Alþýðublaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ — Já, það er verið að steikja kjúklinga í dag, Og allir skrifararnir skrifuðu: — Hva — sagði konungsdóttirin. — Hva — hvað segið hvað segið þér? þér? ~ Þetta dugir ekki, sagði kóngsdóttirin. — Og svo kom Hans klaufi. Burt með hann. Toliheimtan. Maður kom með stóra tösku, tók úr henni tvo brandgula seðla og fékk mér. Ég las með áfergju og sá strax, að þetta var skatt- heimta, en ólögleg, því að allar tölur voru skrifaðar með blýanti, og það er ekkert löglegt, sem skrifað er með blýanti (nema bláðagreinar), og svo stóð ekkert nafn undir, aðeins tvö strik og klessur. Svona seðla geta allir búið út og slegið með. Svo var innihaldið: Nr. 12998, lífeyris- sjóðsgjald 7 kr. Ekkert um það, hve lengi ég fæ að lifa fyrir þessar 7 kr. — Og svo hinn seðillinn: Nr. 8108. Handa kirkj- unni 1.25.(Mér er alveg sama, hvort nokkur kirkja er eða ekki; ég skipti nrér ekkert af henni, og hún getur látið mig í friði.) — Handa prestinum 1 kr. og 50 aur. (Ég þarf ekkert á presti að halda; hann hefir aldrei gert neitt fyrir mig. Því ætti ég að vera að borga honum peninga?) — Og svo kemur það kindugasta: 2 kr. fyrir orgelslátt og söng. — Svei- attan! Ég er ekkert fyrir orgel- slátt og söng; enda heyri ég það ekki, þótt ég vildi. Þeir mega slást og syngja svo mikið sem þeir vilja fyrir mér; bara ekki fyrir utan gluggann hjá mér á nóttunni, því þá get ég ekki sof- ið. En að heimta af mér peninga fyrir slagsmál og gaul. Nei, takk! Það nær ekki nokkurri átt. Og svo að ég, sem fæ ekki nema 15 kr. um vikuna til að lifa af, eigi að borga af því 11 kr. 75 aura fyrir svona grín, kemur ekki til mála. Það er úttalað mál. Ég hvorki vil né get það. — Oddur Sigurgeirsson, Sundlaugavegi, hjá Guðm. Sigurðssyni skipstjóra. Norðmenn hafa gert samning um sölu á 150000 pökkum af saltfiski til Portugals, og fer afhending fram í haust. Verðið er 30 shillings jrakkinn. FO. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Akureyri, fegursti bærinn. Ráðhússtorgið og bílastæðin. Rafmagnsverðið í Reykavík. Halldór Kiljan Laxness er ekki eins mikið skáld og Jón- as eða Breiðförð, segir Hall- dór Kiljan Laxness. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AKUREYHI er víst áreiðanlega fegursti bærinn á íslandi og auk þess hreinlegasti. Bærinn er vel skipulagður og hús og götur vel byggðar, en ef einhver Hannes á horninu ætti þar heima, myndi hann áreiðanlega geta fundið að einhverju og finna sér tilefni til þess að rífast. Ég dvaldi til dæmis núna aðeins einn dag í þessum myndarlega bæ, og ég sá ekki bæ- inn allan, ekki öll skot hans og af- kima, en hið svokallaða Ráðhúss- torg sá ég. Þar eru fögur tré í miðju, sem raunverulega setja svip á allan bæinn, en ljótt er að sjá bílastallana á torginu. Þarna hefir verið komið fyrir yfir þvert torgið einhvers konar stokk, og eru á hon- um númer. Virðist svo sem bif- reiðastæði séu þarna afmörkuð. Burt með þennan stokk undir eins, ekkert molbúamark á höfuðstað Norðurlands, það er alveg nóg að hafa þau um alla Reykjavík. JÖKULL skrifar mér eftirfar- andi: ,,Þú skrifar um svo margt, Hannes minn, sem bæði ég og aðr- ir hafa gagn og gaman af að lesa. Auk þess virðist það vera hlutverk þitt að vera rödd hrópandans í eyðimörkinni og benda á það, sem miður fer hjá einstaklingum, bæj- arstjórn og jafnvel sjálfri ríkis- stjórninni, auk allra stofnana og félaga, sem eru þarna á milli. En hvernig er það með hækkun þá, sem fyrirhuguð er á rafmagninu, hefir þú ekkert við hana að athuga, og ertu þegar búinn að lýsa bless- un þinni yfir þeirri ráðstöfun bæj- arstjórnarinnar?