Alþýðublaðið - 05.08.1939, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1939, Síða 2
LAUGARDAGINN 5. ÁG. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Og þarna stóð hún nú og grét. Svínahirðirinn skammaðist og regnið streymdi úr loftinu. Ó, hvað ég er mikill vesaling- ur, sagði prinsessan. Hefði ég bara tekið fallega prinsinum. Og svínahirðirinn fór á bak við tré, þurrkaði — Ég fyrirlít þig, sagði hann. — Þú vildir óhreinindin framan úr sér, fór úr tötrunum ekki eiga heiðarlegan prins og þú fyrirleizt og gekk nú fram sem prinsinn og var svo rósina og næturgalann, en þú kysstir svína- fallegur, að prinsessan hneigði sig, þegar hún hirðinn fyrir ómerkilegt hljóðfæri. Og vertu sá hann. nú sæl. Og svo fór hann í konungsríki sitt, gekk inn í höllina og lét lokur fyrir. Og þá stóð hún úti fyrir og söng: Ach, du lieber Augustin. Hraðferðlr Steindðrs tfll Akureyrar um Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á kif* reiðastöð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes annast sjéleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Kristniboðsfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði fara í hópferð á mánudaginn kemur me'ð Fagranesi til Akraness. Þar verður haldin samkoma, og verða margir ræðumenn, söngvar sungn ir og hljóðfærasláttur. Lagt verð- 'ur af stað kl. 1 e. h., og kosta farmi'ðar 3 krónur báðar leiðir. Eru þeir seldir á Þórsgötu 4, á Laugavegi 1 og Ásvallagötu 13. Einnig í Hafnarfirði hjá Jóel Ing- varssyni. Kristniboðsvinir eru hvattir til að taka þátt í þessari för. Blfreiðastðð Stelndórs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Geri við saumavélar, allsken- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Um 20 hraðfrystistöðvar ern ni til á landina. »----- En dragnétaveiðar hafa verið litlar í snmar, svo að stððvarnar hafa ekki haft nðn að starfa. A LDREI fyrr hafa skil- yrði til hraðfrystingar verið eins góð hér á landi og í sumar. Alls eru nú á land- inu um 20 hraðfrystistöðvar — og er þetta einn árangur- inn af baráttu Alþýðuflokks- ins á undanförnum árum fyr- ir endurnýjun sjávarútvegs- ins, þannig, að víkkað væri svið hans, svo að við Islend- ingar þyrftum ekki, eins og alltaf áður, að binda okkur við saltfiskframleiðsluna eina saman. Hraðfrystistöðv- ar eru nú komnar á eftirtöld- um stöðum: Reykjavík þrjár, Keflavík tvær, Vestmannaeyjum tvær og ein á eftirtöldum stöðum: Norðfirði, Seyðisfirði, Þórs- höfn, Húsavík, Akureyri, Siglufirði, Skagaströnd, Isa- firði, Flateyri, Bíldudal, Stykkishólmi, Akranesi og á Ólafsvík er nýbyggt frysti- hús, sem tekur til starfa inn- an skamms. Á Þingeyri er starfandi frysti- hús, en það frystir einungis hval til refaeldis hér og flytur einnig hval til Noregs. Allar þessar hraðfrystistöðvar hafa verið reistar með styrk og að tilhlutun fiskimálanefndar. Hefir nefndin einnig hjálpað frystistöðvunum til að hefja reksturinn og sent kunnáttumenn til að kenna heimamönnum með- ferð fiskjarins. Einnig hefir Fiskí- málanefnd sent kvenfólk frá frystihúsi sínu hér í Reykjavík til að kenna konum flökun qg pökkun á hinum ýmsu stöðum. Því miður hefir dragnótaveiði verið mjög treg í sumar, svo að frystistö’ðvarnar hafa ekki haft nóg að starfa, enda hefir fjöldi vélbáta, sem annars hefðu getað stundað dragnótaveiðar, farið á síldveiðar. Fiskimálanefnd gaf Alþýðu- blaðinu í morgun eftirfarandi upplýsingar um dragnótaveið- arnar í síðasta mánuði. „Dragnótaveiðin var mjög treg í júlímánuði. Einkum var lítill afli síðari hluta mánaðarins, enda dró þá mjög úr þátttöku í vei'ð- unum og margir bátar bjiuggust til síldveiða. Þann 31. júlí höfðu frystihúsin tekið á móti til fryst- ingar alls um 952 smál. af rauð- sprettu og sólkola, 132 smál. af lúðu og 44 smál. af öðrum flat- fiski. Rauðspretta og sólkoli skiftist þannig á stærðarflokkana: Rauðspretta do. do. Sólkoli do. do. I. 364.896 kg. II. 176.055 — III. 126.003 — I. 168.251 — II. 62.075 — III. 55.274 — Samtals: 952.554 kg. Stærðarhlutföll kolans eru betri hú en í fyrra. Stærstur er kolinn fyrir norðan land, en smæstur á Vestfjörðum. MegniÖ af lúðunni, sem veiddist, var smálúða undir 4 kg. ► Frá ársbyrjun til júlíloka er búi'ð að flytja út um 1200 smál. af frystum fiski og hrognum fyrir um 1200 þúsund krónur. Auk þess hleður s.s. „Brúarfoss1" væntanlega um miðjan þennan mánuð 350—400 snrál. af frystum fiski til Englands. Mikið af því verður þorskur, ýsa, steinbítur og aðrar ódýrar fisktegundir." Bókarfrega: HeimiIisdagbókiB. Útgefandi: Guðl. Br. Jónsson. ÞÉSSI nýja bók, sem hér er nefnd, er sérstæð, og virð- ist hafa þurft talsvert áræði til að gefa út í bókarformi þennan tíning úr símaskrá, matreiðslu- bókum, skattalöggjöf og ýmsu öðru, líka er það mikil bjart- sýni á kaupgetu fólks, að ætl- ast til, að það kaupi þessa fróð- leiksmola á 3,75. í bókinni er snoturt dagatal, og er meir en helming þess kastað á glæ, þar sem árið er meira en hálfnað, þegar daga- talið kemur í hendur kaupend- anna. Hins vegar er því ekki að neita að Heimilisdagbókin hefir mmmm inni að halda ýmsan fróðleik, sem að gagni frá koma, en þó geta allir átt handhægari að- gang að honum á öðrum stöð- um. Auglýsingarnar eru nú ann- ars það læsilegasta í þessari bók, þótt þeim sé dreift af handa hófi víðs vegar um bókina. í flestum tilfellum eru þær eyðilegging á almennilegri bók. Prófarkalestur er lélegur og villur margar, en verst er þó, að það er beinlínis rangt skýrt frá mörgu, sem máli skiptir. T. d. gæti ég hugsað, að skatt- stjórinn væri ekki ánægður, ef við greiddum tekjuskatt eins og útgefandi bókarinnar vill vera láta. Ef þessi bók hefði komið út snemma á árinu, og ef útg. hefði sleppt öllum upp- skriftum um matreiðslu á hvalkjöti og rabarbara, þá hefði margur viljað eignast hana, og haft gagn af því. Reykjavík, 31./7.. 1939. G. G. Heyskapur minn. Ég er búinn a'ð fara vestur. (Fór í Borgarnes og þar um land- nám Skallagríms. É;.g heimsótti Kristján oddvita í Laxávdalnum, við erum bræðrasynir. Hann tók vel á móti mér, búinn að lneyja fuila hlöðu. Enginn maður þar í sveit man eftir annari eins tíð, gamall maður, 80 ára, aldrei lifað aðra eins tíð. Garðrækt í bezía lagí. Haraldur (Halli) Ásgeirs hitti mig og tók mig heim til sín og gerði mér gott, góður háungi, enda mjög greiðugur. Ég heimsótti konuna á Mógili. Hún er systír Guðmundar skipstjóra, 'sem ég bý h.já. Hún tók mér ágætlega. Hiaðan var full. Blind- ur maður hafði hlaðið í hana. Hann er góður smiður, þó að blindur sé. — Oddur Sigurgeirs- son hjá Guðm. Sigurðssyni skip- stjóra við Sundlaugaveg. Póstfer&ir f dag'. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Þingvellir. Þrasta- lundur. Hafnarfjörður. Austan- póstur. Grímsness- og Biskups- tungnapóstar, Akranes. Borgar- ínes. Stykkishólmspóstur. Norð- anþóstur. Álftanesspóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Þingvellir. Þrasta- lundur. Hafnarfjörður. Fljótshlíð- arpóstur. Austanpóstur. Akranes. Borgarnes- Álftanesspóstur. Norð- ánpóstur. Snæfellsnesspóstur. Stykkishóimspóstur. Útbreiðið Alþýðublaðið! CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnki á Bonnty. 36. Karl ísfeld íslenzkaði. án þess að segja meira. — Gefðu honmu spark í rassinn, Quintal, hrópaði einhver, og þegar ég leit upp, sá ég tvo menn lúta yfir lestaropið. Við Stewart gátum ekkert vopnlausir. Við urðum að hlýða skipun Churchills. Bæði hann og Thompr.on voru sterkir menn, sem ekki voru okkar meðfæri, jafnvel þótt þeir væru vopn- lausir. Mér varð hugsað til Christians, sem var jafnfljótur til átaka og hann var fljótur að átta sig, en ég þóttist viss um, að engin von væri til þess, að hann væri laus. Hann stjórnaði morgunvaktinni og þeir höfðu vafalaust ráðizt á hann og tekið hann höndum fyrstan manna, jafnvel áður en þeir tækju Bligh. Stewart horfði framan í mig og hristi höfuðið, eins og hann vildi segja: Það er þýðingarlaust, við