Alþýðublaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR W. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Jónas Guðmundsson: Baráttan milli lýðræðisins og einræðisins i heiminum. ♦ -----------------------a ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 49(U: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). alþýðuprentsmiðjan ♦ ----------------------• Hrakspár. ENGINN neitar því, að við verðum nú að horfast í augu við óvenjulega erfiðleika af völdum stríðsins. En hvað eru þeir í samanburði við þær hörmungar, sem yfir ófriðar- þjóðirnar sjálfar ganga? Við höfum, þegar á hlutskipti þeirra er litið, harla litla á- stæðu til þess að kvarta. Það er að vísu rétt: Landið var sökum langvarandi gjald- eyrisskorts ekki vel undir ó- friðinn búið. Það hafði litlar birgðir af erlendum matvæl- um og hráefnum fyrirliggjandi. Það verður að gera ráð fyrir þeim möguleika, að erfitt verði um aðdrætti á þeim sökum sigl- ingateppu. Og jafnvel þótt hægt yrði að halda uppi nokkurn veginn reglulegum samgöngum við útlönd, þá myndu allar er- lendar vörur verða okkur miklu < dýrari en hingað til vegna hækkaðs vöruverðs í útlöndum og hækkaðs flutningsgjalds með skipunum. En þrátt fyrir allt þetta höf- um við enga ástæðu til þess að æðrast. Landið framleiðir svo mikið af matvælum, að við þurfum enga hungursneyð að óttast. Og við getum vel tak- ■ markað neyzlu ýmissa erlendra matvæla án þess að líða við það nokkurn tilfinnanlegan skort. En til þess hefir ekki einu sinni komið fram að þessu. Því að enda þótt við höfum tekið upp skömmtun einstakra erlendra matvörutegunda, eru skammt- arnir að minnsta kosti til að byrja með svo ríflegir, að þess munu fá eða ef til vill engin dæmi í öðrum löndum, þar sem matvælaskömmtun hefir verið komið á. Við fáum fjögur pund af sykri á mánuði. Norðmenn ekki nema þrjú, Þannig mætti halda áfram að telja. En þegar svo lítil ástæða er til þess að óttast hér nokkra neyðartíma, en mikið getur hins vegar oltið á því, að þjóðin taki þeim erfiðleikum, sem að höndum ber, með karlmennsku og ró, þá verður það að teljast furðuleg framkoma af einu stærsta blaði landsins, heildsala- blaðinu Vísi, að gera sér beinlín- is leik að því, eins og það gerði í leiðara sínum í gær, að reyna að skapa hér óróa meðal al- mennings með því að halda þeim hrakspám að honum, að hér séu einhverjir „neyðar- tímar“ í nánd og ,,óskapleg dýrtíð innan fárra mánaða“ eða jafnvel „óbærileg dýrtíð“ eins og þlaðið komst að orði — til þess að tvinna þessar hrak- spár sínar svo sem frekast var unnt. Hingað til hefir ekkert blað annað en kommúnista- blaðið, Þjóðviljinn, leyft sér svo ábyrgðarlausar ýkjur um þá erfiðleika, sem við eigum nú við að stríða, En það er líka á HINN heimsfrægi þýzki rit- höfundur, Thomas Mann, sem nú er landflótta, hefir sagt, að kommúnisminn og nazisminn séu bræður, að yngri bróðirinn (nazisminn) hafi lært allar starfsaðferðir eldri bróðurins (kommúnismans) og endurbætt pær á ýmsan veg, hins vegar skilji ekkert eðli þessara ein- ræðisstefna. Margir hafa hrist höfuðið yfir „slíkri firru“ sem þessu, og þá einkum kommún- istar, áem síðan hafa