“ „FRÁ SJÓNARMIÐI þeirra, sem eiga að borga þessa hækkun án þess að hafa íengið launahækkun, sem ekki er leyfileg lögum sam- kvæmt, virðist það óneitanlega vera dálítið hart, að Reykjavíkur- bær skuli strax rjúka til að hækka rafmagnið. Til þess að friða menn er látið heita svo að hækka skuli aðeins um svo sem 10%, en er raunverulega miklu meira, eða allt að 15%. Eða er ekki hækkun úr 7 aurum upp í 8 aura pr. kilowatt nálægt því að vera 15 %? Ég býst við, að þú myndir segja eitthvað um vesalings heildsalana, ef þeir leyfðu sér að leggja svo sem 22% á vöru, sem þeir mættu leggja á — samkvæmt fyrirmælum verð- DAGSINS. lagsnefndar -— aðeins 15%, en þetta er alveg hliðstætt,“ „ÞAÐ ER AUGLJÓST MÁL, að það er tvímælalaust hagur Reykja- víkurbæjar, að notkun á rafmagni aukist sem mest, en því aðeins eykst notkunin, að verðinu sé stillt í hóf, svo að sem flestir geti veitt sér það og þurfi ekki að sitja í myrkr- inu, þegar skammdegið kemur, og það virðist óneitanlega mannúð- legri aðferð að selja rafmagnið ó- dýrt, þar sem sannað er, að nógu er af að taka, heldur en að selja það svo dýrt, að almenningur verði að spara það við sig'.“ „KUNNUGIR MENN fullyrða, að Reykjavíkurbær hagnist meira á sölu á rafmagni til borgarbúa en t. d. heildsalar á því að selja vefnaðarvörur með 15% heildsölu- álagningu, sem er vitanlegt, að er sú lægsta heildsöluálagning, sem þekkist hér í nálægum löndum, og er ekkert nema gott við því að segja. En á það ber að líta í þessu tilfelli, að heildsalar geta ekki auk- ið innflutning sinn á þessari vöru- tegund, meðan innflutningshöftin eru við líði, jafnvel þótt þeir selji ódýrt, en Reykjavíkurbær stendur að því leyti betur að vígi, að hann hefir svo að segja óþrjótandi raf- magn.“ „f SAMBANDI VIÐ þessa hækk- un á rafmagninu dettur mér í hug, hvort Reykjavíkurbær sé svo illa settur með menn þá, er vinna á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja- víkur, að þeim sé ekki trúandi til að reikna rafmagnið með broti úr eyri og reikna t. d. 7,7 aura pr. kilowatt í stað 8 aura, eða er það gamla sagan með að reyna að blekkja almenning, því að brotið í þessu tilfelli 0,3 aurar sé svo lítið, að menn reikni ekki með því og yfir því verði þagað. Eða eru menn orðnir því svo vanir, að Reykjavík- urbær seilist svo langt niður í vasa bæjarbúa og selji svo dýrt allar nauðsynjar, sem menn geta ómögulega án verið, svo sem vatn, gas og rafmagn, að við því sé ekk- ert að segja og taka beri því mögl- unarlaust, líkt og þegar klyfjar eru lagðar á vissa skepnu.“ „EÐA ÞVÍ EKKI að skipa nefnd, sem hafi hönd í bagga með verð- lagi á ofantöldum nauðsynjum, sem Reykjavíkurbær selur bæjarbú- um? Það virðist full þörf á, að slík nefnd væri starfandi ekki síður en t. d. verðlagsnefnd og húsaleigu- nefnd, því að á það ber að líta, að stofnanir bæjarins eru til fyrir bæjarbúa, en bæjarbúar eru ekki til fyrir þær, þótt manni virðist oftastnær í viðskiptum sínum við bæjarfélagið, eða réttara sagt við þá, sem völdin hafa í bænum, að þessum sannleika sé snúið við.