Alþýðublaðið - 06.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 6. JÚNÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÐ10 Ötinur grein Jónasar Guðmundssonar: Isaðterðir kommðnista ALP»ÝÐUBLAÐID RITSTJÖBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). ‘ "96: Jónas GuSmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------♦ Tilraaoaverkfall komiúaista. ERKFALLI kommúnista við byggingar hér í bænum er nú lokið eftir að hafa staðið í fimm daga. Pað hefir engan á- rangur borið fyrir upphafsmenn- ina ,en hinsvegar kostað bygging- arverkamennina atvinnu og tekj- ur, án þess að þeir gætu nokkru sinni gert sér nokkra von um aö hafa nokkuð upp úr verk- fallinu. Því þetta verkfall var hvorki gert til þess að fá hækkað kaup eða bætt kjör byggingarverka- mannanna sjálfrá, heldur til þess að knýja trésmíöameistara og múrarameistara til að afhenda Dagsbrúnarstjórninni til útborg- unar laun þeirra byggingarverka- manna, sem hjá þeim vinna, og grefða henni að auki lo/o láuna- upphæðarinnar i þóknun fyrir það að hafa útborgunina á hendi. Það voru því sérhagsmunakröfur kommúnistaklíkunnar, sem nú fer með stjórn í Dagsbrún, sem hér var urn að ræða, en ekkert hags- munamál byggingarverkamann- anna sjálfra. Þeim var otað út í verkfallið og atvinnutapið sem verkfærum í valdabrölti og pólitískum og fjárhagslegum spe- kúlasjónum Dagsbrúnarstjórnar- innar. Blað kommúnista, Þjóðviljinn, treysti sér heldur ekki til þess að breiða yfir þennan sannleika. ÞaÖ reyndi að vísu á sunnudag- ínn að afsaka Dagsbrúnarstjórn- ina ine'ð því, að segja að kröfur hennar væru „ekkert nýmæli, því að múrarameistarar hafa um all- langt skeið lagt eins konar skatí á kaup múrarasveina til sinnar eigin skrifstofueins og blaðið kornst að orði. En einmitt með þessum ummælum viðUrkendi kommúnistablaðið, að það, sem Dagsbrúnarstjórnin ætlaði sér með verkfallinu, var fyrst og fremst það, að „leggja eins kon- ar skatt“ á kaup byggingarverka- manna „til sinnar eigin skrif- stofu“, þ- e. til Dagsbrúnarskrif- stofunnar. Fyrir það varð bygg- ingarverkamönnunum að blæða. Sjálfir gátu þeir ekkert upp úr ve.kfallinu haft. En það var ekki hægt að verj- ast þeirri hugsun, að fyrir komm- únistaklíkunni í Dagsbrún vekti einnig annað. Eins og kunnugt er er samkvæmt löggjöfinni um gengislækkun krönunnar óheimilt að gera verkfall á yfirstandandi ári til þess að knýja fram kaup- hæk'kun. En þó að með kröfu Dagsbrúnarsíjórnarinnar væri ekki farið fram á neina kauphækkun byggingarverkamönnunum sjálf- um til handa, heldur aðeins „eins konar skatt“ á kaup þeirra, — svo haldið sé orðalagi Þjóð- viljans —- til Dagsbrúnarstjórnar- innar, þá jafngilti hún í raun og veru fullkomlega kauphækk- unarkröfu. Það var því að minsta kosti álitamál, hvort þetta verk- fa.ll kommúnista varðaði ekki beinlínis við lög. En sá grunur lá heldur ekki fjarri, að til þess væri stofnað beinlinis í þeim tilgangi að gera tilraunir með verkamennina í þeim félögum, sem kommúnistar stjórna, hversu iangt væri hægt að leiða þá í valdabrölti kommúnista og upp- reisnarfyrirætiunum gegn lögum pg réttí í landinu. Það var því sannarlega engin furða, þótt verkamennirnir í Dagsbrún yfirleitt, og byggingar- verkamennirnir sérstaklega, létu sér fátt um finnast þetta