Alþýðublaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1939. ALÞYÐUBLAÐKÐ — Halló! Hérna kem ég, hrópaði Hans klaufi. Sko, hvað ég fann á veginum. Og svo sýndi hann þeim dauða kráku, sem hann hafði fundið. En bræðurnir riðu þegjandi á undan. Þeir töluðu ekki orð, því að þeir þurftu að hugsa um öll þau fyndniyrði, sem þeir ætluðu að segja við kóngsdótturina. — Klaufi, sögðu þeir. — Hvað ætlar þú að — Já, gerðu það, sögðu þeir og hlógu. gera með hana? — Ég ætla að gefa kóngs- dótturinni hana. Hlnar vinsæln hraðferðir Steindðrs Iðl Aknreyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laufardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Aknreyri er á bií- reiðastöð Oddeyrar, M.s. Fagranes anuust sjóleitlina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. AHar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Torgsala á morgun við Hótel Heklu og á torginu við Njálsgötu og Barónsstíg. Alltaf nýtt og mikið grænmeti. Mikið af tómötum og alls konar græn- meti. Ódýrast á torginu. Stelndór. Kaupið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Bærinn og sumarfrí verka- rnanna. Hvers vegna ekki 6 dagar? Óþægilegt fyrir verkamenn. Sviknar kápur. Bréf frá öskuvondri ungfrú, sem þykir gott að eiga mig að. Bréf frá húsfreyju í út- hverfi um KRON-bílinn og kettina. Verkamaður skrifar um buxurnar sínar. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. BÆRINN SÝNDI þá rögg af sér fyrir nokkrum árum að fara að gefa verkamönnum sínum, þ. e. þcim, sem hafa fasta vinnu hjá honum, sumarfrí. Ákvað bæjarráð eftir töluvert rifrildi, að verka- mennirnir skyldu hafa 5 daga. Verkamenn hafa almennt notað sér þetta frí, þessa gjöf frá bænum, eins og bæjarráðsmenn flestir líta á það. En af hverju gat bærinn ekki haft þetta frí einum degi leng- ur? Það þýddi í flestum tilfellum vikufrí fyrir verkamennina. Flest- ir vilja fara úr bænum í sumarfrí- inu sínu. Ef verkamaður fær frí sitt á mánudegi, þá verður hann að fara heim á föstudegi til að geta mætt til vinnunnar á laugardags- morgni. Ef fríið hefði hins vegar verið 6 dagar, þurfti verkamaður- inn ekki að fara heim fyrr en á sunnudagsmorgni. „ÖSKUVOND OG SVIKIN ung- frú“ skrifar mér eftirfarandi bréf: „Ég keypti fyrir nokkru svo- kallaða silkiregnkápu, sem raunar er þ.ó ekki úr silki. Þessi kápa var búin til hér á landi af íslenzku iðn- fyrirtæki. Ég fór í kápunni til jarð- arfarar og meðan ég stóð við í kirkjugarðinum gerði skúr og á eftir breiskjuhita. Mér fannst káp an verða eitthvað einkennileg við þetta og mér brá í brún er ég kom heim og ætlaði úr henni. Hún háfði eyðilagt nokkuð af fötum mínum, ég hafði handleggina nakta undir kápunni og ég varð í raun og veru að rífa hana utan af hand- leggjunum. Við það meiddi ég mig og ég var auk þess lengi á eftir að þvo af mér bráðið gúmmíið. Svona lagað tel ég alger svik, vörusvik, og ég var komin á fremsta hlunn með að kæra þetta fyrir lögregl- unni, en ekkert varð úr því, líkast til helzt vegna þess, að maður er alltaf seinn til stórræðanna. Eina bótin er að eiga þig að, Hannes minn, með þinn ágæta dálk. Þú getur um þetta fyrir mig.“ ÉG HEFI EKKI ástæðu til að rengja þessa sögu, enda hafði ég heyrt eitthvað líkt áður um þessar ,,silki“-kápur hins íslenzka iðnað- ar. Hvernig fer fyrir íslenzkum iðnaði, ef slíkt og þvílíkt er þolað? Hann á þá enga framtíð fyrir sér, og hið opinbera verður að neyðast til að fara að flytja inn frá útlönd- um þær vörutegundir, sem sam- svara þeim vörutegundum, sem hér eru búnar til og' þannig „svindlað" inn á fólk. B. B. SKRIFAR MÉR alllangt bréf. Hún segir meðal annars: „Ég DAGSINS. byrja vanalega á dálkum þínum í Alþýðublaðinu og sakna þeirra, ef þá vantar. Ég veit, að þú vinnur aS ýmsum umbótum með þeim. Ég vil þess vegna biðja þig fyrir eftir- farandi línur. Ég og margar aðrar húsmæður viljum fá sölubílinn frá KRON einu sinni í viku, því að þar voru aðeins seldar vel umbúnar vörur af prúðum og hreinlátum mönnum. En þessi hlunnindi virð- ast blessuðum yfirvöldunum hafa þótt of góð handa okkur, sem bú- um í úthverfum bæjarins og ekki einu sinni höfum sorphreinsun og litla von um hitaleiðslu. Við ósk- um margar eftir sölubílnum oftar, því að okkur finnst það alveg á- stæðulaust að banna það, sem er til aukinna þæginda, en láta þær plág- ur viðgangast, sem eru til tjóns, skapraunar og annarra óþæginda fyrir marga.