Alþýðublaðið - 14.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.07.1939, Blaðsíða 2
tÖSTUDAGINN 14. JÚLÍ 1939. ALÞVÐUBLAÐÍD 7 ■— Kvivit, kvivit! heyrðist í sama bili yfir höfði hennar. Hún leit upp, og þar Var svalan komin. / Sfcrax og hún kom auga á Þumalínu, réði hún sér ekki fyrir fögnuði, en hún sagði henni, hversu sér leiddist að ganga að eiga moldvörpung- inn — og verða að búa djúpt niðri í jörðunni, þar Nú kemur hinn kaldi vetur, sagði svalan, og sem sólin skín aldrei. Hún gat ekki tára bund- ég flýg langt burt til heitu landanna. Viltu izt við tilhugsunina um það. kóma með mér? Þú getur setið á bakinu á mér! Bittu þig bara fasta með mittisólinni þinni, og svo fljúgum við frá ljóta moldvörpungnum — Komdu með mér, litla Þumalína, þú sem og dimmu holunni hans, langt burt yfir fjöll- bjargaðir lífi mínu, þegar ég lá í dvala, ein- in til heitu landanna, þar sem sólin skín heitar mana og yfirgefin í dimmu moldarholunni! en hér og alltaf er sumar og yndisleg blóm. Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. •£ föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóletðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Steindór, The American Scandinavian Review heitir nýútkomin bók. Fjallar hún að mestu um sýningardeildir Norðurlandanna á Heimssýning- Unni í New York. Sonja Henie, norska skautamærin og kvik- myndaleikkonan, er nú í sumar- leyfi. í gær flaug hún ásamt all- mörgum vinum sínum til Norður- Noregs til pess að sjá miðnætur- sólina og stunda laxveiðar. Hún verður vikutíma f>ar nyrðra. NRP. Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Útbreiðið Alþýðublaðið! | Útvarpið vikuna 2.-9. júlí SUMARIÐ er að nokkru hvíld- artími útvarpsins, og anna- og skemmtitími hlustenda, svo að ef til vill þykir sízt ástæða til þess nú, að Alþbl. taki aftur upp þá nýbreytni, aðð flytja útvarps- „dóma“. Hins vegar hefir víða orðið vart óska hlustenda um það, að blöðin flyttu að stað- aldri stutt yfirlit um útvarpsefni og meðferð þess næstu viku á undan, og takizt slíkt yfirlit vel, ættu þau að stuðla að því, að. halda áhuga og gagnrýni hlust- enda vakandi, og ef til vill hafa einhver áhrif á val og flutning útvarpsefnis (bezt er þó víst að gera sér ekki of glæstar vonir um þaðý Ég sé að nýja þulan hefir áður verið til umræðu í Alþbl., og skoðanir um hana þar verið nokk uð skiptar. Mér finnst, að ég ætti enga ástæðu að hafa til hlut- •drægni í því máli, þar sem mér er enn þá ókunnugt um nafn stúlkunnar, og vil ég því leyfa mér að segja það álit mitt á henni af viðkynningu í útvarpinu, að hún hafi viðfelldinn, blæfagr- an róm, sem heyrist vel í útvarp, en reki óþægilega oft í vörðurn- ar í upplestri sínum, einkum þar sem erlend orð koma fyrir. Fram- burður hennar á erlendum orðurn er, vægast sagt, hvergi nærri ó- lastanlegur, og sé henni ætlað að gegna þulustarfinu til frambúðar, verður hún að læra betur. Að vísu hafa fleiri þulir og frétta- menn verið með þessu marki brenndir, sem sízt er engin af- sökun. Útvarpið á ekki að vinna á móti tungumálakennslu sinni með röngum framburði erlendra orða í fréttaflutningi, og gagn- vart útlendingum ber slíkt vott urn menningarleysi. Gamanþátturinn fyrra sunnu- dag var góðlátlega gamansamur og alþýðlegur. Leikur þeirra Frið finns og Gunnþórunnar var með ágætum. Þórdís Jónasdóttir frá Hofdöl- um las upp „kvæði kvöldsins". Ég hefi ekki áður heyrt þessar- ar konu getið, hvorki í sambandi við skáldskap né annað, en í þess um kvæðum hennar kenndi ó- neitanlega athyglisverðrar skáld- gáfu. Kveðandi var að vísu ekki fyllilega gallalaus alls staðar (stuðlar innan 2. og 4. vísuorðs