Alþýðublaðið - 21.09.1939, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.09.1939, Qupperneq 4
FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1939 H GAMLA GÍG SW Heimfararleyfi I gegn drengskap- arorði (Urlaub auf Ehrenwort.) Framúrskarandi vel gerð og áhrifamikil kvikmynd, er gerist á síöasta ári heimsstyrjaldarinnar. Að- alhlutverkin leika: Rolf Moebius, Ingeborg Theek og Fritz Kampers. i Tii leigu í Hafnarfirði 3 her- bergi og eldhús; öll þaigindi. — Einnig á sama stað 1 herbergi fyrir einhleypa. Upplýsingar á Hverfisgötu 15 C, Hafnarfirði, og í síma 9215. Auglýsið í Alþýðublaðinu! I. O. G. T. STÚKAN SÓLEY nr. 242. Fund- ur á morgun,, föstudag, kl. 8V2 síðdegis. Dagskrá: 1. Inn- taka nýrra félaga. 2. Nefnar- skýrslur. 3. önnur mál. Hag- nefnd. Neistinn kemur út. — Skemmtinefnd annast hag- nefndaratriðin. Félagar fjöl- mennið. Æt. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8Vs. Venjuleg fundarstörf. Prófessor Guðm. Hagalín flyt- ur erindi. Fjölsækið stundvís- lega. Æðstitemplar. Þeir, sem hafa í huga að koma börnum eða unglingum í kennslu til undirritaðs næsta vet- ur, geri svo vel að tala við mig sem fyrst. Hallgrímur Jónasson, sími 2653. vlð báða vilja halda ð- rétti að verzla stfijaldaraðUa. Sameiginleg hlutleysisyfirlýsing nor- ræna ráðherrafundarins í Kaupm.höfn. "0 UNDI forsætisráðherra og utanríkismálaráð- herra Norðurlandanna, sem haldinn var í Kaupmanna- höfn, er nú lokið. Fundinum var slitið með mikilli við- höfn í fundarsal utanríkis- málaráðuneytisins að við- stöddum dönskum og er- lendum blaðamönnum. Um leið og fundinum var slitið, var gerð samþykkt um mál það, sem fundurinn hafði til meðferðar. Fundinn sat einnig fulltrúi íslands, Sveinn Björnsson sendiherra. Tilkynningin hljóðar svo: „Forsætisráðherrar og utan- ríkismálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar hafa, ásamt sendiherra íslands í Danmörku á fundi, sem' haldinn var í Kaupmanna- höfn 18. og 19. september, rætt þau skilyrði, sem þessar þjóðir eiga við að búa í hinum ugg- vænlega ófriði, sem nú er haf- inn. Þeir staðfesta enn á ný hina einbeittu ákvörðun að vera algerlega hlutlaus gagnvart ófriðaraðiljum, jafnt gegn öllum. Þeir eru ákveðnir í því, að fylgja þessari stefnu í náinni samvinnu og að vinna að framkvæmd hennar í samvinnu við önnur ríki. Þjóðirnar þykj- ast sannfærðar um, að ekkert stórveldanna óski þess á nokk- urn þátt, að nokkur þessara þjóða sé flækt inn í styrjöld- ina. Á sama hátt og hinar þrjár skandinavisku þjóðir gerðust árið 1914, með sameiginlegu á- varpi formælendur réttar hlut- lausra þjóða til verzlana og samgangna á höfunum, eru nú allar Norðurlandaþjóðirnar á- kveðnar í því, til að tryggja sitt eigið atvinnulíf, að halda uppi hefðbundnum verzlunarsam- böndum við öll ríki, einnig við ófriðarþjóðirnar.