Alþýðublaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 4
FIMMTUDA GUR 14. SEPT. 1939
HGA^tLA BlÓ
Istmey
að enginn sé til að gæta fang-
anna.
ræniigjans
Gullfalleg og hrífandi stór-
mynd eftir óperu Puccinis,
„The girl of the golden
West.“
Aðalhlutverkin leika:
Jeanette Mc Donald
©g
Nilson Eddy.
Wi íolaldakiðí
í Buff og Gullach.
Nýtt nautakjöt í súpu.
Úrvals kartöflur og gulrófur.
Hvítkál,
Blómkál,
Laukur,
Tómatar.
Hjfitbððin Njálsyiitn 23.
Sími 5265.
LOFTARÁSIR ÞJÖÐVERJA.
Frh. af 1. sí'ðu.
að Þjóðverjar hafi frá stríðs-
byrjun gert loftárásir á óvíg-
girtar borgir er að finna í sím-
skeyti, sem sendiherra Banda-
ríkjanna í Varsjá hefir sent ut-
anríkismálaráðuneytinu í Was-
hington. Skeyti sendiherrans,
Mr. Biddle, er dagsett 6. sept-
ember.
I skeytinu ásakar Mr, Biddle
Þjóðverja um að hafa gert loft-
árásir á óvíggirtar borgir án til-
lits til íbúanna, og segir það
augljóst, að flugmennirnir láti
sprengikúlurnar úr tengslum,
þótt þeir séu ekki vissir um,
hvar þær lendi. Mr. Biddle
tekur þetta fram máli sínu til
sönnunar:
1) íveruhús hans sjálfs og ná-
búa hans varð fyrir loftárás.
2) Heilsuhæli var eyðilagt í
loftárás, og fórust þar 10
börn.
3) Loftárás var gerð á flótta-
mannalest á leið til Kutno.
4) Sjúkraflutningalest með
særða hermenn varð fyrir
loftárás og skemmdist, Hún
var greinilega merkt Rauða
krossinum.
5) Lofíárás var gerð á skála
skátastúlkna, og biðu
þeirra bana.
Mr. Biddle sendi annað
skeyti í gær frá þorpi því, sem
sendisveit Bandaríkjanna nú
hefir aðsetur í, og segir í skeyí-
inu, að þorpið, sem sé algerlega
óvíggirt og varnarlaust, hafi
orðið fyrir loftárás fjögurra
þýzkra flugvéla kl, 11 árdegis
í gær.
Varpað var niður 12 sprengi-
kúluni, og biðu 11 menn bana,
en um 440 særðust, margir al-
varlega. Ein sprengikúlan lcom
niður 300 metrum frá sendi-
sveitarbústað Bandaríkjanna.
Ógurleg skelfing greip fólkið
vegna hinnar skyndilegu og ó-
væntu Ioftárásar.
Ægilegt blóðbað.
Enska blaðið „Star“ skrifar á
þS leið, að Þjó’ðverjar haldi nú
uppi algeru ógnarstríði í Póllandi
því að það sé styrjöld gegn ko.n-
Um og börnum, engu síður en
reglulegum hermönnum.
Biaðið „Politiken“ í Kaup-
mannahöfn skýrir frá því, að
þýzkur yfirforingi, sem kominn
sé særður til Hamborgar, hafi
láti'ð svo um mælt, að stríðið í
Póllandi sé eitt ægilegt blóðbað.
Engir fangar séu teknir, heldur
allir drepnir, sem til náist, því
Varsjá.
LONDON i gærkv. F.Ú.
Samkvæmt fregnum frá Pól-
landi hefir aðstaða herjanna á
yígstöðvunum breytzt allmikið.og
þess sjást merki, að Þjóðverjar
em farnir að breyta um aðferðir.
Samkvæmt pólskum fregnum
hafa Þjóðverjar dregið úr eða
hætt við að ráðast á borgina að
vestanverðu. Á þessu svæði ryðja
pólskar hersveitir sér braut frá
Posen til Varsjá, og er víglína
sú, sem þær nú skipa, I hálf-
hring milli Plonsk norður frá og
Lodz suður frá.
^Verða Þjóðverjar við Varsjá
nú að berjast og snúa bökum
saman, því að Pólverjar sækja að
úr tveimur áttum.
Gdynia verst enn, þrátt fyrir
þáð, að árásir eru gerðar á hana
frá sjó, af landi og úr lofti.