o. s. frv.), en kvæðin voru vel samin („byggð“ eins og það er kallað), orðaval gott og fjölskrúð ugt, og það sem mestu skipti: kvæðin virtust ort af innri þörf og sprottinn af þeim sársauka, sem enn gerir menn og konur að skáldum. Þessi upplestur var, að mínum dómi, merkustu dag- skráratriði vikunnar. V. Þ. G. flutti að þessu sinni sumarþætti í sínum góðlátlega og föðurlega fræðslutón, og kom víða við að vanda. Annars mun það vera ætlun útvarpsráðs, að ýrnsir menn annizt til skiptis þennan dagskrárlið, og þá sjálf- sagt „Um daginn og veginn“ líka, þegar þar að kemur. Sama máli ætti að gegna um fleiri dagskrárliði, svo sem bókmennta- þætti, þegar á næsta vetri. Með þessu er ekki verið að vanþakka þeim mönnum sem hingað til hafa annazt þessa liði einir að mestu, en vissulega myndi slík tilbreyting verða vinsæl og lík- leg til bættrar meðferðar á þess- um föstu dagskrárliðum. Ég vil geta þess, að í ádrepu sinni til kirkjunnar og prest- anna fór V. Þ. G. rangt með þá upphæð, sem varið er úr ríkis- sjóði til kirkjumála. Hún nemur ekki 2—300 þús. kr. eins og hann sagði, heldur 4—500" þús. (410 þús. 1938, fjárlögin fyrir 1939 hefi ég ekki, en varla er hún lægri þar). Það er peningur líka. Upplestur Helga Hjörvars á köflum úr „Svartfugli“ Gunnars J iGu ' arssonar í þýðingu Magnús- ar Ásgeirssonar fórst honum vel úr hendi. Að vísu verður hann að fara svo fljótt yfir, að nokk- ur vafi er á, að hlustendur fái glögga heildarsýn .yfir söguna. Söguupplestur Helga í útvarpið og þýðingar hans á erlendurn skáldsögum fyrir það hefir hvort tveggja verið með ágætum, og mun vandfundinn betri maður til þeirra hluta. Erindi Sigurðar Einarssónar, frá útlöndum, var snjallt og skýrt að vanda. Leiðbeiningar Lofts til áhuga- ínanna um Ijósmyndatöku voru órð í tíma töluð til allra hinna mörgu, er nú taka myndavélina með sér í sumarleyfiö. — Á föstudaginn var íþróttaþáttur (10 mínútur), og ætti að vera sjálf- sagður vikulegur dagskrárliður framvegis, þótt Iengri væri. En jafnframt mætti þá draga úr hin- um hlutfallslega tímafreku í- þróttafregnum í innlendu frétt- unum. Þórunn Magnúsdóttir las up)> sögukafla eftir sig á laugardags- kvöldið. Upplestur hennar var góður og sögukaflarnir snotur- lega samdir, frásögn og samtö! fordildarlaus og eðlileg. En senni lega mundi Þórunn Magnúsdóttir ná allmiklu betri árangri en hún hefir gert til þessa með meiri sjálfsaga og minni afkösfum. mr. Nýjar gerðlr af sportfataefni nýkeisim, Verksmiðjuútsalan f GefJiiEi-—liiinii. Bilsðngvabékin, ómlssandt i bilterðnm og i snmarleytinu. Ahraies — lorgaries. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og fösíud'aga strax eftii' komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Hainns Ounirlangssoii, bifreiðarsijóri. CHARLES NORDHOFF eg JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 22. Karl ísfeld íslenzkaði. þilfar, tók Bligh ofan höfuðfatið og las hernaðarlöggjöfina. Þvi næst kom herra Samúel með bók sína, blek og penna. — Jæja, sagði Bligh — nú skrifið þér undir! — Herra Bligh, sagði Fryer og gat nú varla stjórnað skapi sínu. Allir skipverjar geta vottað það, að ég skrifa undir sam- kvæmt skipun yðar. En verið svo vingjarnlegur að minnast þess, að þessa má’ls verður ef til vill minnzt seinna. í sömu andránni heyrðist hróp frá varðmanninum í reiðanum: Land fyrir stafni! V. TAHITI. ARÐMAÐURINN hafði komið auga á Mehetia, litla eyju um fjorutíu mílur suðaustur af Tahiti. Ég starði út i sjóndeildarhringinn og ætlaði naumast að trúa mínum eigin augum, þegar ég kom auga á litla þústu í fjarska. Það lygndi um sólsetursbilið, og við vorum alla nóttina að berjast