getum ekkert gert. Við klæddum okkur í snatri, og Churchill skipaði okkur því næst að ganga á undan sér fram á skipið. — Geymdu hina í klefanum, Thompson, hrópaði hann. Það stóðu margir vopnaðir. menn við káetuna frammi í skipinu. Meðal þeirra var Alex- ander Smith, og hafði ég þó ekki efazt um heiðarleika hans. Ég varð undrandi, þegar ég sá, að hann var í flokki Churchills, en það, sem ég sá á þilfarinu, olli því, að ég gleymdi því, að Alexander Smith var yfirleitt til. Bligh skipstjóri stóð við sigluna á skyrtunni einni saman og voru hendurnar bundnar á bak aftur. Christian stóð fyrir fram- an hann. Hann hélt í bandið, sem Bligh var bundinn með, en í hinni hendinni hafði hann byssusting. Umhverfis hann stóðu margir hásetanna vopnaðir. Meðal þeirra þekkti ég John Mills, ísaac Martin, Richard Skinner og Thomas Birkitt. Churchill sagði okkur: — Þið nemið staðar hér. Við skulum ekki vinna ykkur mein, ef þið ráðizt ekki á okkur. Svo fór hann. Við Stewart höfðum álitið, að það væri Churchill, sem stjórn- aði uppreisninni. — Hann hafði sætt þungri hegningu fyrir flóttatilraun sína á Tahiti. Ég vissi, hve innilega hann hataði Bligh, og það var auðvelt að skilja, að létt væri að æsa hann til uppreisnar. En að Christian gæti gert þetta, hversu sterkar orsakir, sem til þess kynnu að vera, var meir en ég hefði getað trúað. Stewart sagði aðeins: — Það er Christian, ham- ingjan góða, þá er það vonlaust. Allt virtist vonlaust. Þeir einu, sem ég sá vopnlausa á þil- farinu, vorum við Stewart og Bligh. Skipið var alveg á valdi uppreisnarmanna. Við höfðum verið reknir á þilfar í því skyni, að aðskilja okkur liðsforingjaefnin, svo að við gætum ekki sam- einaðir hafið gagnárás. Þegar við nálguðumst Bligh, heyrðum við Christian segja: — Gerið svo vel að þegja, eða ég skal neyða yður til þess? Ég er nú skipstjóri á þessu skipi, og ég vil ekki hlusta á yður lengur! Svitinn rann ofan eftir andliti Bligh’s. Hann hafði öskrað af öllum mætti: — Morð! — Föðurlands- svik! — Skipstjóri á mínu skipi! Þvílíkur uppreisnarhundur! Ég skal láta hengja yður! Ég skal láta húðstrýkja yður til dauðs. Ég skal —. — Þegið þér, annars eruð þér dauður maður. Christian brá oddi byssustingsins að hálsi Blighs og það var ekki hægt að misskilja augnaráð hans. Dragið fyrir barkann á honum, rífið hann á hol, kastið honum útbyrðis! heyrði ég ýmsa hrópa. Þá fyrst skildi Bligh, hvað ástandið var alvarlegt. Stundarkorn stóð hann þögull, dró þungt andann og horfði ráðþrota í kring um sig. Herra Christian, lofið mér að tala, sagði hann, og röddin var hás. — Látið mig lausan og leggið niður vopnin. Við skulum sættast. Ég legg við drengskap minn, að aldrei skal verin minnzt á þetta mál framar. — Við treystum yður ekki. Hefðuð þér verið drengskapar- maður, hefði þetta aldrei skeð. — Hvað ætlið þið að gera við mig? — Við ætlum að skjóta þig, bölvaður þorparinn þinn, sagði Burkitt, og mundaði byssuna. — Það er alltof gott handa honum. Bindið hann á hlera, og látið hann bragða sitt eigið eitur! Húðstrýkið hann, herra Christian. — Fláið af honum húðina! — Kyrrir, hrópaði Christian ákveðið. Svo sagði hann við Bligh: — Við látum yður njóta réttlætis, en það er meira en þér eigið skilið. Við ætlum að flytja yður í böndum til Englands. Margir gripu fram í fyrir honum. — Til Englands! Það skal aldrei verða. — Það kemur ekki til mála, herra Christian. Nú var allt í uppnámi á þilfarinu, og allir uppreisnarmenn- irnir mæltu á móti tillögu Christians. Aldrei var líf Blighs 1 jafnmikilli hættu og þessa stundina, en það verður að segja honum til hróss, að ekki vottaðí fyrir ótta í svip hans. Háset- arnir voru gersamlega óviðráðanlegir, og minnstu munaði, að hann væri skotinn, þar sem hann stóð, en hann starði bara á þá, hvern af öðrum, éins og hann skoraði á þá að gera það. Sem betur fór, beindist athyglin að öðru, því að í sama bili kom Elli-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.