Alþýðublaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUl 14. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSíLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4806: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Natvælaskönmtuii SKÖMMTUN MATVÆLA um land allt hefst á mánudag- inn kemur. Skömmtunarseðlium verður útbýtt á laugardaginn og sunnudaginn, og jafnframt eiga menn að gefa skýrslur um mat- vælabirgðir sínar, sem sérstak- lega eru til teknar á skýrslu- eyðublöðunum- Undanfarna þrjá daga hafa S'kýrslueyðublöð þessi verið borin út um bæinn, og eiga þau að skapa grundvöllinn fyrir skömmt- unarseðlunum. Ríður ákaflega mikið á því, að fólk fylli út þessi skýrslueyöublöð samvizku- samlega, dragi ekkert undan af matvælabirgðum sinum, hversu litlar sem þær eru, og bæti ekki við, þegar heimilisfeður telja fólk sitt fram. Ef það kemst upp, sem hægur vandi er að bera sam- an, eiga viðkomandi á hættu að eæta háum sektum, og ríkisvaldið mun beita lögum og reglugerðum til hins ítrasta í þeim tilgangi. Ef allir taka þegnsamlega á möti þessari matvælaskömmtun, svo og öðrum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnaT, er litil hætta á, að nokkur maður þurfi að líða skort. Skammturinn, sem ætlaður er hverjum manni, er alls ekki lftill, og það mun vera mjög óvenju- legt, að skammtur matvara, þar sem skömmtun er tekin upp á annað borð, sé svo mikill eins og sá, sem byrjað er á hér. Telja jafnvel ýmsir, að skammt- urinn sé óþarflega hár. Eins og getið var hér í blaðinu í gær, verða sfcömmtunarseðl- arnir afhentir fólki um leið og það útfyllir skýrslur þær, sem bornar hafa verið á hvert heimili, á laugardag og sunnudag. Fer afhending seðlanna og móttaka skýrslanna fram í öllum bama- skólum borgarinnar, samkvæmt nókvæmari auglýsingu um það, hvar fólk í hverju hverfi á að mæta. Er þess fastlega vænzt, að allir mæti til að skila skýrslum og taka við skömmtunarseðlum á þessum döigum, og að hver maður finni skyldu sína í þvi að gera starfsmönnum þeim, sem af- henda og taka á rnóti, starfið sem allra léttast. Hér er um mjög umfangsmikið starf að ræða. Það má gera ráð fyrir, að afgreiða verði um 8 þúsundir manna á þessurn tveimur dögum, og vel getur það fcomið fyrir, að mikil þröng verði, jafnvel þó að stað- irnir séu fjórir, sem fólk á ag sækja til. En þess er vænzt, að fólk sýni svo mikla lipurð, sem frekast er kostur, og bíði rólegt meðan verið er að afgreiða, þar til að því kemur. Vonandi verður og allt gert, sem unnt er, til að láta afgreiðsluna fara sem skipu- iegast frarn af hólfu nefndar þeirrar, sem bæjarráð hefir skip- að. Þó að matvælaskömmtun sé upp tekin er alveg sjálfsagt fyrir fólk að spara eins og mögulegt «r allar erlendar vörutegundir, og loks nú ættum við að taka höndum saman um að fara með t. d. kaffi sem lúxusvöru, enda er það dýr lúxusvara og jafnvel 'skömm fyrir okkur íslendinga, hve mikið við drekkum af því. Menn verða að muna það, að þó að allar vonir séu um, að enginn verulegur skortur verði á nauð- 'feynjum í landinu, þá er það al- veg víst, að vörur fara mjög hækkandi, og að næstu pöntun onkar á nauðsynjum, eftir svo sem hálfan mánuð, verðum við að borga hærra verði en síðustu pöntun. Þess vegna er það hyggi- legt að auka neyzlu innlendra vara. Kaupið saltfiskspakka, kaupið kartöflur, kaupið síld, kaupið slátur, eins mikið af öllu þessu og þið mögulega getið. Drekkið minna af kaffi, kaupið meiri mjólk. Strangt eftirlit hefir verið sett Um alla kolaverzlun, en kola- skömmtun er afar erfið. Til þess að geta komið henni á, verður nefndin að vita um hitaþörf hvers húss í bænum, fjölda eld- stæða o. s. frv. Þess er vænzt, að húseigendur fari að útbúa skýrslur