talið Thomas Mann óalandi og óferj- andi, En nú eru menn að skilja til fulls, að hið þýzka skáld hefir haft fullkomlega rétt fyrir sér. Nákvæmlega sömu aðferðirnar hafa báðar þessar stefnur við- haft til þess að ná völdunum og halda þeim. Þegar kommúnist- ar brutust til valda í Rússlandi, lofuðu þeir fólkinu meira frelsi. Hið sama gerðu nazistar í Þýzkalandi. En það frelsi er ókomið enn í báðum löndunum, hins vegar hefir fólkið tapað því frelsi, sem það hafði áður. Þegar kommúnistar náðu völdum í Rússlandi, 'hnepptu þeir í þrældóm alla yfirstétt og mikinn hluta borgarastéttar Rússlands, en þær stéttir voru þar hinir pólitísku andstæðing- ar kommúnistanna. Þegar naz- istar náðu völdum í Þýzkalandi — hnepptu þeir í þrældóm alla pólitíska andstæðinga sína — jafnaðarmenn, frjálslynda og jafnvel kommúnista. Kommúnistar í Rússlandi tóku fyrstir upp vöruskipta- verzlunina og eru feður þess viðskiptakerfis. Nazistar í Þýzkalandi tóku það kerfi óð- ara upp er þeir komu til valda, og hafa skerpt það að veruleg- um mun síðan eða „aukið það og endurbætt," eins og kallað er, svo nú er heimaverzlunin í fjötrum vegna þessa skipu- lags. Kommúnistar hafa hvað eftir annað „hreinsað til“ í flokki sínum, þ. e. tekið af lífi fjölda flokksmanna, sem grunaðir voru um óhollustu við „flokk- inn og föðurlandið.“ Sams kon- ar „hreinsanir11 hafa átt sér stað í stórum stíl hjá nazistum í Þýzkalandi. Kommúnistar í Rússlandi voru þeir, sem fyrstir hófu víg- búnað af kappi eftir heimsstyrj- öldina. Nazistarnir þýzku hafa allra vitorði, að það blað hefir engan annan tilgang með skrif- um sínum en þann, að skapa óróa og öngþveiti meðal al- mennings, hinu rússneska úti- búi hér á landi til framdráttar. Það er ótrúlegt, en engu að síður satt, enda má vel lesa það á milli línanna, að tilgang- ur heildsalablaðsins Vísis með hrakspám sínum er heldur eng- inn annar en pólitískur. Hann ógnar þjóðinni með neyðará- standi til þess að reyna að skapa hér hljómgrunn fyrir vissum „sparnaðarkröfum" stórkaup- mannastéttarinnar, svo sem þeim, að gjaldeyrisnefnd, fiski- málanefnd og nokkrar fleiri opinberar stofnanir, sem eru henni þyrnir í augum, verði lagðar niður, enda þótt erfitt sé að sjá, í hvaða skynsamlegu sambandi slíkar kröfur geta staðið við erfiðleikana af völd- um stríðsins. En það er eins konar ,,taugastríð“, sem fyrir- Vísi vakir. Það á, með því að lýsa horfunum nógu skuggalega — að hræða þjóðina til þess að beygja sig fyrir kröfum stór- kaupmannastéttarinnar. Öðru- vísi verða hin gálauslegu skrif blaðsins varla skilin. . fetað dyggilega í fótspor þeirra einnig í því efni, síðan þeir fengu völd. Og þannig mætti lengi telja. Kommúnisminn hefir alls staðar verið undanfari nazism- an,s. Hann hefir skapað öng- þveitið og aðstæðurnar, sem nauðsynlegar voru til þess að nazisminn geti fest rætur og í eðli sínu og aðferðum eru þess- ar stefnur svo líkar, að þar ber ekkert á milli nema aukaatriði. ❖ Það, sem innst inni terigir einræðisstefnurnar órjúfandi böndum, er hræðslan við lýð- ræðið. Þegar einræðisríkin sjá og finna, að lýðræðið ætlar ekki lengur að láta þröngva kosti sínum, rísa þær