Haukur - 01.06.1912, Side 6
H A U K U R .
arm, eins og djöfulinn ájálfan. Maður veit aldrei
hvaðann hann kemur eða hvert liann fer. Síðast
þegar jeg sá hann, var sagt að hann kæmi frá
Þýzkalandi«.
»Nú, já, jeg endurtek það — — varið yður á
honum!«
Áður en lögreglumaðurinn fór út, virti hann
nákvæmlega fyrir sjer gesti þá, sem inni voru. Svo
sneri hann sjer að Breddubeiti, og mælti kumpánlega:
»Ert þú þarna, þrjóturinn þinn? Það er langt
síðan maður heíir nokkuð orðið var við þig.
Slæstu aldrei upp á neina nú? Ertu nú loksins
farinn að verða dálítið skynsamur?«
»Jeg er orðinn töluvert skynsamur, herra Borel.
Þjer vitið, að jeg rota aldrei neinn, nema hann
gefi tilefni til þess«.
»Já, það vantaði nú ekkert annað, en að þú,
heljarmennið, færir að egna aðra móti þjer«.
»Lítið þjer á, hjerna hefi jeg fundið meistara
minn í barsmíðinni«, mælti Breddubeitir, og lagði
höndina á öxl Búdólfs.
»Það er svo. Hann þekki jeg ekki«, mælti
lögreglumaðurinn og virti Rúdólf nákvæmlega fyr-
ir sjer.
»Og við skulum alls ekki kjmnast hvor öðr-
nm, lagsmaður«, svaraði Rúdólf.
»Þess vil jeg óska þín vegna, drengur minn«,
mælti lögreglumaðurinn. Svo sneri hann sjer að
krárkerlingunni:
»Góða nótt, móðir Ponissa! Hvin er regluleg
músagildra, þessi krá yðar. Þetta er þriðji morð-
inginn, sem jeg hefi sótt liingað«.
»Já, og jeg vona, að það verði ekki sá síðasti,
herra Borel. Jeg er ætíð yðar þjenustu reiðubú-
in!« mælti krárkerlingin og hneigði sig auð-
mjúklega.
Þegar lögreglumaðurinn var farinn, tróð ungi,
fölleiti maðurinn aftur í pípu sína, og mælti með
hásri röddu við Breddubeiti:
»Þekktuð þjer ekki manninn með grísku húf-
una? Hann heitir Velú. Þegar jeg sá lögreglu-
þjóninn koma inn, þá sagði jeg einmitt við sjálfan
mig: Það hlýlur að búa eitthvað undir því, að
Velú heldur ætíð liendinni undir borðinu«.
(Framh.).
• (£>vO» # -0<3Ng)-
Smásögur um nafnkunna menn.
Liulvig Fulda, þýzka stórskáldið nafnkunna,
sagði einu sinni: »Til þess að ná verulegu áliti
sem skáld eða rithöfundur í Berlín, verður maður
annað hvort að vera dauður, spilltur eða útlend-
ingur. Bezt er auðvitað að vera dáinn, spilltur
útlendingur«.
•
Wrangel hersliöfðingi (1613 — 1676) var einu
sinni sem oftar í veizlu hjá Svíakonungi, og sat
þá ung prinsessa við hliðina á honum. Hann
vissi að það var kurteisisskylda í samkvæmum,
að slá stúikunum gullhainra, og fer því að dást
að því, hve hendurnar á henni sjeu mjúkar og
fallegar.
»Já, jeg hefi líka lagt mikla rækt við það, að
hirða vel húðina«, svaraði prinsessan. »Jeg geng
t. d. ætíð með hjartarskinnshanzka«.
»Það er einkennilegt«, mælti Wrangel, »jeg
hefi í meira en þrjátíu ár verið í hjartarskinns-
brókum, en þó er sitjandinn á mjer alveg eins og
hákarlsskrápur«.
©
Demidov fursti, (1813—1870) rússneski auð-
maðurinn nafnkunni, sendiherra í Flórens, var
einu sinni í samkvæmi í París að ræða við ungan
spjátrung, sem ætíð var að rjála með annari hend-
inni við andlitið á sjer, auðsæilega af ásettu ráði.
Loksins skildi furstinn hver tilgangur hans var,
og mælti:
»Hvaða ljómandi halið þjer þarna fallegan
stein í hringnum yðar!«
»Já, það lieíði jeg haldið! Lítið þjer bara a
liann, það er ekta malakitsteinn!«
»Já, jeg kannast við þann stein. Á búgarði
mínum heima í Úral, hefi jeg látið gera mjer tvo
ofna úr þessu efni«.
Alexander v. Humbolt, þýzki náttúrufræðingur'
inn heimsfrægi (1769- 1859), átti einu sinni tal
við hirðkonu eina um borðdans, sem hún hafðr
heyrt að tekizt hefði vel á öndungasamkomu þa
skömmu áður, og sagði hún, að sjer þætti slík
fyrirbrigði næsta ótrúleg.
»Jeg álít það aftur á móti mjög sennilegt«r
mælti Humbolt. »Eða hvers vegna ætti borðið
ekki að hafa fært sig — þjer vitið, að sá hyggn'
ari lætur ætíð undan«.
•
Sarah Bernhardt, frakkneska leikkonan nafn-
fræga, er svo mögur og grannvaxin að til þess er
tekið. Blöð þau í. París, sem eru lienni miður
góðviljuð, hafa oft hent gaman að þessu. Eitt
stórblaðið ílytur t. d. fyrir skömmu svohljóðandi
frjettaklausu:
»Tómur vagn brunaði fyrir liornið, nam
staðar við dyrnar á leikhúsinu, og út úr honum
kom — Sarah Bernhardt!«
Iíarl Thierseh, nafnfrægur þýzkur handlæknir
(1822—1895), prófessor við háskólann í Erlangen
og síðar við háskólann í Leipzig, sat einu sinni *
viðtökustofu sinni, og kom þá sjúklingur einn in»
til hans.
»Heimilislæknirinn minn segir, að jeg verði
að láta gera á mjer holskurð, og vegna þess að
jeg horfi ekkert í kostnaðinn, þá hefi jeg hugsað
mjer að fara til Parísar, og vildi gjarnan biðja
yður, herra prófessor, að ráðleggja mjer, dl hvers
jeg ætti helzt að snúa mjer þar«.
»Fortakslaust til Doyens prófessors«.
»Væri ekki gott, að jeg hefði með mjer með-
mælabrjef frá yður?«
»Það er hreinasti óþarfi. Þjer farið bara beint
inn lil hans, og segið honum hvað að yður gangi-
Svo spyr hann yður, hvaðan þjer sjeuð, og þjer
segið: »Frá Leipzig«. — »Frá Leipzig«, endur-
tekur Doyen prófessor, »þá eruð þjer ljóti bölvað-
ur asninn, að þjer skuluð ekki láta Thiersch prO'
fessor skera yður!« Verið þjer sælir!«
— 83
84 —