Alþýðublaðið - 19.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1939, Blaðsíða 2
f§iy*Ri IÞROTTIR Heimsókn K. H.-inga til Stykk- ishólms um síðustu helgi. Saga íslenzku metanna. Kúluvarp: 9.50 mtr. Sigurj. Péturss, Á. ’ll 9.53 mtr. sami ’13 9.95 mtr. Guðm. Kr. Guðm. Á. ’14 10.12 y2 m. Tr Gunnarsson, Á. ’20 10.83 m. Frank Fredrekssen ’20 11.27 m. Þorst. Einarsson, Á, ’30 11.55 m. Marinó Kristinsson, Á. ’30 11.85 m. Þorst. Einarsson, Á. ’30 12.07 m. Marinó Kristinsson, Á. ’31 12.40 m. Þorst. Einarsson, • Á. ’31 12.65 m. Þorst. Einarsson, Á. ’31 12.91 m. Þorst. Einarsson, Á. ’32 13.03 m. Kristján Vattnes, K.R. ’36 13.12 m. Kristján Vattnes, K.R. ’36 13.43 m. Kristján Vattnes, K.R. ’37 13.48 m. Kristján Vattnes, K.R. ’37 13.53 m. Kristján Vattnes, K.R. ’38 13.74 m. Kristján Vattnes, K.R. ’38 Sleggjukast: 23.83 m. Helgi Guðm. K.R. ’35 28.75 m. sami ’35 29.55 m. sami ’36 33.18 m. Karl Jónsson, KV. ’36 34.52 m. sami ’37 35.98 m. sami ’37 39.05 Óskar Sæm., K.R. ’38 Það feitletraða er staðfest. Innaníélagsmót Ármann. Innanfélagsmót Ármanns í 100 m. hlaupi og 800 m. hlaupi fór fram í s.l. viku. í 100 m. var keppt í tveim flokkum, vanir menn og óvanir. Beztir tímar voru þessir: f undanrásum: Sigurgeir Ársæls- son 12,5 sek. og Baldur Möller 12,2. í úrslitunum fór þannig: Baldur Möller 11,7 sek. Sigurgeir Ársælss. 12,1 sek. Ólafur Símonarson 12,6 sek. Byrjendur: Guðm. Sigurjónsson 12.5 sek. Sigurjón Hallbjörnsson 12,7 sek. Undanrásir voru hlaupnar á móti dálitlum vindi, en úrslit á undan. í 800 m. hlaupi hljóp Sigurgeir Ársælsson á 2:03,4 mín. Er það mjög nærri metinu, sem er 2:02.4 sek. Hann hljóp samkeppnislaust, því að Ólafur Símonarson hljóp aðeins á 2:15.1 mín., sennileega vegna smá lasleika. K.R. K. R. lét fara fram úrtökuhlaup Um síðustu helgi fóru nokkrir K.R.-ingar til Stykkishólms til að sýna listir sínar. Var það knatt- spyrnulið úr 2. flokki og hópur úti-íþróttamanna. Höfðu Hólmarar gengizt fyrir því að fá flokkinn til að auka á- huga á íþróttunum þar, en þeir hafa aldrei notið tilsagnar í íþrótt- um, Móttökur þær, sem flokkur- inn fékk, voru með afbrigðum góð ar, og átti sóknarpresturinn, séra Sigurður Ó. Lárusson, sem stjórn- aði þeim með miklum skörung- skap, sinn góða þátt í því. Flokkurinn lagði af stað úr R.- vík kl. 2 á laugardag með Lax- fossi til Borgarness, en þaðan var farið í bíl til Stykkishólms og gist þar um nóttina. Kl. 2 á sunnudag hófst mótið. Var þar samankomið allmikið af fólki úr nágrenninu. Hóf séra Sigurður mótið með stuttri messu, sem fram fór undir beru lofti. Hélt hann ágæta ræðu um æskuna og verkefni hennar. Að messunni lokinni var leikinn knattspyrnuleikur milli K.R.-inga og Hólmara. Sigruðu K.R.-ingar með 4:0. Þyí næst kepptu Reyk- víkingarnir í frjálsum íþróttum, mestmegnis sín á milli, en einn þátttakandi var úr Stykkishólmi. Var keppt á grasvelli, og var mun- ur að sjá íþróttamennina, hve þeir nutu sín betur á grasinu og í sveitaloftinu, en á melunum í Reykjavík með allt sitt ryk. Helztu úrslit voru þessi: 100 m. hlaup: Sveinn Ingvars- son 11,1 sek., Jóhann Bernhard 11,3 sek., Sigurður Finnsson 11,7 sek. Spjótkast: Gunnar Huseby, Benedikt S. Gröndal. (Ómælt vegna tímaskorts). . Kúluvarp: Kristján Vattnes 13,74 m. Sigurður Finnsson 12.95 m„ Jóhann Bernhard 12,16 m. Kringlukast: Kristján Vattnes, Sigurður Finnsson, Gunnar Huse- by. (Ómælt). Hástökk: Sigurður Finnsson, 1,70 m„ Sveinn Ingvarsson 1,70 fyrir Reykjavíkurboðhlaupið. 