sameiginlega upp. Stalin sagði í byrjun brezk- rússnesku 1 samnfi4gaumleitan- anna, að Rússland mundi ekki „brenna sig á fingurgómunum11 vegna samkomulags við lýð- ræðisríkin. Það er og vert að veita því eftirtekt, að -þess hefir aldrei verið getið, að Stalin kæmi á fundi þá, sem haldnir voru 1 Moskva með brezku og frönsku samningamönnunum, en Ribþentrop er ekki fyrr kominn til Rússlands en Stalin er þar fyrir og viðstaddur fundi og undirskriftir. — Lit- vinov var látinn fara, af því að hann var andvígur Þj.óðverjum, en vinveittur Bretum og Frökk um. Síðustu árin hafa Rússar talið sér heppilegt, að þykjast vera lýðræðissinnaðir, og í því skyni samið og samþykkt blekkingastjórnarskrá - og hald- ið blekkingaþing, en þar í landi ríkir meira einræði ennþá en í nokkru landi öðru utan Þýzka- lands. Þessi blekkingarafstaða Rússa, sem prédikuð hefir verið sem hið eina sanna lýðræði af kommúriistum allrp landa, hefir leitt til þess, að ýmsir hafa trúað ósiþmindunum og haldið, að kommúnistarnir í Rússlandi væru aðrir en þeir eru. Það kemur því nú eins og reiðarslag yfir fjölda manna — líka í kommúnistaflokkunum — að kommúnistarnir á Rúss- landi skuli verða þeir, sem raunverulega hleypa hinni nýju heimsstyrjöld af stað. Þó und- arlegt sé, er það ekki Hitler, sem meginsökina á á því, að hleypt var af stað hinu nýja blóðbaði, það eru engir aðrir en kommúnistarnir í Rússlandi, með Stalin í broddi fylkingar, Án þeirra treysti Hitler sér ekki til þess að hefja Evrópustyrjöld, þar sem von væri um sigur. * Sá, sem vill kynna sér hverja aðferð nazistarnir þýzku hafa viðhaft í utanríkis- pólitík sinni, gerir réttast 1 því, að kynna sér rækilega sögu -Austurríkis síðustu árin, og þær aðferðir, sem beitt var við Tékkóslóvakíu. Ef vel er athug- að, sést að hér er tekin upp stefna, sem hlýtur að eyðileggja allt traust þjóða í milli og fyrr eða síðar hlýtur að leiða til styrjaldar. Aðferð nazistanna var sú að lofa öllu fögru, að „fullvissa“ Breta og Frakka um heilindi sín gagnvart ríkjunum við ♦ landamæri Þýzkalands og að Þjóðverjar hefðu enga tilhneig- ingu til landvinninga í Evrópu. Sem dæmi um óheilindi þeirra í þessum efnum, gagnvart Aust- urríki er rétt að nefna nokkur dæmi. Hinn 30. janúar 1934 sagði Hitler: „Sú staðhæfing, að Þýzka- land hafi í hyggju að taka Aust- urríki, er fjarstæða, sem með engum rökum er hægt að halda fram. Ég verð því að vísa al- gerlega á bug öllum staðhæf- ingum hinnar austurríksku stjórnar um að árás muni verða gerð á Austurríki og fullyrði, að slík árás hefir ekki einu sinni komið til tals.“ Hinn 21. maí 1935 sagði sami maður: „Það er hvorki ætlun né vilji Þýzkalands að blanda sér í mál- efni Austurríkis né að innlima það í hið þýzka ríki.“ Sami Hitler sagði 11. nóv. 1936: „Tilboð mitt um ekkiárásar- sáttmála í austur og vestur var gert án nokkurrar undantekn- ingar. Það gildir því einnig Austurríki." 1. maí 1936 sagði Hitler rík- isleiðtogi: „Ennþá einu sinni eru breiddar út lygarnar um, að Þýzkaland ætli sér að ráðast á Austurríki á morgun eða næstu daga.“ 7. maí 1936 sagði hann enn fremur: „Vér Þjóðverjar höfum eng- ar landakröfur að gera í Ev- rópu.