“ Þeir hafa ástæðu til að ætla, að með opinberum samningum við andstæða aðila, geti orðið samkomulag við báða aðilana um — að þeir virði þessi verzl- unarsámbönd. Gagnvart hinum mörgu erf- iðleikum og tjóni, sem stríðið mun leiða yfir Norðurlanda- þjóðirnar 1 hinu daglega lífi þeirra — og atvinnulífi, er það áform þeirra, að draga úr erfið- leikunum að svo miklu leyti, sem unnt er með gagnkvæmri samvinnu. í yfirlýsingunni er enn frem- ur látið í ljós, að samkomulag hafi orðið um það, að nefndir þær, sem skipaðar hafa verið vegna ófriðarástandsins, yrðu látnar ræðast við svo fljótt sem unnt er, um þau mál, sem nauðsyn er á, að þær taki til meðferðar. Ráðherrar þeir, sem þátt tóku í fundinum, hvetja þjóðir sínar til þess að mæta erfið- leikum og tjóni því, er af stríð- inu leiðir, með stillingu og jafnaðargeði, og þeir láta 1 ljós þá sannfæringu sína, að það sé ekki einasta Norðurlandaþjóð- unum í hag, heldur öllum þjóð- um, að til sé á ófriðartímum hópur þjóða, sem getur stutt að sættum hinna stríðandi þjóða að loknu stríði. Gerzba ævintýrið glóralaus fáfræði. Dmmæli pekkts ritdóm- ara i Danmðrku. KAUPM.HÖFN í gærkv. FÚ. JULIUS BOMHOLT rithöfund- ur, hinn þekkti danski rit- dómari, birtir ritdóm í Social- Demokraten í Kaupmannahöfn um Gerzka ævintýriö eftir Hall- dór Kiijan Laxness, en bókin er fyrir nokkru komin út í danskri þýðingu. Bomholt lætur svo um mælt, að bókin sé það barnalegasta, sem hann hafi lesið, og fuli af glórulausri fáfræði. Hann heldur því frarn, að Laxness fyrirlíti verkamenn á Norðurlöndum í að- > dáun sinni á rússneskum verka- lýð og fer fleiri allhvössum orð- um um þessa bók Halldórs. BRETAR OG FRAKKAR HALDA AFRAM Frh. af 1. síðu. Hann lauk máli sínu með því <að vitna í or'ð pólsks herforingja, sem sagði nýlega: „Vér munum berjast. Fjand- mennlrnir munu vaða yfir mikinn hluta lands vors, og miklar þján- ingar bíða vor; en ef þér leggið oss lið, munum vér hrósa sigri að lokum-“ Yfirlýsini Daladiers. PARÍS í gærkvöldi. FÚ. Stjómarfundur var haldinn í forsetahöllinni Elysée í morg- un, og var forseti Frakklands, Lebrun, í forsetasæti. Daladier gaf nákvæmt yfir- lit yfir ástandið bæði frá hern- aðarlegu og jstjómmálalegu sjónarmiði, Hann lýsti lotningu sinni fyrir Póllandi, og pólsku þjóðinni — og lýsti því yfir, að hún myndi fá sín verðskulduðu laun fyrir yfirstandandi hörm- ungar sínar, þegar fullnaðar- sigur væri unninn og þangað til yrði barizt, PÓLLAND Frh. af 1. síðu. Varsjá verst ennþá, en nú sækir þýzki herinn að borginni úr öllum fjórum höfuðáttum. Borgarstjórinn í Varsjá skýrði frá því í útvarpi í dag, að þýzki herinn héldi nú látlaust uppi stórskotaliðsárásum og loftá- rásum á borgina og væri þegar búinn að drepa þúsundir kvenna og barna. Margir pólskir herflokkar verjast enn á víð og dreif um landið, og gera menn ráð fyrir, að þeir muni enn geta haldið uppi vörninni í nokkra daga. Rússar leggja hafnbann ð Eistland! Rússar hafa nú þegar sent 3 milljónir hermanna inn í Pól- land, og hefir sá her ekki mætt , neinni verulegri mótspyrnu, nema fyrstu dagana — og þá aðallega norðan til á víglínunni, enda er slíkur liðsafli Pólverj- um algert ofurefli. Rússneski flotinn hefir lagt hafnbann á strönd Eistlands. aðallega þó Tallin, og fær ekk- ert skip að sigla þaðan út eða inn. í tilkynningu frá rauða hernum í morgun er því þó haldið fram, að Rússar hafi tekið Lemherg Bæði þýzkar og rússneskar her- sveitir höfðu sótt