Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ enn og nú upp í 6 dálka, eða þá stærð, sem það hefir nú. Með því að hafa blaðið 6 dálka er hægt að gera síðurnar fallegri útiits, en það er erfitt í 5 dálka blaði og krefst mikillar fjöl- breytni í letri. Hins vegar krefst slíkt blað mikilla starfskrafta og mikilla og góðra fréttasam- banda, að erlendum og innlend- um myndum ógleymdum. Það atriði hefir gengið erfiðlega að uppfylla vegna fjárskorts. VI. Ilins vegar get ég ekki stillt mig um að geta þess, sem tveir af hinum dönsku blaðamönn- um, sem hér voru í sumar, sögðu við mig. Þeir komu í rit- stjórnarskrifstofuna og flettu blaðinu síðastliðin ár. Þeir sáu það. að við á ritstjórninni ráð- um ekki yfir nema um þremur tegundum af fyrirsagnaletri, sem hægt er að segja að séu nothæfar. Þeir voru sammála um það, að það væri bókstaf- lega undravert, hvað fyrsta síð- an liti vel út, þegar þetta væri tekið með í reikninginn, og full- yrtu, að fyrsta síðan stæði að útliti fyllilega jafnfætis fyrstu síðum erlendra stórblaða. Þetta vissi ég raunar áður, en þótti sarnt gott að heyra vegna blaðsins. Samt sem áður verð- um við við Alþýðublaðið að búa eins og frumbýlingar. Einn allra versti örðugleiki okkar er sá, að við verðum að brjóta blaðið um í tvennu lagi. Press- an tekur ekkí nema tvær síður í einu. Ég verð að nota þetta tækifæri til að skýra þetta fyr- ir vinum okkar, því að einmitt þetta heíir oft valdið árekstrum milli þeirra og okkar. Allt, sem á að fara á 2. og 3. síðu blaðs- ins, verður að vera sett daginn áður en það á að koma út. Þessar síður eru brotnar um snemma morguns sama dag og blaðið kemur út og prentaðar strax. Eftir að þessar síður eru komnar í pressuna, er ekki hægt að setja neitt inn á þær, hversu nauðsynlegt sem það kann að vera. Svo ráðum við ekki yfir nema 2 síðum, 1. og 4. síðunni. Á 1. síðu eiga allar fréttirnar að koma, þær til heyra deginum. Nú koma aug- lýsingar svo að segja aldrei fyrr en sama morguninn, sem þær eiga að koma í blaðinu, og aug- lýsingarnar eru dýrmætar fyrir blöðin. Þær geta því eyðilagt starf okkar að miklu leyti, út- rýmt góðum fréttum eða grein- um, að ég nú ekki tali um til- kynningar um hjónabönd, af- mæli, félagsfundi o. s. frv. Næsta dag verðum við svo oft og tíðum að taka fréttir eða greinar á 2. eða 3. síðu, sem til- heyrðu deginum áður, en eru nú orðnar gamlar og komnar í hinum blöðunum. Við berjumst vitanlega gegn þessum örðug- leikum af öllum mætti, og sú barátta er langsamlega erfið- asta starfið, sem ég að minnsta kosti vinn við blaðið. Menn geta skilið hve blóðugt blaða- manni finnst það, að þurfa að geyma frétt, sem hann hefir náð í, til næsta dags. Alþýðu- blaðið verður oft að gjalda prentsmiðjunnar. Hið æskileg- asta fyrir dagblað er að það sé prentað í stórri prentsmiðju, sem hafi fjölda manna í starfi og margar vélar, þannig, að hægt sé að setja heilan her af mönnum í það að vinna að blað- inu nokkra klukkutíma á hverj- um degi, en aðra tíma dagsins vinni þeir annað. Þetta er næsta skrefið, sem verður að stíga í umbótum á Alþýðublaðínu: Meira letur í prentsmiðjuna. fleiri og betri vélar og framar öllu öðru stærri pressa, svo að hægt sé að brjóta blaðið um í einu lagi og prenta það. VII. Ég hefi nú hér að framan drepið á stærstu atriðin í sögu að halda áfram að láta Olíu- verzlun íslands og Verka- mannafélagið Dagsbrún aug- lýsa í blaðinu. Það hafði hins vegar engin áhrif á afkomu blaðsins, því að fátækir verka- Það er gaman að hafa átt þátt í þeirri baráttu, sem háð hefir verið til að umskapa þjóðfélag- ið. Þó er enn harðari og lengri barátta eftir. Næstu verkefnin eru að útrýma ofbeldisstefnun- Alpýðuprentsmiðjan. 