um þetta, þvi að ó- hjákvæmilegt er, áð taka upp skömmtun á þessari nauösynja- vöm, sem áreiðanlega verður einna erfiðast að fá til landsins. Skömmtunarseðlarnir munu ekki ná til kolanna, {>ó að þau séu nefnd á skýrslunum, en þag verður áreiðanlega innan fárra daga að gripa til kolaskömmtun- ar. Barátta okkar íslendinga viö það að koma útflutningsvörum okkar á erlenda markaði og fá ■aftur nauðsynjar handa þjóðinni — hún er okkar strið. Enginn íslendingur er kallaður á vigvelli, engum íslendingi er att út í mann- víg og eyðileggingu. Þess er að- eins krafizt, að hver og einn geri ,'allt, sem í hans valdi stendur til þess, að starf ríkisstjómarinnai verði sem léttast á þessum erfið- leika tímum. Það er líka von manna, að enginn skerist úr leik, og þess verður að krefjast, að hver sá maður, sem ekki sýnir fullkominn þegnskap á þessum tímum, verði afhentur almenn- ingsáLitinu til meðferðar og að að hann sæti auk Jæss þeirri fyllstu refsingu, sem lög og regl- gerðir ákveða, hver sem hann er og hvar sem hann stendur í mannfélagsstiganum. Metorðagfarni vinsalinn, sem varð utanrf kisráðherra Hitlers Kornrffktii á Sðms- stððnm í sinar. FRÁ kornræktinni á Sáms- stöðum í sumar og ann- arri starfsemi tilraunastöðvar- innar þar hefir Klemens Krist- jánsson nýlega gefið eftirfar- andi upplýsingar: Kornuppskera byrjaði 13. ág- úst. Var það sexraða bygg, sem byrjað var á, og var uppskeru þess lokið síðast 1 ágúst. Var það prýðilega þroskað og virð- ist ætla að gefa ágæta upp- skeru. — Grasfræ var byrjað að slá 4. ágúst og lokið við það síðast í ágúst. — Hafrar eru nú að verða þroskaðir, og er byrjað á uppskeru. — Kartöflur voru fyrst teknar upp úr tilrauna- reitum 10. ágúst. Af 7 tegund- um, sem þá voru teknar upp. gaf mesta uppskeru norsk teg- und, Dukker, um 238 tunnur af hektara, en mesta sterkju hafði Gullauga, 12,8 af hund- raði. Hinar tegundirnar höfðu sterkju, er nam 10—11 af hund- raði. Næst var tekið upp úr til- raunareitum 22. ágúst, og hafði Frh. á 4. slðu. Joachim von Ribbentrop, sem skrif- aði undir samninginn við Stalin. AÐ er einkenniiegt til þess að vita, að hinn raunvem- legí höfundur andkommúnistiska sáttmálans, Ribbentrop utanríkis- málaráðherra Þjóðverja, er ný- kominn frá Moskva, þar sem hann var að skrifa undir vináttu- samning þeirra Hitlers og Stal- ins- Meðan hann dvaldi í Moskva, bjó hann í húsi því, sem sendisveit Austurríkis bjó í fyrrum, og þar blakti Rakakrossfáninn við hún. Joachim von Ribbentrop er ekki meira en 46 ára að aldri. Faðir hans var ofursti, og hinn núver- andi utanríkismálaráðherra er fæddur í Wessel við Rin. Að loknu stúdentsprófi í Metz stund- aði hann um skeið tungumála- hám í Sviss, Frakklandi og Eng- landi. Nokkrum árum fyrir heimsstyrjöldina gerðist hann kaupsýsiumaður í Kanada. í ágústmánuði 1914 snéri hann heim aftur til Þýzkalands og varð liðsforingi í tólftu herdeild húsara. Efrir stríðið hafnaði Rib- bentrop sem aðstoðarmaður hjá trúnaðannanni hermálaráðuneyt ■ isins þýzka í Tyrklandi, von Seéckt ofursta. Eins og kunnugt er stofnaði ofursti þessi ríkis- vamarliðið og var öflugur and- stæðingur Hitlers. Ribbentrop sagði skilið við her- þjónustuna árið 1920, þegar hann var orðinn ofursti, og gerðist kaupmaður í Berlín. Hann eign- aðist tvö verzlunarfyrirtæki, og verzlaði annað þeirra einungis með vln. Auk þess gerðist hann ymboðsmaður kampavínskaup- manna. Áríð 1923 kvæntist þessi vín- kaupmaður dóttur hins fræga kampavinsframleiðanda, Otto Henkels. Þrem árum seinna lét hann frænku sína, sem hét von Ribbentrop, ættleiða sig. Ástæð- an var sú, að hann vildi gjarnan fá titilinn von fyrir framan nafn- ið sitt, svo að hann gæti komizt í hin glæsilegu samkvæmi