til Lemberg, eða svo hafði verið frá sikýrt. Rússar segjast einnig hafa tekiö Grodno, 30 km. frá landamærum Lithauen, og þeir segjast hafa tekið 60000 pólska fanga. Rúss- neskir hermenn eru nú ‘sagðir fara hratt meðfram ungversku landamærunum; en þeir hafa þegar lokað landamærum Pól- lands gegnt Rúmeníu. Frá Bern er síimað, að Þjóð- verjar séu áhyggjufullir út af skiþtingu Póllands. Rússar halda áfram framrás sinini í Galiciu og hafa tekið borgina Koíomea. London tilkynnir, að tveir her- foringjar, annar rússneskur en hinn þýzkur, séu nú að ráðgera skiptingu Póllands. Búizt er við, að Berlín og Moskva sendi sitt hvorn hernaðarsérfræðinginn til viðbótar. Að norðanverðu virðast Þjóðverjar hafa sleppt öllu til- kalli til landvinninga, en Rúsjar 'ivirðast hins vegar ekki fúsir á að afhenda Lithauen borgina ViJna. Búizt er við erfiðleikum milli Rússa og Þjóðverja út af borg- I DAG Næturlæknir er ólafur Þ. Þor- steinsson, Mánagötu 4, sími 2255. NæturvörÖUT er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. N.æturvarzla bifreiða: Bifröst. ÚTVARPIÐ: 19.30 Lesin dagskrá næstu vxku. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hijómplötur: Tataralög. 20.30 Frá útlöndum. 20,55 Útvarpshljómsveitin leikur. {Einleikur á fiðlu: Þórarinn Guðmundsson.) 21,35 Hljómplötur: Dægurlög. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok- HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. í landi og sett svip sinn á nálega alla félagsstarfsemi í landinu.“ „MEIRA AÐ SEGJA hefir al- þingi tekið sér fyrirkomulag þetta að nokkru til fyrirmyndar, og er það eðlilegt, því að stúkur. I. O. G. T. hafa fullkomnust fundarsköp og starfsreglur, parlamentariskt séð, sem til eru í veröldinni. En þingið gæti notað sér þetta enn betur en það hefir gert. Já, söng- ur ætti nú tæplega að skemma menn, og þó að embættismenn beri einkenni eða séu auðkenndir. bendir einmitt á gott og fast skipu- lag, en þetta er eitur í beinum Vegfaranda. Ég kannast við nokkra menn honum líka, sem engum reglum vilja hlýða, og er reynslan sú, að þeir eru lítt hæfir til félagslegrar starfsemi." „REGLUFESTAN er meiri trygging fyrir öruggu bindindis- starfi en ella og bezta trygging til þess að styðja drykkhneigða menn á bindindisbrautinni. Hann finnur að því, að menn, sem hafi verið drykkjumenn, verði ofstækisfull- ir, eins og hann orðar það. Ég vil heldur kjósa mér ákveðinn (of- stækisfullan) bindindismann til samvinnu en meiningarlausa druslu, því að á meðan hann er ofstækisfullur er engin hætta á, að hann fari á fyllirí. Mér skilst, að manngarmurinn hafi ætlað að koma með eitthvert ráð við drykkjuástandinu, en það kafnaði í órökstuddum og staðlausum hnútum til þeirra, sem hann þó ætlast til, að geri eithvað. Það er engu líkara en að hann hafi verið með timburmenn, er hann reit greinina, en hafi ekki strammað sig af.