Haukur - 01.03.1910, Page 12
HAUKUR.
leg sjón. Á torginu niðri við Casamicciola, ætl-
uðum við varla að komast áíram fyrir fólksþyrp-
ingunni, og meðan farið var með Francesco ofan á
spítalann »/a misericordia«, til þess að láta binda
sár hans, barst sagan af San Asinone og Beppinu
eins og eldur í sinu um alla eyjuna, og það með
slíkum feiknahraða, að Giovanni gamli vissi
miklu meira um þetta, heldur en jeg, þegar jeg
loksins komst, löðusveittur og slit-uppgefinn,
alla leið ofan að la piccola sentinella.
Á borðinu í herberginu mínu lá þrílitt bjef,
sem angaði af rósa-ilm — það var frá frú Zschu-
kowskij. Nú kom ráðningin á gátunni. Jeg
fjekk mjer sæti i forsælunni undir bogsvölunum,
hagræddi mjer þar svo vel sem jeg gat, braut
brjefið upp, og tók að lesa það. Það var þrungið
af örvilnun, þrá og von, öllu í senn. Það var
eins og mig hafði grunað. Drengurinn hennar
lá hættulega sjúkur í illkynjaðri hitasótt. Allt
hugsanlegt hafði verið reynt, en allt reyndist ár-
angurslaust. Svo hafði vinkona hennar ein sagt
henni frá kynjalækning þeirri, sem austurríska
stúlkan hafði orðið aðnjótandi i Ítalíuför sinni,
sagt henni, að henni hefði batnað samskonar veiki
af seyði af Jóhannesarblöðum, þegar allir læknar
voru frá gegnir, og hún hafði lika sagt henni,
hvar þessi heilögu blöð fengjust. Og nú trúði
móðirin á þau, þau og ekkert annað. Hún
hafði sagt drengnum sínum frá hinum guðhrædda
einsetumanni á hinu heilaga fjalli, sagt honum
frá kynjablöðunum, sem heilagur Nicola hafði
haft heim með sjer írá eyjunni Naxos, og nú
trúði drengurinn líka á þau, og beið þeirra með
brennheitri þrá. Og hún skrifaði um það, hve óþol-
inmóð hún væri að biða þeirra. Hún kvaðsf öf-
unda mig mjög af því, að hafast við þarna »mitt
í yfirnáttúrlegleikanum, og mega koma inn í hinn
heilaga garð hins heilaga Nicola, þar sem hið
heilaga kynjatrje vex og breiðir út blöð sin«.
Hún sagðist hugsa sjer göngu mína upp á fjallið,
og bað mig að lýsa fyrir sjer hinni heilögu kapellu,
og hinum guðhrædda, æruverða ibúa hennar, og
lofaði að launa honum og kirkjunni rikulega, ef
barninu hennar batnaði. Og þegar hún því næst
tór að skrifa um bæn og föstu, um kvöldklukkna-
hljóm og sálmasöng, um marmarasúlnaraðir kap-
ellunnar og reykelsisilminn, þá varð mjer það á,
að bera þessar skáldlegu hugmyndir hennar sam-
an við óhjúpaðan verulegleikann — óþrifalega
þorparann í dimmmu asnastíunni, fátæklegu, ó-
hreinu hellisskúta-kappelluna, og veslings Fran-
cesco lúbarinn og blóðugan. Og þegar hún svo
lauk máli sínu með því, að hin heilaga jómfrú
myndi oft og tiðum birtast hinum æruverða ein-
búa í húmi næturinnar, þá datt mjer ósjálfrátt
í hug Beppina og »móðursystir« hennar, og gat
jeg þá ekki að mjer gert, að reka upp skelli-
hlátur — jeg hló svo hátt og dátt að einfeldni
kvenfólskins og heimsku mannanna, að hláturinn
bergmálaði i hvelfingunni.
wÞjer hlægið svo dátt, að jeg get stór-öfund-
að yður«, mælti baðlæknirinn, sem kom reik-
andi eftir súlnagöngunum. »Það er auðheyrt,
að þjer eruð ekki læknir«.
»Jú, víst er jeg læknir — það er einmitt það,
sem jeg er«, svaraði jeg. »Og þetta, sem jeg var
að hlægja að, er einmitt brjef frá sjúklingi einuni.
Þarna getið þjer sjeð það«. Jeg fjekk honum
brjefið. (Framh.)
SRríííur.
MÁSKE bESS VEGNA.
»Hvers vegna ert þú svona lítill drengur minn?«
»Jeg veit ekkí. Ætli þaö geti ekki stafað af því, að
jeg er bara hálfbróðir?«
•
í BARNASKÓLANUM.
Kennarinn: »Hvað hefir hesturinn margafætur?«
Jón litli (sonur húsgagnasmiðs): »Fjóra — sinti
undir hverju horni.
•
ÚR STÍLABÓK JÓNS LITLA.
»Jeg sá ljómandi fallega spegilmynd niður við tjörn.
Á bakkanum sat stúlka og mjólkaði kú, og í tjörninni
sá jeg það gagnstæða«.
EINA HUGGUNIN.
Ekkjan (situr grátandi við gröf manns síns): »Nú
er það eina huggunin mín, að nú veit jeg þó, hvar hann
er á kvöldin«.
SVO AÐ SKIL.TA.
Óli: »Veiztu hvað jeg sá i gær? Hugsaðu þjer
bara, jeg sá snjótitling standa á höfði«.
Geiri: »Hvaða óttalegt bull!«
Óli: »fetta er alveg satt. Hann stóð á höfðinu
á Thorvaldsensmyndinnk.
FAÐ VAR HANN LÍKA.
Dyrabjöllunni á geðveikrahælinu var hringt hib
miðja nótt. Vökukona ein stakk höfðinu út um glugg8
og spurði:
»Hvað gengur á?«
»Er ekki hægt að ná í lækninn? Húsbóndi minn
er allt í einu orðinn geggjaður«.
»Hvað þá, núna um hánótt! Hann hlýtur að verd
vitlaus /«
•
Pað sýnist svo.
Pjetur: »Hvar er páfagaukurinn, semjeggaf þjer
i fyrra?«
Hannes: »Jeg hefi slátrað honum og jetið hann.
En hann var skolli seigur«.
Pjetur: »Hvað segirðu, maður? Hefirðu slátr-
að þessum inndæla dýrindis-fugli, sem gat talað eins
og maður«.
Hannes: »Hvaða skollans vandræði! ■ En pa^
he/ðí hann átt að geta sagt mjcr sjálfur«.
•
Oli (scm móðir hans er nýbúín að flengja, segir
við systur sína): »Já, Stína, sá maður, sem giftist þjer’
þegar þú ert orðin stór, hann verður ekki öfundsverðuf
af tengdamóðurinni.
•
A. : »Heimskan er nú á dögum engin tálmun þesS<
að komast áfram í heiminum.
B. : »Nei, og maður má vera feginn, meðan húö
er ekki beint skilyrði fyrir því«.
Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Regkjavík.
Prentsmiðjan Gutenberg. — 1910.