Alþýðublaðið - 21.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1939, Blaðsíða 3
LAUGABDAGl* 21. OKT. 1939. ALÞVÐUBLAfHÐ Norðurlönd standa saman á verði um frelsi sitt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. j'4S06: Afgreiðsla. S5021 Stefán Pétursson (heima). I ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Eítlr eis ars „saieilDðnu. HIN botnlausu óheilindi, sem „sameining“ Héðins Valdimarssonar og kommúnista byggðist á, eru nú að verða svo augljós, að jafnvel þeir blind- ustu eru byrjaðir að sjá þau. Enda eru þeir sameinuðu nú komnir í hár saman. Héðinn og fylgismenn hans heimta, að hætt sé að verja bandalag Stalins við Hitler, — svik hans við friðinn og lýð- ræðisríkin og ofbeldi Sovét- Rússlands við Pólland og smá- þjóðirnar við Eystrasalt, sem það einu sinni þóttist ætla að verja. Hann óttast það,' að „sameiningarflokkurinn“ verði „þurrkaður út,“ eins og hann sagði á rifrildisfundinum í flokksdeildinni hér í þessari viku. Og hann getur ekki held- ur varið það fyrir húsbændum sínum í British Petroleum, að vera í slíkum flokki, sem svo opinberlega tekur afstöðu með Stalin og Hitler á móti Eng- landi. En Einar og Brynjólfur hafa heitið yfirboðurum sínum í Moskva, að „sameiningarflokk- urinn“ skuli vera jafn þægt verkfæri Moskvavaldsins eins og hinn ógrímuklæddi komm- únistaflokkur var. Þeir gengu aldrei nema til málamynda úr alþjóðasambandi kommúnista og hafa stöðugt haldið áfram að taka við fyrirskipunum frá því, Þjóðviljinn er látinn lof- syngja Sovét-Rússland fyrir sviltin við allt það, sem hann hefir áður haldið fram. Og hver sá meðlimur „sameiningar- flokksins,“ sem ekki vill taka updir þann söng, er stimplaður sem svikari við heimsbylting- una og fyrirfram skipað í röð þeirra, sem muni verða „hinu- megin við götuvígin“ hér í Reykjavík í stríðslok, eins og Einar Olgeirsson komst nýlega að orði. Ennþá er þó reynt að klóra yfir klofninginn út á við með sameiginlegum samþykktum. Ein slík samþykkt var gerð í lok rifrildisfundarins í byrjun vik- unnar. Hana gat að líta í Þjóð- viljanum í gær mönnum til mikillar skemmtunar. Því hlægilegra plagg mun sjaldan háfa sézt hér á prenti. Þar er því lýst yfir, að „flokksmönnum sé í alla staði heimilt að fylgja fram ólíkum sjónarmiðum viðvíkjandi fram- komu einstakra ríkja í alþjóða- málum.“ En í næstu orðum er sú heimild tekin aftur með þeim varnagla, að „enda sé þeim um- ræðum haldið innan þeirra tak- marka, að óskert sé eining flokksins." Og til þess að und- irstrika þennan varnagla er varað við því, að „blöð flokks- ins flytji greinar einstakra manna, sem talizt geti stuðn- ingur við auðvaldsárásir á sam- tök verkalýðsins í öðrum lönd- um eða óhróður um ríki hans.“ Um hitt er ekkert sagt, hver á- kveða skuli, hvað „talizt geti“ „stuðningur við auðvaldsárásir á samtök verkalýðsins í öðrum löndum eða óhróður um ríki hans.