1. Þorsteinn Halidórsson setur á „Linotype“-setjaravél. 2. Tómas Albertsson setur á „Typograph“- setjaravél. 3. Þórður Pálsson við accidentia-setningu. 4. Brynjólfur Björnsson við handsetningu. 5. Guðmundur J. Guðmundsson lítur eftir umbrotinu 6. Gísli H. Friðbjarnarson brýtur um fyrstu síðuna, 7. St'efán Björnsson undirbýr „pressuna“. 8. Svanur Steindórsson „leggur í“ eldri pressuna. blaðsins, hvað hinu verklega viðkemur. Ég hefði óskað að háfa þá sögu miklu nákvæm- ari og fyllri, en þegar ég byrj- aði að skrifa þetta fannst mér, að ég væri að skrifa um sjálfan mig, og það gerði mér erfiðara fyrir. Ég er orðinn svo sam- gróinn blaðinu, enda hefi ég starfað við það síðan vorið 1925, svo að segja óslitið, og þó öllu fremur frá því í febrúar 1920, þó að ég á fyrstu árunum væri ekki fastur starfsmaður þess. Ég hefi verið eiginlega allt við blaðið, útsölumaður, út- burðardrengur, afgreiðslumað- ur., auglýsingastjóri, ritstjóri og blaðamaður. Ég ætti því að þekkja sögu þess og þarfir. Ég hefi unnið með öllum ritstjór- um þess: Hallbirni Halldórs- syni, Ólafi Friðrikssyni, Haraldi Guðmundssyni, Einari Magn- ússyni, F. R. Valdemarssyni, og hefi kynnzt isjónarmiðum þejrra allra á blaðamennsku og baráttuaðferðum. menn, sjómenn og iðnaðar- menn, auk annarra áhuga- manna í flokknum, tóku á sig ábyrgðirnar í stað hins efnaða, sem fór. Stærsta áfallið, sem blaðið fékk í sambandi við sundrungarstarfsemina, var frá- fall Jóns Baldvinssonar, eins og það var líka stærsta áfallið, sem Alþýðuflokkurinn fékk í þeim deilum. IX. Við, sem vinnum við Alþýðu- blaðið, erum jafnaðarmenn, og það hlýtur líka að setja svip sinn á blaðið, þar sem jafnaðar- stefnan er líka grundvöllur stefnuskrár Alþýðuflokksins, sem gefur blaðið út. Baráttan fyrir málefnum verkalýðsins skipar líka Öndvegissess í blað- inu og hlýtur alltaf að gera það. Þess vegna á blaðið líka svo fjölda marga trygga vini á al- þýðuheimilunum 1 þessu landi. Sú vinátta er okkur, sem vinn- um við blaðið, mikils virði, og hana finnum við daglega. VIII. Sundrung innan alþýðusam- takanna hlýtur vitanlega að snerta blaðið nokkuð, og þó skal það sagt, að þegar Alþýðu- flokkurinn klofnaði 1937, kom það svo að segja ekkert við blaðið, nema hvað sá maður, sem áður var ríkasti maður flokksins, sagði upp öllum á- byrgðum vegna þess og neitaði X. Alþýðublaðið er í dag 20 ára. Það hefir barizt fyrir mörgum málum, sem hafa sigrað og breytt þjóðfélaginu til batnað- ar. Þeir, sem eldri eru, muna vel hvernig ástandið var og að- staða verkalýðsins, áður en Al- þýðublaðið byrjaði að koma út og áður en verkalýðssamtökin hófu baráttu sína. um úr þjóðfélaginu, skapa sterka þjóðfélagsheild, afnema að fullu höfuð- og hálsrétt auð- valdsins yfir alþýðustéttunum, byggja upp spartanska alþýðu- stétt, sem brýtur jörðina í sveita síns andlitis og sækir sjóinn af dugnaði og sker upp eftir afrekum og framsýni sinni. Enginn, sem ekki vinnur, á mat að fá, ef hann getur unnið. Vinnan ein á