“ „í ÞVÍ SAMBANDI vil ég þá fyrst og fremst nefna kettina, sem hafa verið frá 2—15 að tölu í görð- unum hjá mér í sumar og rifið upp plöntur, nagað eða brotið urrandi og með alls konar kattahegðun. Auk þessa eru þeir búnir að drepa 14 hluta af ungunum mínum, sem þeir hafa náð í inni í 180 sentim. hárri fuglagirðingu á daginn, þrátt fyrir góða gæzlu. Svo virðist sem hund- greyin hafi gengið aftur í tugatali hérna í nágrenninu.“ ÉG HEFI snúið mér til Jóns Ein- arssonar fulltrúa í Kaupfélaginu og spurði hann um þennan bíl, sem ég vissi ekkert um. Hann skrifaði mér um hæl eftirfarandi bréf: „KRON BYRJAÐI á s.l. hausti tilraunir um, hvort heppnast mætti að reka búðarbíl í úthverfum bæj- arins (Sogamýri, Kleppsholt, Kringlumýri, Fossvogur, Kapla- skjól og Lauganessvegur). Tilraun- in var gerð í því augnamiði að út- vega síðar fullkomnari bíl, innrétt- aðan eins og nýtízku sölubúð. Slík- ir bílar hafa mjög rutt sér til rúms erlendis, enda eru þeir heppileg- asta og eina hagkvæma leiðin til þess, að íbúar í úthverfum stærri bæja og borga geti notið svipaðra þæginda við vöruinnkaup og þeir, sem búa í þéttbýlinu.“ „SALAN í BÍLNUM hefir gengið mjög vel, og hann hefir vafalaust verið til mikilla þæginda fyrir hús- mæðurnar, sem skipt hafa við hann. Fyrir skömmu fengum við hins vegar tilkynningu frá lög- reglustjóra um, að óleyfilegt væri að selja úr bílnum innan lögsagn- arumdæmis bæjarins. Nú Jiefir fé- lagið óskað eftir að fá keypt verzl- unarleyfi fyrir bílinn, en þar sem eklci er gert ráð fyrir utnferða- sölubúðum í löggjöfinni, er eðli- legt, að leyfisveitingin taki lengri tíma en ella.“ „VARLA ÞARF að gera ráð fyrir, að synjað verði um leyfið, þar sem áður eru sköpuð fordæmi, t. d. með mjólkursölubílum, en upplýsingar um það mun þér bezt að fá hjá lögreglustjóra.“ K. A. S. SKRIFAR mér þetta bréf: „ Hefirðu athugað bláu nan- kinsfötin, sem sumir verkamenn eru í og eru búin til hér heima? Eða hefirðu nokkurn tíma farið í búðirnar, sem selja þessi föt, eða á staðinn, sem þau eru búin til á? Ef ekki, ættirðu að athuga eitthvað af þessu, því að mér finnst ósmekk- legt og jafnvel ljótt, að einmitt þessi fatategund þurfi að vera sam- ansett af 2—3 litum.“ „ÉG Á til dæmis einar buxur, sem eru þrílitar og ég keypti í þeirri trú, að ekki þyrfti að gruna íslenzkan iðnað um græsku. Um daginn þurfti ég að kaupa aðrar og þurfti lengi að leita, áður en ég fann einar, sem voru úr einu og sama efni hvað lit snerti. Það hefir kannske orðið alveg óvart, að slík vöndun skuli hafa átt sér stað, en ef svo er, vildi ég, að það yrði sem oftast." _____ ÞETTA ER DÁFÁLLEG SAGA, eða hitt þó heldur. Halda íslénzk- ar fataverksmiðjur að þær geti boðið mönnum upp á hvað sem er, vegna þess að þær njóta verndar innflutningshaftanna? Ef svo er, þá væri rétt að athuga það nánar í framtíðinni — og þætti mér vænt um, ef verkamenn, sem verða fyrir slíkum svikum, létu mig vita. Ég þakka K. A. S. fyrir bréfið og vil fá fleiri frá honum. LEIÐRÉTTING. Það er sjálfsagt að geta þess, vegna ummæla eins bréfritara míns í síðasta dálki, að lögreglan bannaði ekki blöðunum að birta nafn „bombukastarans" á Þingvöllum. Blöðin létu í því til- felli undan málaleitun aðstand- enda. Það hefðu þau ekki átt að gera. Ilannes á horninu. Maðurinn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- , • í nkjaforseta. Kostar 2 króuur. — Fæst í Afgreiðslu Alþýðublaðsius. CHARLES NORDHQFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnka á Bounty. 