Haukur - 17.01.1899, Blaðsíða 1

Haukur - 17.01.1899, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 í mánuði, að minnsta kosti 8 blað- siðurí hvert skitti. Árg. minnst 80 arkir, kostar 2 kr. (erlendis kr. 2,50), er borgist fyrir 1. apríl. HAUKUR Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til út- gefanda fyrir 1. júní, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Útgef- andi: StefánRunólfsson. ALÞÝÐLEGT SKEMMTI- OG FRÆÐI-RIT ÍSAFJÖRÐUR, 17. JANÚAR 1899. II. ÁR. M 5.—6. Á fimm mfnútum. (Þýsk glæpamálssaga.) —:0:— (Framh.) Nordeck var lögfræðingur í húð og hár, og þess vegna hafði þegar vaknað hjá honum á- hugi á þessu torskilda máli. Nú fanust honum hið ó- geðslega embættisstarf, sem húsbóndinn hafði boðið honum að taka þátt í, ekki vera neitt sjerlega fráfæl- andi. Hann kom á tilteknum tíma til rannsóknar- dómarans, og svo lögðu þeir báðir af stað, 0g hjeldu beina leið til líkhússins. Á leiðinn mæltu þeir ekki eitt einasta orö. Þegar þeir komu inn í líkhúsið, og Nordeck varð litið á líkið, sem iá á líkskurðarborð- inu, hulið svörtu klæði, fór ónotalegur hrollur um hann allan. En hann reyndi þegar að hrista af sjer þrekleysið og herða upp hugann, og að nokkrum rnínútum liðnum hafði hann náð sjer svo, að hann gat litið aftur á líkið, sem læknarnir höfðu nú af- hjúpað, til þess að geta byrjað á hinu raunalega starfl sínu. En nú varð Nordeck enn þá skelkaðri, en áður. Þetta var ekki í fyrsta skifti, sem hann hafði sjeð þetta nábleika andlit. Það var reyndar að eins skamma stund, sem það hafði birzt honum, meðan það enn var i lifenda lífl, en þetta magra, laglega^ en úttaugaða andlit, 0g þetta fallega svarta skegg, stóð honum samt sem áður enn í fersku minni. »Jeg bið yður að afsaka, herra jústizráð«, mælti hann við rannsóknardómarann; »jeg vildi gjarnan leyfa mjer, að koma með eina spurningu. Þetta morð var framið þann 17. þ. m., og í blaðinu stendur, að það hafl verið milli klukkan sjö og átta um kvöldið. Er það alveg áreiðanlegt, að þessu sje þannig varið?« Rannsóknardómarinn leit forviða á hann. »Já«, svrraði hann, »það er alveg áreiðanlegt. Hversvegna Bpyrjið þjer að því?« »Og heimili barónsins, þar sem hann var myrtur það var---------?« , »ínr. 14 í Amalíustræti, — stofuherbergjunum þar«, svaraði jústizráðið, án þess að líta upp. »Haflð þjer öiáske nokkra sjerstaka ástæðu til þess, að koma með Þ^ssar spurningar?* »Nei«, svaraða Nordeck stuttur í spuna. Jafnvel Þótt líf hans hefði verið undir því komið, þá hefði hann samt sem áður ekki viljað gefa í skyn með einu orði hugsanir þær, er hann hafði verið að brjóta heilann um þessar síðustu flmm mínútur. Hann sá í huga sjer hið yndisfagra stúlku-audlit, hjúpað hálf- gagnsærri slæðu, og honum fannst, sem hann heyrði hina mjúku, hljómfögru rödd hennar, og það var eir.s °g hvíslað væri að honum: »Heimskingi! nvernig getur þú verið svo vitlaus, að láta þjer koma til hug- ari að hún sje morðingi?* En hann sá líka í huga sjer, hversu varir hennar titruðu, þegar hún að skiln- aði rjetti honum ískalda hendina, og hann sá hið ó- vingjarnlega augnaráð hennar, 0g hve þóttalega hún reigði sig, þegar henni varð litið á mann þann, sem nú lá hjer liðið lik, og sem læknarnir voru nú teknir að skera og rannsaka. Hann minntist þess einnig, hversu þungbúinn og ógnandi andlitssvipur mannsins var, þegar hann ljet hana fara á undan sjer inn í herbergi sitt — og — nú vaknaði grunsemd hans aft- ur. Hann skildi ekki lengur nokkurt orð af því, sem sagt var 1 kringum hann, og alveg ósjálfrátt skrifaði hann það, sem rannsóknardómarinn skipaði honum að skrifa, án þess hann tæki neitt eftir því, hvað það var. Læknarnir voru fljótir að afljúka skoðunargerð þeirri, er hjer þurfti á að halda. Það, sem Nordeck hafði ritaö í embættisbókina, bar vitni um það, að dauði baróns v. Waldhausen hafði orsakazt af tveim- ur banvænum skotsárum aftan á höfðinu. Stefua skot- anna sýndi, að það var ómögulegt, að hann hefði skotið sig sjálfur. Miklu fremur mátti álíta það gefið, að morðinginn hefði staðið rjett aftan við hann, og að skotunum hefði verið hleypt afhvoru á eftir öðru, einmitt þegar Valdhausen hefði verið að beygja sig eftir einhverju. Það var auðsjeð, að það höfðu engin áflog átt sjer stað. Baróninn hlaut að hafa dáið þeg- ar eftir fáar sekúndur, og læknarnir álitu sjálfsagt, að hann hefði updir eins misst meðvitundina, þegar fyrra skotið kom í 'hann. Nordeck lagði nú af stað heimleiðis. Hann var náfölur í andliti, og tók ekki eftir neinu, er gerðist í kringum hann. Hann var í þungu skapi, og hugs- andi út af því, að í raun og veru hefði hann þegar með þögn sinni gert sig samsekan morðingjanum. En samt sem áður gat hann ómögulega fengið af sjer, að afráða neitt það, er gæti orðið til þess að losa hann úr þessum vandræðum. Því meir sem hann sökkti sjer ofan í þessi rauna- legu og ógeðfelldu heilabrot, því sannfærðari hlaut hann að verða um sekt hinnar fögru, ókunnu stúlku. Allt virtist bera vitni gegn henni; hvert einasta smá- atriði, sem nú rifjaðist upp fyrir honum afþví, ervið hafði borið kvöldið þann 17., virtist benda á það, að hún væri sek. Það atvik, að hún hafði komið ein- sömul til bæjarins, og — eftir hennar eigin sögusögn — að eins til þess að dveija þar eina eða tvær klukku- stundir, — að hún hafði stigið úr vagninum, áður en hún var komin að húsi því, sem hún ætlaði í, — og það, að hún var auðsjáanlega reið — allt þetta gat að minnsta kosti mjög vel samþyðzt því áliti, að hún væri sek i ódáðaverkinu. Og nú skildi hann það allt i einu, hvernig stóð á hvarfi ljósmyndarinnar, sem öllum hafði þótt svo kynlegt; það hafði auðvitað ver- ið mynd af henni sjálfri. Það þurfti ekki neina saka- lagafræðislega skarpskygni til þess, að geta gizkað á orsökina til glæpaverks þessa, og ef til vill einnig á það, hvernig það var framið. Smáð og svikin ást

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.