Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1939.
minnist 12 ára afmælis síns með sa'msæti í Alþýðuhúsinu við Hvg. annað kvöld kl. 8J-/a
GULLA ÞÓRARINS
■ Til skemmtunar verður:
INGA ELÍS
»m " " ~ “ ■ ......
AKROBATIK STEPPDANS’
Á milli skemmtiatriða uerður fjöldasöngur með undirleik hljómsveitar. — Aðgöngumiðar á kr. 2,00
(veitingar, súkkulaði og terta, innifalið) verða seAdir á afgr. Alþýðublasiris á morgun frá klf*2. Simi 4900
(aAIViLA BÍÚ !S§
leistarapjófnii
Arséne Lopin.
Afir spennandi leynilög-
reglumynd, tekin af Metro-
Goldwyn-Mayer-félaginu.
AÖalhlutverkin eru framúr-
skarandi skemmtilega leikin
af:
Melwyn Douglas,
Virginia Bruce og
Warren William.
Börn fá ©kki a'ðgang.
REKSTUR RÍKISSJÚKRA-
HÚSANNA OG ENDURSKOÐ-
UN RÍKISREIKNINGANNA.
(Frh. af 3. síðu.)
að ég minnist ekki, að þeim hafi
nokkurn tíma verið synjað. Hitt
hefir aftur komið fyrir, að rík-
isstjórnin hefir heimilað þau
útgjöld, sem nefndin hefir ekki
treyst sér að mæla með. Og er
yfirleitt litið í náð til sjúkra-
húsanna, lækna þeirra og
starfsliðs, sem vera mun mjög í
samræmi við vilja almennings
í landinu. Jafnvel er ekki
dæmalaust, að hin forstönduga
fjárveitinganefnd, nefnd Jóns
Pálmasonar, hafi fundið ástæðu
til að senda mér erindi til
stuðnings kröfum á sjúkrahús-
in, sem mér og nefndinni höfðu
fundizt fráleitar — og kom úr
hörðustu átt, enda að engu haft.
Það er hægara að kenna heil
ræðin en að halda þau um
þessi efni, og mun rnega rekja
til þess, að það sé nokkurn veg-
inií sameiginiegt álit allra
sæmilegra manna, að helzt eigi
mikið að kreppa að og á flesta
garða að ráðast til sparnaðar,
áður en ruðst er á einn hinn
lægsta: sjúklingana í landinu
eða þrengt kosti eins hins vin-
sælasta fólks, þeirra hermanna
þjóðarinnar, sem gera það að
líísstarfi sínu að sinna sjúkling-
um og líkna þeim. Og mæli ég
ekki bót neinni óspilun eða
tildri í rekstri sjúkrahúsa, en
ætla að bezt fari á, að gætt sé
þar eðlilegs samræmis við ó-
brotna háttu almennings í land
inu.
V.
Til dæmis um sálarástand
þeirra manna, sem ég á hér í
höggi við, eru þær röksemdir
þeirra, að Jóni Pálmasyni, end-
urskoðunarmanni ríkisreikning-
anna, sé vítalaust að fara með
faiskar tölur upp úr reikning-
unum og byggja á þeim rætnar
getsakir á hendur'íimm mönn-
um, af því að ég, einn þeirra,
hafði ákveðin laun úr ríkissjóði
— að vísu viðunandi laun, ef
ekki er miðað við héraðslækna
í vel míðlungshéruðum, að ég
jafni mér ekki við betur setta,
röska lækna. Auk þess á ég að
vera sérstakur níðhöggur á op-
inbert fé. En þessu verst er hin
þriðja ákæran, að ég, hátt sett-
ur embættismaður, er grunaður
um þá óhæfu að vera ekki vita-
tilfinningarlaus fyrir sultar-
launum og bágum kjörum lág-
launafólks.
Það er ekki laust við, að ég
fari hjá mér að anza undir
þetta að öðru leyti en því að
benda á rökvísina. En ég er
svo barnalegur að álíta, að emb-
ættismenn og alþingismenn eigi
að vera grandvarir, ekki sízt
í fjárhagslegum skiptum sínum
við hið opinbera, og þeim sæmi
ekki að liggja undir áburði um
hið gagnstæða, ef þeir vita sig
borna röngum sökum.