aðals- ins. Þetta tókst. Árið 1930 vænkaðist mjög hagur hans. Þá fékk hann að kynnast Hitler í sölum aðals- mannanna. „Foringinn“ hafði nefnilega þá fundið leiðina inn í sali stórgróðamannanna og eig- enda þungaiðnaðarins. Hann var mjög tíður gestur bæði í klúbbi stórframleiðendanna í DUsseldorf iog i Hansaklúbbnum í Hamborg. Joachim von Ribbentrop átti sinn öfluga þátt í því, að Hitler var gerður að kanzlara árið 1933. Það var nefnilega hann, sem kom því til leiðar, að Hitler og von Papen hittust í húsi Kölnar- bankamannsins baron von Schroeders. Á þeim fundi skipu- lögðu þessir tveir herramenn samsærið gegn þáverandi kanzl- ara, von Schleicher hershöfðingja. Þessi sami von Papen hefir oft síðan unnið ýmis erfið verk fyrir ,1foringfann,‘. Síðasta afrek hans var undirbúningur vináttu- ýsamningsins í Moskva. Eftir samsærið í Köln fékk von Ribbentrop stöðu meðal nánustu trúnaðarmanna Hitlers. 1 apríl- mánuði 1934 er hawn sérfræðing- ur stjórnarinuar í afvopnunar- málum. Ári seinna er hann send- ur til Englands og aflaði sér þá þekkingar á ensku yfirstéttinni og afstöðu hennar til nazismans, en hún lét hann á sér skilja, að frá Englandi þyrfti nazisminn ekkert að óttast. Ehska stjórnin myndi ekki grípa til vopna fyrr ten á elleftu stundu. En nú virjy ast þó Þjóðverjar hafa spennt bogann of hátt. Loks rann upp hin stóra stund fyrir von Ribbentrop í fyrra, 4. febrúar, þegar von Neurath var sparkað á hinn eftirminnilegasta hátt og vinkaupmaðurinn tók við embættinu í utanríkismálaráðu- neytinu. Maður skyldi ekki trúa því að óreyndu, að þetta sé kommún- istahræða nazistanna og höfund- ur andkommúnistiska sáttmálans- Þessi sami maður var lífið og sálin í þátttöku Þjóðverja í Spánarstyrjöldinni, stríðinu, sem nazistamir sögðu, að háð væri eingöngu gegn rússneska konim- únismanum. Núna er Joachim von Ribbentrop nýkominn frá Moskva. Það virðist dálítið kyndugt. Hinn þýzki utanríkismálaráð- herra er enn frenrur fullur af heimskulegu hatri á Bretum og Frökkum. Það er einkennandi fyrir hann, að hann gortar af því að vera afkomandi von Rib- bentrops hershöfðingja, sem var samtímamaður Bliichers hers- höfðingja og góður vinur hans. Eftir orustuna við Waterloo árið 1815 fór hann með prússneska Joachim von Ribbentrop. herinn til Parísar og heimtaði 100 milljónir gullfranka í skaða- bætur og krafði inn féð án nokk- urrar niiskunnar. Ein hótun hans vgr sú, að ef féð væri ekki greitt, færi hann með borgarstjórann í París til Þýzkalands og honum yrði haldið sem gísl í hinu hræðilega fangahúsi Graudenz. Það er ef til vill afrek á borð við þetta, sem hinn fyrrverandi ofursta dreymir um að fram- kvæma. Raftækjaeinkasalan og ra f lagningasveinarnir. ♦--- I BLÖÐUNUM í vor og sum- ar var getið um, að eitt fyrsta afrek samsteypustjórnarinnar væri að leggja niður raftækjaeinkasöl- una. Er sagt fullum fetum, að það hafi verið krafa Sjálfstæðisnmnna fyrir hönd stórkaupmannanna, að þetta yrði gert, ef samvinna ætti að eiga sér stað um stjóim af þeirra hálfu, Sjálfstæðismann- anna. Þegar Jakob Möller fór utan í vor, var ólafur Thors staðgeng- ill hans, og var hann ekki seinn á sér að segja fólkinu upp stöð- tunni í einkasölunni. Einnig kvað kennslumálaráðuneytið hafa, svona til gamans, sagt upp öllu fólkinu við útvarpið. En því var Jónasi sleppt? Harla lítilþægir eru þeir, stór- kaupmennirnir, sem láta sér nægja þetta. Þeim verður ekkert gagn að þessari ráðstöfun, þvi að sala raftækjanna verður eftir- leiðis í höndum tveggja eða þriggja manna. Þegar frá líður verður sú einokun verri en sú opinbera og verðið hærra. Ef rík- ið á að fá jafnmikið í sinn hlut og áður, hlýtur verðið aö hækka, því að tollurinn verður að hækka um