Haukur - 17.01.1899, Blaðsíða 3

Haukur - 17.01.1899, Blaðsíða 3
■II 5—6. HAUKUR. Yaha-Hajo, höfðingi semínólanna. (Frásaga eftir J. Grundmann.) —«o»— (Framh.) Múlattinn synti út að liólma einum, er var á að gizka tvö hundruð faðma frá fljótsbakkan- um. Hann ætlaði að hviia sig þar, því að hann átti annan eins veg eftir að bakkanum hins vegar við fljótið. En áður en hann næði hólmanum, sá hann bátana leggja frá landi, og veita sjer eftirför. Það var því ekki til að tala um, að hvíla sig i hólman- um, og í stað þess, að fara þar í land, sneri hann við, og synti fram með hólmanum í Bkugga trjánna, er uxu á bakkanum, og teygðu greinar sínar út yflr vatnið. Allt í einu heyrðist duna, líkust ógurlegu þrumuhljóði, og heijarmikill krókódíll rak snjáldrið upp úr vatninu, og renndi sjer með flugferð eftir »gula Jack«. Múlattinn greip í viðargrein, er hjekk ofan að vatninu, og ætlaði að lesa sig upp eftir henni; en greinin var of veik; hún brotnaði, og »gu!i Jack« steyptist aftur í vatníð. Krókódíllinn renndi sjer að honum með opinn hvoftinn, og í sömu svifum hurfu þeir báðir, maðurinn og krókódíllinn, og sáust ekki framar. Þegar meunirnir komu aftur saman, tók Kandólf- ur eftir því, að Indíaninn var horfinn. K!inton var einnig farinn á brott, og unglingsmaður einn, Spencer að nafni, sonur plantokrueiganda, uokkurs þar í grennd- inni. Hickmann gamli hafði sjeð þá halda af stað í humátt á efur Indíananum. Randólf fór að gruna margt. Honum þótti mjög sennilegt, að menn þessir hefðu veitt Indíananum cftirför i fjandsamlegum tilgangi. Hann hljóp því tafarlaust á bak, og hjelt í sömú átt. Skammt frá stað þeim, sem Powell hafði lent kænu sinni um morgun- inn, fann hann þá. Þcir höfðu tekið lndíanann, bundið ha/;n við trje eítt, og ætluðu að fara að berja hann. »Skamaaaitu þíu, Kliuton;« kallaði Kandólfur. »Siikur níðingur og slíkt ragmenni hefði jeg aldrei trúað að þú værir, en nú skal jeg sjá svo um, að nágrannar okkar þekki þig betur eftir en áður«. »Rauðskinninn á það skilið, að hann sje barinn. Hann hefir móðgað hvítan mann, og heflr þar að auki engan rjett til þess, að stiga fæti sínum hjerna megin fljótsins«, svaraði Spencer. Klinton þagði eins og steinn. »0g þið haiið engan rjett til þess, að berja hann, hvort sem hanu er hjerna megin eða hinum megin fljótsins. Jeg set kúlu gegnum hausinn á þeim ykk- ar, er fyrri verður til þess, að slá hann«. Ivlinton og fjelagi hans voru að sönnu vopnaðir líka, en þessi einarðicga og djarí'mannlega framkoma Rai.dólfs skaut þeim samt som áður akelk í bringu. Og vissra orsaka vegna, vildi Klinton ekki heldur fara í ill deilur viðRandólf. Ilann lagði þvi af stað meðfjelaga sínum, án þess að sýna neinn mótþróa. RandóJfur leysti fjötra Indíanans. Indíaninn talaði fátt, en svipur hans og augnaráð lýsti hinni innilegustu þakk- látsemi. Og þegar hann að skilnaði tók íhöndRand- ólfs mælti hann: »Komið þjer yfir um til okkar, og veiðið þar dýr og fugla þegar yður lízt. Þjer skuluð ætíð vera velkominn á landareign rauðu mannanna, og enginn Indíani mun gera yður neitt rnein*. »Þakka yður