“ Og öll þessi loforð kórónaði svo ríkisleiðtoginn ll. júlí 1936 með því. að gera skriflegan samning við Austurríki (þýzk- austurríkska samninginn), þar sem Þýzkaland viðurkennir „fullkqmið sjálfstæði Austur- ríkis“ og lýsir því yfir, að „spursmálið um nazismann í Austurríki sé eingöngu mál, sem Austurríki eitt varði og hin þýzka stjórn hvorki beint né óbeint muni hafa af- skipti af“. Þannig hafði Hitler stöðugt reynt að blekkja alla, sem hlut áttu að þessum málum. En jafnframt því unnu þýzku naz- istarnir að því að æsa nazist- ana í Austurríki til hermdar- verka, svo að þýzkur her fengi tækifæri til innrásar í landið. Og þannig var haldið áfram að „fullvissa" alla um að öllu væri óhætt þar til í marz 1938 að ráðizt var með óvígan her inn í Austurríki og það innlimað í Þýzkaland. Þeim atburði hefir Hitler sjálfur lýst sem „stoltasta augnabliki ævi sinnar“ —■ því augnabliki, er öll þau loforð, sem gefin höfðu verið á hverju ári og stundum oft á ári í meira en 4 ár, voru svikin, * Nákvæmlega sama aðferðin var víðhöfð gagnvart Tékkó- slóvakíu. Með síendurteknum loforðum um að virða rétt þjóð- arinnar voru bæði Frakkar og Bretar og Tékkar sjálfir blekkt- ir og saga mannkynsins geym- ir ennþá ekkert betra dæmi um þessa stefnu þýzka nazism- ans en aðferð þá, sem beitt var gegn Tékkóslóvakíu, því að loks — eftir að Hitler sjálfur hefir lofað að „vernda“ landa- mæri hinnar „frjálsu" Tékkó- slóvakíu — styðja nazistar í Þýzkalandi að uppreisn Slóvak- íu til þess að fá átyllu til að ganga á hina gerðu samninga og leggja Tékkíu raunverulega undir Þýzkaland. :jc Og nú var röðin komin að Póllandi — 35 milljóna þjóð. Við hana skyldi sömu aðferð beitt. Danzigbúar voru æstir upp eins og Súdetarnir höfðu áður verið í Tékkóslóvakíu og nazistarnir í Austurríki. — Sögurnar, sem sagðar höfðu verið í útvarpi og blöðum um illa meðferð og misþyrmingar á Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu, voru nú endurteknar um Þjóð- verja í Póllandi og þýzka þjóð- in æst upp gegn Pólverjum, sem 1 engu höfðu gengið á rétt Þjóðverja. En nú höfðu augu Breta og Frakka opnazt. Hingað til höfðu þeir ekki viljað trúa því, að í einni mestu ábyrgðarstöðu heimsins sæti maður, er fylgdi þeirri stefnu — sem aldrei vílaði fyrir sér að ganga á gerða samninga. Þessum manni varð ekki framar trúað né þeim flokki, sem studdi hann. Hans aðgerðir hlutu að leiða til styrjaldar. En í þeirri styrjöld var hægðarleikur að ráða nið- urlögum nazismans. Með samtök um Breta, Frakka, Pólverja og Rússa var hægt að skapa svo sterkt mótvægi gegn nazisman- um, að honum væri engin leið fær, Hitler hefði hlotið að tapa slíku stríði og hefði því aldrei Jagt út 1 það, en hefði orðið að béygja sig og semja um sín „þjóðerni's11 i vandamál hvað Danzig og önnur héruð snerti. Við þáð hefði nazisminn liðið það skipbrot, að hann átti sér aldrei framar uppreisnar von. Hitler hefir sýnt heiminum hið sanna innræti nazismans. Við því er ekkert að segja og naz- istunum má þó segja það til hróss, að þeir hafa aldrei verið að gera neinar gælur við lýð- ræðið. Þeir ætla sér að þurrka það út hvað sem það kostar, það