Alþýðublaðið - 23.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.10.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 23. OKT. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13) Ég skal lána þér blátiglóttu svuntuna mína. Þú getur breitt hana á gólfið. Gakktu svo að hundinum og settu hann á svunt- una. Opnaðu svo kistuna og taktu svo mikla peninga, sem þú vilt. Það eru allt saman koparskildingar. En ef þú vilt heldur silfur, þá farðu inn í næsta herbergi. — 14) Þar situr hundur, og augun í honum eru eins stór og mylluhjól. Farðu eins að með hann. En ef þú vilt fá gull, þá verðurðu að fara inn 1 þriðja her- bergið. En hundurinn, sem þar er, hefir augu, sem eru jafnstór og sívali turninn. Það er nú hundur, sem vert er um að tala. En settu hann bara á svuntuna mína og taktu úr kistunni svo mikið gull, sem þú vilt. — 15) Það er ekki svo vitlaust, sagði her- maðurinn. En hvað á ég að gefa þér, gamla norn? því að eitthvað viltu hafa fyrir snúð þinn, býzt ég við. — 16) Nei, sagði nornin. Ég vil enga peninga. Þú skalt bara koma með gömlu eldfærin, sem hún amma mín gleymdi þar. — 17) Jæja, bittu þá um mittið á mér, sagði hermaðurinn. Hérna er bandið, sagði nornin, og hérna er blátíglótta svuntan mín. Vinnan við hitaveituna. t útvarpi-nu fyrir nokkrum dög- um var birt frá skrifstofu Höj- gaard & Schulz A/S, sem hefir hitav-eituna með höndum, að verkam-enn, sem fjölskyldu hefðu fram að færa, væru látnir sitja fyrir vinnu. Af þessum sökum gerði ég mér ferð um flesta flokka, er vinna við hitaveituna, og varð þess áskynja, að all- margir einhleypir menn vinna þarna. Sömuleiðis fór ég ofan á vinnumið'lUnarsikrifstofu til að stimpla og spurði að því, hvort ég væri eini a-tvinnulausi fjöl- skyldumaðurinn í bænum, og var svarið, sem ég fékk, það, að þangað kæmi daglega fjöl.:li manna, sem hefði frá 1—8 börn fram að færa og ekkert hefðu haft að gera um 1-engri og skemmri tíma. Allir þurfa að vinna; það viðurkenna allir; en það hljóta rnenn jafnframt að sjá, að þörf fjölskylduföðurins er mieiri. — Fjölskyldufaðir m-eð 6 börn. Póstferðir 24. okt. 1939. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar', Kjalamess', Reykjaness', Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Hafn- arfjörður, Borgarness', A-kraness', N-orðanpöstar, Dalasýslupóstur, Barðast'anda ; óstur, Meðallands- og Kirkjubæjarklausturspóstur. — Til Reykjavíkur: Mo'sfellssveitar', Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingv-ellir, Hafn- arfjörður, Laugarvatn, Austan- póstur, Borgarness-, Akraness-, Norðanpóstar, Stykkishólmspóst- ur. CHARLES NORDHOFF og JAMES NQRMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 1©1 Karl ísfeld íslenzkaði. Peckover: — Hann refsaði stranglega fyrir smæstu yfir- sjónir, og allir gátu átt á hættu að hann léti skammir dynja á þeirn að ástæðulausu. Það var alveg sama, hvernig hásetar og yfirmenn lögðu sig í líma, það var ómögulegt að gera honum til hæfis. Morrison lagði nú spurningar fyrir Peckover. Það kom enn- þá skýrar í ljós við þá yfirheyrslu, að Morrison hafði engin vopn borið, morguninn, sem uppreisnin varð, og hann hafði auk þess gert það, sem 1 hans valdi stóð, til þess að koma nægilegum vistum um borð, svo að þeir, sem 1 bátinn færu, hefðu von um að geta bjargað sér. Morrison flutti mál sitt ágætlega. Svörin við þeim spurningum, sem ég bar fram, voru mér því miður gagnslaus. Peckover hafði verið varð stjóri á hundavaktirni nóttina áður en uppreisnin var gerð. Hann hafði séð ckkur Christian tala saman, en ekki heyrt, hvað við sögðurn. Hcr.n hafði ekki heyrt heldur samtal okkar Nelsons morgur.ir.n eítir. Purcell, timburmeistarinn, var leiddur næst í