Haukur - 19.09.1898, Qupperneq 6

Haukur - 19.09.1898, Qupperneq 6
6 HAUKUR. II. I.— 2. islegrar festn, án fjelags anda og bjálpfýsi, er ómögn- legt fyrir nokkura þjóð, að halda hinn æðsta sæti, eða að ávinna sjer það. Drottnandi kynflokkur, sem ekki heíir lengur þessa eiginlegleika, er dæmdur til hrörnunar. En í þessu tilliti hefir hið brezka ríki stöðugt tekið meiri og meiri framförum. Bæði þjóð þess og stjórn ávinnur sjer með starfl sínu ávalt fleiri og fleiri af þeim siðferðislegu eiginlegleikum, sem eru nauðsynlegir til að halda því í broddi fylkingar. Englendingarnir koma ævinlega fram sem veigerða- menn hinna máttarminni kynflokka, en aldrei sem blóðsugur þeirra. Þeir hafa með röggsemi sinni og framtakssemi á Egiptalandi, í Súdan, við Nígerána, í Suður-Afríku og á Indíalandi — bætt hugarfar sitt, og áunnið sjer yflrgripsmeiri og rjettlátari skoðun á sambandi sínu við annarlega kynflokka, er þeir hafa komizt i kynni við. Miljónum manna hafa þeir út- vegað lögbundna stjórn. Lífið verður ugglausara al- staðar þar, scm þeir ryðja sjer til rúms. Hinum fá tæka verkamanní eru tryggðir ávextirnir af striti sínu. Heiiar þjóðir eru hver eftir aðra losaðar undan skaðvænum og skammarlegum venjum og reglum, er þær hafa lotið, og miljónum manna er tryggð heim ilisró og friður, þar sem þess konar blessun var áður með öllu óþekkt. Það er satt, að verzlunarviðskifti hins brezka rikis hafa samtímis aukizt og vaxið. Það eru laun frá forsjóninni fyrir starfsemi þess í þarfir mannkynsins. Hjeruð, sem áður máttu heita eyðimerkúr, þar sem hver mannflokkurinn átti í sí- felldum ófriði við annan, njóta nú þeirrar blessunar, er friðurinn heflr í för með sjer, og opna um leið faðminn fyrir ensku verzluninni. Menn spyrja stundum, hvort hinni engilsaxnesku menningu geti verið nokkur hætta búin af Rússlands hálfu, og hvort Slafarnir sjeu í raun og veru aðreyna að ávinna sjer hið æðsta sæti meðal þjóðanna. Yjer skulum lita á ástandið, eins og það er! Yflrráðin yflr mestöllu yfirborði jarðarinnar eru nú sem stendur skift á milli þriggja kynflokka, Spánverja, Euglend- inga og Rússa. Spánverjar heyra til hinum latneska kynflokki, og yfirráð þeirra mega skoðast sem stop- ular ieifar hins gamla Rómverska ríkis. Riki þeirra er nú að veslast upp, og hinn eini kynflokkur, sem komið getur fram sem keppinautur Englendinga, eru Rússar. Frakkland og Þýskaland geta sem sje ekki komið til greina. Frakkar byggja ekki lengur nein ar nýlerídur. Útflytjendur frá Frakklandi eru ekki yflr 5000 á ári, og þótt Frakkar geti numið lönd og Jýst þau eign slna, þá geta þeir, vegna mannfæðarinn- ar ekki byggt þau. Þýskaland hefir á hinum síðari árum numið víðáttumiklar nýler.dur, en þær eru flest ar á þeim stöðum, sem Þjóðverjar geta ekki tekið sjer bólfestu á, og Þýskalandi er því nauðugur einn kosturinn, að taka upp nýlendustjórnarhætti liðinna alda, og loka verzluninni fyrir öðrum ríkjum. Spurningin verður því sú, hvort Bandaríkin, þeg- ar þau koma inn á leiksvið heimsins, muni ganga í lið með Rússlandi, þessum hættulegasta keppinaut brezka rikisins. Það hefir veiið sagt, að Rissarsjeu sjálfsagðir bandamenn Bandaríkjanna, og að brezka ríkið sje þeirra erfðafjandi. En þegar betur er gætt að, þá sýnir það sig, að allar hrókaræður umvináttu milli Rússlands og Bandaríkjanna, geta aldrei orðið annað, en orðin ein. Stjórnarhættir Rússa stefna allir að því, að koma i veg fyrir ensk-amerískt bandalag, Og steirma stigu fyrir þvi, að Bandarikin geti haft nein áhrif eða afskifti í Austurálfunni. Þaðheflrver- ið tilgangur Rússlands, að lála