Haukur - 19.09.1898, Page 3
II. I.—2.
HAtmtrR.
5
Yaha-Hajo,
höfðingi semínólanna.
(Frásaga eftir J. Grundmann.)
— «0» —
Fylkið Flórída (þ. e. blómland) er skagi einn
suöaustan til í Bandarikjunum í Vesturheimi. Það
hefir lengi verið, og er enn, eitthvert fegursta og
bezta ríkið af öllum Bandarikjunum. Þegar þeir at-
burðir gerðust, sem hjer eru í letur færðir, en það
var á fyrsta fjórðungi aldar þeirrar, sem nú er að
líða, þá áttu Spánverjar skaga þennan. Þá var hjer
um bil eins fjöimennt af Indiönum í Flórída, eins og
af hvítum mönnum. Þó höfðu þeir kofa sina út af
fyrir sig, en bjuggu ekki innan um hvítu mennina.
Maður einn hjet Ringwood; heimili hans og land-
eign iá annars vegar að fljóti nokkru allmiklu.
Kringum íbúðarhúsið stóðu úthýsin og kofar þræl-
anra, og há girðing var umhverfis allar byggingarn-
ar. Eúsin stóðu á lítilli hæð, og láu skrautlegir
aldingarðar með lítlum tjörnum alla ieið frá þeim og
ofan á fljótsbakkann. Hins vegar við húsin voru
akrar Ringwoods, og bak við þá stór, grasi vaxin
sijetta, umkringd á þrjá vegu af þjettu grátviðar-
kjarri, og náði það á einn veginn nærri því heim að
húsinu. Akrarnir voru einkum notaðir til þess, að
rækta i þeim indigó, en af maís, kartöflum og öðrum
ávöxtum var ekki ræktað meira en það, er þurfti til
heimilisnotkuuar. A sljettunni bak við akrana höfðu
hestar og múlasnar ágæta haga; hirtir og kalkúns-
hænsi voru þar og hópum saman.
Ringwood átti tvö uppkomin börn, átján vetra
dóttur, er Virginía bjet, og son einn um tvitugt, er
hjet Randölfur. Randólíur var veiðimaður mikill, og
voru hjártdýraveiðar hans mesta yndi, eins og margra
annara ungra manna í suðurfylkjunum, er lítið höfðu
að gera. Faðir hans hafði keypt og geflð honum
tvo mjóhunda, er voru afbragðs veiðihundar. Hann
hafði mjög gaman af því, að fara með þá inn í skóg-
arþykknið, þar sem það var næst heimilinu, liggja
þar fyrir hjörtunum og kalkúnshænsunum, og reka
þau út á sljettuna.
Morgun einn lagði hann af stað, eins og venja
var til, hjeit inn í skógarjaðarinn, klifraðist þar upp
á allháa klöpp, er var flöt að ofan, og lagðist svo
fyrir á klöppinni. Þetta var árla morguns, og á sljett-
anni sást ekki eitt einasta dýr af neinu tagi. Rand-
ólfur varð gramur í geði yflr því, að sjá ekkert dýr,
því að hann hafði lofað móður sinni dýrasteik til
miödegisverðar; hún átti sem sje von á gestum þenn-
an dag. Hirtirnir voru annars ætíð vanir að koma
fram á sljettuna um þetta leyti morgunsins, til þess
að seðja sig á hiuu safamikla sJjettugrasi. En nú
gatu þeir ekki komið. Það leit helzt út fyrir, að ein-
hver hefði verið þar á ferð á undan Randólfi, og fælt
villidýrin á brott. Ef til viil hafði Hickmann gamli
krókódílaveiðari verið á ferðinni; hann átti kofa sinn
spölkorn inni í grátviðarkjarrinu; máske líka einhver
Indíaninn handan yfir fljótið. Sljettan var ónumið
land, og höfðu þar allir jafnan veiðirjett. Hún var
almenningur, sem enginn nærliggjandi búgarður átti
úeitt sjerstakt tilkall til — stjórnarland, sem enginn
kaupandi hafði enn þá fengizt að.