vitnastúk- una. Hann var enn sá sami og hann var. Ég bar mikla virð- ingu fyrir þessum gamla rnanni. Enginn hafði meiri ástæðu til þess að vera reiður við Bligh en hann, en þegar um skyld- una var að ræða, hugsaði hann sig ekki um andartak. Vitnis- burður hans var mjög þýðingarmikill fyrir mig, en ég veit ekki hvort hann bætti fyrir mér eða ekki. Purcell nefndi 17 menn, sem hann sagðist muna með vissu, að hann hefði séð vopnaða. Meðal þeirra voru Ellison, Burkitt og Millward. Hann nefndi ekki Muspratt. UMRÆÐUEFNI Hlutavelturnar og happ- drættisfarganið. Mállýti. — Hver var Guðrún Aradóttir? Legsteinninn í kálgarðinum í ^Engey. Verðhækkun á raf- magninu, útskýringar raf- magnsstjórans. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. HLUTAVELTUTÍÐIN er nú að byrja og hafa þegar ver- ið halðnar nokkrar stórveltur með miklum hávaða Sumir menn eru mjög andvígir öllum þessum hluta- veltum, en þess verður að gæta, að þær eru ekki annað en happ- drætti og þær eru alla jafna halðnar til stuðnings menningar- málum. UM ÞETTA efni fékk ég eftir- farandi bréf fyrir helgina: „Ég leyfi mér að láta í ljós þá skoðun mína á hlutaveltunum, að þær séu alveg óþolandi, að minnsta kosti eins og þær nú ganga fyrir sig. Þær eru alveg plága þessar hlutaveltur hér á haustin, sem ætti alveg að taka fyrir — eða að minnsta kosti ætti því að vera einhver takmörk sett, hversu langt má þar ganga í svindli og svikum. Það virðist svo, sem þessir „happdrættismiðar”, sem tóku við af „núllunum” séu yfir- gnæfandi, þ. e., ef maður dregur 10 miða, þá getur maður gengið út frá 6—8 happdrættismiðum vísum þar af. Eins ætti að sjá um, að hver dráttur væri minnst 50 aura virði. Á hlutaveltu nýlega dró ég um daginn ónýta ljósaperu, græna, og var hún auðsjáanlega gömul orðin. Hér þarf að taka í taumana Þetta dæmi er ekki einstakt, ég þekki mörg lík, Þetta er ósómi, sem verður að taka fyrir.“ „FÁKÆNN,” sem áreiðanlega er alls ekki fákænn, skrifar mér á þessa leið: „Hvernig var það, Hannes, með samanburðinn á stúlkunum? Svaraði enginn eða var ekkert svarið þess vert, að þess væri getið? Annars skal ég játa, að mér finnst meiri þörf að ræða margt annað en það. T. d. með- ferð málsins, ©rðskrípin, sem eru að festa rætur í mæltu máli, t. d. „sjúr“, ,,græjur“, „að græja“, og ,,græjarí“! (Tekið hér eftir framburði). Ekki veit ég um upp- runa þessara orða eða hvað þau þýða í raun réttri, en mér þykja þau ljót. í staðinn fyrir „sjúr“ og „ekki sjúr“ held ég við gætum eins vel sagt: glöggur eða skýr á, (eða öfugt). Kunningi minn vaf nýlega að tala um eitthvað, sem hefði kostað parhundruð krónur! Það átti víst að þýða tvö hundruð krónur." DAG SINS. „GRÆJUR“ þýðir oftast í dag- legu tali: áhöld, tæki, og „að græja“ — að setja í stand, koma í lag einhverju, og held ég að eins megi nota þau orð. Einhvern heyrði ég segja, að orðið „græjur“ væri til í ný-norsku. Þá eru ýms orð og orðatiltæki, sem tareyta um merk- ingu og framburð og rithátt. — En hvað skal ég fákunnandi mað- ur blanda mér í þessi mál? En blöðin. Allt vita þeir, sem að þeim standa! Hvað annars um viður- kenndan rithátt nú? Hvað um tví- hljóð, é, z o. s. frv.“ VIÐVÍKJANDI því fyrsta, sem spurt er um. skal ég svara þessu: Mér bárust aðeins tvö svör — og annað var nafnlaust. Þetta finnst mér of lítil þátttaka til þess að hægt sé að líta á það sem sam- samkeppni. Vitanlega er áhuginn meiri fyrir stúlkunum en fram kom í þessu. Það er lögskipað að nota z, é og tvöfaldan samhljóða. „GUÐLAUGUR“ skrifar mér og spyr: „Hver var Guðrúfi Ara- dóttir?