það, sem því nemur. En raftækjasölumálið hefir aðra hlið, sem er meira virði. Hún snýr að raflagningasveinun- um. Eins og menn muna, hefir ver- ið háð barátta nokkur á milli raflagningasveina og meistara um nemendatökur. Var um hríÖ búið að unga út svo mörgum sveinum, að tíl stórra vandræða horfði, og vinnuleysi mikið meðal sveinanna. Eiríkur Hjartarson skrifaði um þetta mál og heimt- aði aukna nemendatöku. Svaraði ég honum þá lítils háttar, og er þetta iKtr engan árangur, var reynt að fá þingið til þess að breyta iðnlöggjöfinni útungunar- mönnum nemenda í hag, en mis- tókst þó að nokkru. Og nú kemur ný tilraun til þess að kúga raflagningasveina. Þeir hafa fengið landsréttindi, svo að þeir geta tekið að sér verk. Sjálfstæðismenn í lands- stjórnlnni hafa komið meisturum til hjálpar með aðstpð Framsókn- armanna og ákveðið (án þing- heimildar) að leggja niður raf- tækjaeinkasöluna. Afleiðingin af því er sú, að tveir eða þrír ineist- árar fá í hendur einokun á öll- um verkum, sem boðin verða út eftirleiðis, því að þeír hafa eink*- fumboð í útlöndum og geta þvi boðið lægra en raflagningasvein- ar, sem verða að skipta við heild- sala, á meðan meistararnir eru að ná full'um tökum og gera þá at- vinnulausa. Svo hrúga þeir inn nemendum I ofanálag og vinna með þeim og reka þá svo út, þegar þeir eru fullnuma. Á þennan hátt hafa meistar- arnir náð tvöfaidri afstöðu, og þó að heildsali hafi eitthvað á boðstóium, getur hann ekki selt þáð neinum, nema þessum tveim til þrem mönnum, sem taka hjá þéim það, sem þeir hafa ekki sjálfir. Þetta stendur stutta stund, á meðan verið er að þvinga raf- lagningasveina út úr handverk- inu, og svo verður unnið með nemendum eingöngu, og þá verð- ur almenningur, sem á að njóta vinnunnar, gersamlega berskjald- aður fyrir því, hvernig hann verður meðhöndlaður, bæði hvað verðlag snertir, vinnugæði og af- köst. Afleiðingin af þessu tiltæki verður að lokum óheyriiegt verð, verri einokun en í nokkurri ann- ari mynd og eyðilegging heillar stéttar, rafiagningasveinanna. En meðan einkasalan starfar, verður ekki unnt að beita þessum að- ferðum, því að sveinarnir hafa jafnan aðgang að henni og meist- ararnir vegna þess, að þeir liafa landsréttindin. Hvað hafa raflagningasveinar tii saka unnið með því að ríkis- stjórnin ræðst svo óþyrmilega á starf þeirra og réttindi? Hér virð- ist stefnan vera sú, að fórna fjöldanum fyrir hagsmuni tveggja eða þriggja manna. Það virðist vera mál til komið, að Sjálfstæðismenn gefi ákveðn- ari skilgreiningu á því, hvað það er, sem þeir eiga við með ein- staklingsframtaksskrafi sín«, iivort átt er við einokunarstreitu eins eða tveggja manna eða framtak heillar stéttar, eins og hér um ræðir. Jón Árnason, prentari. Hertogahjénin atWindsor kninin tll London. LONDON í gærmorgun F.O. Hertoginn af Windsor, Játvarð- ur fyrrv. Bretakonungur VIL, og frú hans, komu til London ígær. Þau hafa verið fjarverandi nærri þrjú ár. Útbreiðið Alþýðublaðið! Saltflsknr til neyzlu innanlands. Eftir fyrirmælum atvinnumálaráðherra höfum vér tekið að oss að sjá svo um, að jafnan fáist góður saltfiskur til innanlandsneyzlu með lægsta útflutningsverði. Fiskurinn fæst pakkaður í: 50 kg. pakka nr. 1 50 kg. pakka nr. 2 50 kg. pakka nr. 3 25 kg. pakka nr. 1 25 kg. pakka nr. 2 25 kg. pakka nr. 3 og kostar og kostar og kostar og kostar og kostar og kostar kr. 25,00 kr. 22,50 kr. 20,00 kr. 12,75 kr. 11,50 kr. 10,25 Fiskurinn verður seldur og afgreiddur til kaupmanna og kaupfélaga frá H.f. Kveldúlfur, Reykjavík. Verzlun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði. SðlQsamband ísl. fisbframleiðenda. y-it* ■Þ'.'tiHwVí.- ii*/-*- ** ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.