“ HALLDÓR KILJAN LAXNESS skrifaði • mér á þessa leið í gær: „Kæri gamli vin: Út af fyrirspurn um peninga, sem þér barst nýlega, og þú biður mig að svara, er mér sérstök ánægja að taka þetta fram: Jónas Hallgrímsson og Sigurður Breiðfjörð voru meiri skáld en ég og var launað með þeim hætti, sem frægt er orðið. Hvaða dag sem vera skal er ég reiðubúinn að sæta sömu kjörum og þeir, — en sízt af öllu til þess að kosta uppeldi fleiri skálda; svo illt má enginn ætla mér. Aftur á móti er fátækum bankastjórum landsins og öðrum bágstöddum launþegum ríkisins, sem hafa ekki nema 20—40 þús- und krónur í árstekjur, allt niður í þær hversdagslegu bitlingahetjur. sem hafa aðeins tíu þúsund krón- ur í árslaun, óhætt að vitja til mín nokkurrar launauppbótar mánað- arlega fyrst um sinn. Með kærri vinsemd, þinn Halldór Kiljan Lax- ness.“ ÉG ÞAKKA bréfið. Bréfritari minn var ekki að spyrja um það, hvort Halldór vildi gefa hálauna- mönnum. Spurningin var um allt annað, og með því að svara svona svarar Halldór spurningunni neit- andi, sem líka er von, enda var hún grín, þó að Halldór hafi tekið hana alvarlega. Svo þakka ég hól- ið fyrir hönd Jónasar Hallgríms- sonar og Sigurðar Breiðfjörðs. Hannes á horninu. Geri við saumavélar, alls kon- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klpparstíg 11. Sími 2635. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- Ieiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bifreiðastllð Akureyrar. SKS5 CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 51. Karl ísfeld íslenzkaði. yillimenn. Þið hefðuð átt að drepa þá alla og leggja undir ykkur eyjuna. — En hvað þú ert herská, Hina, sagði ég og brosti. —- Hvers vegna ættum við að drepa saklaust fólk, sem hefir það eitt til saka unnið að láta sér þykja vænt um landið sitt? Þó að við hefðum viljað drepa þá, hefði Christian ekki leyft það. — Þá er hann heimskur. Reyndu þeir ekki að drepa hann og þig? En hvað ætlarðu nú að gera? Ætlarðu að vera lengi hér hjá okkur? — Á morgun eða hinn daginn mun Christian og átta skips- menn hans sigla til Aitutaki til þess að hitta Cook skipstjóra. Við hinir höfum fengið leyfi til að setjast hér að. Allir, sem ætluðu að verða eftir á Tahiti, höfðu lofað því há- tíðlega, að segja sömu söguna, og þótt mér þætti það ekki gott, laug ég án minnstu blygðunarsemi. Hina laut að mér, faðmaði mig og lyktaði af kinnum mínum. — O, Byam, sagði hún, — við erum öll svo glöð. Hér hefir verið tómt hús frá því þú fórst. — Já, sagði maður hennar vingjarnlega. — Þú ert einn af okkur, og við viljum ekki, að þú farir. Snemma um kvöldið kom Stewart upp stiginn frá Matavai. Með honum var Peggy, unnusta hans, og faðir hennar, Tipan gamli. Hitihiti var kominn aftur um borð til þess að sækja Christian og Maimiti. Ég fór niður á ströndina ásamt Stewart og unnustu hans. Bárur Kyrrahafsins gjálfruðu við sandinn og við sátum graf- kyrrir, eins og fegurð kvöldsins hefði töfrað okkur. Rökkrið færðist yfir og Stewart- hrökk við og horfði út á sjóinn. — Þarna koma þau, sagði hann. Ég kom auga á bát- ) inn, sem vaggaðist á öldutoppunum fyrir utan virkið. Báturinn nálgaðist skjótt og brátt kom hann upp að sandinum og Chris- tian stökk fyrir borð og snéri sér við til þess að hjálpa Mai- miti yfir borðstokkinn. Hann kinkaði kolli til okkar og sagði; — Bíðið eftir mér hér. Svo fylgdi hann Hitihiti upp til húss- ins, til þess að kveðja fjölskylduna. Peggy fór með þeim, þegar Stewart bað hana þess. Það hafði djúp áhrif á mig að sjá Christian í kvöldrökkrinu þarna á ströndinni. Það var ekki erfitt að geta sér til