óvenju- lega og ábyrgðarlausa verkfall. Enda kom greinilega í 3jós, að þeir töldu sér engan hag í því að ganga atvinnulausir dögum saman til þess að styðja fjár- hagslegar sérhagsmunakröfur og pólitískar fyrirætlanir kommún- istaklíkunnar í Dagsbrún. Þeir voru að vísu ekki spurðir af Dagsbrúnarstjórninni um álit sitt og fengu ekkert tækifæri til að láta það í ljós á félagsfundi. En Sjálfstæðisverkamennirnir í Dags brún, sem eins og kunnugt er hafa með sér sérstakt málfunda- félag, Óðinn, tóku þegar á laug- ardagskvöldið á fundi í því félagi ákveðna afstöðu gegn kröfu Dags brúnarstjórnarinnar, sem væri verkefnum verkalýðsféla,ganna al- gerlega óviðkomandi, og kröfð- ust þess, að VerkfallinU yrði taf- arlaust aflýst. Kommúnistar voru að vísu ekki seinir til svars. Þeir létu Þjóðvilj- ann á sunnudaginn færa Sjálf- stæðisflokksverkamönnunum í Dagsbrún þá orðsendingu, að þeir hefðu hér „samþykt tillögu um mál, sem þeir vissu hvorki upp né niður í, og hefðu auk þess gerst freklega brotlegir við sitt eigið stéttarfélag“ og „starf- semi lík þeirri, sem þeir hér hefðu hafið, yrði ekki þoluð“! Það verður ekki sagt, að slík tilsvör og slíkar hótanir við þá verkamenn, sem ekki vilja í einu| og öllu þýðast einræðisbrölt og yfirgang kommúnista í verka- lýðsfélögunum, þar sem þeir hafa komist í stjórnaraðstöðu, þyrfti að koma neinum á óvart, eftir þá viðburði, sem fram hafa farið í verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði í vetur. Þar vom það Al- þyðuflokksmennirnir, sem áttu að hafa „gerzt freklega brotlegir við sitt eigið stéttarfélag“ með því að mynda með sér sérstakan félags- skap af því, að þeir vildu ekki þýðast gerræði kommúnista- stjórnarinnar í Hlíf. Nú eru það Sjálfstæðisflokksverkamennirnir jhér í Reykjavík, af því að þeir leyfðu sér í málfundaféiagi sínu, sem þó til skamms tíma var full- komlega viðurkent af kommún- istum, að mótmæla hinu ástæðu- lausa og ábyrgðarlausa verkfalli kommúnista við byggingar í bæn um! Hvað kemur næst? Nýir brott- rekstrar úr 'Líagsbrún — að þessu sinni 'Sjálfstæðisverkamannanna í Óðni? Enginn þyrfti að undrast það, eftir þá reynslu, sem fengin er af stjórn kommúnista hingað tll, bæði í Hlíf í Hafnarfirði og Dagsbrún hér í Reykjavík. Þann- íg lítur út í framkvæmd hið „ó- háða“ og „ópólitíska“ skipulag verkalýðsfélaganna, sem komm- únistar hafa þózt vera að berjast fyrir. Allir þeir verkamenn, sem ekki vilja vera hugsunarlaus og viljalaus verkfæri í valdabrölti og verkföllum kommúnista, eru taldir „brotlegir viÖ sitt stéttar- félag“ og réttrækir. En rnikið má það vera, ef þetta verkfall kommúnista í bygging- arvinnunni hefir ekki orðið tl þess að opna svo augu verkamann- Unðirfeclin. Þriðja ,,aðferðin“ í útbreiðslu starfinu er undirferli. í einni af „kenslubókum11 kommúnista segir, að allir „góðir kommún- istar“ eigi að reyna að komast inn í sem allra flest félög og fé- lagastarfsemi. Þeir eigi þar að koma vel fram, sýna „mikinn á- huga“ fyrir málefninu, sem fé- lagsskapurinn er myndaður um, en ekki að ræða um kommún- isma eða pólitík nema sem minst fyrst í stað. Hitt sé aðal- atriðið að safna um sig hópi fé- lagsmanna, sem standi saman um eitt og annað dægurmál, og sé þar alt undir því komið, að kommúnistinn sé eirin af þeim „leiðandi“ mönnum. Meðlimirn- ir muni smátt og smátt fá vit- neskju um að hann sé komm- únisti og þá muni þeir, fá trú á þeirri stefnu, sem svo „góður félagi“ berst fýrir og einhverjir verða hans áhangendur. Ekki segja þeir að neina áherzlu beri að leggja á það að riá yfirráð- um í félaginu neriia það hafi pólitíska þýðingu (s. s. í verka- lýðsfélögum), því það gæti jafn- vel dregið huga foringjans of mikið frá hinu pólitíska starfi hans, Þetta eru aðalatriðin í einum kafla „kenslubókarinnar“. — Hvort finst mönnum þeir nú ekki kannast við þetta úr hin- um ýmsu félögum, sem þeir eru í, og þá ekki sízt úr verkalýðs- félögunum, eða einstöku kaup- félögum? Eins og allir sjá er hér um að ræða lævísa Undirferli. Undir yfirskini áhuga á alt öðru máli skríða kommúnistarnir inn í hin og önnur félög til þéss að hafa kommúnistisk áhrif á félags- mennina, — til þess að svíkja þá til fylgis við landráðastefnu, sem þeir engin deili vita á, og dæma eftir því yfirskini, sem þessir menn hafa á sér. Þegar „hópurinn" er myndaður byrj- ar „foringinn" rógsiðjuna, því rógurinn er alt af fyrsta vopn- ið, sem kommúnistar taka í þjónustu sína. Þó kafli ,,kenslubókarinnar“ hafi hér verið notaður til að opna augu manna fyrir þessari starfsemi kommúnistanna, er hún ekki síður rekin á öðrum sviðum. Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði og Reykjavík eru nú að brenna sig á uridirferli þeirri, er þeir hafa verið beittir. Þeim var lofað öllu fögru ef þeir vildu veita kommúnistum lið gegn Alþýðuflokknum. Nú sjá þeir, að alt verður það svikið. Þeim var lofað ,,jafnrétti“ allra, en nú sjá þeir að um ekkert jafn- rétti verður að ræða, en þeir missa úr flokki sínum marga menn fyrir það að hafa glæpst til stundar samkomulags við þessa svikahrappa. Enginn maður getur nokkru sinni reitt sig á að kommúnisti tali eða riti 1 ærlegum tilgangi, anna, sem þannig eru spentir fyr- ir vagn kommúnistaflokksins, að paö fari nú óðum að liða að því, að endir verði bundinn á þá vit- firringu, sem nú ríkir í verka- lýðsfélögunuin, þar semkommún- istar fara með stjórn þeirra. enda gera þeir það aldrei. Á bak við alt býr undirferlin og slægðin, sem þessum flokki hefir verið kent að beita af yfirboðurum sínum austur í Moskva til þess að koma málum sínum fram. Til viðbótar rógnum, ósann- indum og undirferli, beita kom- múnistar blekkingum mest allra flokka. Ég fullyrði að vegna blekkinganna einna fylg- ir þeim um helmingur þeirra manna og kvenna, sem telja sig til þessa flokks. Við skulum nú líta á hvernig þessi blekkingastarfsemi er rek- in og er þá rétt, að taka alveg ákveðin svið og ákveðin dæmi til athugunar. Rétt er að byrja á ’ verkalýðsfélögunum. Hér á landi hefir svo að kalla aldrei náðst nein kjarabót í verkalýðs- félagi, sem stjórnað er af kom- múnistum. Hins vegar eru það Alþýðuflokksmennirnir í verka- lýðsfélögunum, sem hafa hækk- að kaupgjaldið, stytt vinnutím- ann og komið öðrum hagsmuna- atriðum inn í samninga verka- lýðsfélaganna og unnið allt það, sem enn hefir náðst. Alt , hefir kommúnistunum þótt það einskisvert, sem þann- ig hefir fengist, bæði með og án '■ samninga, og sífelt verið með aðrar og hærri kröfur. En í verkalýðsfélögum, sem þeir hafa stjórnað, hafa varla nokkru sinni náðst neinar kjarabætur, en