Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 2
Þ3IÐJUDAGUR 7. NÓV, 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 69) Hundurinn þaut út úr dyrunum, og áður en hermaðurinn var búinn að snúa sér við, kom hundurinn aftur með prinsessuna. 70) Hún svaf á baki hundsins, 71) og var svo falleg, að allir gátu séð, að hún var prinsessa. 72) Hermaðurinn gat ekki á sér setið, 73) hann varð að kyssa hana, því að hann var raunveru- legur hermaður. UMRÆÐUEFNI DAGSINS. V>ggo Christiansen, prófessor dr. med. þekktasti taugalæknir Dana, andaðist nýlega 72 ára. Hafði hann gegnt prófessorsembætti við háskólann í Kaupmannahöfn þangað til í fyrrasumar, og notið mikils álits vísindamanna í taugasjúkdómum um allan heim. Hann var forseti alþjóða- þings taugalækna, sem haldið var í kaupmannahöfn í sumar. Eru þing þessi haldin 5. hvert ár, og var Kaupmannahöfn að þessu sinni valin sem þingstaður aðallega til heiðurs fyrir hann. Eftir prófessor Christiansen liggja geysimikil vísindaleg rit- störf í fræðigrein hans. Hann kom tvisvar sinnum til íslands. (FÚ.) F'irsótiir og manndauði í Reykjavík 8-—14. október (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 73 (39). Kvefsótt 114 (71). Iðrakvef 21 (25). Kvef- lungnabólga 6 (1). Taksótt 1 (0). Skarlatssótt 0 (1). Munnangur 4 (1). Ristill 0 (2). Kossageit 3 (0). Mannslát 7 (8). — Land- læknisskrifstofan. (F). Farsóttir og manndaubi í Reykjavík vikuna 15.—21 okt. (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 45 (73) Kvef- sótt 111 (114). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 26 (21). Kveflungna- bólga 4 (6). Taksótt 1 (1). Munn- angur 5 (4). Ristill 1 (0). Kossa- geit 4 (3). Hlaupabóla 1 (0) Heimakoma 1 (0). Mannslát 7 (7). — Landlæknisskrifstofan. — (FB). Söngfélagið Harpa. Samæfing í þjó&leikhúsinu á morgun kl. 8V2 e. h. Mætum öll! Óftæf óstundvísi í dagskrá Ríkisutvarpsins. Orðsending til stjórnenda dagskrárinn- ar. Bygging lögregluþjón- anna. Reykhús SÍF og ná- grannar þess. Slæmt skipu- lag í skrifstofum bæjarins. Reykvískir styrkþegar og indverskir „paríar“. Fræðsla fátækra barna. Fyrirspurn £rá sjómanni og svar til hans. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNXNU. —0— í ÖIAUM LÖNDUM er á þaö lögð mjög rík áherzla, að dagskrár útvarpanna séu haldnar nákvæm lega, enda væri annað mjög ó- heppilegt. Hér er þessu ekki svona farið. Hvað eftir annað kemur það fyrir, að útvarpsdagskráin ruglist vegna ónákvæmni um á- æflanir á tíma fyrir flutning á efni. Sjaldan byrja erlendu frétt- irnar kl. 10 á kvöldin réttstundis. En aldrei hefir keyrt eins um þver- bak og á sunnudagskvöld. Vil- hjálmur Þ. Gíslason flutti sjó- mannakvæði og ýmislegt fleira í því sambandi. Ákveðið var sam- kvæmt dagskránni, að því yrði lokið klukkan 9. en í staðinn fyrir lauk því ekki fyrr en klukkan 9,20. KLUKKAN 9 átti að hefjast flutningur á óperunni „Töfraflaut- an“ eftir Mozart, en hún gat ekki byrjað fyrr en kl. 9,20. Þetta er vitanlega alveg óhæft og yfirleitt óskiljanlegt að þetta skuli geta komið fyrir. Það virðist sannarlega vera ástæða til þess fyrir stjórn- endur útvarpsdagskrárinnar að koma þessu atriði á betri grund- völl. TÓLF LÖGREGLUÞJÓNAR eru nú að byggja sér stórt og vandað íbúðarhús innarlega við Laugaveg- inn eða þar í grend. Sagt er. að lögregluþjónarnir hafi unnið mik- ið sjálfir að þessari veglegu bygg- ingu í eftirvinnu, og hafa þeir með því getað sparað sér mikið fé. Það er vel til fallið að einstaka starfsstéttir byggi þannig í sam- einingu og ættu fleiri að gera. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA SÍF hefir nýlega látið gera mikið reyk- hús við verksmiðjuna. íbúar í ná- grenninu kvarta mjög undan þessu reykhúsi og segja að það sé svo að segja ógerningur að opna glugga þarna síðan reykhúsið byrjaði. .,GAMLI“ skrifar mér í gær: ,.