Alþýðublaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. AGÚST 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Iangangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 49*0: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝDUPRENTSMIÐJAN Örlagaríkar vlkur fram aodan. Tf^AÐ dylst engum, sem með ** athygli hefir fylgzt með frétt- unum frá útlöndum síðustu daga, að það eru hættuleg tímamót, sem nú eru frant undan. Danzig er enn einu sinni i brennipunkti viðburðanna. Og sú spurning er nú á allra vörum, hver úrslitin verði: hvort Evrópustríð sé í nánd, e'ða hvort því verði enn skotið á frest, annaðhvort með því, að Hitler hafi enn einu sinni sitt frarn með hótunum, eða neyð !ist í fyrsta sinn til þess að láta undan siga fyrir vissunni um það, að vopnum Englands og Frakk- lands verði- nú raunverulega að mæta. Síðan um þetta leyti í fyrra- haust, þegar verið var að undir- búa árásina á Tékkóslóvakiu og innlimun Súdetahéraðanna, hafa þýzku blöðin aldrei verið eins taumlaus í stríðsæsingum sínum og nú. Það eru ekki til lengur þær svívirðingar, sem þau bera ©kki Pólverjum á brýn. Það ligg- ur ekki fjarri að líta svo á, að þau séu með slíkum skrifum, að undirbúa beina árás á Pólland. En öll viðburðarásin í Danzigdeil unni hingað til bendir til þess, að það sé önnur aðferð, sem fyrir Hitler vakir. Nazistar eru nú þegar raun- vemlega öllu ráðandi í Danzig að öðru leyti en því, að þeir fá ekki að gera enda á sjálfstæði borgarinnar og sameina hana Þýzkalandi. En það eru bersýni- lega samantekin ráð þýzku stjórn arirmar og þeirra, að þeir skuli í skjóli þeirrar aðstöðu, sem þeir hafa í borginni, gera allt, sem unnt er til að egna Pólverja upp og fá þá til þess að verða fyrri til að beita ofbeldi. Pólverjar hafa eins og kunnugt er mikilla hagsmuna að gæta í Danzig, vegna vöruflutninga sinna um borgina, og mikil réttindi að verja. Og það eru að sjálfsögðu takmörk fyrir því, hvaða lög- leysur og yfirtroðslur Pólverjar láta sér lynda af nazistastjórn- iinni í Danzig. En svo lengi, sem núverandi jéttarstaða boraarinnar er ekki rofin og innlimun henn- ar í Þýzkaland lýst yfir, munu þeir reynast seinþreyttir til vand- ræðanna. Þeir vita hvort sem er, að þeir geta hvenær, sem þeir vilja, skotið Danzig í rústir frá viggirðingum sínum við Gdynia og Weichsel. Og ef til öfriðar ksemi á annað borð, munu þeir varla gera sér vonir um það, aÖ geta haldið borginni fyrir Þjóð- 'verjum í fyrstu umferð. En þorir Hitler, þegar á herðir, að fara svo langt? Eða eru hót- anir þýzku blaðanna aðeins born- ar fram í þeirri von, að England og Frakkland muni á sí'ðustu stundu láta hræðast eins og í fyrrahaust? Rússland er enn eitt stórt spurningarmerki, sem eng- inn veit, hvað úr rætist, ef til ófriðar kemur. Vissulega væri það Hitler mikil hvöt til þess að láta til skarar skríða, ef hann vissi sig öruggan fyrir allri í- hlutun af hálfu þess. En England ög Frakkland eru betur búin und- ir strið, en í fyrrahaust, og sú skoöun ryður sér meira og meira til rúms í London og París, að Hitler renni á síðustu stundu, ef lýðræðisríkin láti engan bilbug á sér finna. Sú skoðun er ekki hvað minnst byggð á því hiki, sem virðist vera á Mussolini. Það hefirlengi verið talið vafasaint, að ítalía þyrði, þrátt fyrir öll stóryrði, að leggja út í strið við England og Frakkland, sem á svipstundu myndu loka landið inni með hin- um sameinaða Miðjarðarhafsflota sínum og einangra það frá í- talska nýlenduríkinu í Afríku, sem Mussolini hefir veri'ð að reyna að byggja upp. Og þaÖ var full- ;yrt i vor, a’ð