100 m.: Sveinn Ingvarss. Jóhann Bernhard Sig. Finnsson Einar S. Guðm. 11.3 sek. 11,5 sek. 12,2 sek. 12.4 sek. Innanfélagsmót félagsins í 1500 m. hlaupi fór einnig fram í s.l. viku. Hljóp Sverrir Jóhannesson á 4:29,2 mín„ en Indriði Jónsson á 4:46,4 mín. Þeir hlupu allt of hratt af stað, 400 m. á 61.5 og 800 m. á 2:15,0! Sverrir er að komast úr æfingu núna, en hann hefir dregið af sér undanfarið. m„ Kristján Vattnes 1,65 m„ Þor- steinn Ólafsson (S.hólmi) 1,50 m. Stangarstökk: Þorsteinn Magn- ússon 3,10 m„ Kristján Vattnes. Langstökk: Sveinn Ingvarsson 6.13 m„ Jóhann Bernhard 6,13 m. Sigurður Finnsson 6,10 m. 100 m. voru voru hlaupnir á ná- kvæmlega mældri grasbraut. — Jóhann hefir aldrei hlaupið betur, en hann var 1—2 m. á eftir Sveini. Sigurður var seinni í viðbragðinu. í spjótkastinu mun kast Gunnars hafa verið um 40 m„ en hitt 3 m. styttra. Kristján hefir nú fengið skæðan keppinaut, þar sem Sig. Finnsson er, en lætur það ekki á sig fá, eins og þetta sýnir. Kast hans í kringlukastinu mun hafa verið um 40 m. í hástökkinu kom Sigurður eins og „þjófur úr heið- skýru lofti.“ Hann stökk með cal- forniskum stökkstíl, og átti sigur- inn vel skilinn. Aðstæðurnar voru mjög lítið stökkvurunum í hag, en hitt er ekki hægt að rengja, að Sigurður sigraði bæði Svein og Kristján, sem eru ágætir stökkv- arar. Þorsteinn er bráðefnilegur stökkvari, en vantar kennslu. í langstökkinu komu bæði Sigurður og Sveinn mönnum á óvart með stökkunum sínum. Ekki reyndist tími til að mæla löngu köstin ná- kvæmlega. Mótið fór með afbrigð- um vel og fljótt fram, og gengu keppendurnir úr einu í annað. — Voru áhorfendur mjög hrifnir af íþróttum sunnanmanna og klöpp- uðu þeim óspart lof í lófa. Þarna sannaðist, að sleifarlag það, sem alltaf er á útiíþróttamótum hér í höfuðstaðnum, er algerlega óþarft, ef duglegir menn standa að fram- kvæmdunum. K.R.-ingar voru, afar ánægðir með förina og báðu mig að skila kæru þakklæti til allra Hólmar- anna, sem gerðu þeim förina svo ánægjulega, sérstaklega sóknar- prestsins, séra Sigurðar Ó. Lárus- sonar. Vona ég, að förin hafi orðið Hólmurum til gagns og gleði. B. S. G. Meistaramót Bandaríkjanna. Meistaramót Bandaríkjanna hef- ir nýlega farið fram: Meistarar urðu: 100 m.: Jeffesey 10,2 sek. 200 m.: Ewell 21,0 sek. 400 m.: Miller 48,3 sek. 800 m.: Beetham 1:51,7 mín. 1500 m.: Rideout 3:51,5 mín. 5000 m.: Rice 14:50.9 mín. 110 m. grindahl,: Bastiste 14,1 sek. 400 m. grindahl.: Cochrans 51,9 sek. Langstökk: Dawson 7,24 m. Hástökk: L. Steers 2,03 m. Stangarstökk: Varoff 4,37 m. Kúluvarp: L. Williams 16,33 m. Kringlukast: P. Fox 52.54 m. Sleggjukast: Cruikshank 53,07 m. í „junior“-flokknum urðu þessir meistarar, (þess ber að gæta, aö það er ekki hægt að bera saman við þá, sem í Evrópu eru taldir til ,,junior“-flokksins): 100 m.: Anderson 10,5 sek. 200 m.: Littler 21,5 sek. 400 m.: Allinee 48,5 sek. 800 m.: Kane 1:53,0 mín. 1500 m.: Munski 3:56,1 mín. 110 m. grindahl.: Farmer 14.2 sek. Stangarstökk: Deefield 4,19 m. Hástökk: L. Steers 2,03 m. Kúluvarp: Blazis 15,93 m. Langstökk: Lacefield 7,76 m. Hlauparar komnirj langt |að. í víðavangshlaupinu í vor kepptu þrír menn, sem komnir voru alla leið vestan úr Dalasýslu aðeins til að keppa. Þeir urðu no. 2 í hlaup- inu með 17 stig, Haraldur Þórðarson (no. 6) varð annar, Evert Sigurðs- son (no. 20) varð sjöundi, en Gísli Ólafsson (no. 17) varð áttundi. Væri mjög gaman að fá þessa hlaupara á Meistaramót Í.S.