48. Karl ísfeld íslenzkaði. eftir því að geta safnað um sig mönnum og náð skipinu aftur á sitt vald, og ég er sannfærður um það, að hann tók við byssunni einungis í því skyni að hjálpa Fryer. Þegar hann komst að raun um, að það var vonlaust, lét hann vopnið af hendi þegar í stað. Coleman, Norman og Mclntosh höfðu ekki fengið að fara í skipsbátinn vegna þess, að uppreisnar- menn þörfnuðust þeirra sem handverksmanna. Smiðir eru jafn nauðsynlegir á skipi og sjómenn, Það var ekki nema eðlilegt, að uppreisnarmenn gættu var- úðar gagnvart þeim, sem eftir voru í skipinu og ekki höfðu tekið þátt í uppreisninni. En samt sem áður sýndu flestir há- setarnir okkur engan fjandskap. Churcþill skipaði okkur að standa uppi á þilfari, fyrir framan siglutré, þangað til Christi- an hefði ákveðið, hvað við okkur skyldi gera. Burkitt var lát- inn laus. Hann og Thompson fóru nú að egna okkur og gera gys að okkur, ennfremur McCoy og John Williams. Um stund leit svo út, sem til tíðinda drægi á þilfarinu, og það er ekki vafi á því, að uppreisnarmenn hefðu sigrað, ef í skærur hefði slegizt. En sem betur fór, kom Christian öllu á réttan kjöl. Hann kom á framþiljur og var mjög brúnaþungur. — Gætið starfs yðar, Thompson, sagði hann skipandi. — Burkitt, ef þér gætið yðar ekki, læt ég binda yður aftur. — Ætlið þér að haga yður þannig? spurði Thompson. Það verður ekkert af því, skal ég segja yður. Við höfum ekki gert uppreisn í því skyni, að þér farið að leika Bligh skipstjóra. — Nei, það var sannarlega ekki tilætlunin, sagði Williams, og það mun yður brátt verða ljóst. Christian horfði á þá þegjandi stundarkorn, og það var auðséð á honum, að hann var umhverfi sínu fullkomlega vaxinn. Mót- þróaseggirnir voru ekki sérlega upplitsdjarfir. Margir hásetanna voru á næstu grösum og meðal þeirra var Alexander Smith. — Skipið öllum að koma á afturþiljur, Smith, sagði Christian. Hann fór upp á stjórnpallinn og gekk þar um gólf, meðan skips- höfnin safnaðist saman á afturþiljum. Svo sneri hann sér að skipverjum. — Það er eitt, sem við verðum að ákveða strax, sagði hann rólegur — og það er, hver á að verða skipstjóri á skipinu. Ég hefi náð skipinu á mitt vald með yðar aðstoð, og við höfum losað okkur við harðstjóra þann, sem hefir hrjáð okkur og kvalið. En gerið ykkur hér eftir Ijóst, hvernig ástandið er. Við erum upp- reisnarmenn. Ef eitthvert af skipum Hans Hátignar nær okkur á sitt vald, verðum við allir drepnir. Og það getur komið fyrir, máske fyrr en okkur grunar, Ef herra Bligh verður svo hepp- inn að komast til Englands, verður skip sent þegar í stað til þess að leita að okkur. Ef engar fregnir verða komnar af Bounty eftir tvö ár, þá verður samt sem áður sent skip af stað til þess að leita að okkur og grennslast eftir orsök þess, að við komum ekki aftur. Við erum ekki einasta uppreisnarmenn, við erum líka sjóræningjar, því að við höfum rænt einu af hinum vopnuðu skipum Hans Hátignar. Við getum aldrei framar komið heim til Englands — nema þá sem fangar. Og þá eru örlög okkar útkljáð. Kyrrahafið er stórt, og það er svo lítið kannað, að við þurfum aldrei að láta taka okkur, nema við séum óvarkárir. Eins og á stendur, er okkur nauðsynlegt að hafa foringja — foringja, sem allir hlýða skilyrðislaust. Það ætti ekki að þurfa að segja ensk- um sjómönnum það, að ómögulegt er að stjórna skipi án aga, hvort sem um er að ræða sjóræningjaskip eða annað. Ef ég á að stjórna Bounty, þá vil ég láta hlýða mér. Hér mun ekkert óréttlæti eiga sér stað. Ég mun ekki hegna neinum að ástæðu- lausu, en ég vil ekki heldur, að mér sé sýndur neinn mótþrói. Það er sjálfsagt, að þið fáið að ákveða sjálfir, hver á að verða skipstjóri á Bounty. Ef meirihluti ykkar vill hafa einhvern annan skipstjóra en mig, þá segið bara til. Þá skal ég víkja fyrir honum. En ef þið viljið, að ég sé skipstjóri, þá munið, hvað ég hefi sagt. Ég krefst skilyrðislausrar hlýðni. Churchill tók fyrstur til máls: — Jæja, piltar, hverju svarið þið svo? — Ég greiði atkvæði með herra Christian, hrópaði Smith. Allir voru á sama máli og Smith, nema Thompson og Willi- ams, en þegar Christian krafðist þess, að þeir greiddu atkvæði, greiddu þeir líka atkvæði með Christian. — Það er annað, sem við verðum að ákveða, hélt Christian áfram. — Meðal okkar eru nokkrir menn, sem ekki tóku þátt í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.