Alþýðublaðið - 31.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGINN 31. JOLI 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Viðsklpti ekkar við Mnrlðnd. SJALDAN eða aldrei hafa svo margir góðir gestir frá Norðurlöndum komið hingað til lands, eins og nú á þessu sumri. Hvar sem maður hefir komið á samkomustað, hefir danska, norska og sænska klingt í eyr- um ásamt þeirri „skandinav- isku“, sem við íslendingar töl- um við þessar bræðraþjóðir okkar. Meðal gestanna hafa verið ýmsir helztu stjórnmálamenn Norðurlanda, sem eflaust hafa hnýtt bönd hlýrrar vináttu við ýmsa mæta menn af öllum flokkum. Gera má því fastlega ráð fyrir, að málefni vor íslend- inga eigi enn meiri skilningi og góðvild að mæta hjá bræðra- þjóðum okkar á Norðurlöndum eftir en áður. Við íslendingar. erum að vísu það smáir, að við getum ekki nema á fáum sviðum lagt fram skerf, svo að nokkru nemi, til norrænnar samvinnu. Frá liðn- um tíma getum við að vísu vísað til bókmennta okkar, sem eru einstæðar í sögu Norðurland- anna, og þeirrar tungu, sem við einir saman höfum varðveitt frá gleymsku. En þegar um er að ræða samvinnu Norðurlanda nú á dögum, hlýtur hún að miklu leyti, hvað viðskipti snertir, að vera undir því kom- in, hversu mikla alvöru og alúð hin önnur Norðurlöndin geta og vilja leggja í það að efla þau. Eins og Ivar Wennerström hefir réttilega bent á, eru all- miklir örðugleikar á þessu, að nokkru leyti vegna þess, að Norðurlöndin framleiða sams konar vörur í samkeppni hvert við annað og vegna þess, hve erfitt er um öll viðskipti þjóða á milli vegna verzlunarhafta. Samkeppni þessi er á sumum sviðum svo hörð, að nærri lætur að barizt sé upp á líf og dauða, og í þeirri baráttu hlýtur sá veikari að verða undir. Af hálfu vor Islendinga eru átakanleg dæmi til um þetta í samkeppn- inni við Norðmenn. I hvert skipti og þrengt hefir að með saltfisksmarkaðinn, hefir sam- keppnin um sölu farið fram á þann hátt, að verðlækkun hefir orðið á fiskinum og báðir aðilar stórtapað. Noi’ðmenn, sem að sjálfsögðu eru miklu sterkari en við, hafa svo tekið upp hjá sér þá reglu, að veita saltfisksfram- leiðendum styrk frá rikinu, sem á síðari árum nemur allt að þriðjungi af markaðsverði fiskj- arins. Um hinn aðalatvinnuveg okk- ar, síldarútveginn, gegnir ennþá nokkuð öðru máli. Síðan Síld- arútvegsnefnd tók til starfa í ársbyrjun 1935, hefir frá íslands hálfu ekki verið rekin nein verðsamkeppni við Norðmenn, því að Síldarútvegsnefnd hefir haldið verðinu jöfnu og föstu á hverju ári. Hins vegar hefir verkun íslenzkrar síldar fyrir forgöngu Síldarútvegsnefndar farið batnandi á hverju ári. Er því svo komið, að kaupendur vilja heldur fá íslenzku síldina, sem söltuð er í landi, en síld Norðmanna, er þeir salta á skip- um hér við land. Hessari samkeppni eiga Norð- menn erfitt með að svara með því að bæta hjá sér verkunina, þó að þeir hafi gert mjög sterk- ar tilraunir til þess. Norðmenn hafa á síðari árum tapað á síld- veiðum sínum hér við land, stundum af því að þeir hafa veitt of mikið og ekki getað selt síldina og stundum af því að veiðin hefir verið of lítil til að bera sig. Þetta er gamla sagan, sem gerðist hér, áður en Síldarút- vegsnefnd tók til starfa. Þessari síðustu samkeppni af hálfu ís- lendinga er nú talið, að Norð- menn hafi í hyggju að svara með því að veita háan ríkisstyrk til síldveiðanna hér við land. Fari svo, að norska stjórnin veiti þennan ráðgerða ríkis- styrk, og hann verði notaður til þess að setja niður síldarverðið á erlendum markaði, er stór- hætta á því, að eins fari um síldina og fiskinn, þannig, að við getum hvorki framleitt fisk né síld, nema með stórtapi. Þegar svo er komið atvinnu- vegum