Alþýðublaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 3
FIMM1UDAGINN 10. égó/jt 1809 ALi>¥0LBLAÖÍ© ALÞÝÐUBLAÐIÐ MTSTJÓEI: F. R. VALDEMARSSON. í íjarveru han»: STEFÁN PlTURSS®N. AFGREBÖSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4801: Ritstjórn (innl. frétttr). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Péturssen (heima). ALÞÝSUPRENTSMIÐJAN Tvær enduiv minniiigar. SUMIR MENN virðast geta löðrungað sjálfa sig án þess að roðna viö eða vita nokkuð af því. Þannig er það að minnsta kosti um kommúnista. t langri gnein, sem birtist í blaði þeirra í gær, er meo nokkr- um orðum minnzt á kjör togara- sjómanna hér á landi, áður en togaravökulögin voru samþykkt, og þeim lýst á eftirfarandi hátt: „Skelfilegrí þrældómur en vinn an á togurumim, áður en togara- vökulögin komu, hefir aldrei þekkzt hér á landi. Togaravöku- lögin forðuðu því, að heil kyn- sló'ð togarasjómanna væri bók- staflega drepin með þrældómi á nokkrum ártun". Við nánari lestur kemst maðui að raun Um,;að pess er vandlega gætt að geta þess að engu, hver það var, sem fyrir togaravöku- lögunum barðist og bar þau fram til sigurs. Það er farið nokkrum orðum um tilraunir Péturs Otte- sen til að spilla fyrir framgangi þeirrá á alþingi árið 1921, en steínþagað um manninn,' sem í heilan áratug barðist þrautseigri baráttu fyrir því á alþingi, að fá tógarasjómönnunum tryggða lág- markshvíld, fyrst einn síns liðs, síðar með aðstoð annarra, sem hann gat unnið til stuðnings við fiið goða málefni, með þeim á- rangri, að hvíldartíminn var ár- íð 1921 lögákveðinn sex stundir á sólarhring og s|ö árum seinna, árið 1928, átta stundir, eins og hann hefir verið síðan. Eh* það er þýðingarlaust fyrir biað kommúnista að ætla sér að þegja um nafn JÖns Baldvíns- sonár í sambandi við togaravöku- lögin. Því að nafn hans er svo nátengt þeim, að þeirra verður aldrei minnzt á meðal íslenzkra togarasjómanna og íslenzkrar al- þýðu yfirleitt, án þess að um leið verði hugsað með hlýjiu og þakk- læti til hans, sem Barðist fyrir þeim frá upphafi, fékk þau sam- þykkt og forðaði með því ótöld- um togarasjómönnum' frá því að falla í valinn á bezta aldri og fjölskyldum þeirsa frá því að missa fyrirvinnu sína eftir örfá ár..; ¦: <..' En. það er ef til vill skiljan- Jegt, að kommúnistar kynoki sér við því að nefna nafn Jóns Bald- jvinssonar í sambandi við togara- vökulögin, því að allt tal þeirra um þau minnir einnig á þær þakkir, sem hann fékk hjá. þeim fyrir unnið ævistaff í þágu ís- lenzkra togarasjómanna og ís- lenzkrar alþýðu yfirleitt, þegar hanri mætti á siðasta Dagsbrún- * arfundinum, þrotinn að heilsu, og var hrópaður niður og sví- virtur af þeim ræktarlausu rudd- um, sem þar höfðu forystu fyr- ir kommúnistum. Þ«egar. kommúnistar fara að skrifa af fjálgleik um togara- vökulögin eftir slíka ,,|ramkomu Ætluðu aðppsi inni santSk nngra jafnaðar- manna á NorínrlSndnni! —,—___—» Bréfaskriftir ,Æskuiýðsfylkingar4 komm ÚHÍsta hér tii samvinnunefndar ungra norrænna jafnaðarmanna i Oslo. A NORÐTJRLÖNDUM er ¦*"*• starf andi samvinnunef nd ungra riorrænna Alþýðuflokks- manna. Forseti nefndarinnar er Gunnar Sand, sem jafnframt er forseti S. U. J. í Noregi, og hef ir hefndin aðsetnr sitt í Oslo. Er starf þessarar samvinnunefnd ar svipað starfi samvinnunefnd- ar Alþýðuflokkanna og Alþýðu- sambandanna á NorðurlÖnd- um að auka samvinnu og sam- hug bræðraflokkanna í þéssum löndum. Koma f ulltrúar f lokkanna saman í einhverju landanna