Alþýðublaðið - 07.10.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 07.10.1939, Side 1
SÖNGFÉLAGIÐ HARPA. Æfing verður á morgun, sunnudaginn 8. október, kl. 3Vz í Þjóðleikhúsinu. STJÓRNIN. ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 7. OKT. 1939. 231. TÖLUBLAÐ. Stríðið heldur fyrirsjáanlega áfram: Ræða Hitlers í gær hefir engu breytt ------0----- Hún fær slæmar undirtektir nema í Moskva og Búdapest og er talin bera ljósan vott um einangrun og ráðaleysi Hitlers. * Frá fréttaritara Alþýðubiaðsins. KHÖFN i morgun. RÆÐA HITLERS fyrir þýzka ríkisþinginu í gær fær alls staðar slæmar undirtektir nema í Moskva og Budapest. Meira að segja í Rómaborg er hún talin óljós og ófullnægjandi. * Enginn telur neinar líkur til þess, að friðartilboð Hit- lers verði tekið alvarlega. í London þykir ræðan bera þess greinilegan vott, að Hitler sé nú orðið ljóst, hve veik að- staða hans er, með Ítalíu hlutlausa og Sovét-Rússland hvorki hrátt né soðið. Það þykir ekki líklegt, að Sovét-Rússland taki neinn beinan þátt í stríðinu með Þýzkalandi í Vestur-Evrópu, og er meira að segja talið mjög vafasamt, að samkomulagið haldist lengi í Austur-Evrópu og við Eystrasalt, þar sem Sovét-Rússland reynir nú að nota tækifærið til þess að færa út kvíarnar á slóðum, sem Þýzkaland hefir áður talið sín hagsmunasvæði. Það er því gengið út frá því, að Þýzkaland einangrist algerlega, þegar stríðið fer að dragast á langinn, og hinn æðisgengni kafbátahernaður Þjóðverja gegn hlutlausum skipum, sem sigla til Englands, er aðeins talinn vottur þess, hve mjög þeir óttist langvarandi styrjöld. Friðartillðgur Hltlers. Þýzkir hermenn frá Póllandi að koma til vesturvígstöðvanna. Þýzk sókn á vesturvígstöðv unum innuu fárra daga? Frakkar búast við gagnsékn mið]a vegu á milli ánna Rín og Mosel. ------- LONDON í morgun. FÚ. IPARÍS er ekki talið ólíklegt, að Þjóðverjar hefji mikla sókn innan fárra daga. Blaðið „Petit Parisien“ álítur, að Þjóðverjar muni sækja fram á miðlínunni milli Rín og Mosel með því markmiði, að reyna að komast til aðalvíg- girðinga Maginotlínunnar. Þetta álit er stutt af þeirri stað- reynd, að Þjóðverjar eru að reyna að kanna styrk meðfrnm allri víglínunni. í franskri fregn segir, að ♦“ Gamelin yfirherforingi sé að AnnaGuðmundsdóttir hjúkrnnarkena látii. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Anna guðmundsdótt- IR hjúkrunarkona lézt í gær eftir langa vanheilsu. Hún varð sjúk í fyrra, en náði sér nokkuð aftur. En svo veiktist hún skyndilega fyrir nokkrum dögum. Frú Anna var vel menntuð hjúkrunarkona og full af áhuga fyrir hjúkrunarmálum og sér- sta'klega meðferð barna. Hún var gáfuð kona og glæsileg. Anna Guðmundsdóttir var gift Sigurði Magnússyni kenn- ara og áttu þau tvær dætur, ungar. Sjónsannadeilan: Fæst saikonm- iag í ðag? w ÁTTASEMJARI gerir nú stöðugar tilraimir til að koma á samkomulagi milli sjómanna og útgerðarmanna í deilunni um stríðstryggingarn- ar og áhættuþóknunina til sjó- mannanna. í gær stóðu fundir með aðil- um lengi dags og lauk fundi ekki fyrr en ltl. 12V2 í nótt. Heldur dró saman við þessar samkomulagsumleitanir og virðist nú aðallega vera eitt atriði, sem stendur á svo að fullt samkomulag fáist. í dag kl. 2 hófust fundir að nýju og mun þetta mál Kafa að einhverju leyti verið rætt á fundi, sem