Haukur - 19.09.1898, Page 7
II. 1.—4.
tÍAtj KÚR.
7
þeirra rætist. En hvernig ætla yrði umhorfs í heim-
inum, þegar svo stórt landflæmi, og svo margir menn
lytu einum valdsherra, sem hefði nógan mátt til þess
að koma fram vilia sínum í hverju sem væri? Vjer
þurfum ekki annað, en að kynna oss hina rússnesku
verzlunar- og atvinnu pólitík, til þess að ganga úr
skugga um það, að Kússar myndu þá kremja til ó-
lífis hverja þá þjóð, er vildi reyna að bæta kjör sín
eða keppa við þá.
Og það myndi þá ekki fara betur fyrir Banda-
ríkjunum, heldur en hinu brezka riki, því að heims-
veldi Breta er aðalskilyrði fyrir vexti og viðgangi
Bandaríkjanna. Eins og nú er ástatt, bafa Bandarik-
in tilefni til að auðgast að löndum og taka framför-
um í verzlunarmálum o. fl. En hinar núverandi
kringumstæður eru að öllu byggðar á hinu engilsax-
neska heimsveldi, og ef Tyrkland, Persía, Indíaland
og Kína ieggst undir Rússland, þá mun ástandið
breytast gersamiega, einnig að því er Ameríku snertir.
Þegar Rússland hefði fengið yflrráðin yflr Indihafi og
náð undir sig allri verzlun í Asíu, þá myndu þeir að
sjálfsögðu verða öllu ráðandi sjóríki. Hafið mikla
(kyrrahaflð) yrði þá Rússneskt stöðuvatn, og austur-
takmörk Rússaveldis yrðu í raun og veru vesturströnd
Norðurameríku. íbúar hinna brezku eyja myndu
fækka, þar til þeir stæðu í rjettu hlutfalli við fram
færslumagn eyjanna sjálfra. í hinu Brezka ríki gæti
ekki lengur orðið neinn markaður fyrir kornútflutn-
ing frá Ameríku, og bólfestufarirnar írá Evrópu til
Ameríku myndu algerlega hætta. Rússland myndi
vaxa óðum að auðlegð og mannfjölda, en ekkert land
á vestanverðum hnettinum myndi geta tekið neinum
framförum, því að heimsmarkaðurinn yrði þá í hönd-
um þess ríkis, er nota myndi ofurefli sitt til þess, að
draga mátt úr verzlun allra annara ríkja.
Bandaríkin geta því í raun og veru ekki lengur
verið óháð með öllu, eða sjálfráð um, hvað þau gera.
Forlög þeirra og framtíð er teDgd út í æsar við kyn-
flokk þann, sem þau heyra til. Þau eru tengd hinu
brezka ríki, ekki að eins með böndum frændseminn-
ar, heldur einnig með sameign sinni, að því er
allar framfarir snertir, og þessi tvö riki hljóta þvi að
lokunum að koma fram sem ein þjóð, þegar um hin
miklu alheimsmál er að ræða.
Hið sama afl, sem veitt gæti Rússum yfirráðin
yflr hinu brezka ríki, myndi einnig á ótrúlega skömm-
Um tima koma Ameríku, Suðurafríku og Ástraliu
úndir áhrif Rússa. Engilsaxneski kynflokkurinn hefði
þá rýmt sæti sitt fyrir hinum slafneska kynflokki.
Stríðið er því ekki að eins milli Englands og Rúss-
lands, heldur er það milli alls hins engilsaxneska
kynflokks og hins slafneska kynflokks í heild sinni.
Yelferð alls heimeins er komin undir bandalagi
allra Engilsaxa. England og Bandaríkin ættu því að
varast, að taka Juda og Efraim sjer til fyrirmyndar.
Hiki þessi ættu að muna eftir því, að þau eiu bæði
komin af sama kynflokki, og hljóta því að hafa sömu
^hugaefni, muna eftir því, að þau þurfa að taka sam-
an höndum, til þess að vernda forustu sína, því að
henni ættu þau að halda, meðan forsjónin vill svo
yera láta, eða með öðrum orðum, meðan þau breyta
Samkvæmt boðum sannleikans og rjettlætisins við all-
ar þær þjóðir og alla þá kynflokka, sem eru minni
^úáttar en þau.
Guð skapaði ekki konuna fyr en hann var búinn að
sJá svo um, að hún hefði einhvern til þess að daðra við.