okkar, getum við íslend- ingar ekki haldið áfram að vera sjálfstæð þjóð til lengdar. Á öllum Norðurlöndum ©ru Alþýðuflokksmenn við stjórn eða þátttakendur í stjórn. Auk þeirrar hlýju og velvilja, sem Norðurlandaþjóðirnar án tillits til flokkaskipunar bera hver til annarrar,'hljóta félagsleg bönd jafnaðarstefnunnar að binda þessi lönd enn sterkari bræðra- böndum en ella. — Viðskiptamálasamkeppni Norðurlanda er að vísu örðug viðfangs, en eyðileggjandi sam- keppni þjóða á milli er algengt að upphefja með samningum í frjálsum viðskiptum einstak- linga eða fyrirtækja. Þó að hér sé um örðug við- fangsefni að ræða, hlýtur það bræðraþel, sem ríkir á milli Norðurlandaþjóðanna, að gera alla samninga um þessi mál létt- ari en ella, og þó að bræður okkar á Norðurlöndum séu flestir komnir hingað til að skemmta sér, verður ekki kom- izt hjá því að benda á, að þetta mál er svo aðkallandi, að það verður tafarlaust að taka til rækilegrar íhugunar, hvernig bezt verði ráðið fram úr því. Leikföng. Bílar frá 0,85—12,00 Skipfrá 0,75—7,25 Húsgögn frá 1,00— 6,25 Töskur frá 1,00— 4.50 Sparibyssur frá 0,50— 2,65 Smíðatól frá 1,35— 4,50 Kubbakassar frá 2,00— 4,75 Perlufestar frá 1,90— 4,50 Spil, ýmisk. frá 1,50—10,00 Armbandafár frá 1,25— 2,50 Hringar frá 0,75— 1,00 Dódakassar frá 1,09— 4,50 Dátamót frá 2,25— 6,00 Göngustafir frá 0,75— 1,50 •g ótal margt fleira. H. EinarssM & Björnsson Bankaatrcsti 11. Kaupum tuskur ©g stúgapaka. flBT Husgagnavinnusiofan m Balduregötu 39. Simi 4166. Samtal vlð Staunlng. Framhald af 1. sfiðu. gæta, að tala verkamanna í landinu hefir vaxið mjög mikið. í mörgum iðngreinum eru allir búnir að fá atvinnu, í nokkrum iðngreinum eru 8—10% at- vinnulausir, en meðal óiðn- lærðra verkamanna — dag- launamannanna — er tala at- vinnuleysingja töluvert hærri, þar eð sá hópur hefir vaxið mjög mikið við þær þúsundir, sem hafa streymt úr sveitun- um inn í bæina.“ — En hvað getið þér sagt okkur um stjórnmálaástandið? „Atvinnuleysið hefir auðvit- að gert mörgum verkamannin- um lífið beizkt og skapið biturt, og sennilega hefir það haft riokkur áhrif á seinustu kosn- ingar. Nokkrir hafa í blindum ákafa kastað atkvæðum sínum á einræðisstefnurnar — kommún- ista og nazista —, sem þó að sjálfsögðu eru alveg áhrifalaus- ar í dönskum stjórnmálum. Þær hafa sína 3 þingmennina hvor, en báðar vilja það sama: grafa ræturnar undan lýðræðinu eins og þær hafa gert annars staðar.' 43°|o kjósenda á bab vlð Alpýðuflokkinn. Við höfum ekki meirihluta einir, við fengum 43% allra greiddra atkvæða við seinustu kosningar, en ásamt hinum danska Framsóknarflokki — hinum róttæka vinstri flokki —, sem hefir um 10"% af greiddum atkvæðum, hafa lýðræðisflokk- arnir meirihluta í báðum deild- um ríkisþingsins, og við þennan meirihluta hefir stjórn mín stuðzt á ellefta ár. Auk hinnar knýjandi og mjög víðtæku kreppulöggjafar, sem við höfum gengizt fyrir, höfum við barizt fyrir hvers konar um- bótum á kjörum fólksins á grundvelli félagshyggju og lýð- ræðis. Við höfum komið á góð- um alþýðutryggingum, sem ná 'til atvinnuleysingjanna, hinna sjúku, öryrkjanna, gamalmenn- anna, munaðarlausra -barna, blindra, heyrnar- og mállausra og annarra, sem þjást af ólækn- andi sjúkdómum. Við höfum gengizt fyrir hinum stórkost- legu atvinnubótaframkvæmd- um og sett lög, sem tryggja öll- um verkamönnum 14 daga sum- arleyfi með fullum launum. Við höfum sett nýjar og betri reglur um lögskráningu á skipin og tölu skipverja á þeim, end- urbætt slysatryggingarnar, byggt ódýra bústaði fyrir gam- almenni, sem njóta ellistyrks, og barnmargar fjölskyldur, bú- staði fyrir landbúnaðarverka- menn og margt annað. Og loks höfum við alltaf hald- ið fast við hlutleysisstefnuna, sem við væntum að muni tryggja landið, ef til alvarlegri viðburða skyldi draga milli annarra þjóða.