Monroe-kenninguna* girða fyrir það, að Bandaríkin geti haft nein afskifti af Austurlandamálefnum. Það var einmitt það, sem Rússar stefndu að, þegar þeir drógu sig til baka frá Alaska. Þeir vildu ekki láta Amerikumenn geta haft hina minnstu ástæðu til þess, að reyna að hafa áhrif á gang þeirra mála, er snerta austurströnd Asíu, og vildu jafnframt koma í veg fyrir það, að Alaska yrði tilheyrandi ríki Breta í Ameríku. Rússland er stórt ríki í Asiu, sem sí og æ hefir brennandi löngun til þess, að auka veldi sitt á allan mögulegan hátt, og notar aðstoð vesturlandamenning- arinnar, til þess að fullnægja þessari metorðagirni sinni. Hinar rússnesku landavinningar, eru ekki sprottnar af iðnaðar framtakssemi, verzlunaráhuga eða löngun til þess, að láta auðæfln bera meiri arð. Þær eiga eingöngu rót sína að rekja til hinnar ó- stjórnlegu valdafíknar. Hinir rússnesku stjórnvitringar elska valdið framar öllu öðru, og þeir hafa á síðast liðnum tveim öldum aukið hið rússneska riki svo mjög, að það nú nær yflrsvæði, sem er þrefalt stærra, en Bandaríkin. Og þessari aukningarpólitik sinni halda þeir áfram sí og æ. Ef þeir mæta einhvers staðar mótspyrnu, þegar þeir eru að reyna að færa út takmörk ríkisins, hætta þeir undir eins tilraunum sinum þar, og láta þær bíða betri tíma, en ryðja sjer svo ótrauðlega til rúms einhvers staðar annars staðar, er menn eru óviðbúnir að veita þeim nokkurt við- nám. Þeir slá aldrei með öllu frá sjer áformi, sem þeir einu sinni hafa sett sjer. Það eru nú liðin meira en 800 ár, síðan þeir sendu 80,000 vopnaðra manna, til þess að leggja hið austrómverska (bizantiska) ríki undir sig, og taka Konstaninópel, Þessu áformi, sem þeir þá urðu að gefast upp við, hafa þeir aldrei sleppt úr huga sínum síðan. Þeir hafa að eins frestað því ár frá ári, og bíöa jafnt og þjett eftir hentugu tækifæri. Hin rússneska drottnunargirni telur sjer vísa von um Tyrkland, Persíu, Indland og Kina, og auðnist Rússum, að ná þessum landflæmum undir sig, þá hafa þeir yfirráð yflr 17 miljónum ferhyrningsmílna af andi, og 900 miljónum manna. Hrörnun hins brezka rikis er aðal skilyröið fyrir því, að þessir draumar *) Monroe-Doktrin. Svo nefnistsú meginregla er James Monroe, hinn 5. í röðinni af íorsetum Bandarikj- anna, fjekk stjórnina til að ákveða 2. des. 1828. í henni mæla riki Norðurameriku svo íyrir, að þau muni ekki þola það, að Efrópuþjóðir sletti sjer fram i innanríkismál- efni atneriskra ríkja. Þessi meginregla, sem hefir verið stytt í orðsháttinn: >Ameríka fyrir Ameríkumenn«, hefir oft valdið sundurlyndi milli Evrópu, 'einkum Englands, og Ameríku, en mun aldrei hingað til hafa verið skýrð til hlítar, og er hætt við, að hún verði jafnan orsök þykkju og sundurlyndis, þar til það verður gert. Jafnvel nú á siðustu árum (í janúar 1896) bentu ríki Norðurameriku á þessa meginreglu í tilefni af smávægilegri landamæra- þrætu milli Guayana, sem er eign Breta, og lýðlendunnar Venezuela í Suðurameriku, og litur því svo út, sem stjórn Bandaríkjanna sje þeirrar skoðunar, að meginregla þessi gildi um a)la Ameriku, þar sem Monroe forseti hefir upphaflega auðvitað að eins átt við Norðurameriku og sjerstaklega við viðskifti Englands og Bandaríkjanna, sem þá hötðu svo nýskeð brotizt undan yflrráðum Englendinga. En hvernig sem i þvi liggur, er mjög hætt við, að f'riðn- um, einkum milli Englands og Bandai íkjanna, verði si- felld hætta búin af þessari Monroe-kenningu, meðan ekki eru settar skýrar ákvarðanir um, hvernig eigi að skilja hana, og hve langt hún nái. (Þýð.) I

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.