hernaðarbandalag- ið, sem gert var milli Þýzka- lands og ítalíu þá, væri bundið því skilyrði, að hvorugur aðil- inn legði út í styrjöld, nema með samþykki hins. Ef það er rétt, sem ætla má, hefir Mussolini nægar útgöngudyr enn til þess að bjarga sér og ítalíu, ef hon- um sýnist stóri bróðirinn í Ber- lín vera að stofna öllu í voða. Nú er þessa síðustu daga hver fundurinn eftir annan hald- jpn milli fulltrúa þýzku og í- tölsku stjómarinnar. Og það fer varla hjá því, að þar falli úr- slitin um stríð eða frið í Evrópu. En margan grunar það, að Musso- iini muni reynast tregur til að undirskrifa sinn eigin dauðadóm með því að gefa samþykki sitt til Evrópustyrjaldar út af Danzig, þótt enginn að vísu viti með vissu, nema hann kunni nú þegar að vera svo gersamlega í neti Hitlers, aö hann verði nauðugur viljugur að dragast með út i dauðadansinn. Póstferðir 23. ágúst. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Laug- arvatn, Þrastalundur, Hafnar- fjörður, Austanpóstur, Borgar- ness-, Akraness-, Norðanpóstar, Stykkishólmspóstur, Álftaness- póstur. — Til Reykjavikur: Mos- fellssveitar-, Kjalamess-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnar- fjörður, Laugarvatn, Borgarness-, Akraness-, Norðanpóstar, Gríms- ness- og Biskupstungnapóstar. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. minnir á, að skrifstofa félags- ins er í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, 6. hæð, og er opin frá kl. 5,15 til 7,15 alla virka daga nema laugardaga. Sérstaklega em hverfisstjórarnir beðnir að setja sig í samband við skrifstof- una og helzt að koma þangað. Sími skrifstofunnar er 5020. Alpýðnflokknrinn keflr staðið af sér all ar klofningstilraanir á Anstnrlandi © Klofningsmennirnir sjálfir að byrja að riðlast. ■■ •*-- Viðtal við Harald Guðmundsson, sem er nýkominn úr ferðalagi til flokksfélaganna þar eystra. NÝKOMNIR eru úr ferðalagi um Týustfirði þeir Harald- ur Guðmundsson, varaforseti Alþýðusambands íslands, og Emil Jónsson vitamálastjóri. Hafa þeir komið á alla Austfirðina og haldið fundi með Alþýðuflokksmönnum þar, nema á Seyðisfirði. Þar hélt Haraldur Guðmundsson leið- arþing jafnframt því sem hann hélt þar fund með nokkr- um Alþýðuflokksmönnum á staðnum. Hornaf j arðarvertíðin Átti Alþýðublaðið tal við Harald Guðmundsson í gær um ferðalagið og funda- höldin. — Hvað segir þú okkur tíð- inda af fundum þínum með Al- þýðuflokksmönnunum á Aust- fjörðum? „Að því er ég bezt fékk séð, þá er fylgi Alþýðuflokksins ó- breytt frá því, sem verið hefir, þrátt fyrir klofningsstarfsemi Héðins og kommúnista, og eru Alþýðuflokksmennirnir hinir á- hugasömustu og öruggustu í öllu flokksstarfi." — Fór mikið fyrir kommún- istunum, þar sem þú komst? „Þar virðist nú vera að koma los á raðimar hjá kommúnist- um, og hefir sameiningin við Héðin sízt orðið til að styrkja þá, heldur þvert á móti.“ — Hvað er að segja frá Norð- firði? — Eins og Alþýðublaðið ságði frá fyrir helgina, þá hefir bæj- arstjóri þeirra íhaldsmanna og kommúnista beðizt lausnar, og það mun enn alveg óvíst, hvað þar tekur við. Jafnframt því að bæjarstjórinn, íhaldsmaðurinn Karl Karlsson, segir upp starfi sínu, hafa kommúnistar í Pönt- unarfélagi alþýðu á Norð- firði tilkynnt núverandi for- stjóra pöntunarfélagsins, Alfons Pálmasyni, að honum hafi verið sagt upp, og er ætlun þeirra kommúnistanna, að Karl Karls- son taki við forstjórastarfinu. Enn fremur var mér tjáð, að einn af aðalforsprökkum þeirra kommúnistanna á Eskifirði, Arnfinnur Jónsson skólastjóri, legði nú mikið kapp á að losna frá öllu kommúnistaamstrinu og komast, til annars byggðar- lags.