um til- finningar hans nú, þegar hann var að kveðja Tahiti. Skömmu seinna heyrði ég skóhljóð hans í sandinum. Við stóðum strax á fætur, en Christian gaf okkur merki um að fá okkur sæti. Svo settist hann sjálfur við hlið okkar í sandinn og krosslagði fæturna. Hann tók ofan hattinn og strauk fingrunum gegn- um hárið. — Þetta er í síðasta sinn, sem ég fæ að sjá ykkur, sagði hann eftir stundarþögn. — Við siglum í fyrramálið, ef byr verður. — Ég hefi sagt ykkur frá uppreisninni, sagði hann. — Minn- ist þess, að ég ber einn ábyrgðina. Það er sennilegt, að Bligh og menn hans séu allir dauðir fyrir löngu. Um Bligh er það að segja, að ég harma hann ekki. En örlög hinna hvíla eins og skuggi á samvizku minni. Þið þekkið kringumstæðurnar. Þið getið skýrt frá því, hverjar ástæður lágu til þess, að ég varð að taka þessa ákvörðun. En þið getið aldrei afplánað afbrot mitt. Ég er uppreisnarmaður og enn fremur sjóræningi, því að ég hefi rænt einu af skipum Hans Hátignar. Þið þekkið áætlanir mínar. Það er skylda mín að vernda þá, sem hafa fylgt mér og valið mig til foringja. Þetta er hið stærsta af heimshöfunum og það er fullt af eyjum. Á einni þeirra setjumst við að og eyði- leggjum skipið. Þið munuð ekki fá að sjá okkur oftar. Aftur varð þögult um stund. Þögnin var aðeins rofin af bylgjuhljóðinu. í fjarska sást rauðleitt bál, þar var verið að brenna kókosblöðum. Ég heyrði kjökur smábarns, s?m hafði vaknað. — Fyrr eða seinna, hélt Christian áfram eftir langa þögn, — mun brezkt herskip varpa akkerum hér. Ef Bligh eða einhverj- um af mönnum hans heppnast að komast til Englands, mun hermálaráðuneytið þegar í stað senda af stað skip til þess að ná uppreisnarmönnunum. Ef allir, sem fóru í skipsbátnum, hafa farizt, mun skip verða sent af stað til þess að leita að okkur, þegar við komum ekki heim á réttum tíma. Þegar skipið kemur. þætti mér vænst um, að þið gæfuð ykkur fram, þið, sem ekki tókuð þátt í uppreisninni. Hinir verða að haga sér eins og þeim finnst skynsamlegast. Fyrst þeir vilja ekki fara með mér, þvse ég hendur mínar. Einu sinni áður bað ég yður, Byam, að heimsækja föður minn, ef ég kæmi ekki aftur til Englands. Faðir minn heitir Charles Christian og býr í Mairlandelere í Cumberland. Vill sá ykkar, sem fyrr kemur til Englands, heimsækja hann og skýra honum frá því, sem gerzt hefir? Segið honum söguna eins og ég hefi sagt ykkur hana og skýrið honum sérstaklega frá þvi, að ég hafi einungis ætlað að taka Bligh fastan og flytja hann heim í böndum. Ef til vill fyrirgefur faðir minn mér, ef hann fær að vita um orsakir uppreisnarinnar, enda þótt ég geti aldrei fullkomlega afsakað gerðir mínar. Viljið þið gera þessa bón mína? Christian stóð á fætur, og við Stewart stukkum á fætur. — Já, sagði ég alltof hrærður til þess að geta sagt meira. Stundarkorni seinna snéri Christian sér við og kallaði heim að húsinu: — Maimiti! hrópaði hann sinni sterku sjómanns- rödd. Hún hefir hlotið að eiga von á því, að han kallaði, því að hún kom nærri því strax. Ræðararnir komu með henni, gripu bátinn og settu hann á flot. Maimiti kom til mín og faðmaði mig. Svo faðmaði hún Stewart og stökk því næst í bátinn. Christian þrýsti hönd okkar í síðasta sinn: — Guð blessi ykkur taáða, sagði hann. Við stóðum á ströndinni og sáum bátinn hverfa út í myrkr- ið. Um sþlaruppkomu, þegar ég fór á fætur til þess að baða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.