í þýzkum tilkynningum er því
haldið fram, að Lodz sé aftur í
höndum Þjóðverja og hafi Hitler
komið til borgarinnar í gær.
Þjóðverjar segjast vera komnir
til Lemberg og sækja hratt fram
suður á bóginn úr norðaustri, og
hafa slitið samgönguleiðir austur
á böginn til Varsjá.
SAARBRÚCKEN.
Frh. af 1. síðu.
um, að Frakkar séu þegar
búnir að taka Saarbriicken,
eru ekki réttar. Saarbrucken
er ennþá „einskis manns
land“, en hún er þegar um-
kringd af franska hernum,
en þýzkt stórskotalið heldur
uppi látlausri skothríð til
verndar borginni.
Franski herinn hefir tekið sér
fasta stöðu á vesturbakka Saar-
fljótsins, frá Saarlautern í gegn
um Folklingen og alla leið til
Bubingen. Framvarðarsveitir
þýzka hersins halda sig nú á
bak við sementsvirld, skriðdreka-
torfærur og gaddavírsgiröingar,
sem eru á skógi vöxnum hæðum
ekki langt frá austurbakka Saar-
fljótsins. Þessi steinsíeypuvirki
hafa verið byggð á síðustu 15
mánu'ðunum í þegnskylduvinnu,
pg þangað til í ágústmánuði vár
svæöi þetta afgirt til þess að fela
þessar framkvæmdir fyrir almenn
ingi.
Frá Luxemburg er símað, að
Þjóðverjar hafi sprengt upp járn-
brauíarjinuna milli Trier og Metz.
Járnbrotum rigndi inn yfir landa-
mæri Luxemburgar, en enginn
særðist-
Daladier heíir nú
mpdað strtósráðu-
neyti á Frakblandi.
Ný stjórn var mynduð á
Frakklandi í gær, og er Daladi-
er áfram forsætis- og hermála-
ráðherra, en verður nú utanrík-
ismálaráðherra að auki.
Bonnet, sem hefir verið utan-
ríkismálaráðherra, verður nú
dómsmálaráðherra.
Tveir nýir ráðherrar fá sæti
í stjórninni, og fjgS|f&ímar með
liafnbannsmálin Óíg hinn með
mál, sem varða framleiðslu her-
gagna.
Á Prestsbakka í Hrútafirði
fór fram sú fágæta athöfn
síðastliðinn sunnudag, að við
guðsþjónustu þar í kirkjunni
voru gefin saman fimm brúð-
hjón og skírð fjögur börn. Að
kirkjuathöfninni lokinni var
haldin brúðkaupsveizla á
prestssetrinu. Sóttu hana meira
en 200 manns, (FÚ.)
[Ná eip Gyðingar
að tajðlpa!
Frá fréttaritara Alþýðubl.
KHÖFN í morgun.
IFRÉTT frá BrUssel er
skýrt frá því, að þýzki
ræðismaðurinn í Antwer-
pen hafi birt áskorun til
þýzkra flóttamanna í
Belgíu, sérstaklega lækna,
af hvaða kynstofni, sem
þeir séu, að hverfa aftur
heim til Þýzkalands til
þess að ganga í þjónustu
föðurlandsins. Tekið er
fram í áskoruninni, að
þeim muni verða skilað
aftur eignum sínum, ef
þeir komi heim.
Þessi tilmæli, sem aug-
sýnilega er beint til hinna
mörgu þýzku lækna af
Gyðingaættum, sem nú
lifa landflótta, vekja
mikla eftirtekt úti um
heim.
Leynivínsali
dæmdur.
IFYRRADAG var dæmdur í
lögreglurétti Berent Karl
Berentssen fyrir óleyfilega á-
fengissölu.
Var hann dæmdur í 20 daga
fangelsi við venjulegt fangavið-
urværi og þúsund króna sekt.
Danlr skjóta á erlend-
ar árásarflugvélar.
KHÖFN í morgun. FÚ.
Ðanskt herskip hefir á Eyr-
arsundi skotið tveim aðvörun-
arskotum móti útlendri árásar-
flugvél, sem var þar á sveimi
yfir dönsku hafi, Eru þetta
fyrstu aðvörunarskotin, sem
Danir hafa skotið móti er-
lendum flugvélum í þessari
síyrjöld.
