Haukur - 01.03.1910, Page 4
H A U K U R .
wÞað þykir hennar hátign víst gaman að heyra«.
»Já, henni þykir innilega vænt um það, þegar
lánið er með mjer á einn eða annan hátt«, svaraði
keisarinn.
»Ja, og nú í seinni tíð virðist lánið einkum
hafa verið yðar hátign fylgispakt«.
»Já, guði sje lof varð sigurinn mín inegin«.
»En hverjum skrifaði yðar hátign hitt brjefið?«
»Nú, svo að skilja. Þjer eruð dálítið forvitin,
fagra frú«.
»Það er nú einmitt einn af breyskleikum okk-
ar kvenfólksins«.
»Það var til hennar kjördóttur minnar litlu,
hennar Eleónóru«.
»Svo — já, til ungu, fallegu stúlkunnar, sem
er lagsmær drottningarinnar? Þjónninn minn heíir
sagt mjer, að hún sje stödd hjerna í Parísarborg«.
»Hún Eleónóra?« svaraði keisarinn hlæjandi.
»Nei, hún fer ekki burt af Rússlandi án míns leyfis«.
Allt í einu breytti frúin bæði umræðuefni og
málrómi, og mælti með byrstri röddu:
»Yðar hátign hefir þó víst ekki gleyml í
sigurkætinni loforði því, sem þjer gáfuð mjer einu
sinni?«
»Hvaða loforð var það?«
»Að þjer skylduð giftast mjer og gera mig að
drottningu, ef jeg fæddi yður ríkiserfingja«.
Keisarinn starði á hana náfölur og óttasleginn.
Hafði hann máske gleymt því, sem frúin hafði
látið hann heita sjer, og látið hann staðfesta með
dýrum eiði?
Það var litla stund kyrt og hljótt í herberg-
inu. En því næst mælti frúin með lágri röddu:
»Það liggur við borð að jeg verði móðir«.
Keisarinn starði á hana með óltaþrungnu
augnaráði.
»Sýnið þá, Alexander, að þjer hafið verið verð-
ur ástar minnar«.
SL
25. kapítnli.
Eldraunin.
Þegar Jeromy læknir vitjaði Wilmers daginn
eftir, mælti Wilmer:
»Það var allra þægilegasti og skemmtilegasti
maður, þessi læknir, sem þjer senduð til mín í
gær í staðinn yðar«.
»Mjer þykir vænt um að heyra það, að þjer
voruð ánægður með hann«, svaraði læknirinn.
»Já, hann var svo blátt áfram og alúðlegur,
að jeg lijelt nærri því að hann ætlaði að kyssa
hana Maríu«.
»Hvað ertu að segja, faðir minn!« mælti María.
»Nú, maður verður að segja eitthvað að gamni
sínu í þessum leiðinda heimi...........Hvað heitir
hann?«
»Alexander Rudin«.
»Sama nafni og keisarinn ykkar«.
»Já.........Hann kemur ef til vill oftar til
yðar í staðinn minn. Jeg er svo ákaflega önnum
kafinn«.
»Hann er ætíð velkominn...........En það er
eitt, sem jeg vildi gjarnan minnast á við yður, eða
rjettara sagt spyrja yður um«.
»Segið það, sem yður býr í brjósti, herra
Wilmer«.
»Veit hann um þetta — ef jeg má svo að orði
komast — ólán, sem dóttur minni heíir borið að
höndum?«
»Já«.
»Það er gott. Jeg var sem sje liræddur um,
að þetta væri máske ungur og staðfestulítill mað-
ur, sem ef til vill kynni að hlaupa í gönur«.
»Mjög ungur getur maður ekki beinlínis sagt
að hann sje«, mælti læknirinn.
»Hann er einn af þeim, sem ekki er svo auð-
velt að dæma um eftir útliti«.
Wilmer var í raun og veru stórhrifinn af þess-
um nýja lækni. Hann lá allan daginn og hugsaði
um það, hversu gott það hefði verið, að eiga slík-
an tengdason, og varð honum það þá, að óska
Jóni Halifax þangað, sem sagt er að hitinn sje
nógur.
Alexander keisari hugsaði líka mikið uro
þessa nýju kunningja sína.
Augu hans voru smám saman farin að opnasl
fyrir því, að frú Nischinkin var undirförul og slæg
kona, og grunur var vaknaður hjá honum um það,
að ósk hennar myndi að öllum líkindum verða
sjer ærið dýrkeypt.
Til Maríu bar hann hreina vináttu og ann-
að ekki.
Hann hafði ánægju af því, að tala við þessa
ungu konu, sem var alveg eins og barn enn þá,
þrátt fyrir mótlæti það, er hún hafði orðið að
reyna. Sjerstaklega hafði hann gaman af því, að
tala við hana um sjálfan sig, og heyra álit henn-
ar á »hinum mikla Alexander keisara«.
»Haldið þjer, að þjer hefðuð ekki gaman af
að kynnast honum?« spurði hann hana einu sinni-
»Keisaranum?« spurði María forviða.
»Já. Haldið þjer að yður langaði ekki til
þess, að sjá hann og tala við hann?«
»Jú, að sjá hann, en ekki að tala við hann«,
svaraði María.
»Og hvers vegna ekki?«
»Vegna þess að jeg hefði ekki liugmynd um
það, hverju jeg ætti að svara slíkum manni«.
»Það var skrítin ályktun, ungfrú María. Ef
hann nú t. d. talaði við yður blátt áfram eins og
jeg? Hvað segið þjer um það, herra Wilmer,
haldið þjer að keisarinn sje meira en blátt áfraro
maður?«
»Nei, það er hann reyndar ekki. En sarot
sem áður er eitthvað, sem veldur því, að maður tal-
ar ekki við hann eins og yður eða yðar líka.
Jeg myndi svei mjer verða hálf-ráðþrota líka, ef
jeg stæði augliti til auglitis við hann«.
»Þetta er heimskuleg ímyndun, sem jeg skal
reyna að lækna bráðlega«.
Wilmer hristi höfuðið efablandinn.
(Framh.).
- 31 —
— 32 —