fyrir! Jeg vona að við sjáumst 19 bráðum aftur, Powell«, svaraði Randólfur. Svo stcig hann á bak og reið heim. Randólfur einsetti sjer þegar, að hann skyldi þiggja þetta heimboð vinar sins, Indianans. Og morgun einn, nokkru síðar, Jagði hann af stað. Systir hans fór með honum. Hana langaði til, að sjá aftur mann þann, er hafði bjargað henni, og komast í kynni við systur hans. Þau tóku sjer bát, og reru yfir fljótið. Þau gátu ekki villzt; Powell hafði lýst veginum svo greinilega. Þegar þau höfðu gengið fjórðung stundar, komu þau að stóru húsi, sem var uinkringt af mörgum smá- koíum. Húsið var byggt úr höggnum trjástofnum, og hurðirnar fyrir aðaldyrunum skreyttar myndum, er skornar voru í trjeð, en fremur iila og viðvan- ingslcga. Indianinn tók mjög vingjarnlega á móti þeim, og fór með þau inn til móður sinnar og systur. Systir hans, Maumel að nat’ni, var einstaklega lagleg stúlka. Húsið var að öllu útbúið eftir sniði hins mentaða heims, og með norðurálfuhúsbúnaði; á veggjunum voru skotvopn og sigurmerki, og meðal annara óvæntra muna sáu þau Raadólfur og systir hans guitar og bækur í herbergi því, er þau fyrst komu inn í. Þau undu sjer svo vel á heimili Indíananna, að þau tóku því fegins hendi, er þeim var boðið að koma þangað sem fyrst aftur. Upp frá þessu tókst innileg vinátta milli þeirra Randólts og Powells, og systur þeirra urðu æ sam- rýmdari og ástúðlegri vinur. Móður þeirra Randólfs þótti það að vísu kynlegt, að Virginía fylgdist nú svo oft með bróður sínum, þegar hann fór á veiðar, en hún spurði aldrei um orsökina til þess, og með því að systkinin minntust aldrei á hina nýju vini sína, þá vissu foreldrarnir ekkert um samvistir þeirra. Þetta meinlausa laun- ungarmál átti þó að fá snöggan enda. Einn góðan veðurdag höfðu þau öll fjögur verið á dýraveiðum úti í skóginum. Það var komið undir kvöld; þau voru hætt veiðunum, og höfðu safnazt saman í skógárjaðrinum. Þau lögðust fyrir í forsælu trjánna, og ræddu saman um hitt og þetta. Allt í einu heyrðist eitthvert þrusk að baki þeim, og þegar Randólfur ieit við, sá hann, að foreldrar hans voru þar komnir »Er sem mjer sýnist?« æpti móðir han3 upp yfir sig; »er sem mjer sýnist, að börnin mín leggi lag sitt við Indíana?* Powell stóð upp, og mælti eigi orð, en á svip hans og augnaráði mátti sjá, liversu mjög þessi háðs- yrði frúarinuar höfðu skapraunað honum. Hann gaf systur sinni bendingu, og lögðu þau þegar af stað þegandi, en þóttaluil. Randólfur og Virginía þorðu ekki að kveðja þau, en hjeldu af stað með foreldrum sínum. Þegar þau ltomu að fljótinu, var þar fyrir stór bátur og margir svartir róörarmenn. Randólfl var rajög þungt innanbrjósts á leiðinni heim. Hann þóttist sjá fram á það, að nú yrði hann að skilja við vin sinn, skilja við hann um langan tíma — máske um aldur og ævi. Það kom innan skamms í Ijós, að þessi grunur hans var ekki ástæðu- iatis, því að nokkrum dögum síðar var hann látinn leggja af stað norður til West Point, til þess að ganga scm foringjaefni á hernaðarskólann þar. Systur hans

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.