“ Ekki barizt nógu ákveðið oegn kemmánistum á íslandi. — Hvernig lízt yður á stjórn- málaástandið á íslandi? „Ég get nú ekki talað mikið af eigin reynslu um það, en mér hefir lengi skilizt, að hér væri ekki barizt nógu ákveðið á móti áhrifum kommúnismans. .Menn hefðu átt að sjá, hvaða hlutverk þessi hreyfing hafði á Þýzka- landi, þar sem hún leiddi hinar ógurlegustu hörmungar yfir verkalýðinn. Hvar sem þessi hreyfing nær að festa rætur, er hún ógæfa fyrir verkalýðinn, því að markmið hennar og hlutverk liggja fjarri öllum markmiðum lýðræðisins og verða þess vald- andi, eins og skiljanlegt er, að æsa mikinn hluta þjóðanna upp á móti verkalýðnum. En nú skilst mér, að skapað- ar hafi verið hreinar línur, og nú verður Alþýðuflokkurinn — laus við alla áhangendur ein- ræðisins — að vinna á grund- velli lýðræðisins að einingu allra þeirra krafta, sem vilja efla lýðræðið og taka þátt í heilbrigðri þróun atvinnulífsins og menningarinnar í þágu hins vinnandi fólks. Irygglleo framkoma viö Jón Baldvlnsson siönstn dagana, sem hann Itföi. Að flokkurinn skuli taka þátt í hinni almennu þjóðlegu ein- ingu til þess að ráða fram úr vandamálum tímanna, tel ég ekki nema rökrétta áfstöðu af hans hálfu eftir þá óeiningu og eyðileggingu, sem á undan var gengin. — Það hryggir mig, hví- líka framkomu Jón Baldvins- son varð að þola síðustu ævi- daga sína. Það var mikill missir fyrir okkur alla, að hann skyldi falla frá.“ — Og hvað segið þér svo um ástandið í alþjóðamálum? „Ja, hver ætti eiginlega að geta sagt nokkuð um það. Því miður eru ýmis alvarleg merki þess, að ófriður og slæmir tím- ar fyrir mennina séu í aðsigi. En það eru þó líka öfl að verki til þess að ráða fram úr óein- ingunni á samningagrundvelli. Mér virðist það mundu vera mikið happ, ef eitt eða fleiri stórveldanna gengist fyrir virkilega vx'ðtækum samninga- umleitunum um þau vandamál, sem nú er mestur hiti um. Ekki til þess að ræða um hvert einstakt stórt eða lítið mál, held- ur þannig, að allir settust raun- verulega við eitt og sama borð með það fyrir augum að kom- ast að virkilegri niðurstöðu um allt það, sem skilur, og ef til vill að fá úr því skorið með gerðardómi, sem nú er hætta á, að leiði til vopnaðra átaka. En því miður hefi ég ekki á- stæðu til að vænta slíkrar lausnar á þeim deilumálum, sem nú er talað um af svo mikilli alvöru. ForÉemi hinna frjálsu Norðurlandapjóða. Enginn getur sagt, hvað fram- tíðin ber í skauti sér, en tím- arnir hvetja okkur, sem tilheyr- um smáþjóðunum, til þess að standa saman um þá stefnu, sem hinar frjálsu, sjálfstæðu þjóðir á Norðurlöndum hafa tekið. — Ekki í stríði, heldur í bróðurlegri samvinnu mun sam- félag þjóðanna aftur lifa þá tíma, að áfram miði, að fræðsla og menning fari vaxandi og menn af öllum þjóðum lifi frið- samlega hlið við hlið. Og að lokum vildi ég biðja fyrir kveðju til íslenzku þjóðar- innar með hjartanlegri ósk um góðan árangur af því uppbygg- ingarstarfi í landinu, sem við allir getum séð fyrir augum okkar,“ SJómanna- og gesta~ heimili Siglufjarðar. SÁ GLEÐILEGI viðburður hefir gerzt, að á Siglufirði hefir verið opnað til almennra afnota sjómanna- ag gestaheimili. Það var opnað og tók til starfa sunnudaginn 23. júlí sðastlið- inn. Allir, sem eitthvað þekkja til á Siglufirði, vita, að nauðsynin á slíkri starfsemi sem þessari var ákaflega brýn, ekki sízt um síld- reiðitímann, þegar aðkomufólk, sem atvinnu stundar þar, skiptir mörgum þúsundum. Þrátt fyrir þörfina á slíku húsi sem þessu, hefir þó ekkert íslenzkt gesta- eða sjómannaheinxili