Í., sem verður haldið í næsta mánuði. Er ábyggilegt, að þeir yrðu sunnan mönnum skæðir í 5 og 10 km. Um handknattleik Eftir Aðalstein Hallsson. Aðalsteinn Hallsson, fim- leikakennari, sem nú er staddur á Siglufirði, hefir sent Íþróttasíðunni eftir- farandi grein um hand- knattleik. Handknattleikur er tiltölulega ung íþrótt og mun eiga uppruna sinn að rekja til knattspyrnunnar. Á fyrstu tímum knattspyrnunn- ar á Bretlandseyjum mátti ekki einungis sparka knettinum með fótunum, heldur einnig grípa og kasta honum með höndunum, líkt og í Rugby-knattspyrnu nú á dögum. Handknattleikur er nú orðin all útbreidd íþrótt á öllum Norður- löndunum, Englandi og Þýzkalandi og sjálfsagt mörgum fleiri löndum, þó ég Hafi engan kunnugleika á því, en ég álykta það, vegna þess, að á Olympíuleikunum er leikur- inn ein af þeim íþróttum, sem keppt er í. Til skamms tíma, og jafnvel ennþá, er þessi leikur leik- inn eftir allólíkum leikreglum í hinum ýmsu löndum. Þó hygg ég, að til séu alþjóðaleikreglur um hann. í Ðanmörku var fyrst byrj- að að kenna Ieikinn í íþróttahá- skóla Dana, Statens Gymnastik •Institut, fyrir 25—30 árum. Eftir því, sem ég veit bezt, munu tveir nemendur þaðan, þeir Valdemar Sveinbjörnsson og Björn Jakobs- son, fyrstir manna hafa kennt leikinn hér á landi, við Mennta- skólann, Kennaraskólann og í Barnaskóla Reykjavíkur. En það eru ekki nema örfá ár síðan leik- urinn hefir náð nokkurri verulegri útbreiðslu í skólum landsins og í íþróttafélögunum. Leikaðferðin eða gangur leiks- ins er mjög líkur í handknattleik og í knattspyrnu. Mismunurinn er aðallega fólginn í því, að í knatt- spyrnunni er knettinum leikið með fótunum, en í handknattleik er hann gripinn og er kastað með höndunum, alveg frjálst, og má ekki nota fætur nema til að stöðva knöttinn, ef báðir fætur eru á jörðu í einu. Leikinn er hægt að leika bæði úti og inni. Tala leik- manna getur farið allt eftir því, hve margir þátttakendur eru til staðar, eftir húsrúmi og leikvallar- stærð. Þó er ekki hægt að leika með fleiri en ellefu í hvorri sveit úti á stórum leikvelli, lítið eitt minni en venjulegum knattspyrnu- velli. Er niðurröðun leikmanna þá sú sama og í knattspyrnu. Inni er helzt ekki hægt að leika með færri en fimm í sveit. í þeim leik- fimisölum, sem hér tíðkast, er hæfi- leg tala leikmanna frá 5—7 í hvorri sveit. Leikurinn veitir geysimiklar og fjölbreyttar hreyfingar. Hann reynir ekki aðallega á fæturna eins og knattspyrnan, heldur einnig á allan líkamann. Leikmenn verða að hoppa upp og teygja sig til þess ýtrasta eftir knettinum, beygja sig eldsnöggt til jarðar eftir honum, kasta honum með mörgum ólíkum kastaðferðum með annarri eða báðum höndum og vinda upp á bolinn,. til þess að geta lagt seem mestan hraða og kraft í kastið, líkt og í kringlu- kasti, spjótkasti eða kúluvarpi. — Yfirleitt er mikill hraði i