þá sjaldan þeir hafa talið sig einhverju ná, hefir legið við að flokkurinn allur rifnaði af monti yfir sigrinum. Síðasta dæmið er um Verka- mannafélag Akureyrar, sem „samdi“ um það við Höjgaard & Schultz, að þeir skyldu halda samþyktir bæjarstjórnarinnar á Akureyri fyrir 3 eða 4 menn úr kommúnistafélaginu, sem vinna við Laxárvirkjunina. í verkalýðsfélögunum eru kommúnistar með sífeldar til- lögur og fundarályktanir, sem í flestum tilfellum eru gersam- lega þýðingarlausar, en allar eru þær samdar og fluttar í ein- um og sama tilgangi, þ. e. þeim, að blekkja . verkamennina, reyna að koma því inn hjá þeim, að kommúnistarnir vilji eitthvað gera, þeir séu ekki eins og „bölvaðir kratarnir11, sem aldrei vilji gera neitt. Allir, sem þekkja þessa tillöguframleiðslu kommúnistanna, munu sam- mála um að jafnaðarlegast eru þessar tillögur þeirra húmbúg eitt og oftast væri það brot á samþyktum félagsins eða samn- ingum við atvinnurekendur að samþykkja þær og fylgja þeim fram. Þannig er starfað til þess að blekkja yerkamennina. Þeg- ar kommúnistar hafa svo með rógi, undirferli, ósannindum og blekkingum náð völdum í félög- unum, byrja brottrekstrar á Al- þýðuflokksmönnum og alls kon- ar illdeilur, en um kaup og kjör verkamanna er ekkert hugsað. í stjórnmálastarfseminni er blekkingin ekki síður notuð en í verkalýðsmálunum. Má þar fyrst benda á það, að kommún- istarnir, sem eru ennþá eini flokkurinn hér á landi, sem hef- k’ það á stefnuskrá sinni að koma íslandi undir erlend yfir- ráð (gera það að sambandsríki Sovét-Rússlands), flagga ó- spart með því, sem íslendingar hafa talið sér einna mest til gildis í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þannig skifti blað þeirra um nafn og tók upp nafn „Þjóðvilj- ans“, blaðs Skúla Thoroddsen, sem á sínum tíma var einna öt- ulastur málsvari íslenzks sjálf- stæðis. Vafalaust er nafn blaðs- ins vel fengið, en tilraunin til að blekkja þá, sem enn minnast Skúla og baráttu gamla Þjóð- viijans fyrir frelsi og réttlæti íslendingum til handa, er hin sama fyrir því. Þá er sjálft nafnið á flokki kommúnistanna. Þegar Alþýðu- flokkurinn var búinn að króa kommúriistana svo af, í sam- fylkingartali þeirra, með því að bjóða þeim sameiningu í hrein- um lýðræðisflokki, að þeir urðu annaðhvort að taka þeirri sameiningu eða standa sem af- hjúpaðir loddarar frammi fyrir alþjóð, tóku þeir þá leiðina, að hafna sameiningu, en skifta um nafn á flokknum til þess að bjarga því sem hægt var og blekkja þá til áframhaldandi fylgis við landráðastefnu sína, sem auðtrúa voru eða valda- sjúkir og höfðu glæpst út á sam. starfsbraut með þeim. Nafnið „sósíalistaflokkur“ þýðir kommúnistaflokkur „á fyrra stigi“ eins og Þjóðviljinn skýrir frá 14. maí, og í Þjóðvilj- anum 28. maí þ. á. segir svo um flokkinn: ,,f honum eru komm- únistar og aðrir frjálshuga al- þýðumenn og alþýðusinnar með ýmislegar sósíalistiskar skoðan- ir jöfnum höndum.