að vera mæli- kvarðinn. Arðránsstéttirnar eiga.að hverfa. Það á að skapa sósíalisma á íslandi, og þrátt fyrir svik og ofsóknir skal Al- þýðuflokkurinn og Alþýðublað- ið vinna fullan sigur sem for- ystutæki alþýðustéttanna á þessu landi. VSV. Horft 20 ár aftur. . . . Frh. af 1. síðu. tímum. En reynslan er búin að sýna, að þetta borgar sig mjög víða, og er það lítið sýnishorn þess, hve vel borgar sig, og hvað margfalt má drýgja mannsaflið með vélavinnu. En í ^veitunum byggist mest enn á mannsaflinu. Það er svo að segja ekki farið enn að nota grasmótorinn, (öðru nafni hestinn), en hann hefir það fram yfir olíumótorinn. að með honum má frameliða eldsneyt- ið, er hann notar. Fólkið flyt- ur úr flestum sveitum, og þó eru til sveitir, sem engir flytja úr. Það verður ekki séð, að þær sveitir, séu betri en margar aðr- ar, sem fólkið flytur úr. Mun orsökin vera sú, að það kann betur að búa, fólkið 1 sveitun- um, sem ekki er flutt úr. Það er líka kunnugt, að í flestum sveitum eru menn, sem komast vel af á jörðum, sem frá nátt- úrunnar hálfu, eru ekki betri en hinar, sem verið er að flytja af. Þó ekki leiki vafi lengur á, að framtíðin muni færa okkur geysilegar nýjungar í sambandi við búskap hér á landi, þá er víst, að ef bændur kynnu al- menna ræktun ávaxta og notk- un hesta og véla, eins vel og þeir, sem nú kunna það bezt, myndi fólkssflutning- urinn úr sveitunum hætta. Og sveitirnar myndu sennilega fara að draga að sér aftur nokkurn hluta af því fólki, sem á síðari tímum hefir fluzt til sjávarins. En atvinnan myndi þá verða langt til nóg, við sjávarsíðuna, fyrir þá er þar byggja, ef ekki bættist við annað en það, sem þar yrði í heiminn borið. Þegar Búnaðarfélagið varð 100 ára, héldu ýmsir búnaðar- fræðingar vorir ræður um starf- ið, sem unnið hafði verið, og minnti hljóðið í sumum þeirra töluvert á það, er ég las í biblíusögunum er ég var ungl- ingur, er sagt var um drottinn, er hann hafði skapað heiminn: Hann sá, að verkið var harla gott. En búnaðarfrömuðir vorir báru nútímann saman við, hvað hefði verið fyrir 100 árum. Hefðu þeir borið framfarirnar saman við framfarirnar, sem hafa orðið í öðrum löndum í búnaði, eða framfarir hér hjá sjávarútveginum — hefðu þeir séð meiri mun á sér og drottni. Það, sem mest á ríður nú, er fræðsla um búnað, þ. e. út- breiðsla þeirrar þekkingar, sem þegar er fengin, þannig, að meðalbóndi kunni ræktun og annan búnað jafnvel og þeir, sem bezt kunna þaB nú. Þá verður líft í sveitunum og þá verður líft við sjávarsíðuna. En meðan ekki er líft í sveit- unum af því búnaðarþekkang sveitafólksins stendur ekki á eins háu stigi og dugnaður þess, verður heldur ekki líft í kaupstöðunum, fyrir alþýðu manna. Framfarirnar til sveit- anna hljóta því að vera áhuga- mál alþýðunnar í kaupstöðun- um engu síður en framfarirnar við sjávarsíðuna. Þorvaldur Brynjólfsson: AlDýðublaðið ber nafn með réttu. ATÚ þegar við minnumst 20 ára afmælis blaðsins okk- ar, kemur mér alveg sérstak- lega í hug, þegar ég sá það í fyrsta sinni. Þá var ég ungling- ur, en það var þegar „Ólafs- slagurinn“ svokallaði var hér í í Reykjavík. Þá var ég norður í landi, og af einhverri tilvilj- un komst ég yfir eitt eintak af Alþýðublaðinu og las það, og þó ekki væri það stórt að form- inu til, varð ég mjög hrifinn af því, ekki sérstaklega af því, sem ritað var þar