ríkisstjórnin hélt áður en fundur hófst hjá sátta- semjara. Taflfélag alþý&u byrjar starfseani sína á morgun kl. 2. Allir félagar eru beönir um að mæta í lestrarsalnum í .V*!irttni«nn«bústöðunum. LONDON í morgun. FÚ. Ríkisþingið þýzka kom sam- an til fundar í gær, og flutti Hitler ríkiskanzlari ræðu, eins og búizt hafði verið við, og stóð hún yfir í hálfa aðra klukku- stund. í ræðu sinni lagði hann fram friðartiliögmr. Einnig gerði hann grein fyrir mark- miði Þýzkalands og áformum, án þess að skilgreina þau ítar- lega. Það, sem fyrst af öllu vekti. fyrir Þjóðverjum, sagði Hitler, væri öryggi Evrópu, og til þess að tryggja það væri þrennt nauðsynlegt: í fyrsta lagi yrði hvert Ev- rópuríkjanna að lýsa yfir stefnu sinni og gera ítarlega grein fyrir henni. Að því er Þýzkaland snerti tók Hitler það fram, að þar hefði sú stefna verið tekin, að Versalasamning- arnir væru dauður bókstafur, og Þýzkaland hefði engar frek- ari kröfur fram að bera, þegar undan væri teknar nýlendu- kröfurnar. Það væri öllum þjóðum fyrir beztu, að Þýzka- land fengi það, sem því bæri af hráefnaauðlindum heimsins. Þetta kvaðst hann ekki bera fram sem úrslitakosti, en kröf- ur Þjóðverja í þessu efni byggð- ust á stjórnmálalegu réttlæti og það væri siðferðileg skylda, að verða við þeim. í öðru lagi, sagði hann, yrði að taka fjárhags- og viðskipta- málin til athugunar, svo sem fyrirkomulag og skiptingu markaða, og gjaldeyrismálin. í þriðja lagi yrði að tryggja það, að sérstæðar þjóðir álfunn- ar gæti búið við frið. í þessu skyni yrði að takmarka vígbún- aðinn og taka ákvarðanir um nútímahernað, t. d. varðandi notkun gass, kafbátahernað o. s. frv. Hann kvaðst hafa reynt að haga lofthernaðinum í Pól- landi þannig, að ekki væri ráð- izt á nema víggirta staði. Til þess að koma þessu allsherjar öryggi á yrði að stofna til Ev- rópuráðstefnu, wi hún mætti ekki fara fram meðan fallbyss- urnar þrumuðu, og ráðstefnu þessa yrði að undirbúa vel og hún hlyti að standa lengi yfir. Pðlland Versalasamning- anna verðnr ekki end- nrreist. Þar næst lýsti Hitler afstöðu Þýzkalands til Póllandsmál- anna. Hann kvað Þjóðverja vilja leysa pólsku deiluna og til þess að gera það, væri eftir- farandi nauðsynlegt: 1) að gerður yrði þjóðfræðileg- ur uppdráttur landsins. 2) að gerð yrði tilraun til þess að leysa Gyðingavandamálin. 3) Fjárhags og viðskiptamálin yrði skipulögð. BERLÍN í morgun. FÚ. Þegar Hitler hafði lokið ræðu sinni í ríkisþinginu, svaraði Göring, sem er forseti ríkis- þingsins, ræðunni á þessa leið: „Foringi, þér hafið lýst af- stöðu þýzku stjórnarinnar gagn vart ófriði, og sérstaklega þó gagnvart friði. Ef óvinirnir halda að þeir með flugritum og hlægilegum dylgjum geti komið á ósamkomulagi milli þýzku þjóðarinnar og hennar heitt elskaða foringja, þá sýnir það aðeins, að þeir þekkja ekki þýzku þjóðina. Hvergi og aldrei í mannkynssögunni hefir for- I ingja eins verið unnað, og eins 4) Það yrði að koma í veg fyrir — að Pólland yrði aftur að miðstöð undirróðurs gegn Þýzkalandi og Sovét-Rúss- landi. Þegar Hitler ræddi um hið nýja ríki sagði hann, að það Pólland, sem risið hefði upp á grundvelli Versalasamninganna mundi aldrei rísa upp á ný. — England kynni að ætla eitthvað í þá átt, en hann gæti sagt það alveg skýrt og ákveðið, að nýir Versalasamningar yrðu aldrei