“ — og svo heldur hann áfram: „í Engey mun fyrrum hafa verið kirkja eða bænahús. Fátt er nú til frásagnar eða minja þar á eynni um að svö hafi verið. Þó er þar (nú í þlómagarði) leg- steinn; grásteinshella, flöt, sem á er þessi grafskrift: „HIÉR HVIL- ER SV : FROMA KVINA GVD- RVN ARADOTTER I GVDE SOFNVD A 58 ARE SINS ALLD 1644 ÞAN 19. OGT. RITTLAT FARA FRA ÓGSFV TIL FRIÐ- AR OG HVILA SIG I SINU SVEFNHVSV. ESA : 56.” Steinn- inn er nú þrotinn í 4 eða 5 hluti, en þó er grafskriftin vel læsileg með nákvæmni. Steinninn þyrfti því viðgerðar, og myndi hún bezt framkvæmd á þann hátt, að smíð- aður væri kassi utan um hann, — leggja hann svo á grúfu í kassann og renna steypu á bakið á stein- inum, myndi þá steinlímið renna í sárin, (sem yrðu að vera vel hrein) og steinninn fá styrk af steyþunni, bezt væri hún bundin. En hver vill gera þetta hándárvik? Hvað ségir fornminjavörður um það?” ,,í ENGEY búa þeir bræður Bjarni og Brynjólfur, sem með á- nægju myndu gera þettá, þyí ein- mitt þeir, munu hafa grafið stein- inn upp úr kálgarði og hagrætt' honum. En hver getur svo gefið upplýsingar um hver Guðrún Aradóttir var? Sjálfsagt hefir hún verið merk kona, fyrst svo mikið var við hana haft, að reisa henni bautastein. En væri þá ékki lfká þess vert, að nafn hennar væri grafið úr gleymsku?” STEINGRÍMUR JÓNSSON raf magnsstjóri hefir sent mér eftir- farandi bréf, sem er athugasemd við bréfi, sem ég birti. Bréfið er svohljóðandi: „í grein í Alþýðu- blaðinu þ. 18. þ. m. var fyrir- spurnum beint til mín út af verð- hækkunum þeim, seni oröið hafa á rafmagnínu. Vil ég því skýra frá því, að þessi verðhækkun, sém varð í vor, er 7 aura verðið var hækkað upþ í 8 aura, 6 aura verð upp í 7 aura, 4 aura verð upp í 4,5 eyrlr á kwst., og allt annað verð 10%, þá stafaði það eingöngu. af verðfalli ísl. krónunnar. SOgs- virkjunin starfar með svensku lánsfé, sem er sama og gullsígildi. Notendur greiða með ísl. krónum, er féllu í vor rúm 20%, og olli það rúmlga 100 000 kr. auknum útgjöldum árlega í gengiskostnað á svenska láninu, og' 40 000 kr. á dönskum skuldabréfalánum Raf- mag'nsveitunnar. Verðhækkun raf- magnsins af þessum sökum ev helmingur af gengisfallinu. Síðan ófriðurinn hófst hefir ísl, krónan aftur fallið rúiii 11%, miðað við svensku krónuna. og kemur því 5 % hækkun vegna þess gengis- munar.“ „HERBERGJAFJÖLDI þeirra notenda, er hafa heimilistaxtann, er rúm 10 000 sem stendur. 10 aura hækkunin á heftaergjagjald- inu er því 1000 kr. á mánuði sam- tals, eða 12000 kr. á ári, og er 8,5% upþ í 140 000 kr. aukinn gengis- kostnað frá verðfallinu í vor. Að þ’eisi verðhækkun, sem nauðsyn- lég er, fæli menn svo mjög frá að nota rafmagnið, er ekki rétt. Ég hefi ekki trú á að menn noti nieira rafmagn yfirleitt en þeir sjá sér hag í að nota hvort sem er vegna kostnaðarins eða þægindanna. Sá hagur munar í flestum f öllum miklu meir en 10 % til eða frá. Það kunna áð vera einstöku notendur, sem þannig er ústatt um, að þessi munur út af fýrir sig er frafæl- andi, en ég hygg að það séu fá til- felli. því að ég hefi ekki orðið þeirra var.“ „ANNAÐ MÁL ER ÞAÐ, að enginn. . rafmagnstaxti, hversu ,ó- dýr sem hann er, er enn fundinn, ér hæfi öil'úm jafnvel. Má því vera að fyrirspyrjandi þlandi sam- an óskyldum atriðum, og væri þá æskilegt að hann vildi leiða. betur í ljós þaú tilfellí, sem hann télur að fráhyerf hafi or.ðið rafmagns- hófkuh ’ Végiia haékkúnár þeirrar. sem orðið hefir í ísl. krónutali.“ Hannes á horninu. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn : smekldegum fötum frá Sparta, Lappvegi 10. Sími 3094, •' ' tll kaupenda út-iim laisd. