Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 8

Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 8
H AUKUR. Þegar Hunter vaknaði úr dvalanum, kvaðst hann einnig sannfærður um, að ókunni maður- inn hefði haft þennan klút um hálsinn. Einn- ig þóttist hann alveg viss um það, að ókunni maðurinn hefði stráð sveíndufti í karrisósuna sína, meðan hann stóð við gluggann, og á þann hátt gert hesthúsið varðarlaust. Um horfna hestinn kom það i Ijós, að hann hafði einmitt verið þarna niðri i dældinni, því að þar sáust greinileg för eftir hann í moldinni, er öll var útspörkuð. En hesturinn var ger- samlega horfinn. Og þótt háum fundarlaunum hafi verið heitið, og allir Tatarar þeir, sem um þetta leyti hjeldu til á heiðinni, væru beðnir að leita hans, þá hefir ekkert til hans spurzt. Loks hafa og leifarnar af kvöldmat drengsins verið rannsakaðar elnafræðislega, og það komið í ljós, að i þeim var töluvert af ópiumsdufti, jafnvel þótt heimafólkið hefði borðað sama mat þetta kvöld, og ekki fundið að hann hefði nein svæfandi áhrif. Þetta eru nú míkilvægustu staðreyndirnar, lausar við allar tilgátur, og hefi jeg skýrt frá þeim blátt áfram og alveg öfgalaust. Og nú skal jeg skýra yður frá því, hvað lögreglan hefir aðhafzt i máli þessu. Gregory leynilögreglu-umsjónarmaður, sem tekið hefir að sjer að rannsaka málið, er mjög duglegur lögreglumaður. Ef hann bara væri gæddur litið eitt meira hugsjóna-afli, þá gæti hann með tímanum orðið ágætur leynilögreglu- maður. Undir eins og hann tók til starfa, fann hann og handsamaði mann þann, sem grunur- inn hafði eðlilega fallið á. Það var nú reyndar ósköp auðvelt að finna hann, þvi að hann er alþekktur um þessar slóðir. Hann heitir Fitzroy Simpson; hann er af góðum ættum, og hefir notið góðs uppeldis, en hann hefir farið með allan auð sinn við veðreiðarnar, og hefir á síð- kastið átt mjög erfitt uppdráttar. Þegar farið var að athuga bækur hans, kom það í ljós, að hann hefir veðjað 5000 sterlings pundum móti Silfur-Blesa. Þegar hann var handsamaður, kannaðist hann undir eins við það, að hann hefði farið til Dartmoor í þeirri von, að fá þar ýmiskonar vitneskju um Kings Pylands hestana, og sömu- leiðis um Desborough, hinn aðal-gæðinginn, sem Silas Brown hefir undir höndum, og geymdur er í Capleton hesthúsunum. Hann bar alls ekki á móti því, að hann hefði kvöldið áður hagað sjer eins og drengurinn og vinnukonan segja, en hann neitar því fastlega, að hann hafi haft nokk- uð glæpsamlegt í huga — segist blátt áfram hafa viljað reyna að ná í áreiðanlega fræðslu um hestana. Þegar honum var sýndur hálsklútur- inn, varð hann náfölur, og kvaðst enga grein geta gert fyrir þvi, hvernig hann hefði komizt í hendur myrta mannsins. Föt hans voru vot, og sýndu það, að hann hafði verið úti í regn- inu um nótlina, og göngustafur hans, er var gildur og sterkur, var með þungum blýhún í handfangsstað, og gat hann vel hafa notað hann — 111 — til þess að lama hauskúpuna á vesiings hesta- þjálfanum. En á hinn hóginn fannst ekki nokkurt sár á manninum, og virtist þó hnífur Strakers bera vott um, að ofbeldismaðurinn, eða einhver þeirra ef fleiri voru, hlvti að bera menjar hans. Svona er nú sagan í stuttu máli sögð, Watson, og ef þjer getið varpað einhverju ljósi yfir hana, þá skal jeg vera yður mjög þakklátur fyrir það«. Jeg hafði hlustað með mesta athygli á þessa stuttu en glöggu skýrslu Sherlock Holmes, og jafnvel þótt flest aðalatriðin væru mjer áður kunn af blöðunum, þá skildi jeg nú, að jeg hafði ekki áður metið gildi sumra þeirra rjetti- lega, og ekki sett þau í rjett samband hvert við annað. »Er það ekki hugsanlegt«, mælti jeg, »að Straker hafi veitt sjer áverkann sjálfur með hnífnum sínum, um leið og hann fjell, eða í krampaumbrotum, sem vel gátu verið samfara heilahristingi?« »Það er ekki einungis hugsanlegt, heldur sennilegt«, svaraði Holmes. »En ef svo er, þá ónýtist alveg það atriðið, sem hinum ákærða var mest til málsbóta«. »Samt sem áður skil jeg ekki enn þá, hvaða tilgátur lögreglan kann að hafa lcomið með sem þær líklegustu«, mælti jeg. »Jeg er hræddur um, að hægt sje að hreyfa mörgum og mikilvægum mótmælum gegn hverri einni og einustu tilgátu, sem komið er með«, mælti sambýlismaður minn. Samt sem áður tel jeg vist, að lögreglan áliti, að Fitzroy Simpson hafi stráð svefndufti i mat drengsins, og síðan opnað hesthúsið mað fölskum lykli, sem hann hafi á einhvern hátt náð sjer í, og farið burt með hestinn, bersýnilega í þeiin tilgangi, að stela honum. Beizli hans vantar, svo að Simp' son hlýtur að hafa lagt það við hann. Hann hefir skilið dyrnar eftir opnar, og síðan lagt af stað og te}rmt hestinn áleiðis yfir heiðina, en þar hefir svo Straker annað hvort mætt honuni eða náð í hann. Þeim hefir þá eðlilega lent saman, og Simpson molað hauskúpuna á Strak- er, án þess að verða sjálfur fyrir nokkrum á- verka af hnif þeim, sem Straker reyndi að verja sig með. Því næst hefir þjófurinn annað hvort farið með hestinn í eitthvert öruggt fylgsni, eða hesturinn hefir lilaupið frá þeim, meðan þeii* voru að fljúgast á, og leynist þá enn þá ein- hverstaðar á heiðinni. Þetta er álit lögreglunnar á málinu, og hversu ósennilegt sem það er, að viðburðaröðin hat1 í raun og veru verið þessi, þá eru þó allar aðrai’ skýringar á málinu enn þá ósennilegri. En nú komum við bráðum á staðinn, þar sem athurð- ir þessir gerðust, og mun jeg þá athuga allt frá rótum, en meðan það er ógert, get jeg ekki sjeð, að við getum komizt nær sannleikanum, envið þegar höfum gert«. (Framh.) — 112 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.