Það væri fallegt af ykkur, þess- um almáttugu blaðamönnum, að leggja leið ykkar niður á bæjar- skrifstofuna, þegar úthlutun elli- launa og örorkubóta fer fram. Ég veit þið mynduð ekki geta orða bundizt yfir fyrirkomulaginu. I þröngum gangi verður fatlað og máttlítið fólk og örvasa gamal- menni að brjótast um í langan tíma til að geta fengið afgreiðslu, og er sár vonleysis- og hryggðar- svipurinn á þeim, sem máttar- minnstir eru. Afgreiðslustúlkurnar gera eins og þær geta, en eðlilega er tafsamt fyrir þeim að leita að nafni hvers eins og skrifa ávísun. Ávísanirnar ættu allar að vera skrifaðar fyrir fram og í umslagi svo afgreiðslan væri greiðari. og helzt ætti að hafa betri afgreiðslu- stað.“ ,.EN ÚR ÞVÍ að ég fór að minn- ast á olnbogabörn örlagánna, get ég ekki stillt mig um að benda á þá háskalegu hugsunarvillu og harðýðgi gagnvart styrkþegum, sem ískyggilega færist nú í vöxt. Þá hugsunarvillu, að menn, sem af ýmsum óviðráðanlegum orsök- um verða að leita opinberrar hjálpar, séu ver gerðir en aðrir borgarar og eigi því að vera rétt- lausir, eigi að vera fyrir utan lög og rétt þjóðfélagsins. eins og „par- íarnir“ indversku. Flestöllum styrkþegum er það sameiginlegt að vilja hjálpa sér sjálfir, ef þeim væri sköpuð skilyrði til þess, og skyldan; til þess hvílir á því opin- bera. Hvað þýðir að segja barna- manni að fara uþp í sveít og vinna þar fyrir mát? En fáið honum jörð og bú, svo hann geti séð fyrir fjöl- skyldu sinni. Fáið sjómanninum bát og veiðarfæri. Éf þið hjálpið þeim þannig, þá hjálpa þeir sér sjálfir og verða eins góðir borgar- ar og aðrir.“ : „ÞAÐ ER ENGINN vafi á því, að fyrir þeim góðu mönnum, sem komu á lögskyldunni um að hjálpa líðandi náunga, hefir vakað það, að þetta væri samtrygging borgar- anna, því enginn veit hvenær neyðin ber að dyrum hans. Sá, sem er ríkur í dag, getur orðið hjálparþurfi á morgun. Ósjálfráð fátækt er enginn löstur og hjálp- arþörf engin hneisa. Og sá, sem er tryggður, gengur eftir trygging- unni ef hann hefir til hennar lög- mæta kröfu.“ „ÞÚ HEFIR minnzt á þá miklu dýrtíð, sem nú er og harðnar með degi hverjum. Það mun enginn telja að sældarlíf hafi verið að lifa á 80 aurum á dag áður, eiga að kaupa fyrir það allar nauðsynjar nema húsnæði, en hvað mun þá nú, er lífsnauðsynjar hafa hækkað um þriðjung, ég held jafnvel í sumum tilfellum að óþörfu. Væri ekki reynandi að bæjar- og sveitarsjóð- ir hefðu sameiginleg innkaup á nauðsynjum handa styrkþegum og úthlutuðu matvælum og fatnaði handa þeim í stað verðlítilla pen- inga? Ég held.. það . væri, báðum fyrir beztu. Það er fæði, fatnaður og húsnæði, sem fátækur maður þarf með.“ ■ „OG EITT ENN. Viltu ekki benda kennurum og skólastjórum barnaskólanna á það, að það væri fallegt af þeim að gefa námfúsum börnum fátækra foreldra kost á frekari fræðslu, svo þau gætu reynt að taka próf upp í Mennta- skólann? Efnaðri foreldrarnir kaupa þessa kennslu handa sínum börnum, en fátæku börnin verða að fara hennar á mis. þótt þau jafnvel hafi betri námshæfileika.“ SJÓMAÐUR SKRIFAR MÉR eftirfarandi bréf: „Geturðu upp- lýst mig um það, Hannes minn, hvert verður látinn renna ailur verðmunur. sem varð á saltsíld- inni frá því upphaflega ákveðna verði. sem síldarútvegsnef nd á- kvað í byrjun síldveiðitímans,. og þess raunverulega verðs, sem hún var seld fyrir eftir að útflutnings- nefnd tók til starfa þegar stríðið skall á? Þetta nemur að ég hygg álitlegri fjárfúlgu, sem mér finnst að útgerðarmenn og sjómenn eigi að njóta góðs af, en ekki að renna í vasa örfárra síldarsaltenda. Ég og margir fleiri éru þeirrar skoð- unar, að slíkt geti alls ekki kom- ið til mála. Nóg hækkar verðlag á öllum nauðsynjum, þótt reynt sé að bæta það upp eftir því, sem föng eru á. Enn fremur heyri ég í útvarpinu, að kjötverðlagsnefnd hefir hækkað kjötverðið allveru- lega. Er það leyfilegt samkvæmt lögunum um gengislækkun frá í fyrra, áður en kaupgjald verka- fólks hefir nokkuð hækkað?