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ||1 ársfjórðungslega. -— Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, géta feiigið blaðverðið krafið með póstkröfu. RIDER HAGGARD: Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. v* KOSTAR AÐEíNS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hyítraniannatand, sem báðar hafa komið u+ á íslénz'ku. Kynjálandið er ein áf , bcztu sögurn Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgþtu 8, Rvík. Rétturinn: — Fyrr í framburði yðar sögðuð þér, að þér hefðuð beðið herra Byam að biðja herra Christian að láta Bligh fá stóra skipsbátinn í staðinn fyrir kútterinn. Hvers vegna báðuð þér herra Byam um þetta? Álituð þér hann vera einn af uppreisnarmönnunum? Purcell: — Síður en svo, en ég vissi, að hann var vinur herra Christians. Ég vissi enn fremur, að Christian var illa við mig og hefði ekki gert neitt, sem ég hefði beðið hann um. Rétturinn: — Álítið þér, að það hafi verið vegna milli- göngu fangans Byam, að Christian féllst á að láta ykkur fá stóra skipsbátinn? Purcell: — Já, hefðum við ekki fengið annað en kútter- inn, hefði enginn okkar séð England framar. Rétturinn: — Hvernig var samband Christians og Byams á leiðinni? Purcell: — Þeir voru mjög miklir vinir. Rétturinn: — Nefnið fleiri, sem voru vinir Christians. Purcell: — Herra Stewart. Ég man ekki eftir fleiri mönn- um, sem voru góðir vinir hans. Það var ekki auðvelt að ná vináttu herra Christians. Rétturinn: — Álítið þér ekki sennilegt, að Christian hefði trúað Byam, sínum bezta vini, fyrir ráðagerðum sínum við- víkjandi uppreisninni? Þessi spurning kom Purcell á óvart. Þpð var Hammond skipstjóri, sem bar fram þessa spurningu. Hann sat hægra megin við Hood lávarð. Purcell laut höfði, eins og hann ætl- aði að leggja Hammond undir sig. Purcell: — Ég held, að hann hefði ekki gert, það. Christian var ekki þannig maður, að hann kæmi vinum sínum í óþæg- indi. Og hann hefði mátt vita, að Byam reyndist löghlýðinn. Rétturinn: — Hvar var Byam rétt áður en bátnum var ýtt frá skipinu? Purcell: — Það veit ég ekki.Ég sá hann á þiljum rétt áður en ég fór í bátinn. Hann sagðist ætla að fara með Bligh. Ég held, að hann hafi farið, undir þijLjur til þess að sækja fötin. sín. Rétturinri: —- Sáuð þér Morrison á. þeirri .stundu? Purcell: — Nei. Rétturinn: — Haldið þér, að fungarnir, Byam og Morrison hafi verið hræddir við að fara í bátinri? , Purcell: — Nei, það held ég ekki. Þe.ir hljóta áð hafa verið hindraðir. Þeir voru ekki ;:::::ir eins heiglar pg. Haýward ,.og Hallet. ■ - . . ' Hood lávarður greip fram í fyrir honum, og minníi hann a að svara aðeins þpirii spurningum,, sem fyrir hann væru lagðar. Rétturinn: - - Álítið þér/að fánginn Byam hafi verið meö- al uppreisnarmanna, eða að hppn hafi viljað hjálpa herrá Purcell: — Ég álít, að hann liafi á engan hatt teklö þátt i uppreisninni. > : , ... ■ .- ý Rétturinn: — Álituð þér Morrison meðaí uppreisnarmanna? PurehelJ: — Néi. Nú varð-þ.ögn stundarkorn. Hood lávarður, sagðj: — Nú mega' fangarriir spyrja vitniö. Ég:.— Hvað var báturinn mikið hlaðinn, þegar síðasti mað- urinn steig í hann? Purchell: — Það voru sjö pg hálfur þumlungur ofansjávar miðskipa-, Ég: — Álítið þér, að i'leiri hefðu gctað farið i bátinn. án þss áð öllum, sem í hann fóru, hefði verið hættá búin? Púrchell: Ekki,.einn maður i viðbót. Bligh skipstjóri óskaði sjálfur eftir því, að ekki væru fleiri látnir í 'bátinn. Þégár villimennirnir á .Tpfpa drápu Norton, þótti okkur vænt 'um að farmur bátsins léttist um einn, mann. Daginn eftir, föstudaginn 14. sépterriber, var Thomas Hay- ward leiddur í vitnastúkuna. Við höfðum beðið. þess með mik- illi eftirvæntingu. Hayward var næstæösii maðúr í varösveit Christians og 'var á þiljum, þegar uþpreisnín brauzt út. Éinkúm langaði mig til að vita, hvortWáímburður liáris .kserni héim við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.