmyndunum á sinni eigin togleðurs- himnu. Meðan honum tekst ekki að láta sínar mynd- ir verða að öllu leyti eins, má hann eiga það víst, að tónar hans eru ekki hreinir. Að öllum iíkindum verður þess ekki langt að híða, að sjá megi myndir hangandi á veggjunum hjá öllum söngkennurum, myndir, sem eru töluvert svip- aðar snjókrystallamyndum þeim, sem allir kannast við, — og frammi fyrir þessum myndum standa þá verð- andi söngmenn og söngkonur með risavöxnu pípurn- ar sinar fyrir munni sjer. Það eru tónar hinnafræg- ustu söngsnillinga heimsins, sem nemendur þessir hafa fyrir sjer, og reyna að stæla með einfalda og óbrotna áhaldinu sínu. 0 r ö. Fyrir skömmu datt jeg ofan á háðgrein eina um sveitamennina — það var víst í einhverju Rvíkur- hlaðinu. — Þar var verið að henda gaman að því, að sveitamennirnir kölluðu þá menn »Idíóta«, er þeim þætti góðir, duglegir, vitrir og merkir menn. Jeg skal nú ekkert segja um það, hvort sveitamenn hafa nokkurn tíma notað orðið »Idíót« í virðingarskyni um beztu menn sína, en hafi þeir gert það, þá hafa þeir efiaust vitað »hvað þeir sungu«. Þeim hefir sem sje verið það Ijósara, heldur en háðgreinarhöfundinum, að orðið »Idíót« táknar upphaflega ekkert annað, en »mann, sem ekki gefur sig við pólitík«, 0g — fegurra lofsorð en það, er tæplega hægt að gefa neinum manni — nú sem stendur. Toggi. Fróðleiks-molar. Á Italíu hafa Dýlega verið settar fastar reglur um verð á nafnbótum. Hjer eptir verða menn'þar í landi að borga 26,000 kr.. ef þeir vilja verða furstar að nafnbót. HertogaDafnbótin kostar 20,000 kr„ markgreifanafnbótin 16,000 kr„ greifanafnbótin 13,000 kr., barónsnafnbótin 8,000 kr., og venjuleg aðalsnafhbót 3,000 kr. Til þess að skýra alveg rjett frá, skulum vjer þó bæta því við, að sje ítölsku peningunum breytt nákvæmlega í króncir og aura, þá verða þessar nafnbætur hver um sig nokrum krónum dýrari, en hjer er sagt. En aptur á móti kostar hver nafnbót ekki nema þrjá fimmtu hluta af ofan greindri upphæð, ef hún á ekki að ganga í erfðir; en vilji menn hafa leyfi til þess, að hafa merkisskjöld, þá kostar hver nafnbót 600 kr. meira. Mikið ódýrara er það, að fá leyfi til þess, að bæta einhverju viðurnefni við skírnar- nafn sitt, því að það fæst fyrir að eins 130 krónur, og þó verða þeir sjáifsagt fáir, sem kaupa slíkt ieyfi, með því að algerð nafnbreyting kostar ekki nema 26 krónur, og það kveður þó töluvert meira að henni, heldur en því, að hnýta einhverju ofurlitlu viðurnefni aptan í nafn sitt. — Skaði, að ekki skuli mega selja slikar naftíbætur og nafnaviðbætur bjer á landi. Það gæti þó eflaust orðið landsjóði að góðu liði.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.