“ En maður getur auðveld- lega getið sér þess til. Því næst koma í samþykkt- inni þessi sígildu vísdómsorð: „Þá vill fundurinn vekja at- hygli flokksstjórnar og annarra flokksmanna á því, að sam- kvæmt stefnuskrá flokksins lýsir hann samúð sinni með al- þýðuflokkum allra landa og fylgist „af mikilli athygli og samúð með starfsemi alþýðu- flokkanna á Norðurlöndum," svo og „með starfsemi alþýð- unnar 1 Sovétríkjunum." Hér háfa menn heilindi „sameiningarflokksins11 í smá- sjá, ef svo mætti að orði kveða. Menn athugi bara þessi orð nánar: Kommúnistar fylgj- ast „af mikilli athygli og sam- úð“ með Alþýðuflokknum á Finnlandi, þegar hann er að búa sig undir að taka sér vopn í hönd til þess að verja land sitt gegn árás af hálfu Sovét- Rússlands! En þeir fylgjast líka „af mikilli athygli og sam- úð“ „með starfsemi alþýðunnar í Sovétríkjunum,11 þótt hún skyldi af Stalin verða notuð til þess að kúga Finnland og hneppa þúsundir finnskra Al- þýðuflokksmanna í fangelsi sov- étstjórnarinnar austur um allt Sovét-Rússland og Síbiríu!! Og hver efast um, að þeir Einar og Brynjólfur sjái fyrir því, að ,,samúðinni“ verði bróðurlega skipt?! Þannig er stefnuskrá „sam- einingarflokksins og þannig samþykktin frá síðasta fundi hans, þegar þær eru skoðaðar niður í kjölinn. Á slíkum og þvílíkum sjónhverfingakúnst- um hefir „sameining" Héðins og 'kommúnista byggst. Það er sannarlega engin furða, þótt farið sé að bresta í henni. Oeypileg verðhækk- na á syhri. UM 37 smálestir komu hingað til Reykjavíkur með Alex- andrínu drottningu, og er nú byrjað að selja þennan sykur. Geysileg verðhækkun er orðin á þessari vörutegund. Strásykur kostaði sí'ðast 70 aura kg, en nú kostar hann kr. 1,20 kg. Mola- sykur kostaði 80 aura kg, en nú kr. 1,40 kg. Talið er, að þessar birgðir nægi aðeins til skömmtimar i þessum mánuði, en með Gull- fossi kemur eitthvað og síðan méð skipunum frá Ameríku. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að engin aukaúthlutun verður á sykri vegna ferminga eða annara veizluhalda. Hið íslenzka prentarafélag, Fundur á morgun (sunnudag) kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Hjónaband. Síðast liðinn þriðjudag voru gefin samain í hjónaband hjá lög- manni Ingveldur Guðmundsdóttir og Sigurbergur Hjartarson. — Heimili ungu hjónanna er í Garðastræti 21. Ferðafélag Islands biður félagsmenn að vitja ár- bókar félagsins 1939 á skrifstofu Kr. Ö. Skagfjörðs, Túngötu 5, UM allan heim beinist nú athyglin að hinum litlu lýðfrjálsu Norðurlöndum. Á- stæðan er fundur þjóðhöfðingja þessara landa í Stokkhólmi, þar sem þeir eru samankomnir á- samt utanríkisráðherrum sín- um til þess að ræða hið alvar- lega ástand í álfunni, samvinnu Norðurlanda innbyrðis, ófriðar- málin yfirleitt, en sérstaklega þó málefni Finnlands, sem í svipinn er í mestri hættunni. Með þessum fundi vilja þjóð- höfðingjar og ríkisstjórnir Norð- urlanda undirstrika sam- heldni þessara þjóða og að árás á eitt þeirra sé skoðuð sem árás á þau öll. En hvers vegna vek- ur það heims athygli og samúð allra menningarríkja, þó frelsi þessara smáríkja sé 1 hættu? Ástæðan er, ef til vill mest sú, að Norðurlandaþjóðirnar eru viðurkenndar vera einhverjar gagnmenntuðustu menningar- þjóðir heimsins, þar sem hið fullkomnasta lýðfrelsi allra stétta er ríkjandi, og að það eru þjóðir, sem um langan aldur hafa lifað friðsömu menningar- lífi án nokkurrar ágengni við nokkra þjóð. Á sama tíma, sem aðrár þjóðir hafa staðið í ill- deilum og gert allt, sem þær hafa verið megnugar, til þess að eyðileggja hver fyrir ann- arri, hafa Norðurlandaþjóðirn- ar einbeitt kröftum sínum til