Danska landvarnamálaráðu-
neytið fyrirskipar almenningi í
hinum stærri borgum eða í
nánd við landamærin að halda
sig innan húss, þegar heyrist
til flugvéla, því að hér eftír
muni verða skotið á ókunnar
flugvélar, sem eru á flugi yfir
Danmörku.
Útflutningur á korni hefir
verið bannaður í Danmörku.
Hámarksverð á korni hefír
einnig verið fyrirskipað. Ben-
zínnotkun fólksbifreiða og
flutningabifreiða hefir verið
takmörkuð í Danmörku, niður
í 30 til 60%.af notkun undan-
genginna mánaða. Iiöfðu ýms-
ir bifreiðaeigendur gert tilraun
til þess að birgja sig upp af ben-
zíni, og hafa 10 000 lítrar af því
verið gerðir upptækir hingað
og þangað í landinu.
Ríkisþingið danska hefir ver-
ið kallað saman meðal annars
til þess að ræða um löggjöf um
hámarksverð á brauði.
Þfzkar bafbátastSðvar
við Suðar-ámeriko.
I-.ONDON í morgun. FÚ.
Brezka ríkisstjórnin telur sig
hafa ástæður til að ætla, að ó
vinaþjóðir hafi í huga að koma
sér upp kafbáta- og flughöfn-
um á ströndum Mið- og Suður-
Ameríku,
Fulltrúum brezku stjórnar-
innar í þeim löndum, sem hér
IDAG
Næturlæknir er í nótt Jón G.
Nikulásson, Hrefnugötu 5, sími
3003.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
Næturvarzla bifreiðastöðva:
Bæjarbílastöðin.
ÚTVARPIÐ:
19.30 Lesin dagskrá næstu
viku.
19,45 Fréttir.
20,10 Veðurfregnir.
20,20 Hljómplötur: Létt lög.
20.30 Frá útlöndum.
20,55 Útvarpshljómsveitin
leikur (Einleikur á celló:
Þórh. Árnason).
21.30 Hljómplötur: Dægurlög.
MNSLEIKUR
(eingðngu eldri dansar)
verður í G.T.-húsinu næstkom-
andi laugard. (16. sept.) kl. 9
e. h. Áskriftalisti og aðgöngu-
miðar frá kl. 2 e. h. á sama
stað. Sími 3355.
Hljómsveit S. G. T. spilar.
. 1». ®. T.
FREYJUFUNDUR ainnað kvöld
'kl.'8,30. Venjuleg fundarstörf.
. Fjölsækið stundvíslega.
Æðstitemplar
NÝJA B!Ö m
PóstræniBgjarair
frá Goláen Sreek
Spennandi, skennntileg og
Ævintýrarík amerísk Cow-
boy-mynd. Aðalhlutverkið
leikur af miklu fjöri mest
dáða Cowboy-hetja nútím-
ans
DICK FORAN,
ásamt undrahestinum Tony
Aukamynd:
Teiknimynd um Robin-
son Cruzoe á eyjlunni.
Nemendasamband Kvennaskól-
ans
biður þess getið, að bazarinn
verði ekki haldinn fyrr en í
byrjun desembermána'ðar, en mun
ina þurfi að senda fyrir 20. nóv-
Hjónaband.
Laugardaginn 16. septeni-
ber verða gefin saman í hjóna-
band í Oslo frú Edith Resberg
og Herluf Clausen forstjóri.
Brúðkaupið fer fram á heimili
brúðurinnar Oscarsgatan 53, Oslo
Olav Duun,
. eitt af kunnustu skáldum Norð-
manna, er dáinn. F.Ú.
Fermingarböm
s'éra Árna Siigurðssonar eru beð
in að koma til viðtals í fríkirkj-
una á morgun, föstudag, k.1. 5.
Pöstræningjarnir frá Golden
Cresk
heitir myndin, sem Nýja Bíó
sýnir núna. Er það annerísk kú-
rekamynd. Aðalhlutverkið leikur
Dick Foran.
Póstferðir á niorgun.
Fiá Reykjavík: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss-
og Flóapóstar. Þingvellir. Þrasta-
lundur. Hafnarfjörður. Fljótshlíð-
arpóstur. Austanpóstur. Akranes.
Borgames. SnæfeHsnesspóstur.
Stykkishólmspóstur. Norðanpósí-
ur. Dalasýsiupóstur. Súðin austur
!um í ihringferð. Tii Reykjavíkur:
Mosfefissveitar-, Kjalarness-,
Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst-
ar. Þingvellir. Þrastalundur. Hafn
arfjörður. Meðallands- og Kirkju-
bæjarklausturspóstar. Akranes.