verið til þar áður. Og að þetta heimili er nú tekið til starfa er fyrir áhuga og dugnað og fram úr skarandi at- orku stúkunnar Franxsókn á Siglufirði, og má það heita nærri því kraftaverk, að tíltölulega litil stúka skuli hafa afrekað þetta á svo stuttum tíma. Slíkt hefði hún ekke getað gert, nema til væru forgöngumenn, sem hvorki spör- uðu fé né erfiði til að korna þessu í kring og mættu skiln- ingi og stuðningi hins oþinbera og allra góðra manna. Stórhugur siglfirzku templar- anna var svo nxikill, að þeir ætl- uðu sér að byggja stórt og vandað nýtizku samkomuhús fyrir þessa starfsemi. Sá, er lín- ur þessar ritar, sá í vetur upp- drátt að slíku husi, er kosta nxundi hundrað þúsund krónur. En frá því urðu þeir að hverfa um skeið, því að þeir gátu ekki fengið innflutningsUgdi fyrir 'byggingarefni í það, og fleiri á- stæður munu hafa hamlað. En tíl þess að gefast ekki upp við að koma hugmynd sinni í fram- kvæmd strax, keyptu þeir hús Kvenfélags Siglufjarðar fyrir 36 þúsund. Félagið galö þúsund af þeirri upphæð, og húsið hefir verið mikið endurbætt og lagað til þessarar starfsemi, svo og í kringum það. Og nú hafa sjómenn og aðrir, sem þurfa athvarf, þar geta lesið blöðin, hlustað á út- ~ varp, skrifað bréf og hvílt sig f: rólegheitum. Þeir geta líka féngíð' þar geymd föt og því likt. sem erfitt er að hafa með sér tuu ,borð í skipunx eða í litlum Qg oft slæmum húsakynnum- Þá eru ýrnsar veitingar . seldar. vægara verði en annars staðar. Það þarf varia að efa, að sunn- lenzkir sjómenn og verkamenn notí I>etta nýja gestaheinxili, þvl að ekki þarf að efa, að ölluin verður þar vel tekið, og það skiptir lika máli, að nauðsynin á þessari starfsemi koxxxi í: ljós; því verði þetta húsxiæði of lítið, þá er þeinx, senx því hafa komið upp, treystandi til að halda á- fram og bæta við. Því stúkan Framsókn hefir ekki gefið upp þá von og ætlun sína. að koma upp nýju húsi á lóð sipni. Þégar heimilið var opnað tit | afnota var húsfylljr og allt af síðan lxefir verið gestkvænxt- Al- þingi hefir samkvæmt samþykkt styrkt stofnunina með 30 þús. króna tíUagi í stofnkostnað, bæj- arstjórn Siglufjarðar hefir ákveð- ið að láta 10 þús. kr. í samá skyni. Stjórn fyrirtækisins skipa, kosn ir af st- Framsókn: Pétur Björns- son kaupmaður, Öskar Þorláks- son sóknarprestur og Þöroddur Guðmundsson kosinn af bæjár- stjórn Sigluf jarðar. Skiiningur þess opinbera er lýsir sér í þeím fjárveitingum er ég hefi nefnt er góðra gjalda verður, og dugn- aður og fjárframlög stúkumxai og stúkufélaganna er frábær. þvj að koma þessu af stað svo mýnd- arlegt sem það er áð öllu leyti hefir kostað mikið fé, og feiknar- legt starf. Þeir, sem dvelja á Siglufirði um lengri eða skemmri tíma geta sannfært sig uin þah alit saman. — Og þeir geta stutt að því að þeir, sem þetta þarfa verk hafa unniö fái uppskorið þau einu laun sém þeir óska. Það að sem allra flestir komi á heinxilið og njóti þar gleði og gestrisni. Þeir geta líka létt und* ir með rekstrinum með þvi að kaupa þar þær veitíngar, sem þeir æskja og annars kéyptu ef tíl vill annars staðar. Þeir geta stutt þarfa og góða stofnun eftir efnum og ástæð- um, og notið þó mest sjálfir. ’ Felix Guðmuitdsson. "lf'tdsrmincla Akranes Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudag* strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi ,kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer ttl fteykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánuáaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjé- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BMreiðastöð ís- lands, sími 1540. Blfreiðastðð Akureyrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.