um slagsmál- in og það, sem í kringum þau snerist, heldur og mikið fremur af því, hvað þar var sagt um málefni verkamannanna, sem ég sem sveitadrengur vissi náttúr- lega ekki mikið um, en ég fann að það, sem þar var sagt, var satt og rétt, og aldrei hafði ég séð ritað í hin dag eða viku- blöðin neitt þvílíkt um málefni eyrarkarlanna og sjómannanna. Þetta eina eintak af Alþýðu- blaðinu varð þess valdandi, að ég fór að hafa orð á því við þá, sem eldri fvoru, hvers konar menn það væru, sem skrifuðu þetta blað og hvernig stæði á því, að hin blöðin væru svona mikið á móti þessu blaði, sem mér fyndist tala svo vel máli mannanna, sem eins og við, vildu fá að vinna fyrir góðu kaupi og hafa næga hvíld. „O, blessaður, þetta eru bölvaðir bolsar, sem eru að æsa karlana upp til að fá þá til að hætta að vinna eins og menn. Þeir vilja láta þá vinna, sem allra minnst, en fá rifrildis-kaup“. Svona var útskýringin, sem ég fékk Við þessum spurningum mínum hjá mörgum, og ekki voru það víst margir í mínu byggðarlagi, sem vildu bolsa- blaðið inn fyrir sínar dyr, hvað þá heldur kaupa það, enda líða nokkur ár, þar til ég sá næsta tölublað af Alþýðublaðinu. Seinna, þegar ég eltist, og kom til Reykjavíkur til að læra járnsmíði, fór ég að fylgjast með Alþýðublaðinu daglega og lesa það endanna á milli. Þá rak ég mig við og við á greinar um iðnaðarmál og sérstaklega um iðnnemamálin og ekki rýrði það álit mitt á blaðinu, hvað þar var sagt um þau mál, því þá fannst mér ég vera að lesa ~f§ einmitt það, sem ég vildi svo Ú gjarnan hafa sagt sjálfur um þau mál, en hafði engin tök á, ekki varð ég var við að önnur blöð bæjarins létu sig þessi mál skipta, og þótti mér það harla einkennilegt, því megnið af þeim mönnum, sem ég kynntist í járnsmíðafaginu á þeim tím- um virtust allir vera með öðr- um flokkum en þeim flokki, sem stóð að Alþýðublaðinu. Ég fór að hafa orð á þessu við vinnufélaga mína, sem sögðu strax, að ég hlyti að vera bolsi, úr því ég væri hrifinn af Al- þýðublaðinu. „Já,“ sagði ég, — „kaupið hjá okkur lærlingun- um er alltof lágt og vinnutím- inn með iðnskólann á kvöldin að loknu erfiðu dagsverki, er alveg ómögulegur." „Jæja, góði, þá skaltu bara trúa þessu öllu saman“, sögðu þeir góðlega við mig, og ég skyldi, að þeir vildu ekki ræða þetta mál við mig, ungling, sem var bara að læra. Alþýðublaðið ber nafn með réttu, það var stofnað af alþýð- unni sjálfri, sem fann að hana vantaði málgagn, sem gæti borið fram fyrir almenning öll þau mál, sem einstaklingar og félög vildu gera heyrum kunn — og þetta hlutverk hefir Al- þýðublaðið undir forystu Al- þýðuflokksins leyst af hendi með sóma. Það væri nógu gaman að sjá þann mann, sem í dag þyrði ekki að vera með Alþýðubíaðið, nema í pukri, vegna almenn- ingsálitsins, eins og svo margir voru fyrir tæpum tuttugu ár- um síðan, ég veit hann finnst ekki. Alþýðublaðið hefir staðið af sér alla storma og allar árásir og er nú eitt mest lesna blað landsins, enda er það það blað, sem bezt hefir flutt málefni allra hinna vinnandi stétta þessa lands. Ég vil að endingu þakka brautryðjendunum fyrir hið mikla starf, sem þeir unnu með stofnun Alþýðublaðsins og blaðinu vil ég þakka fyrir öll þau tækifæri, sem það hefir veitt okkur iðnaðarmönnum til að birta eitt og annað um okkar mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.