og ræða þar áhugamál sín svo og á hvern hátt samvinna þeirra í milli verði bezt framkvæmd. í fyrrasumar sat ég, ásamt Pétri Péturssyni, fund sam- vinnunefndar æskulýðssam- banda Alþýðuflokkanna á Norð- urlöndum, sem þá var haldinn í Finnlandi. Á þeim fundi mættu fulltrúar frá öllum löndunum, og var það í fyrsta skipti sem fulltrúar frá íslandi mættu á furidi hennar. Var S.U.J. á íslandi þá boðin þátttaka í samvinnunefndinni, óg á þingi sambandsins s.l. haust var samþykkt að taka þessu ágæta boði og sækja um upptöku í nefndina. Jafnframt því sem S.U.J. var tilkynnt, að því hefði verið veitt sæti í nefnd inni, var sambandinu boðið að senda fulltrúa á næsta fund samvinnunefndarinnar, sem að þessu sinni verður haldinn í Noregi. Er sama fyrirkömuíag á fundahóldum þessarar nefndar og fundahöldum samvinnu- nefndar Alþýðuflokkanna, að þau eru til skipti§ í einhverju Norðurlandanna. Þykir ætíð hinn mesti fengur að fá að halda fundiria í heimalandi, og hefir aldrei heyrzt talað um að um innflutning skoðana eða fyrirskipanir útlendinga væri að ræða í sambandi við slíkar heimsóknir. En svo uhdarlega bregður við, að þegar Alþýðuflokkurinn á íslandi, í fyrsta skipti í sögu sinni, er þess megnugur að bjóða hingað fulltrúum bræðra- flokkanna á Norðurlöndum til fundahalda um sameiginleg á-, hugamál, þá ærast kommúnist- ar, láta öllum illum látum út af heimsókninni, tala um í- hlutun í íslenzkri pólitík; ög Alþýðuflokkurinn íslenzki hafi selt sig sænska Alþýðúflokkn- um og annað þess háttar. Þannig tala kommúnistar hér heima um samvinnu nor- rænna Alþýðuflokksmanna, en þeií telja það ekki eftir sér að haga sér Öðruvísi, þegar þejr eru staddir í einhverju Norður- landanna eða eru að skrif a beiðnir um að ,,fá að vera með". Þá syngur nokkuð annað í þeim. Þá eru þeir nú eitthvað annað en kommúnistar. Þeir telja það við. þann mann, sem allar þakk- imar á fyrir þau, þá á maður erfitt með að verjast þeirri hugs- un, að þeim hefði verið sæmra að þegja. þá ekki eftir sér að ljúga inn greinar erlendis um ísland og íslenzk stjórnmál undir því yfir. skini, að þeir séu Alþýðuflokks- menn, eins og nú nýlega kom fyrir í Stokkhólmi, að einn ís- lenzki kommúnistinn skrifaði grein um verkalýðshreyfing- una á íslandi í tímarit Alþýðu- flokksmanna þar undir því yf- irskini, að hann væri Alþýðu- flokksmaður. En bezt er að segja kommúnistum það strax, að slíkt kemur ekki fyrir aftur, og tilraunin, sem þeir nýlega gerðu í Noregi til þess að ljúga sig inn í samtök ungra Alþýðu- flokksmanna, mistókst algjör- legá. *• Skömmu eftir að S.U.J. hafði verið tekið með í samvinnu- nefnd ungra Alþýðuflokks. manna á Norðurlöndum, fóru skrifstofu nefndarinnar í Oslo og forseta hennar, Gunnar Sand, að berast bréf frá félags- skap hér í bæ, sem kallar sig „Æskulýðsfylkingin." í bréfun- um tjáði þessi félagsskapur sig vera ákaflega jafnaðarsinnaðan og vildi hafa sem nánasta sam- vinnu við „bræðraflokkana" í samvinnunefndinni. Undir flest bréfin skrifaði forseti æsku- lýðsfylkingarinnar, „Alþýðu- flokkssinninn" Eggert Þor- bjarnarson, sem frægastur hefir orðið fyrir samvinnu sína við íhaldið á ísafirði í baráttunni á móti Alþýðuflokknum. í þessum bréfum sínum seg- ir Æskulýðsfylkingin með mörgum fögrum orðum, hversu trúföst hún sé stefnu Alþýðu- flokkanna á Norðurlöndum, og hversu mikill fengur henni væri að því að vera með og taka þátt í störfum samvinnunefnd- aririnar. (Ef til vill hefir Egg- ert Þorbjarnarson