Randólfur ætlaði einmitt að fara að leggja af
stað lengra inn í skóginn, til þess að vita, hvort
hann ræki sig þar ekki á einhver villidýr, en þá kom
hann allt í einu auga á stóran hóp af hjörtum, sem
komu fram í skógarjaðarinn. Hirtirnir hlupu, eins og
þeir væru að flýja undan einhverjum; og þannig var
það líka. Rjett á eftir hjörtunum kom maður einn f
ljós fram úr skugga trjánna. Það var ekki Hick-
mann gamli, eins og Randólfur hjelt i fyrstu, heldur
einn af þrælum Ringwoods, Múlatti, sem kallaður var
»guli Jack«, til aðgreiningar frá »svarta Jack«, er
var Svertingi í báðar ættir. Þótt hinn fyr taldi hefði
ljósara hörund, þá bar hinn síðar nefndi samt sem áð-
ur betra hjarta í brjósti. Hann hafði ævinlega þjón-
að húsbónda sínum með trú og dyggð, en Múlattinn
hafði hvað eftir annað gert sig sekan í ýmis konar
grimmdarverkum, og var hefnisamur fram úr öllu
hófi. Jafnvel þótt Ringwood notaði sjaldan svipuna
við þræla sína, og jafnvel þótt hann sjerstaklega
sýndi gula Jack einstakt umburðarlyndi, þá voru þó
afbrot hans stundum þannig vaxin, að óhjákvæmilegt
var, að refsa honum þunglega. Einu sinni hafði
Virginía kært hanu fyrir föður sínum; hann hafði
sem sje misþyrmt mjög ambátt einni þar á heimilinu,
og Ringwood hegndi honum auðvitað fyrir það. Litlu
siðar framdi hann svo annað ofbeldisverk, er sýndi
ljóslega, hve afskaplega hefnigjarn hann var að nátt-
úrufari. Virginía átti rádýr eitt, sem hún hafði alið
UPP. °& fylgdi það henni um allt, eins og tryggasti
hundur. Rádýr þetta fannst dautt á fljótsbakkanum.
Það gat ekki hafa drepist á eðlilegan hátt, því að
lítilli stundu áður bafði það sjezt leika sjer þar á
fljótsbakkanum. Ekkert sár var á því, svo að ætla
mætti, að úlfur eða krókódíll heíðiorðið því að bana.
Það leit helzt út fyrir, að hafa verið kyrkt. Þannig
var því og í raun og veru varið; guli Jack hafði
gert það, og svarti Jack hafði sjeð hann gera það.
Fyrir þessa ávirðingu hlaut Múlattinn aftur hegningu.
Randólfur varð töluvert forviða, þegar hann sá,
að maður sá, sem kom fram úr skóginum, var guli
Jack. Hann skildi ekkert í því, hvaða erindi Múl-
attinn hefði getað átt út í skóg svo árla morguns.
A veiðum gat hann ekki verið, því að hann hafði
enga ánægju af sliku starfl, jafnvel þótt hann, vegna
skógarveru sinnar — hann var skiðhöggvari — væri
manna kunnugastur eðli og eiginlegleikum allra þeirra
dýra, er voru þar í grenndinni.
Randólfur fór að verða forvitinn. Hann hjelt því
enn kyrru fyrir á klöppinni, og veitti þrælnum eftir-
tekt. Þegar þrællinn kom út úr skóginum, laumað-
ist hann fram með skógarjaðrinum, og fór svo inn í
máísakur, er var þar rjett hjá. Hann gekk álútur,
lötraði ofur hægt, og teymdi eftir sjer dýr eitt, hvítt
að lit og litið vexti. Svo hvarf hann inn 1 hina
manuhæðarháu maisrunna. Randólfur leit nú eftir
hjörtunum; þeir höfðu numið staðar úti á sljettunni,
og voru þar á beit.
Þegar honum varð aftur litið við, sá hann ein-
hverja veru koma út úr skógarjaðrinum, einmitt á
sama stað, sem Jack hafði komið út úr honum. Það
var líkast manni, er skiiði áfram á höndunum, og
drægi fæturnar eftir sjer. Randólfi flaug fyrst i hug,
að þetta væri Indíani, en Indíanar og hvítir menn
höfðu þá um langan tíma lifað í friði og samkomulagi,
og þess vegna gat Indíani ekki haft neina ástæðu til
þess, að elta Múlattann á laun. í sama bili kom
sólin upp bak við trjátoppana. Hún dreifði geislum
sinum yfir sljettuna, alla leið yfir að skógarjaðrinum.
Þessi skrítna og ókiljanleg vera skreiddist nú fram
úr skugganum og út í sólskiuið, og það stirndi á