gerðir. Hngsjdnir Djóðverja og Rússa pær sömn! Hitler tók því næst til að ræðö sambúð Rússa og Þjóðverja og sagði, að þegar þessar tvær stór- þjóðir hefðu viðurkennt stjómar- far hvorrar annarar, hefði ekki Tengur verið um neinn ágreining þeirra á milli að ræöa. Hugsjónir Rússa og Þjóðverja væru hinar sömu. Ekkert gæti breytt landa- mæmnum milli þeirra. Þýzkaland, sagði Hitlei' enn, vill góða sambúð við 511 ná- grannaríki sín. Hann kvaðst hafa lýst yfir, að Þjióðverjar glerðu engar kröfur til Elsass- Lothringen (Alsaoe-Lorraine) og þeir kiefðust einskis af vestur- veidunum. Hann sagðist hafa sett sér það lífsmarkmið, að bæta sambúð Breta og Þjóðverja. ' Þar næst spurði hann, hvers vegna Bretar og Frakkar fæm með ófrið á hendur Þjóðverjum. í ræðulok bar hamn fram dul- búna hótun. er hann sagði, að ef friðartillögum hans yrði hafnað, myndu menn komast að raun um, að hann hefði ekki sagt sitt „síðasta orð“. Winston Churchill kynni að halda, að England kynni að sigra, ef styrjöldin héldi áfram, en hann, Hitler, væri sannfærður um sigur Þýzkalands. vel treyst af nokkurri þjóð. — Þýzka þjóðin stendur í blindri trú nær yður en nokkurn tíma áður. Eining þýzku þjóðarinn- ar er i dag eins og stál hert í hvítglóandi eldi sögulegra við- burða. Foringi, þjóðin mun gera það, sem þér fyrirskipið, og fara þangað, sem þér segið henni að fara, hvort sem er í áttina til friðarins eða ákveð- innar baráttu gegn óvinunum. Aldrei hefir þýzka þjóðin verið hamingjusamari, aldrei ákveðn- ari í fyrirætlunum sínum. For- ingi, skipið þér, vér fylgjum yður.“ króa inni þýzkar hersveitir ná- Iægt Luxemburglandamærun- um og jafnframt reyni hann að reka fleyg inn í herlínu Þjóð- verja milli Mosel og Saar. Á þessu svæði hafa Frakkar tekið allmargar hæðir, sem hafa mik- ið hernaðarlegt gildi, og er gott útsýni þaðan til Trier nálægt landamærum Luxemhurg. Dansskóli Rigmor Hanson tekur til starfa á mánudagiinn IkemUr í K. R.-húsinu, en einka- tíma steppkennsla fer frarn í Hellusundi 7, neðstu hæÖ. Allar upplýsingar í síma 3159. Að gefrni tilefni skal fram tekið, að dansleikur sá, er auglýstur hefir verið að Hótel Borg í kVöKd í inaifen knatt- spynnumanna, er félögunum Val og Víkingi með öllu óviðkom- andi. Sundhöllin verður ekki opin fyrir bað- gesti nema til kl. 12 á hádegi á morgun vegna sundmeistaramóts- ins. Brimhljóð leikrit Lofts Guðmundssonnr, verður sýnt annað kvöld kl. 8. Merkjasöluðagur Saœ- bands isleuzhra berkla- sjikliaga á morgua. A MORGUN gengst félags- skapur berklasjúklinga; bæði fyrrverandi og núverandi, svo og allra, sem áhu,ga hafa fyrir útrýmingu berklanna úr landinu, fyrir sölu meiikja og blaðs, sem út er gefið í tileíni dagsins. Salan fer fram um land allt. . Aðaltilgangur dagsins er fjár- söfnun fyrir sambandið og fé- lagasöfnun. Við emm sannfærðir um, að með sameigmlegu átaki sem flestra landsmanna muni mega takast á tiltölulega skömmum tima ekki einungis að breyta vörnum okkar gegn berklaveik- inni upp í sókn, heldur einnig útrýma henni algerlega úr land- inu. Góbir Reykvíkingar! Styrkið baráttuna gegn berklunum, þess- um sameiginlega fjanda okkar allra. Kaupið merki dagsins og blað. býzka þjóðin betir aldrei verið haiingjasanarl! Orð Oðrimgs á eftir ræðn Hitlers

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.