Borgarnes- Norðanpóstar. Brúar-
foss og Selfoss frá útlöndum
(væntanlega).
Gullbrúðkaup
eiga laugardag 16. þ. m. El-
ínborg Magnúsdóttir og Eggert
Eggertsson, Egilsgötu 16.
Ungbarnavernd Líknar,
Tempíarasundi 3, er opin
þriðjudaga og föstudaga kl. 3
KORNRÆKTIN A SAMS-
STÖÐUM. (Frh. af 3. síðu.)
uppskeran aukizt allmikið á
þeim tíma. Gullauga, sem gaf
187 tunnur af hektara í fyrri
upptekningu, gaf 260 tunnur af
hektara í seinni tilrauninni, eða
73 tunnum meira. Þriðja til-
raun verður gerð 10. þ. m.
Um veðráttuna segir Klem-
ens, að júlímánuður hafi verið
með allra heitustu mánuðum,
eðá rúmum 2 stigum fyrir ofan
meöallag síðustu 11 ára. Úr-
koma á Sámsstöðum í júlímán-
uði var aðeins 21 mm. ÍFÚ.)
FIMTUPAGSPAMSKLÚBMURIMN.
Dansleik
í Alpýdulnlsinu við MverSissfiifu
i kvðld klukkan 19.
Hljómsveit nndir stjárn Bjaraa Bððvarssonar
Aðgðngumiðar á kr. •£
verða seldir frá kl. 7 í kvöld.
í Oddfellowhúsinu heldur Skipstjóra-
og stýrimannafélag Reykjavíkur n k.
laugardag 16 sept. kl. 9.30 e h. — Aðgöngumiðar verða
seldir hjá gjaldkera félagsins, sími 1449 og í Oddfellow-
húsinu frá kl. 1 e. h. á laugardag
Hijómsveit Aage Lorasige — Félagar fjölmennið.
Nefndin.
er um að ræða, hefir verið fyr-
irskipað að leiða athygli hlut-
aðeigandi ríkisstjórna að þessu
með tilmælum um að koma 1
veg fyrir allt hlutleysisbrot.
Eftir kröí'u tollstjórans í Reykjavík f. h. ríkis-
sjóðs og að undangengnum úrskurði í dag verða
íögtök látin fram fara fyrir ógreiddum tekju-
og eignarskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi,
hundaskatti, lífeyrissjóðsgjaídi og námsbóka-
gjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi
1939, gjöldum til kirkju, sóknar og háskóla, sem
féllu í gjalddaga 31. desember 1938, kirkju-
garðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1939,
bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vá-
tryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem féllu
í gjalddaga 1. jólí 1939, og vitagjöldum fyrir
árið 1939. Lögíokin fara fram á ábyrgð ríkis-
sjóðs, en á kóstnað gjaldénda að átta dögum
liðnurn frá birtingu þessarar auglýsingar.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 12. sept. 1939.
BJðrn Þórðarson.
Herstyrknr Breta.
Bandaríkjablaðið Christian
Science Monitor, sem þykir
mjög áreiðanlegt, segir að Bret-
ar muni hafa á að skipa nú 620
þúsundum manna af vel æfð-
um landher, auk 200 þús.
manna varaliðs, og er þetta lið
allt útbúið eins og bezt er hægt
að vélum. Bætast stöðugt við
þetta lið liðssveitir, sem eru að
verða fullæfðar, og mun það
verða um áramót ein milljón.
Auk þessa árásarliðs hafa Bret-
ar loftvarnalið, sem nemur
meira en milljón manna. í þess-
um tölum er ekki talið sjólið
né lofther Breta, né lið sjálf-
stjórnar-nýlendnanna, Segir
blaðið, að geysilegur munur sé
á liðsstyrk Breta hvað hann sé
mikið meiri nú en þegar heims-
styrjöldin brauzt út.
Bretar eiga nú 15 orustuskip,
og er það jaínmargt og Þjóð-
verjar, ítalir og Japanar eiga til
samans, Auk þessa hafa Bretar
5 orustuskip í smíðum af allra
stærstu gerð, 35 þús. smálesta
með 35 sjómílna hraða, en hið
síðasta þeirra verður ekki full-
smíðað fyrr en 1943. Alls hafa
Bretar 375 herskip, og hefir
upp á síðkastið bætzt við að
meðaltali eitt skip á viku.