leiknum, svo hann reynir mjög á og styrkir bæði hjarta og öndunarfæri. Knött- urinn á að ganga hratt frá manni til manns, með ýmist stuttum eða löngum köstum, hátt eða lágt, allt eftir því, hvernig viðhorf leiksins er. Það ríður því mest á góðri samvinnu eða samleik allra leik- manna og öryggi í því að grípa og skila knettinum til samherja. Kost- ir leiksins eru því þeir, að hann gerir menn þolna, sterka og fima líkamlega, en andlega hugsun skjóta eða snarráða. Knattspyrnan er sennilega sú í- þrótt, sem nýtur mestrar hylli al- mennings, ef dæma má eftir því, hve margir iðka hana og sýna á- huga sinn á knattspyrnukappleikj- um. En það er einnig mín reynsla eftir 10 ára starf, sem íþróttakenn- ari, að handknattleikurinn sé sí- gild og sískemmtileg íþrótt. Hann hefir aðeins ekki- náð slíkri út- breiðslu ennþá, sem knattspyrnan. En því miður vil það oft brenna við í handknattleik eins og í knatt- spyrnunni, að leikmenn eru illa uppaldir, og skapgerðin lítt tamin. en það er eitt aðaltakmark allra slíkra léikja að kenna mönnum að hafa vald yfir geði sínu, sýna prúðmannlegan og drengilegan leik, en þó í fullri alvöru. Það þarf að kenna allar leikreglur smátt og smátt með dugnaði og röggsemi, en dæma hart öll brot og ruddalegan háskaleik. Handknattleikur er að mínu áliti einn af allra skemmtilegustu leikj- um og beztu íþróttum, sem nú eru iðkaðar hér á landi. Hann er þess virði að ná miklu meiri útbreiðslu — og gerir það vafalaust. En það er brýn nauðsyn á nýjum og ýtar- legum leiksréglum, sem eru í sam- ræmi við núgildandi alþjóðaregl- ur í handknattleik. Víðsvegar um landið keppa nú félög í handknattleik á hverju surnri, og er mér kunþugt um, að komið hafi fyrir allbagalegir á- rekstrar við þá kappleiki vegna þess, að flokkunum hafa verið kenndar ólíkar leikreglur. í flestum stærri skólum æfa karlmenn leikinn mikið innan húss á vetrum, en ég geri ekki ráð fyrir að þeir leggi knattspyrnuna á hill- una og byrji að hafa hann úti á sumrum. Hinsvegar er leikurinn til valinn útiíþrótt fyrir alla ungl- ínga, bæði drengi og telpur, og þó ekki sízt fyrir ungu stúlkurnar, sem sannarlega þurfa þess með, áð iðka meira útiíþróttir heldur en þær gera nú á dögum. Aðalsteinn Hallsso* (fimleikakennari). Sænski langstökkvarinn Stig Hákanson stökk nýlega á móti 7,35 í langstökki. OaARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 2B. Karl ísfeld íslenzkaði. og tilkynnti herra Bligh, að Hitihiti hefði stungið upp á því að verða taio minn, og að mér litist vel á það, ef Bligh hefði ekkert við það að athuga, því að við gætum skilið hvor annan. — Það er fyrirtak, sagði Bligh og kinkaði kolli. — Hann er yoldugur höfðingi á þessum hluta eyjarinnar og í nánu sambandi og ættartengslum við hina höfðingjana. Og, eins og þér segið, getur enskukunnátta hans orðið yður að miklu liði. Hann snéri sér að höfðingjanum: — Plitihiti! — Já, Parai. — Byam hefir sagt mér, að þú og hann ætlið að verða vinir. Hitihiti kinkaði kolli: — Ég, Byam, taio! Ágætt, sagði Bligh. — Herra Byam er sonur höfðingja í sínu landi. Hann mun færa yður gjafir og ég óska, að þér leiðið hann til húss yðar og lofið honum að búa hjá yður. Meðan við dveljum hér, á hann að læra mál þjóðar þinnar, svo að brezkir sjómenn geti talað