Haukur - 17.01.1899, Síða 6

Haukur - 17.01.1899, Síða 6
22 H AUKUR. II. 5.-6. mælasögur, sem auðsjáanlega eru náskyldar þessu goðsagnakerfi. Alveg eins og Grikkir hafa í goða- fræði sinni söguna aí Promeþevs, sem sótti eldinn til himna, og færði mannkyninu hann í holu reyrpriki, — og var svo í hegningarskyni bundinn við fja.ll eitt í Kákasus, og gammur látinn höggva og jeta sí og æ lifrina úr honum, sem þó óx jafnóðum aftr.r^ þar til Herkúles hjargaði honum að lokum efcir laug- ar og miklar kvalir —, þannig hafa og Astralíunegr- arnir sögu af sínum Promeþevs, þar sem er guðinn Turdt. Hin 'illa, hatursfulla kráka vildi ekki láta mannkynið verða hluttakandi í hinni guðdómlegu gjöf — eldinum. En Turdt fór til mannanna, og sýndi þeim, hvernig þeir ættu að kveikja eld með því að núa sarnan tveim spýtum. Krákan lagði hat- ur á hann fyrir þetta tiltæki hans, og í hegningar skyni ljet hún binda hann við stöng á botni Tyrrill- vatnsins, 0g þar kom vatnakrabbinn Kongula, og beit sí og æ smástykki úr höndum hans og fótum. Eyrir aðstoð Mokwarra (hins góða valds) fjekk Turdt samt aftur heila limi, og var hann tekinn aftur upp til himna; þar heldur hann áfram að hafa sín góðu á- hrif á mannkynið sem Kanopus — stjarna á suður- háifu biminsins, sem ÁstraMunegrarnir bera einstaklega mikla iotningu fyrir. Önnur sagan segir, að krákan (vald hins illa) hafi lagt dauðlegt hatur á mannkynið. Hún einsetti sjer því, að útrýma því með kulda, íifelldri úrkomu 0g drepsóttum. A þeim tímum hafði »vald hins i 11 a« fengið um stundarsakir yfirráð yfir »valdi hinsgóða«, og þess vegna gat krákan komið sínum vilja fram. En þá tóku þeir synir Mokwarra (hins góða valds) sig til, hinir minniháttar guðir Turdt 0g Trorr, og fórnfærðu sjálfum sjer til þess að frelsa mannkynið. (Oss verður hjer ósjálfrátt, að minnast endurlausnar- kenningar kristninnar.) Þeir íklæddust manrdegu holdi, og birtust meðal Negrakynflokkanna norðan til í Queenslandi, sem þá kunnu hvorki að kveikja eld eða byggja hús, og kenndu þeim ekki að eins, hvernig þeir ættu að kveikja og nota eldinn, heldur og hvernig þeir ættu að byggja sjer kofa, og komast þannig á dálítið æðra stig en dýrin. Af- leiðingarnar af þessu urðu þær, að mannfeliirinn fór óðum minnkandi. En hin hamslausa kráka, Kiiparra ofsótti þessa tvo guði og náði þeim á sitt vaid, og jafnvel þótt þeir væru synir Mokwarra, voru þeir þó iíflátnir. Þessi atburður var orsökin til hins síðasta 0g míkla bardaga miili arnarins Mokwarra og krák- unnar Kiiparra um yfirráðin yfir heiminum. Mörg atriði í frásögninnl um þennan bardaga, minna glögg- lega á iýsingu Miltons á bardaganum milli guðssonar og hinna fölinu engla. Ættstofn sá, sem lieldur til á bökkum Murray- fljótsins, trúir þvi, að áður en jörðin byggðist svört- um mönnum, hafi fuglarnir átt hana og ráðið yfir henni. Þeir voru fullt eins umhyggjusamir og vitrir, eins og Svertingjarnir, og sumir segja, að þeír hafi jafnvel verið enn þá vitrari og duglegri.. Æðstu yfir- ráð meðal fuglanna hafði örninn, og næst honum var krákan, sem með- slægð sinni og illsku vann það upp, er hún var burðaminni en örninn. Krákan reyndi sí 0g æ, með lævisi 0g undirferli, að ræna hinn göfuga óvin sinn hlýðni fuglanna, og þegar henní hafði heppnazt það, sagði hún eininum upp trúnaði og hollustu. Murray-ættstofn'nn