liggur við, að það sé hið eina, sem nazistar hafa ekki svikið af því, sem þeir hafa sagt. En nú var komið að einum merkilegustu tímamótunum í sögunni. Kommúnistar hlutu að segja til. Þeir gátu ekki lengur haldið áfram að leika tveim skjöldum. Þeir urðu að taka af- stöðu MEÐ EÐA MÓTI lýðræð- inu. Og þeir tóku þá afstöðu, sem allir, er þekkja þá og þeirra stefnu vissu, að þeir myndu taka. Þeir kusu bandalag við EINRÆÐIÐ, en ekki við lýð- ræðið. Þeir gerðu lilutleysis-, vináttu- og LEYNIsamning við nazista Þýzkalands. MEÐ ÞEIM SAMNINGI ERU FULLKOMN- UÐ HIN STÓRKOSTLEG- USTU SVIK VIÐ LÝÐRÆÐ- IÐ, SEM ENN ERU KUNN í SÖGU MANNKYNSINS. Með þeim samningi er heiminum varpað út í styrjöld, þar sem annars vegar standa sameinuð einræðisöfliri: nazisminn og kommúnisminn, gegn lýðræðis- öflunum undir forystu Breta og Fraklta. Sá samningur hefir nú þegár leitt blóðbað yfir Evrópu, og afleiðingar hans eiga ef til vill eftir að verða voðalegri en nokkurn mann enn dreymir um. Sá samningur hefir hleypt af stað þeirri styrjöld, — sem aldrei hefði þurft að brjótast út, en sem nú þegar hefir sýnt, að hún mun verða ægilegasta blóðbaðið, sem heimurinn hefir enn upplifað. Mörgum gengur erfiðlega að átta sig á þessum atburðum. Ýmsir eru þó að reyna að skýra afstöðu Rússa, eða réttara sagt kommúnistanna, sem stjórna Rússlandi, á ýmsa vegu og reyna að afsaka þeirra fram- ferði. En allt er það út í blá- inn. ÞAÐ HEFIR ORÐIÐ HIÐ SÖGULEGA HLUTVERK KOMMÚNISMANS að leiða meiri þjáningar, meiri bölvun, meiri ógnir, átakanlegri kvalir og meiri ógæfu yfir mannkynið en nokkru sinni áður hafa. þekkzt í sögu þess. Það þarf ekki að koma nein- um hugsandi mönnum á óvart, þótt kommúnistar í Rússlandi yrðu til þess að hleypa heims- styrjöldinni af stað. í öllu þeirra starfi, frá því þeir fyrst komu fram á sjónarsvið sögunnar og til þessa dags hafa þeir leitt af sér bölvun —• og aldrei neitt annað en bölvun. Hvort sem þeim hefir tekizt að ná meiri eða minni áhrifum, hafa öll á- hrif þeirra ávallt og alls staðar verið til ills. Hvort sem litið er til hinna smæstu sveitarfélaga eða hinna stærstu ríkisheilda, hefir sívaxandi ófarnaður fylgt öllu þeirra starfi. Og endalok þeirrar óheillastefnu hlutu að verða þau, að koma af stað nýrri heimsstyrjöld með öllum þeim hörmungum, sem henni fylgja. í framhaldi greinar þessarar mun þessi skoðun verða nánar rökstudd. DRENGJAFÖT. Klæðið atrengiim smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi lf. Sími 3094. Graanmetissalan við st#i»brf ggjj una s*lur á hverjum d«gi Irá kl. 8—12. Mikið grænmeti. V*r«Þ ið þar sem *r ódýrast. Auglýsið í Alþýðublaðínu! Símaskráin 1940. Þeir, sem þurfa að lát^ flytja síma sína í haust eru» vegna prentunar nýrrar símaskrár, beðnir að tilkynna pað skrifstofu bæjarsímans fyrir 25. p. m. Jafnframt eru símnotendur peir, sem óska eftir breytingum á skrásetningum sinum í sfafrófsskránnl eða í atvinnu- og vlðskipfaskránni, beðnir að senda skriflega tilkynningu um pað til skrifstofu bæjarsímans innan sama tírna. Leiðréttingar má einnig afhendaí afgreiðslusal landssímastöðvarinnar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.