“ ANDANUM í þessu bréfi er ég sammála, en fyrirspurninni get ég ekki svarað. Hvað viðvíkur verð- hækkuninni á kjötinu, þá var hér alls ekki um óvenjuléga verð- hækkun að ræða. Kjötið hefir alit- af hækkað í verði um þetta leyti. Hins vegar er verð þess bundið í lögum við almennt verkakaup. Kjöt mun hækka eftir nýjár, ef kaup verkamanna hækkar, sem gera má ráð fyrir. Síðasta taikórsæfing fyrir afmælishátíðina verSur í kvöid kl. 9 í afgr. Alþý'ðublaÖs- ins. — Mætið öll! Sauma og set upp púða, bý til ottomanpúllur, sauma í mis- lit borSstofudúkasett, sauma smábarnasve fnkj óla, skírnarföt o. fl. Ólafía Sigurðardóttir, Grettisgötu 53 A. B BS Örðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Bl 1 1 endurskoðun ríkisreikninganna Eftlr Vilmnnd Jénsson. AÐ er ekki laust viö, að mér, næsta venjulegum manni, komi það stundum spanskt fyrir, hvaða hugmyndir fólk, sem þekkir mig ekki per- sónulega, virðist gera sér um mig og á hvern hátt það telur við eiga að vanda mér kveðjurn- a . En að vísu er það að jafn- aði fólk á ekki alveg venjulegu menningarstigi. Ég tek til dæm- is ritstjóra íhaldsblaðanna, sem aldrei virðast geta tekið sér nafn mitt í munn eða minnzt á neitt það, sem ég er við riðinn, hversu hlutlaust sem það er — og ekki einu sinni á hóp manna, þar sem í eru ágætir flokks- rnenn þeirra, ef ég á þar óskilið mál — án þess að komast í þann habít, að helzt líkist yfir sig hræddum og æsireiðum fressköttum, sem munda klærn- ar, ýfa feldina, svo að rafmagn- ið gneistar af hverju hári, urra, blása og skirpa. Mikið mega mennirnir annars taka út. Eða Jón Pálmason, er máttlaus heiftin kyndir undir hans landskunna grátstaf! Mér hlýt- ur að koma þetta því annarleg- ar fyrir vegna þess, að sam- verkamenn mínir og allir hinir mörgu, er ég hefir átt persónu- leg viðskipti við um dagana, hafa yfirleitt haldið öllum söns- um 1 samneyti við mig, talið hæfa að ávarpa mig eins og mennskan mann, jafnvel und- arlega margir — svo lítið sem ég hefi borið mig eftir því — bundið við mig trúnað og holl- ustu, sem íhaldsritstjórarnir hafa ekki beinlínis stuðlað að og mætti vel vera minnisstætt. Með öðrum orðum: Ég er ekki nándar nærri eins ægilegur og menn virðast halda að óreyndu. Og segi ég þetta til að létta á- liyggjum af aumum mönnum: íhaidsritstjórunum og Jóni Pálmasyni, en ekki til að frið- mælast við þá og því síður til að sækjast eftir vináttu þeirra. II. .Jóni Pálmasyni er að vísu margföld vorkunn. Hann er klökkur maður, og hann hefir reynt það, sem manni eins og honum er þungt að bera: að halda, að hann gæti það, sem hann getur ekki. Og hann kenn- ir mér um, að það er orðið op- inbert mál. En jafnvel það þarf leiðréttingar við, og er ég miklu miskunnsamari maður og óá- leitnari en hann heldur. Saga málshöfðunarinnar á hann er á þessa leið: í sumar bárust mér og stjórnarnefnd ríkisspítalanna frá fjármála- ráðuneytinu hinar fráleitu at- hugasemdir Jóns Pálmasonar við reikninga ríkissjúkrahús- anna, þar sem farið var með all- ar tölur eins og af óvita barni, en rætnar aðdróttanir um óráð- vendni nefndarinnar látnar fylgja til áréttingar staðleysun- um. Er ég hringdi undrandi í ráðuneytið og spurði, hverju þessi endileysa gæti gegnt og innti eftir af gefnu tilefni, hvort ég ætti að trúa því, að maður, sem tranaði sér fram fyrir jafnmarga reikningsglögga