Haukur - 01.05.1911, Side 2
H AUKUR.
urnar skiljum ekki rödd stjórnvísindanna . . . .
við þekkjum einungis rödd hjartans .... þess
vegna grátbæni jeg yður um það, að hlifa drotln-
ingu yðar við þeirri þyngstu sorg, sem nokkra
konu getur hent. Jeg bið guð að líkna þeirri
konu, sem ætti að þola allt það, sem jeg hefi
orðið að þola. Þegar lýðurinn — eða ráðu-
nautar yðar — hvísla því að yður, hvað yður
beri að gera vegna landsins yðar — vegna rúss-
nesku þjóðarinnar, og bendir yður á Napóleon
til fyrirmyndar — manninn, sem Ijet skilja sig
við konu sína, til þess að geta eignast ríkiserf-
ingja — þá munið eftir litla húsinu í Fontaine-
blau, og bæn þeirri, sem Jósefína bar upp fyrir
yður á banasæng sinni.........ó, að þjer viss-
uð — og skilduð, hvað jeg hefi orðið að þola!
Meðan gæfan brosir við þeim, sem við unnum
af öllu hjarta — meðan við vitum að honum
leikur allt í ljmdi, þá er söknuðurinn tiltölu-
lega ljettbær — nokkurn kjark þarf þó til þess
að bera hann. — En þegar gæfan snýr við
honum bakinu — þegar mæðudagana ber að
höndum, þá er það
margfalt meiri raun
fyrir okkur, margfalt
meira kvalræði, að
geta ekki beinlínis
tekið þátt í áhyggjum
hans og sorgum ....
Jeg get ekki óskað
neinum þeirra harm-
kvæla, sem jeg hefi
orðið að þola, og —
þess vegna bið jeg
fyrir Elísabet«.
Keisarinn starði
hrærður í huga á hína
deyjandi konu.
»Þorir Alexander
keisari ekki að heita
mjer þvi, að dauðinn einn skuli skilja hann við
konu hans?«
»Jú!« svaraði keisarinn með áherzlu, og
rjetti henni hönd sína.
Hann reyndi að sjmast rólegur, en í raun
og veru var hann í ákafri geðshræringu.
»Látið hana ætíð vera dýrmætustu eign
hjarta yðar«, mælti drottningin, og hneig ör-
magna aftur á bak. — — — — — — —
Fáum dögum síðar var fyrri kona Napó-
leons keisara borin til grafar.
Undarleg eru oft og tiðum örlög mannanna
barna.
Þegar Jósefina drottning var í hlóma lífsins
og mestum dýrðarljóma, þá hefði hún sjálfsagt
brosað að hverjum þeim, sem spáð hefði því
fyrir, að aðeins sárfáir menn mundu verða
staddir við jarðarför hennar, en að einn þeirra
yrði þó — Rússlandskeisari.
K
- 99 —
3 0. knpttnli.
Dóttir.
Alexander keisari hjelt nú aftur heim tií
bústaðar síns. Hann var dapur í bragði og mjög
hugsandi.
Þegar hann kom heim til sín, kom her-
bergisþjónn hans inn til hans og mælti:
»Maður, sem fyrir alla muni vill fá að tala
við yðar hátign, hefir beðið hjer í einar þrjár
klukkustundir«.
»Hvaða maður er það?«
»Hann heitir Jón Halifax«.
»Jeg þekki hann ekki«.
»Hann segir, að það sje mjög áríðandi mál-
efni, sem hann þurfi að tala um við yðar há-
tign«.
»Eitthvert málefni, sem að líkindum endar
á því, að biðja um peningahjálp. Jeg er ekki
upplagður til þess, nú í svipinn, að tala við
þess konar menn. Gefðu honum einhverja dá-
litla peningaupphæð, og láttu hann svo fara«.
Pjónninn fór, en kom aftur að vörmu spori.
»Hann segir, að
það sje um mjög á-
riðandi málefni að
ræða, sem snerti yðai*
hátign«.
»Nú, það er þá
líklega bezt að láta
hann koma inn, fyrst
honum er svo annt
um að ónáða mig«.
Litilli stundu sið-
ar kom Jón HalifaX
inn.
Skegg hans hafði
vaxið, svo að útlit
hans var næsta villi'
mannlegt, og að
minnsta kosti ekki
geðslegra, en það hafði áður verið.
»Jeg er bæði fantur og þrælmenni, yðar há-
tign«, mælti Jón, er hann hafði lotið keisaran-
Um.
»f>að eru nú satt að segja lítil meðmæli«*
svaraði keisarinn brosandi.
»Ó, jú. í augum frú Nischinkin . . . .«
»Hvað eigið þjer við?« spurði keisarinn
snöggur í bragði.
»Hún hefir látið mig verða áskynja uOT
óttalegt leyndarmál — svik, svo níðingsleg, að
engum gætu komið þau til hugar, nema jafn
illri sál og hennar«.
»Talið þjer, maður, segið mjer allt!« mælti
keisarinn óþolinmóður.
★ A
¥
Þegar frú Nischinkin rak rýtinginn í hrjóst
Ariberts, mætti hann þar fyrirstöðu, sem hún
hafði ekki húizt við. Arihert bar sem sje á
brjósti sjer mynd Elínar, drifna sillurmynd, og
hún varð til þess, að bera at honum lagið.
— 100 —
»Jeg er bæði fantur og þrælmenni, yðar hátign«.