Um hinn fyrsta lið þessarar
ákæru er það að segja, að ég
tók við núverandi embætti
mínu mjög um það beðinn, en
ekki af því að ég sæktist eftir
því, fór frá mjög miklu tekju-
hærra starfi, gerði engar kröfur
um launakjör, minntist ekki
einu orði á þau, var svo hæ-
verskur að taka ekki við því
sem að mér var rétt, þ. e. kjör-
um fyrirrennara míns, heldur
hafnaði þegar tekjupóstum og
fleirum síðar, hefi engra fríð-
inda beiðzt, enda aldrei fengið,
jafnvel staðizt þá freistingu á
þessari skrifstofuöld, og þrátt
fyrir mjög aukin störf á skrif-
stofu minni, að beiðast svo mik-
ið sem eins klukkutíma aukinn-
ar aðstoðar, — ekki þegið, þó
að boðið hafi verið — og þó
að það kosti mig að vinna
ýmis störf embættisins á þeim
tímum, sem almennt munu vera
kallaðir hvíldartímar.
Viðvíkjandi annarri ásækni
minni í opinbert fé beiðist ég
upplýsinga um, hvenær ég hafi
fallið fyrir þeirri algengu freist-
ingu að nota mér þingmanns-
eða flokksaðstöðu mér til fjár-
hagslegs ávinnings eða at-
vinnuauka. Hitt skal ég
upplýsa, en fyrir feimni
sakir að vísu aðeins í kyrrþey,
hverju ég hefi hafnað af því
tæi. Ég þori meira að segja að
bjóða hinum grátklökka bitl-
ingahatara Jóni Pálmasyni
mannjöfnuð að þessu leyti. Það
er eins og mig óri fyrir því —
hann leiðréttir mig, ef mér
skjátlast — að einmitt hann sé
ekki alveg hreinn af að
hafa haft bitlingajárnin úti, óð-
ara en hann hafði náð sæti á
alþingi, og innan skamms muni
vænn fiskur hafa staðið á
hverju járni. Dularfullt þarf
þetta ekki að vera, og mætti
spyrja Freud sáluga og Jakob
Thorarensen að því, hvort það
sé óþekkt fyrirbrigði, að menn
fjasi einna mest um viðbjóð
sinn á þeim forboðnu ávöxtum,
sem þá klæjar einna mest í
góminn eftir að fá að gnaga.
Hversu margur vandlætarinn
siglir ekki í draumi lystiskútum
bitlinganna, þangað til hann
fær frið í sálina með því að
gerast 1 veruleikanum káetu-
farþegi um borð — ef hann fær
þá frið, skammast sín og þegir,
sem engan veginn er víst. í
annan stað býð ég Jóni Pálma-
syni mannjöfnuð um meðferð
opinbers fjár, sem okkur hefir
á einhvern hátt verið trúað fyr-
ir samkvæmt ákvæðum fjárlag-
anna, og hafa sem mælikvarða
hvernig honum hefir tekizt að
fylgja ákvæðum þeirra um
kostnað við endurskoðun ríkis-
reikninganna, sem vandalaust
ætti að vera að fylgja, með því
að um ákveðna, fasta upphæð
er að ræða og fyrirfram um-
samda ákvæðisvinnu fyrir þá
upphæð.
Af þriðja sakarefninu veit ég
mig ekki hreinan og játa
þar veikleika minn.
VI.
Ég ætla að ljúka þessu langa,
ILelkfélatj? iSeykjaviknr.
Á HEIMLEIB
Sýning á morgnn kl. 8
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á
morguft',
Mfo. Mðkkrir aðgængumiðar seldir á 1,50.
1® ll
syngur í GAMLA BÍÓ miðvikudaginn 8. þ. m. kl. 7 síðdegis.
PéréarsoM aéstoéar.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldar ©g Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Siéasta slnn!
Fundnr
Starfsstúlknafélagið Sókn heldur fund í Odd-
fellow uppi fimtudaginn 9. nóv. kl. 8.30 e. h.
Til umræðu félagsmál.
Stjórnin.
L O. G.
ÍPAKA fundur í kvöld. Kosn-
ing og vxgsla embættismanna.
Stutt erindi, ferðasaga, Upplest-
ur. Árí'ðandi a’b félagar mæti.
Æ.t.
V. K. F. Fmmsókn
bi'ður pær félagskonur, sem
ætla að vera á 25 ára árshátíð
félagsins að tilkynna pátttöku
sem allra fyrst á eftidalda 'staði:
Skrifstofu félagsins í Alþýðuhús-
inu, sími 2931 opin 4—7. Jó-
hönnu Egilsdóttur, Eiríksgötu 33,
sími 2046 og Guðnýu Sigurðar-
dóttur, Haðarstíg 8, sími 2193.
