Alþýðublaðið - 21.09.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 21.09.1939, Page 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F R. VALDEMARSSON XX. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1939 UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN 217. TÖLUBLAÐ Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KAUPMANNAHÖFN í morgun. SAMKVÆMT opinberum fréttum frá London hafa borizt þangað áreiðanlegar fréttir af stórkostlegri uppreisn í Tékkóslóvakíu, sem byrjaði síðastliðinn sunnudag og Þjóðverjum hefir ekki tekizt að bæla niðar enn. Uppreisnin byrjaði í höfuðborginni Prag, með blóðugum árekstrum milli tékkneskra verkamanna og þýzkra stormsveita þar í borginni. En síðan hafa óeirðirnar breiðzt út til Pilsen, Briinn og allra helztu borga í landinu. Víðsvegar í Slóvakíu hefir einnig kom- ið til uppþota, sem hersveitir Slóvaka hafa meira að segja tekið þátt í, og hafa Þjóð- verjar afvopnað þúsundir þeirra. Allur almenningur, einnig konur og gamalmenni, taka þátt í uppreisnarhreyfing- unni og nota allt að vopni, sem fyrir hendi er. Þjóðverjar gera ítrustu tilraunir til að bæla uppreisnina niður og hafa þegar tekið þúsundir fastar og fjölda manna af lífi. En óeirðirnar halda áfram. Tékkneskir hermenn áður en þeir voru afvopnaðir af Þjóðverjmn síðastliðinn vetur, Nú vantar þá bæði byssurnar og stálhjálmana. reisi gegn Djéðverjnm í Tékkóslóvabiu! Blóðugar óeirðir í ollum helztu borg- unum í landinu síðan á sunnudaginn ...----- Þúsundlr Tékka hafa verlð teknir fastlr og Qðldl manna ltflátfnn. Tékkar eyðileggja brýr og vegi, verksmiðjur og vélar --------» ...... Þegar hin nazistisku yfirvöld sáu, að hér var ekki um smá- vægilegar óeirðir að ræða, heldur tilraun til skipulagðrar upp- reisnar um land allt, var gripið til hinna hörkulegustu aðferða til þess að bæla hana niður. Menn hafa verið handteknir í þús- undatali og fjölda margir teknir af lífi, en þetta hefir ekki haft þau áhrif, sem til var ætlazt. Almenningur barðist við stormsveitir nazista af miklu hug- rekki, og menn notuðu allt að vopni, sem hendi var næst. Verka- mannakonur notuðu naglrekin bretti, til dæmis að taka, og gengu í bardagann með mönnum sínum og unnustum. Miklar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum. Mikilvægar þjóðvega- og járnbrautabrýr hafa verið eyðilagðar, slökkviliðs- stöðvar eyðilagðar, verksmiðjur og vélar í þeim, og sprenging- ar hafa orðið í sumum þeirra, einkum vopnaverksmiðjum. Þýzka útvarpið hefir getið um hermdarverk í Skodaverk- smiðjunum, hinum heimsfrægu vopnaverksmiðjum, og segir, að margir verkamenn hafi verið handteknir. Tékkneskur maSur sagði í London í gær, að þetta væri að- eins upphafið. Hann sagði, að ástandið hefði verið orðið al- veg óþolandi. Til dæmis hefðu tékkneskir karlmenn verið sendir hingað og þangað út um Þýzkaland til þesS að vinna við hin verstu skilyrði, en upp- skeru og eignum fólks 1 Tékkó- slóvakíu hefði verið stolið og þýfið flutt til Þýzkalands. Þýzka leyniútvarpsstöðin flutti nýtt ávarp í gærkveldi. í fréttum frelsisstöðvarinnar, eins og hún er nefnd, var m. a. sagt í gærkveldi, að Göbbeís væri fangi og hefði einkavarð- menn Görings hann í gæzlu. Nazisminn er erkióvinur þýzku þjóðarinnar, sagði frelsisstöðin og spurði: ,,Hvenær hrökklast Hitler frá? Fyrir fáum dögum var okkur sagt, að auðæfi Ukraine biði vor og oss myndi verða mikil stoð í þeim til þess að vinna sigur, en nú er Ukraine í hönd- um rauða hersins, Hitler gortar Mbátnrinn Bjðrgvin Ar Vestmannaeyjmn strandaði i nðtí við Reybjanes. Mennirni; bjðrgnönst. VÉLBÁTUR frá Vestmanna- eyjum strandaði kl. 2—3 í nótt á Reykjanestanga við svonefndan „karlinn.“ Allir mennirnir, sem á bátn- um voru, björguðust í land af sjálfsdáðum og fóru til vita- varðarins á Reykjanesi. Þaðan hringdu þeir hingað eftir bif- reið. Þetta er vélbáturinn Björgvinr um 20 smálestir að stærð, og var hann á leiðinni hingað til Reykjavíkur. Gerð verður tilraun til að ná bátnum út, og verður reynt að fá Ægi til þess. af því, að hann geti barizt í átta ár. Frakkar og Bretar hafa vart snert það, sem þeir hafa yfir að ráða, til þess að sigra, en Hitler hefir eytt öllu fyrirfram. Hans eini varasjóður er blóð 80 millj. Þjóðverja, og hann dugar ekki til að sigra.