ætlað sér að sitja fund ungra Alþýðuflokks- manna í Oslo á sama ,tíma og hann er þar á fundi ungra kommúnista). Til þess að vera óruggir um að „fá að vera með" — ljúga Æskulýðsf ylkingar- mennirnir því, að þeir séu eini starfandi félagsskapur ungra jafnaðarmanna á íslandi! * ,;Ef til vill hafa þessir ágætu „Alþýðuflokkssinnar" hér heima á fslandi haldið, að ung- ir Alþýðuflokksmenn utan land- ins vissu ekkert um ísland og íslenzk stjórnmál, og þess vegna væri hægt að segja þeim það, sem bezt hentáði fyrir „fylkinguna" og kommúnistana hér. En þar brást þeim bogalistin. Skrifstofa samvinnunefndarinn- ar skrifaði Sambandi ungra jafnaðarmanna og bað um upplýsingar um þennan félags- skap, sem kallaði sig „Æsku- lýðsfylkingu," jafnframt því, sem skrifstofan bauðst til þess að lána S.U.J. þau bréf, sem henni höfðu borizt frá „fylk- ingunni". Skyldi S.U.J. taka þessi bréf til athugunar, því að samvinnunefndinni fannst, sem og ekki var undarlegt, að margt af því, sem í bréfunum stæði, væri þannig, að full ástæða væri til að tortryggja þær upp- lýsingar, sem þar væru gefnar um íslenzk stjórnmál og æsku- lýðsfélagsskap ungra Alþýðu- flokksmanna, jafnframt því, sem S.U.J. fengi vitneskju um hvers konar fréttaflutningur þessara Æskulýðsfylkingar- manna væri. Og nú, á sama tíma og Þjóð- viljinn skrifar í sambandi við fulltrúafund norrænna Alþýðu- flokka og Alþýðusambanda hér í Reykjavík, um að „Skjald- borgin skjóti máli sínu undir erlendan dómstól, óminnug þess, að íslendingar vilja engar utanstefnur hafa," fær S.U.J. bréf frá „Den nordiske sam- arbeidskomiteen" undirskrif- að af Gunnari Sand. En í því bréfi segir m. a.: Frá Æsku- lýðsfylkingunni á íslandi hefir samböndum ungra Alþýðu- flokksmanna í hinni norrænu samvinnunefnd, borizt beiðni, þar sem þess er farið á leit, að Æskulýðsfylkingin fái að ger- ast þátttakandi í störfum sam- vinnunef ndarinnar." Slík sem þessi er starfsemi kommúnista. Þeir hafa ekkert tækifæri látið ónotað til þess að svívirða Alþýðuflokkana á Norðurlöndum. En í voninni um Fyrstu Irarnir, sem vísað var úr íandi á Englandi, grunaðir um þáttöku í ofbeldisverkum írska lýðveldishersins, eftir að sérstök lög voru sett þar að lútandi. Myndin er tekm, um borð í skipinu „ Hibernia", sem flutti þá til Dublin á írlandi. það að geta spillt fyrir Alþýðu- flokknum hér hjá þeim, reyna þeir nú að ljúga sig inn á þá með hræsnisfullum orðum um það, hversu heilög þeim sé sú stefna, sem Alþýðuflokkarnir á Norðurlöndum fylgja, og hversu mikið þeim þyki undir því kom- ið, að mega vera með í starfi þeirra. K. R. Kynningarstarf íslendinga: Hvað hafa utanf arir prlggja fprittaflokka kennt okknr? fyRÍR íslenzkir íþrótta- *^ flokkar hafa farið utan á þessu sumri, og sá f jórði er í þann veginn áð leggja af stað. Kvennaflokkur úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur fór út til Danmerkur snemma í sumar undir stjórn Benedikts Jakobssonar og sýndi leikfimi í Danmörku ög jafnvel víðar, Knattspyrnufélagið Fram fór og til Danmerkur og þreytti þar knattspyrnu. Piltar og stúlkur úr Glímufélaginu Ármanni f.