Konur fjölmennið og þær sem
vilja mega hafa með sér gesti.
en ekki að öllu leyti óþarfa
máli með uppbyggilegri tillögu
til þjóðþrifa og heiti á Jón
Pálmason að taka höndum
saman við mig um að koma
henni fram. Ég vænti, að hann
vilji af alhuga taka undir það
með mér, að nauðsyn beri til
að hafa sem rækilegast eftirlit
með því af hendi alþingis, að
fyllstu samvizkusemi, ráð-
vendni og ráðdeildár sé gætt í
allri meðferð ríkisfjár. Ekkert
tryggir þetta betur en nákvæm,
krítísk endurskoðun ríkisreikn-
inganna af hendi óbrigðuls
trúnaðarmanns alþingis. En
krítisk endurskoðun jafnflók-
inna reikninga er á einskis
manns færi annarra en lærð-
ustu og æfðustu sérfræðinga.
Er til háðungar einnar að fela
slíkt leikmönnum, sem jafn-
gildir því að fela vandasamt
læknisverk ólærðum skottu-
læknum. Tillaga mín er í stuttu
máli sú, að ráðinn verði af fjár-
hagsnefndum alþingis fyrir
hver-t kjörtímabil rækilega sér-
fróður og sérstaklega eiðsvar-
inn endurskoðandi, er fylgist
með framkvæmd fjárlaganna í
öllum greinum, ríkisendurskoð-
uninni og samningu ríkisreikn-
inganna. Hann endurskoðar þá
krítiskt, semur athugásemdir,
yfirheyrir ríkisstjórn og ríkis-
stofnanir, kynnir sér ekki sízt
vandlega störf fjárveitinga-
nefndar og vinnubrögð hennar,
þar sem ýmissa meina er að
leita, semur álitsgerð um hvern
reikning og skýrir hvaðeina
fyrir fjárhagsnefndunum, áður
en þær gera tillögur varðandi
samþykkt hans. Með þssu móti
er tvennt unnið: í fyrsta skipti
virkt eftirlit af hálfu alþingis
með ríkisbúskapnum og fækk-
að bitlingum, sem okkur Jóni
Pálmasyni báðum er meinilla
við: honum í ,,teorí“ og mér í
„praxís“.
Undir endurskoðun slíks ó-
hlutdrægs sérfræðings, fram-
kvæmda af fyllstu kunnáttu, er
við ekkert miðaði annað en
staðreyndir og rétt rök, en lausa
við alla rætni og pólitískan
kvikindishátt, vildi ég leggja
reikninga ríkissjúkrahúsanna
og kjósa stjórnarnefnd þeirra
það til handa að eiga kost á að
hlíta leiðsögn hans og draga
lærdóma af dómum hans.
Vilm. Jónsson.
NÝJA BIO
Sjóorustan við |
Naranja.
Ævintýrarík og spennandi
ensk stórmynd, er gerist
meðal uppreisnarmanna í
Suður-Ameríku og sýnir hún
stórfenglegri sjóorustu með
öllum nútímans hemaöar-
tækjum, en nokkru sinni áð-
ur hefir verið kvikmynduð.
Aðalhlutverkin lelká:
H. B. Warner, Hazel Terry
Noah Beery o. fl.
Börn fá ekki aðgang.
Jarðarför eiginkonu minnar og móður,
Guðríðar Grímsdóttur,
fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 9. nóvember og hefst
með húskvteðju að heimili okkar, Leifsgötu 6, kl. I e. h.
Jarðað verður í Fossvogi.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
SvéiUn Hallgrímsson. Halldór Sveinsson.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar,
Guðjóns Guðmundssonar frá Hrauni,
er andaðist 1. þ. m., fer fram frá heimili hans, Barónsstíg 24,
á morgun kl. 2 síðdegis.
Sigríður Guðjónsdóttir. Sigurkarl Stefánsson.
SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
heldur
FUIl
þriðjudaginn 7. nóv. 1939 kl. 8Y2 sd.. í AlþýGuhúsinu við Hverfisg.
Dagskrá:
1. Félagsmál. Nefndarkosningar o. fl.
2. Krafa sjómanna. um uppbót á síldarverðinu í sumar.
3. Dýrtíðin og gengislögin.
Félagsmenn mæti réttstundis og sýni skírteini sín. — Fund-
urinn er aðeins fyrir félagsmenn.
STJÓRNIN.
íþróttafélag Hafnarfjarðar
byrjar vetrarstarfsemi sína, Æfingar félagsins
eru á priðjudögum frá kl. 8—9 fyrir karlmena
og 9—10 fyrir kvenmena og á föstudögnm á
sama tíma. — Kennari félagsins er Viggo
Nathanaelsson.
Stjórnin.
Happdrættið.