“ — Hvernig er atvinnulífið á Austfjörðum nú? „Eins og kunnugt er, þá brást Hinar vinsæln hraðfierðir Steindórs tift Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavlk: Alla raánudaga miðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif~ reiðastðð Oddeyrar, M«s. Fagranes auuast s|éleiðina. Nýjar uppbitaðar bifreiðar með útvarpi. AMar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. gersam- lega, og hefir það að sjálfsögðu verið mikið áfall fyrir þorpin á Austfjörðum, sem sendu báta sína þangað á vertíðina. í sumar hafa flestir stærri bátarnir far- ið á síldveiðar fyrir Norður- landi, og hefir gengið treglega hjá þeim eins og öðrum. Hins vegar var síldveiðin góð fyrir Norðausturlandi fram í byrjun ágústmánaðar, svo að síldarverksmiðjurnar á Seyðis- firði og Norðfirði unnu án nokkurrar stöðvunar allt fram til 8. ágúst. Höfðu þær meira að segja oft ekki undan. Alls HARALDUR GUÐMUNDSSON, hafði Seyðisfjarðarverksmiðjan tekið á móti 24 þúsund málum og Norðfjarðarverksmiðjan um 18 þúsund málum, og hafa þess- ar verksmiðjur reynzt hin mesta atvinnuhjálp á þessum stöðum.“ Stelndór. Sildaraflinn. .....—..-■ HEILÐARAFLI síldveiðanna var síðastliðinn laugardag, sam- kvæmt skýrslu Fiskifélagsins, 841 114 hektólítrar í bræðslu og 106 458 tunnur í salt. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 1 303 542 hl. í bræðslu og 190 994 tunnur í salt, en í hitt eð fyrra var aflinn 1 784 526 hl. og 179 436 tunnur. Aflahæsta skip er nú Garðar með 8543 mál og 886 tunn- ur í salt. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig niður á verksmiðj- urnar, mælt í hektólítrum, (tölurnar i aftari dálkinum frá í fyrra, en hinar fyrri tölur aflans nú): Akranes............................... 4.076 516 Sólbakki ............................. 3.935 7.039 Hesteyri .................................. 43.736 Djúpavík ............................ 90.133 171.213 Ríkisv. Siglufirði................ 279.592 471.849 „Rauðka“ Siglufirði ................. 26.215 54.099 „Grána“ Siglufirði ................... 9.953 15.497 Dagverðareyri ....................... 42.621 73.530 Hjalteyri .......................... 160.539 270.196 Krossanes ........................... 82.047 128.173 Húsavík.............................. 13.392 10.214 Raufarhöfn .......................... 66.806 39.641 Seyðisfjörður ....................... 35.377 10.434 Norðfjörður ........................ 26.428 7.405 Saltsíldaraflinn skiptist þannig milli hinna einstöku landshluta: Vestfirðir og Strandir ...................... 20.702 Siglufjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós 77.347 Eyjafjörður, Húsavík, Raufarhöfn ............. 8.211 Sunnlendingafjórðungur ......................... 198 Síldaraflinn skiptist þannig milli skipanna (fyrri talan þýðir tunnur 1 salt, en bin síðari mál í bræðslu). Togarnir: Garðar 886 8543, Skutull 1123 6210, Skallagrímur 166 8070, Gyll- ir 7175, Tryggvi gamli 1110 5927, Kári 668 6086, Gulltoppur 6145, Belgaum 602 5907, Þörólfur 257 2880, Þorfinnur 590 5465, Arin- björn hersir 164 5448, Jón Ólafs- son 232 5328, Surprise 491 5062, Sviði 380 5001, Maí 158 5019, Júní 321 4917, Egill Skallagríms- spn 121 4965, Óli Garða 4926, Rán 350 4714, Sindri 34 4731, Baidur 622 4369, Snorri goði 4554, Haukanes 4370, HHmir 837 3897 og Hafstein 46 3626- Línuveiðarnir: Jökull, Hf. 631 7678, Hvassa- fell, Ak. 696 5984, Ólafur Bjarna- son, Akr. 737 4951, Bjarki, Sigl. 303 4777, Fróði, Þing. 421 4564, M.s. Eldborg, Borg. 1253 4382, Ármann, Re. 829 4383, Þór, Re. 801 3999, Bjarnarey, Hf. 499 4186, Rifsnes, Re- 1451 3811, Freyja, Re- 1779 3120, Venus, Þing. 430 3566,. tsleifur, Akr. 1512 2615, Sverrir, Ak. 233, 3413, Björn F í austræni, Sigl- 174 3438, Málmey, Hf. 484 3234, Jarlinn, Ak. 343 3193, Skagfirðingur, Sauð. 225 3155, Huginn, Re. 459 2620, Sæ- fari, Re. 337 2587, Fjölnir, Þing. 453 2456, Sæborg, Hrísey 432 2441 Alden, Stykkish. 