“ Bretar og Frakkar halda stríð- inu áfram til fullnaðarsignrs. ---♦--- Yfirlýsing Chamberlains og Daladiers eftir ræðu Hitlers í Danzig og árás Rússa á Pólland. Maðnr drukknar við nppsbipun í Óiafsvlk. IS AÐ SLYS varð í ólafsvík í ** fyrradag, ab maður drukkn- aði við uppskipun á salti úr e.s. Eddu. Maðurinn var Kristþór Sigþórsson, Péturssonar íshúss- stjóra í Ólafsvík. Slysið vildi til með þeim hætti, að uppskipunarbátur, h laðinn salti, rakst á akkerisfesti skips- ins og sökk þegar. Fimm menn þoru í bátmim, og náðu þeir all- [ir í akkerisfestina og gátu haldið sér þar, unz menn á skipinu heyrðu hjálparköll þeirra. Skutu þeir út báti oig gátu bjarga’ð öll- um nema Kristþóri, en hann hafði þá misst tök á festinini. Veður var ágætt, er slysið vildi Fi'h. á 4. *íðu. LONDON í gærkveldi. FÚ. <- CHAMBERLAIN forsætisráðherra gaf í dag yfirlit yfir við- burði síðustu daga í ræðu, sem hann flutti í neðri málstofu brezka þingsins. Hann byrjaði á því að svara ræðu Hitlers í Danzig, og sagði, að hún myndi ekki valda neinni breytingu. Það, sem menn yrði að horfast í augu við, væri óbreytt eftir sem áður. „Brezka stjórnin,“ sagði hann enn fremur, „mun ekki flana að neinu og ekki grípa til þeirra ráða, sem hermálaráðunautar vorir Ieggja til, nema vér séum þeim samþykkir. Það er ekki til svo stór fórn, að vér munum hika við að taka oss hana á herðar, svo fremi að ráðunautar vorir, bandamenn vorir og vér sjálfir séum sannfærðir mn, að hún stuðli að því, að sigur vinnist. Vér munum ekki flana út í nein ævintýri, sem af kann að leiða, að vér leggjum her og flota í hættur að óþörfu, en gæti tafið sigurinn.“ Chamberlain vildi ekki koma með neinar getgátur um, hve- nær úrslitastundin myndi koma, en hann kvaðst vera sannfærð- ur um, að bandamönnum myndi aukast styrkur smám saman, og þegar mest á reyndi, myndi þeir bera sigur úr býtum. Vðrn Pólverja er alls stað- ar á Drotnm nema í Varsjá. Ósamkomulag milli sigurvegaranna, Þjóðverja og Rússa, um ránsfenginn? KALUNDBORG í morgun. FÚ. T HERNAÐARTILKYNN - INGU þýzku stjórnarinn- gert að engu hinn pólska her í Austur-Póllandi, hörfar þýzki herinn aftur til hinnar svo- ar segir, að pólski herinn hafi beðið einhvern hinn hroðaleg- ast ósigur, við Kutno, sem sög- ur fara af. Telur þýzki herinn sig hafa tekið 105 þúsund fanga. Eftir að hafa þannig nefndu demarkationsUnu, en svo er í blöðum og skeytum nefnd landamæralína sú, sem Sovét-Rússland og Þýzkaland liafa komið sér saman um í Pól- landi. Frh. á 4. síðu. „Markniið vort,“ sagði Cham- berlain, „er að bjarga Evrópu — leysa Evrópuþjóðirnar frá hinum stöðuga ótta við ágengni og of- beldi og varðveita sjálfstæði þieirra og frelsi. Engar hótanir munu duga til þess að fá Breta og Frakka til þess að hvika frá þessu marki. Urn innrás Rússa í Pólland sagði hann, að það atferli hefði ekki komið roönnum á óvart. Hann sagði, að rússneska stjórn- in hefði sent brezku stjórninni orðsendingu um þetta áform sitt, og hefði hún þá .svarað ;með annarri, orðsendingu, þess efnis, að innrásin hefði engin áhrif á þá ákvörðun Bretlands að standa við allár sínar skuldbindingar gagnvart Póllandi- Frh. á 4. siðu. Esja kenmr kl. 8 í fyrramálið. Skiplð er hlatið rðn- mjöli og cementi. "C* SJA átti að koma til Vest- mannaeyja kl. 2—3 I riag. Skrifstofustjóri skipaútgerðar- innar, Guðjón Teitsson, hafði í roorgun kl. rúmlega 10 tai af Pálma Loftssyni framkvæmdar- stjóra, sem er með skipinu, og var það þá statt fyrir Suðaustur- landi. Esja er fullfermd af vörum, aö- allega rúgmjöli og sementi. — Skipið þarf að skipa allmiklu af vörunr upp í Vestmannaeyjium, og taldi framkvæmdarstjórin.n liklegt, að skipið myndi ekki koma hingað, fyrr en um kl. 8 í fyrramálið. Löngu áður en skipið fór frá Kaupmannahöfn hafði allt far- þegarúm verið pantað. En skipið á að taka 160 farþega. Þegar =éð var, að siglingar myndu ekki stöðvast, hættu um 40 farþegar við að fara með skipinu, og eru .120 farþegar með þvi. Ferð skipsins hefir gengið á- gætlega. Einkaleyfi. Guðmundi Jónssyni, Lindar- götu 43 B í Reykjavík, hefir verið veitt einkaleyfi á aðferð til að vinna fisklifrarmjöl og lýsi úr grút. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.