við að ná til lands. Ég fór af verði klukkan átta, en var ekki í því skapi, að ég gæti farið að sofa. Klukkutíma seinna sá ég sólina koma upp. Fegurð þessarar dögunar virtist mér fyllilega vega á móti því, sem við höfðum orðið að þola á leiðinni: Það var dögun, sem einungis sjómenn kannast við — í suðurhöfum, langt, langt frá ættjörðinni. Himinninn var heiður. Stjörnurnar fölnuðu smátt og smátt og himinninn blánaði. Og þegar sólin kom upp litaði hún góðviðrisskýin í austri perlumóðugljáa 1 öllum blæ- brigðum. Klukkutíma seinna sigldum við fram hjá kóralrifunum fyrir sunnanbyr. í fyrsta skipti á ævinni sá ég þetta spengilega, tign- arlega fólk, grænu laufbreiðurnar og hina frægu kókospálma. Ég sá hina stráþöktu kofa, og mennina sjálfa, sem gengu um ströndina örskammt í burtu. Þeir veifuðu stórum, hvítum dúk- um og hrópuðu eitthvað, sem ég áleit að væri boð til okkar um að koma 1 land. Raddirnar voru yfirgnæfðar af brimi, sem hefði gert landgöngu ókleifa, jafnvel þótt bátur hefði verið sendur í land. Mennirnir, sem gengu um fjöruna, voru svo langt í burtu, að ekki var hægt að athuga þá nákvæmlega, en þeir virtust vera vel vaxnir, hærri en Englendingar. Um mittið höfðu þeir hvítan dúk. Þegar við fórum fyrir norðurenda eyjarinnar, hrópaði Smith til mín ofan úr reiðanum: — Sjáið þér, herra Byam, sagði hann og benti. í margra mílna fjarlægð sá ég stórt fjall gnæfa upp úr sjónum með háum tindi, sveipuðum fölbláum bjarma. Byrinn óx. Þegar ég gekk fram á þilfarið, hitti ég Bligh þar í tiltölulega góðu skapi. Ég bauð honum góðan dag og hann klappaði mér á öxlina. — Þá erum við nú komnir á ákvörðunarstaðinn, ungi maður, sagði hann, og benti á fjallið í fjarska. — Tahiti! Við höfum lent í erfiðu ferðalagi, en hamingjunni sé lof, þarna sjáum við þá land um síðir. — Það virðist vera fögur eyja, skipstjóri, sagði ég. — Já, það er áreiðanlegt, það er ekki til fegurri eyja. Cook skipstjóra þótti vænst um þetta land, næst Englandi. Væri ég orðinn gamall, yrði að hætta starfi og ætti ekki fjölskyldu heima, gæti ég ekki óskað mér neins betra, en að enda ævi mína undir pálmakrónunum á Tahiti. Og þér munið komazt að raun um það, að fólkið á þessari eyju er mjög vingjarn legt. Og margar hinna innfæddu meyja eru yndislegar. Við höfum ferðast langt, til þess að sjá þær! í gærkveldi reiknaði ég út, hvað við hefðum siglt langt. í fyrramálið, þegar við vörpum akkerum í Matavai flóanum, höfum við siglt 27000 mílur! Frá því þetta var, hefi ég siglt um öll heimshöfin og komið á flestar eyjar þess, þar með talið Vestur-Indiur og eyjarnar úti fyrir Asíu. En engin þeirra er jafnfögur og Tahiti. Þegar við komum nær landi, stóðu allir á þiljum uppi og horfðu í áttina til lands. En — einn vantaði. Um klukkan sex, þegar við vorum aðeins fáar mílur frá eynni, kom Bakkus gamli höktandi upp á þiljur. Hann stóð stundarkorn við sigluna og horfði inn yfir landið. Svo yppti hann öxlum. — Þær eru allar eins, sagði hann og lét sér fátt um finnast. Þegar þér hafið séð eina eyju í Suðurhöfum, þá hafið þér séð þær allar. Læknirinn hökti afíur ofan í klefann. Þegar hann var horf- inn, kom Nelson til mín. Grasafræðingurinn var mikill íþrótta- maður pg hélt líkamshreysti sinni við með því að ganga tvær til þrjár mílur daglega á þilfari, þegar veður leyfði. — Jæja, Byam, — mér þykir vænt um að vera kominn hingað aftur. Alltaf, frá því ég kom hingað með Cook skipstjóra, hefir mig langað til þess að koma hingað aftur, án þess að geta gert mér vonir um, að fá þeirri löngun fullnægt. En eins óg þér sjáið, þá erum við nú komnir hingað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.