þess að byggja upp og búa í haginn fyrir sig og komandi kynslóðir, og öll störf þeirra hafa miðað að því að bæta kjör sín bæði í andlegum og líkam- legum efnum, að skapa gleði og hamingju meðal þessara þjóða. Með þessu starfi sínu hafa Norðurlandaþjóðirnar skapað sér álit og vináttu meðal allra menningarþjóða, sem til þeirra þekkja. Þess vegna sýna Bandaríkin og öll önnur lýð- veldi Ameríku, Norðurlöndun- um nú á alvörustundu þeirra vináttumerki og samúð, og Bandaríkjaforseti hefir látið flytja Rússum þá ósk Banda- ríkjanna að þeir virði hlutleysi Finnlands. Bandaríkin meta það við Finna, að þeir, einir allra þjóða, sem tóku hjá þeim lán 1 síðustu styrjöld, hafa stað- ið fyllilega í skilum. ■ Hvort sem Rússar virða nokkurs óskir Bandaríkjafor- seta eða Norðurlandahöfðingj- anna um að Norðurlöndin fái að lifa í friði, þá vita þeir nú, í fyrsta lagi að Norðurlöndin öll standa fast með Finnlandi, og í öðru lagi að þeir eiga vísa and- úð alls hins menntaða heims, ef þeir skerða hlutleysi Finn- lands eða annarra Norðurlanda. Af fréttum í útvarpi, blöðum og í einkabréfum frá Norður löndunum er það ljóst, að Finn- lendingar, þótt lítil þjóð sé, og fátæk, eru staðráðnir í því að verja frelsi sitt og sjálfstæði eftir megni gegn yfirgangi „verndara smáþjóðanna“ í austri. Þeir eru staðráðnir í að láta ekki kúga sig mótspyrnu- laust eins og litlu Eystrasalts- ríkin. „Verndararnir“ skulu þurfa að vinna þjóðina með vopnum, áður en hún afhendir frelsi sitt, virðist vera einhuga áform allra Finnlendinga. Hin áhrifamikla kveðja Helsing- forsbúanna til Paasikivi er hann fór af stað til Moskva ber þess og vitni, að Finnar séu djarfir og óbeygðir. Finnlendingar hafa svo sem barizt við Rúss- ----------«---------- ana fyrr og jafnan reynzt þeim erfiðir viðfangs. Margir munu minnast hinna ódauðlegu hetju- ljóða Runebergs um hreysti Finna. Ekki er að vísu hægt að vænta þess, að Finnlendingar geti varið land sitt gegn vopn- aðri innrás Rússa. Til þess er leikurinn of ójafn. Finnland með 300—400 þúsund manna her, en Rússar með 3—4 millj. her vel búnum að vopnum. Að vísu munu hin Norðurlöndin tæpast sitja hjá, ef á Finnland verður ráðizt, að minnsta kosti ekki Sv%jóð, en Svíar geta haft 650 þúsund manna æft herlið mjög vel búið nýtízku vopnum. En hvað segir það? Um Svíana gildir það sama og með Finn- lendinga, að oft hafa þeir átt í höggi við Rússa, þó ekki síð- ustu 100 árin, og jafnan hafa Svíar reynzt þeim hættulegir mótstöðumenn og aldrei hefir Rússum tekizt að ná yfirráðum yfir Svíum, hvorki fyrr né síð- ar, og tekst vonandi ekki nú. Það gætir að vonum kvíða hjá hinum friðsömu og frelsis- elskandi Norðurlandaþjóðum, er þær sjá „Stalin við borgar- hliðin“, eins og eitt Stokk- hólmsblaðanna orðaði það þeg- ar Rússar kúguðu Eystrasalts- ríkin til undirgefni, og finna helgreipar rússnesks einræðis og ógnarstjórnar reyna að um- lykja sig. Engum dettur í hug að Rússar láti sér heldur nægja með Finnland. Norður-Svíþjóð með hinum geysimiklu járn- námum og Norður-Noregur með Narvík sem ísfría höfn er vafalaust takmark þeirra. Það veldur að vonum kvíða þessara þjóða, er þær sjá allt sitt margra alda menningarstarf í voða, allt, sem þær hafa byggt upp á undanförnum öldum, heimili, hugsjónir, frelsi