Haukur - 01.06.1912, Side 10
II A U Iv U II.
Kvöidró við Mississippi.
Og sennilega verða ýmsar breytingar, því að Joschihito er
enn þá hrifnari af nýtízku-hugsjónum Norðurálfumanna, held-
ur en faðir hans var nokkurn tíma, Auk þess er haldið að
hann muni bráðlega taka upp tímatal Norðurálfumanna, og
að hann muni berjast móti fleirkvæni. Nú
eiga allir efnaðir Japanar eina eða fleiri
eiginkonur, og oft margar hjákonur. Mut-
suhito faðir hans, var giftur japanskri að-
alsmannsdóttur, en eignaðist engin börn
með henni. Joschihito keisari er sonur
einnar hjákonu hans. Hann er fæddur 31.
ágúst 1879, kvæntist árið 1900 Sadaiko
prinsessu, dóttur Kuju fursta, og á ekki
nema hana eina. Þau eiga þrjú börn.
Hið elzta þeirra, Hirohito, núverandi krón-
prins, er nú 11 ára gamall, og kvað vera
mjög gáfaður drengur. Keisarahjónin
ganga bæði klædd að Norðurálfusið, og
börn þeirra sömuleiðis. Kennarar barn-
anna eru sumir japanskir en sumir frá
Norðurálfunni.
Gpiðhelgur grjótveggur. Eng-
lendingar eru eflaust íhaldssamasta þjóð
heimsins, og ferðamaðurinn, sem þangað
kemur, rekur sig hvarvetna á æfargamla
siði og háttu, sem goðgá þykir að brjóta á móti. Til dæmis
er á einum stað í Lundúnum, skammt frá gamla aftökustaðn-
um á Tower-Hill, grjótveggur einn gamall, og hefir það við-
gengizt frá alda öðli, að hver sá Englendingur, sem stigið
hefir upp á vegg þennan, hefir haft leyfi til að segja hvern
þremilinn, sem honum hefir dottið í hug
— meðan hann hefir verið þar uppi. Rjett-
vísin lætur sem hún hvorki heyri það nje sjái.
Nú í sumar gerðu 95,000 hafnarverka-
menn í Lundúnum verkfall, og kröfðust
þess, að allir, sem ekki væru í lögbundn-
um fjelagsskap þeirra, væru útilokaðir frá
vinnu. En vinnuveitendur ljetu ekki und-
an. Þegar verkfallið hafði staðið um hríð,
og hungrið var tekið að sverfa að verk-
fallsmönnum, hjeldu þeir afarfjölmennan
fund á Tower-Hill. Einn ræðumaðurinn,
Ben Tillet, talaði þá af grjótvegg þeim,
sem áður er nefndur. Sakaði hann fof-
ingja vinnuveitenda, Devonport lávarð, um
að hafa ráðið körlum, konum og börnum
bana með hallæri, og skoraði á fundar-
menn, að taka undir bæn sína, er hann
bæði guð að drepa Devonport þegar í
stað. Og svo bað hann hárri röddu:
„Oh God! strike Lord Devonport dead!“
(Ó, guð! ljósta þú Devonport lávarð á
augabragði til bana!). Meiri hluti verkmannaforingja þeirra,
sem á þingi sitja, hefir þó vítt mjög þessar aðfarir. Og
nokkrum dögum síðar rjeð aðalforingi verkfallsmanna, Harry
Gosling, þeim til þess að taka aftur til vinnu. Hafði þá
Bangkok í hátíðaskrúöi.
St. Anthony-fossinn í Mississippi.
verkfallið kostað verkmannafjelögin um 50 miljónir króna.
Wiiliam Booth, stofnandi og foringi Hjálpræðishers-
ins andaðist 20. ágúst síðasth, rúmlega 83 ára að aldri. Hann
var fæddur 10. ágúst 1829. Var hann
fyrst prestur í meþódistakirkjunni, en sagði
af sjer embættinu i86r, til þess að gefa
sig við trúboði og líknarstarfsemi meðal
lægstu stjetta mannfjelagsins. Árið 1865
stofnaði hann í Lundúuum „Kristilegt trú-
boðsfjelag", er var fyrsti vísir til Hjálp'
ræðishersins, sem þó er ekki talinn stofn-
aður fyr en 1878. Booth hefir verið hers-
höfðingi Hjálpræðishersins alla tíð síðan
hann var stofnaður, og sístarfandi fy1'r
hann. Hefir nú fjelagsskapur þessi deildif
í flestum eða öllum löndum heimsins, og
um 100,000 meðlimi. Herinn hefir haft
mikla mannúðarstarfsemi með höndum,
stofnað björgunarheimili, vinnuheimihi
barnaheimili o. s. frv., og komið miklu
góðu til vegar. Og Booth hefir að mak-
legleikum verið talinn einhver einkennileg'
asti og mesti maður síðustu ára. Við
hershöíðingjastöðunni er nú tekinn sonut
hans, William Bramwell Booth.
— 91 —
92 —