“ Samkvæmt þessari skýringu eiga kommúnistar að vera „frjálshuga“. Mennirnir, sem ætla að afnema kosningarrétt- inn þegar þeir fá völdin, menn- irnir, sem ætla að afnema fé- lagsfrelsið, prentfrelsið og mál- frelsið fyrir alla aðra en sjálfa sig, ef þeir fá aðstöðu til þess; mennirnir, sem fyr og síðar hafa fengið fyrirskipanir um það frá Moskva, hvernig þeir á hverjum tíma ættu að haga sér til þess að vinna íslenzkum alþýðusam- tökum sem mesta bölvun. Allir vita að hinir ráðandi menn í þessum flokki eru kommúriist- ar, en ekki „hinir frjálshuga al- þýðumenn“ með hinar „ýmis- legu“ skoðanir, og allir vita að sósíalista- og sameiningarnöfnin eru aðeins blekking. Svo vel er nú t. d. unnið að „sameiningu" verkalýðsins í Hafnarfirði, að búið er að reka helming allra félagsmanna úr verkamannafé- laginu Hlíf, svo aðeins eitt dæmi um sameininguna sé nefnt. Það eru ekki mennirnir með ,,ýmislegu“ skoðanirnar, sem því stjórna, heldur eru það kommúnistanria ósviknu vinnu- brögð. „Við kommúnistar“ er vana viðkvæðið hjá E. O. og Br. Bj. þegar þeir tala og skrifa — þó þykjast þessir menn fylla flokk, sem sé lýðræðinu trúr, og þykjast vera að vinna að hags- munamálum alþýðunnar. Hví- líkir hræsnarar! Allur þorri þeirra manna, sem glæpst hafa til fylgis við þennan falsflokk, sjá ekki gegn um blekkingavef- inn. Þeir halda að smjaðrið og loddaraleikurinn, sem komm- únistarnir leika, sé sannfæring þessara manna, en þeir munu síðar reyna hið rétta, að allt var blekking í ákveðnum tilgangi gerð. Fyrir nokkru skrifaði E. O. í Þjóðviljann um Jón Sigurðs- son og Stalin, og birti myndir af þeim hlið við hlið. Til hvers var það gert? Til þess eins að blekkja, Hann veit að minning Jóns Sigurðssonar er íslending- um dýrmæt, því var sjálfsagt að setja hana í samband við kommúnistaforingjann í Rúss- landi, sem nú er búinn að slátra nærri öllum sínum fornu sam- herjum og ríkir með ógnarstjórn yfir þeim, sem á lífi eru. Meiri svívirða hefir Jóni Sigurðssyni enn ekki verið gerð. En á þessu sést glöggt, að kommúnistar. svífast þess ekki að draga minn ingu látinna þjóðsköruriga nið- ur í svaðið, ef þeir halda, að um pólitískan eða flokkslegan á- vinning geti orðið að ræða. Jón Sigurðsson barðist fyrir frelsi, einstaklinganna, persónufrels- inu, málfrelsinu, verzlunar- frelsinu, skoðanafrelsinu, félags frelsinu og öllu því, sem lyft gat einstaklingnum og þar með þjóðarheildinni á hærra stig. — Állt þetta frelsi gæti Stalin með einu orði veitt Rússum. En ger- ir hann það? Þvert á móti. Það frelsi, sem Rússum var veitt eftir valdatöku Kerenskys, og sem hefði getað orðið fyrsta spor þeirra á þroskabraut lýð- ræðisins, hafa kommúnistarnir afnumið og eru sífelt að herða fjötrana fastar að og undiroka meira og meira einstaklinginn. Enn ein sönnunin fyrir blekk- ingastarfseminni er nafn það, sem kommúnistar hafa valið æskulýðsfélagsskap sínum. Allir aðrir flokkar hér á landi kenna æskulýðsstarfsemi sína við flokkana. En ungkommúnistar kalla sig „æskulýðsfylkinguna“ og liggur í nafninu helber blekking. Þeir forðast að minn- ast flokksins í sambandi við hana til þess að reyna að blekkja ungt fólk til fylgis við þessa spíru landráðahreyfingar- innar. Meira. Valur kaupir Hlíðarenda, —o— , Knattspyrnufélagið Valur hefir nýlega fest kaup á býl- inu Hlíðarenda við Öskjuhlíð fyrir 30 þúsund krónur. Keypti félagið býlið af dánarbúi Guð- jóns Guðlaugssonar fyrv. al- þingismanns. Valur leigir býlíð, en tékur einn hektara af landinu undir íþróttavöll, ætlar félagið að koma sér þarna upp grasvelli til knattspyrnuæfinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.