og mannréttindi. Hver er svo afstaða Hitler- stjórnarinnar í Þýzkalandi til þessara mála? En þessi stjórn hefir svo oft talað um vináttu sína við Norðurlönd og hinn ar- iska skyldleika, svo von er að spurt sé. Nú segir þessi stjórn: Okkur koma ekki Norðurlöndin við. Félagi Stalin hefir þar frjálsar hendur að gera það, sem honum sýnist við Norður- lönd. Þannig reynist ,,vinátta“ þýzku stjórnarinnar, og er það raunar einkennilegt, þar sem þar hefir alltaf verið góð sam- búð á milli og Þjóð- verjar fá um 40% af járnmálmi sínum frá Sví- þjóð, því þótt Rússar og Þjóð verjar séu vinir í bili, er vafa- samt að þeir verði það um alla framtíð. Það skiptir að vísu litlu máli hver afstaða okkar íslendinga, minnstu og varnarlausustu þjóðar álfunnar, er til þessara mála, en það hygg ég, að Finn- lendingar og aðrar Norðurlanda þjóðirnar hafi nær óskipta sam- úð okkar íslendinga, enda hafa sum blöð okkar tekið það skýrt og vel fram. Að frændþjóðir okkar meta vináttu vora sýnir sá fögnuður, er kveðjuskeyti forsætisráðherra okkar til þjóð- höfðingjafundarins í Stokk- hólmi vakti þar. Vináttuvottur þeirra til okkar, þrátt fyrir að þeim er ljóst hið algera þýð- ingarleysi vort í styrjöld, kem- ur og skýrt fram er þeir á þess- um hátíðlegu alvörustundum leika þjóðsöng vorn fyrstan og flagg vort blaktir hvarvetna við hlið annarra Norðurlanda- flagga. Einkennilegt var að ís- lenzk stjórnarvöld skyldu ékk- ert gera hér til þess að undir- strika samúð sína með málstað linna Norðurlandanna annað en guðsþjónustuna. Und- arlegt er það, að ekki skuli vera óskipt samúð allra íslendinga með Finnlend- ingum í þessari deilu, þjóðar, sem ekkert hefir til saka unn- ið, en æskir þess eins að fá að lifa í friði. Það er óskiljanlegt að hér hjá minnstu og varnar- lausustu þjóð álfunnar skuli vera til menn (að vísu fáir), sem fylgjandi eru ofbeldi og kúgun og hlakka nú yfir því, ef Norð- urlöndin verði hneppt í rúss- neska áþján í von um undir- tyllustöðu þessara erlendu drottnara hér á íslandi. Og sárt er að vita til þess, að hér skuli vera menn í ábyrgðarstöðum, sem hafa megnustu andúð á öllu vinfengi okkar íslendinga við hinar Norðurlandaþjóðirn- ar og segjast fyrirlíta þær. Sem betur fer eru þeir þó fáir. En hræddur er ég um að mörgum íslendingi mundi þykja þrengj- ast um sig, að minnsta kosti menningarlega séð, ef við fengjum Sovét-Rússland sem næsta nágranna í stað þeirra frænda vorra, sem nú eru þar. Vonandi kemur aidrei tii slíks og vonarneistinn lifir enn um að úr þessum ágreiningi Rússa og Finna rætist stórvandræða- laust og takast megi að ná frið- samlegri lausn á þessum deilu- málum og friðsamleg sambúð geti íramvegis haldizt milli Norðurlandanna og Rússlands eins og við önnur lönd. Norð- urlartdaþjóðirnar þrá að lifa í friði og eiga siðferðilegan rétt á að fá að lifa í friði. 