segir, að krákan hafl líflátið son arnarins, og að örnin hafi orðið svo reiður yfir því, að hann lagði snöru fyrir, krákuna, sem þannig varð handsömuð og drepin, en lifnaði þó aftur við iöngu síðar. Gipplands ættstofn- inn segir söguna lítið eitt öðru vísi; hann segir, að örninn hafi einhverju sinni, áður en krákan sagði honum upp trúnaði, beðið krákuna að gæta sonar síns, meðan hann sjálfur fór á dýraveiðar. Hinsvik- ula kráka saumaði þá poka utan um arnarungann, og Ijet hann svelta til bana. Örninn varð svo hams- laus af reiði, að hann veiddi krákuna í gildru, sem var sett í gat á trje einu, er var holt innap. Krák- an aat þar inníbyrgð, og til þess að sleppa þaðan, varð hún að brjóta af sjer annan fótinn, og nota hann tii þess að skera með houum gat á trjeð. Nú hóftt aimennur ófriður. Með slægð sinni og vjelráðum vrnn Kilparra eða krákan fyrst um sinn hvern sigurinn á fætur öðrum. En að lokum vann Mokwarra eða örninn þó algerðan sigur. Eftir munnmælasögum þeim, sem ganga meðal Narrinyeiiættarinnar í Suðurástralíu og Durramungi- negranna í Quéenslandi, eru fuglarnir hinir ódauð- legu ættíeður mannanna; eru þeir nú sem stjörnur á himninum, og vaka sí 0g æ yfir hagsmuuum ma in- kynsins. Örnin er jarðstjarnan Mars, en kráka 1 á að vera stjarna ein, sem stjörnufræðingarnir nefna Alfa Centauri. Margar fieir'i goðsagnir mætti nefna til sönnuuar þvf, að goðafræði hinna ólíkustu og mest aðgreiadu kynfiokka, er I raun 0g veru eftirtakaniega lík. Toltekarnir og Aztekarnn í Peru og Mexikó, Pelasg- arnir, eða hinir eJztu íbúar Italíu og Grikklands, Ariarnir frá hásljettunum í íran, Melanesiarnir í Malaja- hafinu, 0g Polynesíarnir í Kyrrahafinu, standa svo náiægt hver öðrum í goðfræðislegu tiliiti, að það er fyllstaá- stæða til að ætla, að allir þessir kynftokkar sjeu upphaí- lega af sama bergi brotnir. Goldið liku iikt. —:o:— Bmdindismaður borðaði einusinni miðdegisverð hjá vini sinum, sem var ekki bindindismaður. Óðara en búið var að taka'dúkinn af borðinu, voru fiöskurnar komnar ú borðið, og bindindismanninum var boðið, að fá sjer toddyglas. »Nei, þakka þjer lyrir«, sagði hann, »jeg er ekkert veikur«. »Eáðu þjer þá eitt staup af víni«, mælti hinn gestrisni húsbóndi, »eða þá eina kollu af öli«. Nei þakka þjer iyrir«, svaraði bindindismaðurinn, »jeg er ekki þyrstur*. Húsbóndinn og allir gestirnir fóru að skellihlæja að þessum afsökunum. Litlu síðar tók bindindismaðurinn brauðsneið af matarleiiunum, sem voru á boi'ðl úti í horni, og bauð húsbóndanum hana, en hann kærði sig ekki um neinn mat, með því að hann var ekki svangur, sagði hann, Ea nú hló bindindismaðurinn, og sagði: »Nú heli jeg sann- arlega íullt eins góða ástæðu til þess að hlæja að þjer fyrir það, að þú vilt ekki borða, þegar þú ert ekki svang- ur, eins og þú hefir til þess að hlæja að mjer fyrir það, að jeg vil ekki taáa iun meðul, þegar jeg er heilbrigður, og ekki drekka, þegar jeg er ekki þyrstur«. Fróðleiks-molar. Hvernig Kínverjar skrifa sögu sína. Kín- verjar hafa, eins og ýmsar aðrar þjóðir, sína launuðu sagnavitara, en auðvitað baga þeir störfum sínum á allt annan hátt, heldur en embættisbræður þeirra hjer I álfu. Sögurit Kinverja eru sem sje aldrei gorð heyrum kunn, nema þegar einhver keisaraætt er aldauða, og önnur ætt

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.