Haukur - 01.05.1911, Page 12
HAUKUR.
Dvergur gerir samning. Um þessar mundir er í
Parísarborg dvergur einn, reglulegur dvergur, og er hafður
þar til sýnis. Hann er frá Indlandi, og heitir Smosin. Hann
er að eins 86 sentímetrar (tæpir 33 þuml.) á hæð, en vel vax-
ínn og greindarlegur og einarðlegur á svip. Stólkurnar í
París eru bráð-ástfangnar í honum, og láta rigna yfir hann
bæði brjefum og blómum. Hugsið ykkur líka, hvað það
væri yndislegt og ánægjulegt fyrir konuna, að geta borið
manninn sinn á handleggnum. Dvergurinn er nú sem stend-
ur hafður til sýnis í fjölleikahúsi einu í París. Þegar hann
átti að semja við leikhússtjórann um ráðningarskilyrðin, þa
setti leikhússtjórinn hann upp á borðið fyrir framan sig-
Leikhússtjórinn, sem er bæði gamansamur og mjög nærsýnn,
fullyrti sem sje, að hann sæi Indverjann alls ekki, ef hann
stæði niðri á gólfinu.
SANDKORN.
Frásaga eftir C a r i t E 11 a r. Með myndum eftir Poul Steffensen.
Sandkorn er ákaflega lítill hlutur. En hver
er lítill, og hver er stór, hvað er smávægilegt, og
hvað er mikið? Hvað er of lítilmótlegt til þess,
að verða óviðjafnanlegt verkfæri í skaparans hendi
til þess að framkvæma eilthvert undraverkið?
Hvað er of smávægilegt til þess að vera heill
heimur út af fyrir sig, undur, óskiljanlegt hinni
»miklu« mannlegu skynsemi, ómögulegt henni að
stæla eða búa til? Hvar er sá hugsandi maður,
sem þorir að fullyrða, að það, sem sýnist allra
smávægilegast af öllu í alheiminum, hafi ef til vill
ekki mikilvægara ætlunarverk, heldur en hæstu og
hugvitsamlegustu skýjaborgir mannsandans? — Já,
hvað er í raun rjettri stórt, og hvað er smátt?
Hvað er upp, og hvað er niður? Hver erveikur,
og hver er sterkur? Hvort er meira vert fyrir
velgengni alls og alls, hin dulda, þolgóða starf-
semi í myrkrinu, eða hin sýnilega afleiðing lienn-
ar i birtunni? Vinna rótarinnar í undirdjúpinu,
eða þytur greinanna í loftinu? — Gröftur maðks-
ins í moldinni, eða ílug fuglsins í geimnum? —
hvar er byrjunin, og hvar er endinn á hinum ó-
endanlega hlekkjahring náttúrunnar? Já, spurðu!
spurðu, hvern og livað sem þú vilt: Loftið tómt
er auðugra af svörum við spurningum þínum,
heldur en hið lærðasta mannshöfuð.
»Jeg er stór, þú ert lítill!« Það er eina svar-
ið, sem vjer getum í tje látið. En risa-verksmiðj-
ur náttúrunnar veita allt önnur svör. Þar inni —
eða þar úti — berjast ósýnilegir herskarar voða-
legri baráttu, og atleiðingar þessa harða hildar-
leiks eru eyðing lífsins, og endurreisn þess og við-
hald samtímis. Frá náttúrunni hljómar í eyru
vor svarið: »Þú ert lítill, guðs almætti er mikið«.
Minnist þess, þið, sem í dag eruð efstir, og þið,
sem eruð neðstir; minnist þess árla og síðla, þið
börnin smáu, sem einhvern tíma verðið stór, og
haldið þó máske áfram að vera ósköp lítil; minn-
ist þess, lærið að skilja það, að hinir óendanlega
smáu eru drottnarar heimsins, og ráða niðurskip-
un hans; að allt, öll tilvera alheimsins, allur mik-
illeiki og allt skipulag er komið undir hvíldarlausri
starfsemi hinna óendanlega smáu, — komið undir
samtenging ótal-þúsund smámuna, undir ótal-þús-
und smá-áhugaeínum, sem ómögulegt virðist að
samrýma eða sameina, en miða þó, með eða án
vilja og vitundar hvers einstaklings, öll að því
eina og sama, — að styðja að fullkomnun hinnar
eilífu framþróunarsögu — veraldarsögunnar, í
hverrar þjónustu vjer allir, stórir og smáir, erum
að eins — — — agnir.
Hlustið nú á stutta, einfalda og sanna sögu
af ögn, duftkorni, svífandi í loftinu, oturlitilli
harðri, hnöttóttri ögn — annars reglulegu furðu-
verki, og í sjálfu sjer heilum heimi, en fyrir vel-
sjáandi mannlegu auga — ekkert.
Vindblærinn hóf það upp úr rykinu á einum
Qallveginum í Sviss, og sólargeislarnir náðu í það.
Hefði það verið skoðað í smásjá, þá hefði það
máske ljómað logagyllt, en fyrir venjulegu mann-
legu auga var það blátt áfram — — — ósýni-
legt. Hvað það kútveltist og þyrlaðist áfram í
hinu ilmþrungna Alpatjallalofti — í steikjandi
sólarhitanum. Það hóf sig upp og seig niður aft-
ur og allt af hjelt það áfram. Stundum sveif það
hátt uppi yfir trjátoppunuin, upp á við móti him-
inblámanum, stundum seig það ofan undir marg-
lita blómskrúðið í brekkunum, og hinar óteljandi
bjöllur blómanna hringdu sí og æ, og sendu ein-
róma fagnaðar-ómamóti sólunni, óheyranlega okk-
ar stóru mannlegu eyrum — fegurri ef til vill í
eyrum guðs, heldur en málmtónar stóru ogklunna-
legu kirkjuklukknanna okkar.
Hvort sandkornið söng lofsöngva með lse-
virkjanum, hvort það skj'njaði alfegurð náttúr-
unnar, hvort það fann til, liugsaði, hvort það af
eigin fullveldi og frjálsri vitund gekk að því mikla
verki, sem það var kallað til að vinna eftir fáar
mínútur — um það er ekkert hægt að segja hjer,
því að við mennirnir vitum, svo sem kunnugt er,
harla lítið um duftkornsins innri verund — vit-
um jafn lítið um hana, eins og alla aðra hluti
milli himins og jarðar. Duftkornið getur þrátt
fyrir það verið sjálfstæð, fullþroskuð vera, á sinö
hátt fullt eins fullkomin og við, — ekkert er ó-
hugsandi, ekkert undur ol' ósennilegt.
Vist er það, að hefði einhver maðurinn unnið
stórvirki það, sem þessu litla sandkorni hafði
verið falið að framkvæma, þá mundu aðrir »miklir(<
menn hafa hengt verðlaunapeninga á brjóst honum,
lofað hann og vegsamað í ölluin blöðum heilan
sólarhring til enda, og því næst — gleymt honunb
eins og duftkorninu var gleymt, af því að enginö
hafði hugmynd um, að það hefði nokkurn tíirtá
verið til.
(Framh.)
Njóttu, svo oft sem þú getur, þess guðlega fagnaðar,
gera aðra glaða og sæla.
Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Regkjavík.
Prentsmiðjan Gutenberg, — 1911.
119 -
— 120 —