19. okt. GuSl. Rosinkranz. Lúðrasveit Reykja- víknr. AÐ hefir orðiÖ stórfelll breyting á sviði tónlistarlifs Reykjavíkurbæjar hin síðustu ár. Þar til fyrir nokkrum árum höfð- um við ekki af öðru að segja hér í höfuðstað landsins en því, er karlakórar létu til sín heyra með sínum árlegu hljómleikum. Og þá hljómleika varð allur fjiöldinn að fara á mis við vegna þess, að alþýða manna hafði hvorki efni né ástæður til þess að sækja þá. Mjög mikil breyting verður á þessu, er Lúðrasveit Reykjavíkur er stofnuð 1922. Þá má segja að hefjist nýtt tónlistartimabil í sögu bæjarins, með því að hinir stór- huga áhugamenn, er þar voru að verki, láta það verða sitt fyrsta verk að fá hingað til landsins er- lendan kunnáttumann sem stjóm- anda Lúðrasveitarinnar. Annað mesta áhugamál þeirra var að fá bætt úr hinu örðuga máli, er var sæmilega gott hús- næði til æfinga, er mætti vera samistaður þeirra, er ynnu að þessum málum- Lúðrasveitin hafði verið á hrakhólum méð húsnæði, og þau Mlög, er voru hér starfandi á undan L. R-, höfðu orðið að hafast við í mjög óvistlegum herbergjum hingað og þangað úti um allan bæ, þar til 1923—4, að Lúðrasveitin með hjólp góðra manna réðist í það ) .:2-H JÓN TRAUSTI Heildarútgðfa hafls á ritverkum Júns Trausta. ¥ SLENZKIR bókavinir hafa nú fengið fyrirheit um það, að fá öll ritverk Jóns Trausta x heildarútgáfu. 1 gær kom fyrsta bindið á bókamarkaðinn, Halla og Heiðarbýlið, fyrstu þættirnir. Útgefandi er Guðjión Ó. GuÖ- jónsson prentari, en Aðalsteinn Sigmundsson sér unx útgáfuna. Dr. Stefán Einarsson, norrænu fræðíiiigur í Ameríku, ritar ýtar- legan fonnála að þessu bindi og gerir þar grein fyrir höfundinuin og skáldskap hans. Áætlað er, að ritvenkin koirá út í sex bindum, og verði út- gáfunni lokið á þrem árum. Eiga útgefendur hinar beztu þakkir skilið fyrir að gefa út bækur þessa mikilvirka rithöf- undar, sem um skeið var svo mn deildur með þjóðinni. Er eng- ínn vafi á því, að Jón Trausti hefir markað djúp spor í sögu íslenzkra bókmennta. Vonandi xerður þessari útgáfu svo vel tekið, að útgefendur geti lokið henni á áætluðum tima. Þessarar útgáfustarfsemi verð- txr nánar getið seinna hér í blað- inu. að reisa sér sitt eigið hús, Hljóm- skálann, og þar hefir hvm haft aðsetur sitt síöan. Það, að Hljómskálinn koinst upp, má einungis þakka þeim á- hugamönnum, er voru svo stór- huga og töldu það ekki eftir sér að leggja frarn krafta sína endur- gjaldsláust um næstu ár. Er Hljómskálinn var koniinn upp, má segja að starf Lúðra- sveítarfnnar sé komið á fastan og tryggan grandvöll, þar sem líka bæjarstjóm Reykjavikur við- urkennir starf þeirra manna, er höfðu barist fyrir þessum áhuga- málum um mörg ár, með þvi að veita L. R. nokkurn styrk til þess að halda opinbera hljómleika fyr- ir bæjarbúa. Starfi L. R. má eingöngu þakka það, að hér í bæ er nú starfandi tónlistarskóli, með þeim ágæta árangri, sem bæjarbúum er kunn- ur. Það vora nokkrir þrautreynd- uslu félagar L. R. er voru frum- kvöðlar að stofnun skólans, þeir Bjöm Jónsson, Óskar Jónsson og fleiri, auk . þáverandi stjórn- anda L. R., Páls ísólfssonar. Sömu menn og á sínum tíma hörðust fyrir byggingu Hljóm- skálans. Og þó þeir hafi fengið með sér nokkra menn til að vinna að áhugamálum skólans, þá starfa þessir menn enn eins og kunnugt er með sama þ-rótti sem fyrr. Auk þess að halda stöðugt uppi útihljómleikum fyrir bæjar- búa og koma fram við ýms há- tíðleg tækifæri, þá hefir L. R.. farib þrjár stórar hljómleika- ferðir út um land. Nú síöast i sumar fór L. R. kring um land og lék alls staðar þar, sem stað- Frh. á 4- síðu. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.