flokksmenn sína til að gerast endurskoðunarmaður sjálfra ríkisreikninganna, hefði þá ekkert vit á tölum og reikning- um, var því að vísu ekki svar- að beinlínis játandi, en hitt sagt fullum fetum, að það hefði sýnt sig, að hann kynni ekki að gera mun á skuldum fyrir- tækis og útistandandi skuldum fyrirtækis. En það skilst mér vera svipaður vitnisburður um bókfærslukunnáttu — ef ekki um almenna heilbrigða skyn- semi — og ef sagt væri um sauðamann, að hann þekkti ekki hrút frá á. Ríkisspítalanefndin svaraði nú athugasemdinni og sýndi stillilega og áreitnislaust fram á staðleysur hennar. Var svar- ið sent ráðuneytinu og mun nú vera birt orðrétt með ríkis- reikningnum. Hugði ég að öðru leyti ekki ástæðu til að gera bera blygðun Jóns Pálmasonar. En eitt sinn, er ég kom á skrif- stofu mína, lá þar áftur komið svar nefndarinnar með árituð- um tilmælum ráðherrans um, að það yrði áréttað, að því er mér skildist með einhverjum skætingi til Jóns Pálmasonar fyrir rangfærslur hans, Það taldi ég ekki sæma í opinberu skjali og of líkt framkomu Jóns Pálmasonar við opinber störf. Hið sama sýndist meðnefndar- mönnum mínum. Hitt virtist okkur þá réttara, ef ekki þætti nóg að gert, að leggja málið undir mat dómstólanna, sem gert var með samhljóða at- kvæðum nefndarinnar, en í henni eiga sæti fimm menn úr öllum þremur aðalstjórnmála- flokkunum, yfirleitt friðsamir menn og útbrotalausir. Eftir að þetta var gert, er það vitað, að Jón Pálmason hef- ir látið sér segjast af svari nefndarinnar og játað staðleys- ur sínar, en mannslund mun honum ekki hafa enzt til að gera það á svo drengilegan hátt, að málafærslumaður nefndarinnar teldi við hlítandi að byggja á því fullkomna sætt. Gengur því málið sína leið. Engu síður er það nokkurn veg- inn rétt haft eftir mér í blaði — og vænti ég, að það sé álit nefndarinnar í heild — að eftir hið neyðarlega ofaníát Jóns Pálmasonar, skipti það næsta litlu máli, hverjum augum dómstólarnir kunna að líta á þessa yfirsjón hans og þó að líknaraugum væri. Og þess vænti ég, hvernig sem fer fyrir hinum jarðnesku dómstólum, að fyrir hinum efsta dómi verði hann aðnjótandi þeirrar náðar guðsbarna að fá að fríkennast í notum þess, að honum hafi farizt svo í þessu máli, sem hann hafði vit og þekkingu á og upplag og mannrænu til. Mín sök á mótlæti Jóns Pálmasonar er hvorki meiri né minni en nú var. greint, og á því á ég vitaskuld £nga sök, að málið hefir verið gert að svæsnu blaðamáli, sem almennt þykir miður viðeigandi um mál, sem eru fyrir dómstóíunum. Um það má hann kljást við. íhalds- blöðin og sjálfan sig, að svo miklu leyti, sem hann kann að eiga þátt í, að Morgunblaðið lét sér sæma að hefja þessar um- ræður með því að hampa hin- um staðlausu tölum hans ríkis- spítalanefndinni til svívirðing- ar — tölum, sem hann hafði þá séð sitt óvænna að játa öpinberlega, að væru endileysa. Óg er ekki trúlegt, að blað Jóns Pálmasonar hafi farið þessu illmæli fram án hans vitundar, svo mjög sem hann telur mig ábyrgan fyrir því, sem Al- þýðublaðið hefir lagt til mál- anna og mætti raunar fyrir minn smekk vera enn ólíkara rummaræðum Jóns Pálmason- ar og blaða hans en það er. III. Jón Pálmason hefir gert sig beran að því, sem er leiðinle^t fyrir mann, er tekur að sér jafn- merka endurskoðun og hann hefir gert og með öðrum eins bægslagangi, að hann er ekki aðeins gersamlega ófróður um endurskoðunarstörf, sem ekki er tiltökumál um leikmann, heldur lítur helzt út fyrir, að hann sé jafnvel leikmanna ó- glöggastur á tölur og reikninga. Og þessu til viðbótar hefir hon- um ekki tekizt að dylja það, að hann er svo ófróður um grund- vallarskipun fjárlaganna, um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.