óru til Svíþjóðar undir stjórn Jóns Þorsteinssonar á alþjóðlegt fim- leikamót og úrval úr knatt- spyrnufélögunum Val og Vík- ingi fer til Þýzkalands innan fárra daga og þreytir þar knatt- spyrnu. Margir munu hafa sagt, áður en flokkarnir fóru, að þeir hefðu lítið að gera utan, að iþróttalíf okkar íslendinga myndi fölna meðal stórþjóðanna — og marg- ir íslendingar eru þannig skapi farnir, að þeir telja verr f arið en heima setið, ef ekki tekst að sýna einhver afrek. En hvernig hefir flokkunum þá reitt af? Hvernig eru,dóm- arnir um frammistöðu þeirra? Nágrannaþjóðir okkar vita, að við stöndum tiltölulega framar- lega í fimleikum, enda höfum við betri skilyrði til að æfa þá íþróttagrein en flestar aðrar. Samt sem áður bjuggust Danir varla við því, að K.R.-stúlkurn- ar myndu geta sýnt áþreif anlega yfirburði, en þetta tókst þeim — og öll dönsk blöð voru full af lofsamlegum ummælum um leikfimi þeirra — og það var auðséð á þessum dómum sér- fróðra danskra manna, að þeir voru dálítið undrandi. En ef til vill hefir þó frammi- staða knattspyrnufélagsins Fram komið þeim ennþá meira á óvart. Danskur þjálfari, sem var hér í fyrra sumar, hafði skýrt frá því opinberlega, að þetta knattspyrnufélág væri á- líka og þriðja flokks félag í Dan. mörku. Þó þótti Dönum vissara að velja úrvalslið til að keppa við það. Úrslitin urðu eins og kunnugt er. Fram sýndi glæsi- lega yfirburði og Danir stóðu alveg undrandi yfir léttum leik þess og hraða. Aðeins eitt út- kjálkablað lét einhver hnjóðs- yrði falla til gestanna, önnur blóð sýndu þá kurteisi að láta gestina njóta sannmælis. Loks koma Ármannsflokk- arnir 'af alþjóðafimleikamótinu í Stokkhólmi, og þar er útkom- an hin sama, Enda þótt Sví- um gæfist kostur á þessa Lingiaden-daga að sjá allt hið bezta, sem heimurinn hefir upp á að bjóða í fimleikum um þess- ar mundir, þá ljúka öll blöðin miklu lofsorði á fimleika Ár- menninga og telja þá alveg dá- samlega í vissum greinum —¦ og um harða 'gagnrýni á kerfi eða aðferðum er alls ekki að ræða. Margir töldu Ármann fífldjarf- an að ráðast í þessa för, sem í útkomunni hlaut að verða eins og samkeppni milli þjóðanna. En Ármenningar stóðust sann- arlega prófið undursamlega vel. Þetta er útkoman af utanf erð- um íslenzkra íþróttamanna á þessu sumri. Við íslendingar getum sannarlega verið full- komlega ánægðir með hana. Hin litla þjóð okkar — aðeins tæþar 120 þúsundir manna —-hefir sómt sér vel í þessum fögru list- um við hlið stórþjóðanna. Við megúm ekki gleyma því, áð við höfum fleira að flytja út en síld, þorsk, kjöt og gærur. Við þurf- um líka að flytja út vitneskjnna um það, að hér búi siðmenntuð þjóð, þjóð, sem keppir að því að ná því marki að sýna það bezta í líkamlegu og andlegu at. gervi, sem hún á völ á. Því fé, sem eytt hefir verið í þessar ut- anfarir, er ekki á glæ kastað. Þær hafa verið stórkostlegar auglýsingar fyrir þjóðiria,—- og við munum uppskera af þyí. . Þetta sumar hefir fært ísland nær umheiminum í andíegum skilningi. Það hefir betur en flest önnur sumur sannað ná- grannaþjóðunum, að við erum sjálfstæð þjóð og viljum vera það. Eftir fáa daga koma einir allra kunnustu blaðamenn Dan- merkur hingað til lands í boði Blaðamannafélags íslands. Það er framhald af kynningarvið- leitni okkar íslendinga á þessu sumri — og ekki veigaminnsta atriði hennar. ** Hraðferðir Sfeindérs tll Akureyrar uin Akranes erns Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bll" reiðastöð Oddeyrar, sími 26@. M.s. Fagranes aniiast sjéleiMna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. BifreiðastiSð Steindors Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Hraðferoir B. S. A. Alla daga aema jmánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- iands, sími 1540. BifreiðastSð Akurejrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.