Hann hafði aldrei verið veikur.
Það var um borð i ameríska gufuskipinu »Nantucket«
Skipstjórinn, hr. Phinney, spurði einn af farþegunum,
hvort hann vildi ekki fá sjer í staupinu.
»Nei, þakka yður fyrir«, svaraði farþeginn; »jeg hefi
enga ánægju af slíku«.
»Enga ánægju af sliku — hvað meinið þjermeðþví?«
spurði Phinney.
»Þrð skal jeg segja yður. Jeg á við það, að jeg
hefi aldrei bragðað hvorki brennivin eða romm eða konjakk
eða vín eða öl eða nokkurn annan áfengan drykk«.
»En hamingjan hjálpi mjer, bvað drekkið þjer þá?«
spurði skipstjórinn.
»Vatn«,
»Nei, jeg er að spyrja, hvað þjer drekkið með mál-
tiðunum, með morgunmatnum til dæmis«.
»Kalt vatn«.
>En með miðdegismatnum þá ?<
»Kalt vatn«.
»Og með kvöldmatnum ?«
»Kalt vatn«.
>En þegar þjer nú verðið veikur, hvað drekkið
þjer þá ?«
»Jeg hefi aldrei verið veikur«, svaraði farþeginn.
Fróðleiks-molar.
Stærð Lundúnabo rgar. Allir vita, að Lundúna-
borg er stærsta borg í heimi. Hún hefir svo marga ibúa,
að vjer Islendingar erum alls og alls ekki nema eins og
að eins einn sjötugasti og niundi hluti þeirra manna sem
byggja þá einu borg. Svæði það, sem borgin nær yfir, er
þrjár og hálf míla. Á ári hverju eru byggð það mörg
ný hús, að leggja verður að meðaltali fimm mílur samtals
af nýjum strætum á ári.
*
, * *
I slökkviliði Lundúnaborgar eru að eins 700
menn, og má það gegna furðu, að jafn fámennt slökkvilið
skuli nægja í svo afarstórri borg. En það er líka að
eins því að þakka, að útbúnaður allur, bæði til þess að
ná slökkviliðinu saman, og slökkva, er hæði hagkvæmur
og nógur i alla staði. Til slökkvitólanna hefir ekkert verið
sparað. Þar eru 68 slökkvivjelar, sem hreifðar eru með
gufuafli, 100 handslökkvivjelar, og 135 björgunarstigar,
björgunarsekkir og ÖDnur áhöld. Hjer við bætast 5
gufuafls-slökkvivjelar, nokkurs konar skip, sem höíð eru á
floti á ánni Tems, til þess að nota, ef kvikna skyldi i
húsum þeim, sem næst eru ánni.
*
# *
Alkóhólið og manndauðinn. íbúarnir i borginni
Kasan á Rússlandi eru tvennskonar: Tattarar, sem eru
Múhameðstrúar, og Rússar, er hafa hina einu sönnu og
sáluhjálplegu kaþólsku trú. Báðir þessir trúflokkar
stunda sams konar atvinnugreinar, og lif'a hvorir innan
um aðra við alveg sams konar kringumstæður, en þó er
manndauðinn hlutfallslega mjög ólíkur meðal þeirra. Af
hverju þúsundi Tattara deyja að meðaltali á ári hverju
21, en af hverju þúsundi Rússa ekki færri en 40. Orsökin
til þessa er sú, að Tattararnir breyta eítir boðum Kóransins,
og bragða aldrei átenga drykki, en hinir kristnu Rússar
drekka drjúgum. Þessi staðreynd er góð sönnun fyrir
skaðsemi áfengisnautnarinnar.
*
* *
Búningur slökk vi liðsi ns f Berlín. Slökkvi-
liðið i Berlín er í vatnsheldum treyjum með tvöföldu
fóðri, og má fylla rúmið milli fóðranna með vatni. Þegar
nógu mikið vatn er í treyjunni, og eitthvað er komið við
hana, gýs vatnið út um gat á hjálminum, og streymir
ofan um búninginn utan verðan, og verndar hann þannig
enn þá betur gegn eldinum. Reykhjálmarnir, sem slökkvi-
liðið á Þýzkalandi, Austurriki, Hollandi og Italiu notar,
gera það gagn, að sá sem hefir slíkan hjálm á höfðinu,