Haukur - 01.06.1912, Page 4

Haukur - 01.06.1912, Page 4
H A U K U R . leggja lífið í sölurnar fyrir. Og þegar jeg loksins yaknaði, máttvana og örþreyttur af því að stinga og myrða, þá var jeg allur í einu svitakófi«. »Þetta var ljótur draumur, Breddubeitir«. »Já, jeg er ekki frá þvi . . . Nú, fyrst í stað eftir að jeg lcom á galeiðurnar, dreymdi mig oft þennan draum. Þetta ætlaði að gera mig alveg vitstola, eins og þjer getið skilið. Tvisvar eða þrisvar reyndi jeg að fyrirfara mjer. Einu sinni tók jeg inn spansgrænu, og í annað skiftið reyndi jeg að kyrkja mig með hlekkjafestinni minni. En jeg var hraustur og sterkur eins og naut. Jeg varð bara þyrstur af eitrinu, það var allt og sumt —• og hlekkjafestin gerði ekki annað, en setja á mig biáa hálsliningu. Svo fór aftur að vakna hjá mjer iöngunin til að lifa, og mjer leið líkt og öðrum«. »Þú hefir fengið þar góða tilsögn í að stela«. »Já, en jeg hafði engan hug á því. Hinir gal- eiðuþrælarnir gerðu gys að mjer fyrir það; en jeg barði þá með lilekkjafeslinni. Þar var það, sem jeg kynntist Skólameistaranum .... Gleym- um ekki linefunum á honum — þeir eru allrar virðingar verðir! Hann hefir látið mig sæta sams- konar meðferð eins og þjer nýskeð«. »Hann er þá gamall galeiðuþræll, sem fengið hefir lausn?« »Já, það er að segja, hann var lífstíðar-gal- eiðuþræll, en hefir sjálfur veitt sjer lausn«. »Hann hefir strokið, og menn segja ekki til hans?« »Jeg ætla mjer að minnsta kosti ekki að verða til þess, að segja til hans. Það gæti litið svo út, sem jeg væri hræddur við hann«. »Hvernig stendur á því, að lögreglan finnur hann ekki? Hefir bún ekki lýsingu á honum?« »Lýsingu? Jú, auðvitað. En hann hefir fyrir löngu máð af smettinu á sjer það útlit, sem guð hafði gefið honuin. Nú er það ekki nema fyrir djöfulinn sjálfan, að þekkja Skólameistarann«. »Hvernig hefir liann getað breytt sjer svo?« »Hann byrjaði á því, að skera framan af nef- inu á sjer, sem var nærri því álnarlangt, og svo nuddaði hann brennisteinssýru um allt andlitið á sjer«. »Nei, nú ertu þó víst að skrökva?« »Ef hann kemur hingað í kvöld, þá getið þjer sjálfur sjeð það. Stóra páfagauksnefið er nú orð- ið að ofurlitlu þúfunefi; varirnar eru þykkar eins og blóðmörsiður, og á andlitinu gulgrænu er ör við ör«. »Hann er þá með öllu óþekkjanlegur?« »Já, svo óþekkjanlegur, að á þessu missiri, sem liðið er síðan hann kom af galeiðunum, hafa njósnarar mætt honum hundrað sinnum eða oftar, og ekki þekkt hann«. »Hver vegna var hann á galeiðunum?« »Vegna þess að hann hafði verið kærður um fölsun, þjófnað og morð. Skólameistari er hann kallaður vegna þess að hann skrifar Ijómandi fallega hónd, og er mjög lærður maður«. »Og eru menn mjög hræddir við hann?« »Það verða þeir ekki lengur, þegar þjer liafið barið hann eins og þjer börðuð mig. Dauði og. djöfull! Það verður gaman að sjá!« »A hverju lifir hann?« »Það er sagt að hann sje að gorta af því, oð liann hafi fyrir þrem vikurn myrt nautasala einn á Poissyveginum, og rænt því, sem hann hafði meðferðis«. »Fj'r eða síðar verður hann sjálfsagt lianð' samaður«. »Það þurfa að vera margir unr hann, ef þsð á að takast, því að hann ber ætíð tvær skanini' byssur á sjer, og auk þess rýting undir blússunnu Böðullinn hefir auðvitað beðið lengi eftir honunir og fær sjálfsagt einhverntíma að sníða af honu® hausinn. En þangað til það skeður, drepur hann áreiðanlega hvern þann mann, sem reynir að hefta hann, og kemst sjálfur undan. Hann reynU' ekki einu sinni að dyljast, því að hann reiðir sig á krafta sína og karlmennsku; hann er sem sjo hálfu sterkari, heldur en þjer og jeg samtals, svo að það verður hægara sagt en gert að handsama hann«. »Hvað fórst þú að gera, þegar þjervar sleppf af galeiðunum, Breddubeitir?« spurði ltúdólf. »Jeg fjekk mjer vinnu við timbur-uppskipun við Saint-Paul-hafskipaklöppina. Þar hefi jeg ofan af fyrir mjer«. »En hvernig stendur á því, að þú heldur til hjer í Gité, úr því að þú ert ekki þjófur?« »Hvar ætti jeg annars að halda til? Hverjir haldið þjer að vilji umgangast gamlan galeiðuþræl? Mjer leiðist að vera einn, og þess vegna vil jeg vera innan um mína líka. Einstöku sinnum lendi jeg í áflogum ... en hjer 1 Cité eru menn hræddir við mig eins og logandi eld; lögreglan og jeg höf- um ekkert saman að sælda, nema þegar áflogin verða of mikilfengleg, og þá verð jeg oft að af- plána þau með sólarhrings fangelsi«. »Hvað vinnur þú þjer mikið inn á dag?« »Þrjátiu og limm skildinga (nál. kr. 1,25); þessa atvinnu á jeg vissa, meðan jeg hefi óskert- an vinnuþrótt; bili hann, þá tek jeg ríuhirðiskrók- inn í hönd mjer og körfuna á bak mjer, eins og gamli ríuhirðirinn, sem jeg hefi óljósa endurminn- ingu um frá barnsárum mínum«. »Og þú unir samt allvel hag þínum, eða er ekki svo?« »Þeir menn eru áreiðanlega til, sem líður ver en mjer. Ef þessir draumar um undirforingjann og dátana, sem jeg stakk, væru ekki allt af að ásækja raig, þá gæti jeg dáið eins rólegur og hver annar á einhverju götuhorninu eða í einhverjum spítalanum. En þessir draumar . . . . ja, þvílíkt- Jeg má ekki til þeirra hugsa!« mælli BreddubeitiG og barði pípunni sinni á borðshornið, til þess að hreinsa úr henni öskuna. Sólskríkjan hafði hlustað utan við sig á sögu Bredduheitis, og virtist vera í þungum hugleið' ingum. Og jafnvel llúdólf sat hljóður og hugsandn þar til atburður einn minnti þau þremeningana a það, livar þau voru stödd. 79 — — 80 —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.