562 2319, Sigríð- ur, Re. 468 2347, Andey, Hrís- ey 102 2490, Hringur, Sigl. 268 2313, Pétursey, Súg. 402 1877, Rúna, Ak. 461 1698, Aldan, Ak. 313 1342, Ólaf, Ak. 539 1179 og Gulífoss, Re. 119 1048. Vélbátar: Dagný, Sigl. 962 7395, Súlan, Ak. 1449 5552, Gunnvör, Sigl. 285 4897, Sæfinnur, Nesk. 505 4423, Sleipnir, Nesk. 1092 4189, Gloría, Hólraav. 338 4117, Stella, Nesk. 364 3968, Garðar, Ve. 906 3865, Huginn III., ís. 478 3850, Valbjörn^ Is. 685 3747, Sæbjörn, ís. 438 3592, Már, Re. 865 3331, Dóra, Fáskr. 278 3611, Geir, Sigl. 336 3505, Huginn II., Is. 626 3279, Fylkir, Akr. 519 3281, Síldin, Hf. 517 3235, Þorsteinn, Re. 527 2987, Leo, Ve. 447 2986, tsbjörn, ís. 278 3054, Heimir, Ve. 51 2981, Björgvin, Ve. 619 2859, Geir goði, Re. 846 2648, Minnie, Ak. 444 2869, Rafn, Sigi.. 764 2601, Jón Þor]., Re, 529 2778, Huginn I.,ís. 503 2784, Drífa, Nesk. 332 2745, Helga, Hjalt. 598 2440, Björn, Ak. ' 759 2234, Snorri, Sigl. 411, 2323, Gulltoppur, Hólm. 641 2242, Vé- björn, ís. 570 2215, Grótta, Ak. 193 2392, Haraldur, Akr. 573 2136, Nanna, Ak. 2480, Sjöfn, Akr. 623 2084, Sæhrímir, Þing. 27 2463, Árni Árnason, Gerðum 472 2120, Sjöstjarnan, Ak. 548 2106, -Her- móður, Akr. 400 2061, Keilir, Sandg. 722 1800, Kolbrún, Ak. 238 2131, Vestri, Is. 2273, Hrönn, Ak. 339 2036, Hvítingur, Sigl. 150 2060, Arthur & Fanney 611 1770, Hrefna 2101, Auðbjörn, Is. 481 1693, Erna, Ak. 446 1691, Hjalt- eyrin, Ak. 412 1784, Hilmir, Ve. 215 1826, Þorgeir go'ði, Ve. 135 1834, Hermóður, Re. 610 1562, Bris, Ak. 388 1682, Höskuldur, Sigl. 1914, Kristján 339 1537, Ás- björn, ís. 609 1473, Sæunn, Ak. 557 1493, Birkir, Eskif. 219 1608, Njáll, Hf. 320 1533, Gunnbjörn, ís. 495 1384, Bára, Ak. 60 1565, Glaður, Hnífsd. 300 1320, Baldur, Ve- 221 1378, Marz, Hjalteyri 259 1392, Bangsi, Akr. 508 1134, Gaut- ur, Re- 271 1221, Freyja, Súg. 252 1225, Aage, Sigl. 270 1172, Unnur, Ak. 1331, Höfrungur, Re. 200 1223, Olivette, Stkh. 151 1272, Hrafnkell goði, Ve. 503 1021, Kári, Ak. 443 1076, Frigg, Akr. 915 496, Valur, Akr. 201 1074, Þórir, Re. 509 957, Pilot, Innri-Njarðvík 536 884, Gyllir, Ve. 482 924, Ágústa, Ve. 291 982, Gotta, Ve. 276 982, Liv, Ak. 1074, Stuðlafoss, Reyð- arí. 319 837, Ársæll, Ve. 370 706, Víðir, Re. 83 801, Heigi, Ve. 423 544, Vöggur, Njarðv., 499 489, Gylfi, Rauðuv. 267 549, Þingey, Ak. 246 435, Skúli fógeti II., Ve. 101 428 og Stathav, Sigl. 463. Vélbátar 2 um nót. (Raðað eftir stafrófsröð). Alda/ Hannes Hafstein, Dalvík 103 550, Alda /Hrönn, Fáskr. 1350, Anna/ Bragi, Njarðv. 537 1405, Anna/ Einar . Þ\æræingur, Ólafsf. 1467, Bára/Síldin, Fáskr. 223 2061, Barði/Vísir, Húsav. 361 2409, Björgvin Hannes ló'ðs, Dalvík 421, Björn Jörundsson/Hegri, Hrísey 144, Brynjar/Skúli fógeti, Ólafsf. 268 222, Eggert/Ingólfur, Keflavík 857 1963, Kristiane/Þór, ólafsf. 638 2172, Erlingur I. / Erlingur II., Ve. 353 2729, Freyja/Skúli fógeti, Ve. 417 2201, Frigg/Lag- arfoss, Ve. 147 2178, Fylkir/Gyll- ir, Nesk. 745 2612, G. J. Johnsen ,/Veiga, Ve. 268 3023, Gulltoppur/ Hafaldan, Ve- 140 3571, Haki/Þór, Hrísey 260 317, Jón Stefánsson /Vonin, Dalvík 150 1516, Leifur Eiríksson Leifur heppni, Dalvík Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.