við ykkur, þegar þeir koma. Hitihiti snéri sér að mér og rétti fram hönd sína. — Taio, sagði hann brosandi, og við tókumst í hendur. Skömmu seinna var bátur settur á flot, til þess að sækja farangur minn. Um nóttina svaf ég í húsi vinar míns — Hitihiti — Te — Atua — Iri- Han, höfðingja við Mahima og Ahonu, æðsta prests í Farerari- musteri. VI. ' ** Heimilisbragur á Tahiti. NN þann dag í dag man ég eftir skemmtigöngu okkar þetta kvöld frá lendingarstaðnum við Point Venus og austur eftir — að heimili taio míns. Húsið stóð á grasflöt, varið gegn sjávarflóðum af kóralrifi og fögrum hólma. Þessi litli hólmi var örskot frá landi. Ströndin var stráð mjallhvítum kóralsandi, og skipti það vel litum við dökkgræn trén, sem uxu nærri því niður að fjöru. Milli hólmans og lands var hlýtt, blátært vatn, tveggja til þriggja faðma djúpt. Við gengum alla leið í skugga brauðávaxtatrjánna, en ávextir þeirra voru mn þessar mundir að verða fullþroskaðir. Mörg trén hafa hlotið að vera ævagömul, ef dæma mátti eftir hæð þeirra og gildleika. Þau eru meðal hinna fegurstu trjáa á jörð- unni og áreiðanlega mesta nytjatréð. Hér og þar gnæfðu kók- ospálmarnir upp úr skógarþykkninu. Milli trjánna sá ég bú- staði eyjarskeggja á stangli. Þeir voru mjög fallegir og voru þaktir ljósgulum pálmablöðum og umhverfis þau voru bam- busgerði. Gestgjafi minn var ekki nema fjörutíu og fimm ára, en samt átti hann mörg bamabörn. Þegar við nálguðumst híbýli hans eftir tæpa hálftíma göngu,. heyrði ég gleðióp o'g .tíu eða tólf börn komu hlaupandi út, til þess að fagna honum. Þau námu staðar, þegar þau komu auga á mig, en brátt hvarf óttí þeirra og þau fóru að klifra upp fótleggi Hitihiti. Þau voru forvitin og fóru að rannsaka fötin, sem ég var í. Áður en við kom- umst að dyrunum hafði Hitihiti sinn snáðann á hvorri öxl, og elzta dótturdóttir hans leiddi mig. Húsið var mjög fallegt — tuttugu metrar á lengd og sjö rnetr. ar á breidd, með háu risi. — Slíka bústaði áttu aðeins höfðingjar. Þakið hvíldi á súlum úr gömlum, fægð- um kókostrjám. Dyr voru á báðum endum hússins og hliðar- veggirnir voru stengur úr ljósbrúnum bambus. Loftið gat því leikið um allt húsið. Hvítum kóralsandi var stráð á gólfið, og í annan enda hússins voru lagðar ábreiður. Þarna voru varla nokkur húsgögn, aðeins einfættir stólar og tvö eða þrjú sæti handa höfðingjum. Á einni súlunni hengu vopn, meðal annars hin þunga stríðskylfa gestgjafa míns. Dóttir Hitihiti, móðir tveggja minnstu barnanna, sem eltu okkur, kom nú á móti okkur fram í dyrnar. Það var ung kona — um tuttugu og fimm ára, tiguleg í framgöngu, með kastaníu- brúnt hár. Ég hefi séð marga slíka eyjarskeggja, án nokkurrar kynblöndunar, bláeyga. Gestgjafi minn brosti framan í hana, og því næst leit hann á mig. — O Hina, sagði hann og kynnti okkur. Því næst sagði hann nokkur orð við hana, en af því skildi ég ekki annað en orðið taio og nafnið mitt. Hina kom brosandi til mín og tók í hönd mína. Því næst greip hún í axlir mér, eins og faðir hennar hafði gert, lagði nefið að kinn mér og lyktaði. Ég endurgalt í fyrsta skipti þennan Tahiti-koss og fann þá í fyrsta sinn lyktina af ilmandi kókosolíunni, sém Tahiti-konurnar smyrja «g m«ð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.