“ í BLAÐI kommúnista var þess sérstaklega getið í fyrradag, að allir meðlimir flokksins hefðu hugsana- og skoðanafrelsi. A þetta er ekki minnzt í blaðinu í gær og í dag. VINUR MINN, kommúnistinn, er nú alveg sjóðandi vitlaus. Hann segir, að Stalin sé að frelsa heim- inn og vernda smáþjóðirnar og lýðræðið. Þetta sagði hann í gær. Ég hafði ekki hitt hann í dag, þeg- ar blaðið fór í pressuna. Hannes á horninu. MAÐUR DRUKKNAR Frh. af 1. síðu. til. — Lík Kristþórs heitins er ófundið ennþá, þótt slætt hafi verið í höfninni og leitað með ströndum fram- Uppskipunarbát- urinn hefir náðst upp. FÚ. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur ■ heldur fund í Oddfeilowhúsinu kl. 81/2 í kvöld. Sérstaklega áríð- andi að 2. stýrimenn á tog- urum mæti. inni Lemberg. Rússar heimta alla Austur-Galizíu og þar meö olíu- héruðin, sem Þjóðverjar álitu, að væru þegar í þeirra höndum. Hins vegar er búizt við því, að Þjóðverjar þori ekki annað en að gefa eftir fyrir Rússum, því að fieir eiga fullt í fangi að vestan- verðu. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hvítkál lækkað verð. nýkomin. BREKKA Símar 1678 og 2148. Fjarnarbúðin. — Sími 3570. mm nýia bio h Höfn | þokunnar I Frönsk stónnynd, er ger- ist í hafnarbænum Le Havre og vakið hefir heimsathygli fyrir frábært listgildi. — A'ðalhlutverkin leika: Michele Morgan og Jean Gabin. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. FIMTUDAGSDANSKLÚBBURIBIN. Danslelkur i Alfiýðuhiismu við Hverflsgðtu i kvðld klukkan 10. Hljómsveit Hótel fslands. Aðgöngumiðar á kr. 4 verða seldir frá kl. 7 í kvöld. Skonnntunarskrifstofa rlkisins Frikirkjuvegi 11 (Bindindishöllin). Afgreiðslutími kl. 10—12 og 13—15. Viðtalstími forstjórans aðeins kl. 10—12. Símars 3946 og 4204. Vegna verðhækkunar á erlendu og innlendu ullargarni verður ekki lengi hægt að halda núverandi verði á prjónafötum. Við viljum ekki hvetja neinn til að kaupa það, sem hann kemst af án, en ráðum hins vegar þeim, sem það geta, að draga ekki innkaup á nauðsynlegum prjónafatnaði. Við höfum einnig töluvert af ýmsum smávörum, svo sem tölum, hnöppum, spennum, rennilásum o. fl., sem búast má við að hækki mikið, þegar núverandi birgðir eru þrotnar. VE Laueaveei 40. -— Skólavörðustív 2. Hraðferðir Stelndórs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Stelndér - Sfnal 15SB 50 ára ier í dag Guðjón Gunnarsson fátækrafulltrúi, Gunnarssundi 6 í Hafnarfirði. Guðjón hefir um margra ára skeið verið rneðal helztu forvígismanna verlkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði. Alþýðublaðið óskar honum tii hamingju. Fjöldi báta og skipa streymir nú tii Raufarhafnar til þess að stunda reknetavei’ðar. I fyrradag var söltun urn 400 tn. reknetasíld. I gær var góð veiði á þá báta, sem komnlr voru að kl. 13 — eða um tvær tunnur í net. FÚ. 87 ám . Jer í dag Böðvar Jónsson, fyrr- um póstur milli Vopnafjarðar og Raufarhafnar. Hann er enn hinn ernasti. Lúðrasveitin Svanur leikur á Austurvelli í kvöld kb 9, ef veður leyfir. Stjórnandi Karl Runólfsson. Að gefnu tiiefni skai það tekið fram, að ef fólk fær ekki vörutegundir, sem skammta'ðar eru, hjá þeim verzl- unium, sem það hefir verzlað við, á það að snúa sér tii annarra verzlana, og ef þær hafa vörurn- ar, er skylda að láta þær af hendi. Bæ j arst j órnarfundur er í dag. Á dagskrá eru fund- argerðir nefnda. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.