Alþýðublaðið - 11.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.11.1939, Blaðsíða 3
LAUQAKDAGUR 11. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞfÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu) SÍMAR: 41)00: Aígreiðsla, auglýsingar. i-!íJöl: Ritstjórn (innl. iréttir). Í4S02: Ritstjóri. 14903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905' Alþýðuprentsmiðjan. 149 0 6: Afgreiðsl a. 15021 Stefán Pétursson (heima). Ai .ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN I ssiuiuianr riOim fÁLLDÓR KILJAN LAX- NESS hefir enn einu sinni verið svo óheppinn, að villast út úr sínum verkahring og láta blað kommúnista birta eftir sig hugleiðingar á tuttugu cg tveggja ára afmæli rúss- nesku byltingarinnar, sem hann nefnir: „Heimsvaldastefna og sósíalismi.“ í þessum hugleiðingum skáldsins er yfirgangi stórveld- anna, sem það fyrir frumleika rakir kýs heldur að kalla ,,heimsvaldastefnu“ en heims- veldisstefnu, lýst á eftirfarandi hátt: „Á vogarskál heimsvalda- stefnunnar er hver sú þjóð létt- væg fundin, sem ekki er þess umkomin að tala máli hnefans og sverðsins og sjálfsagt að þröngva kosti hennar eftir því, sern heimsvaldasinnar krefjast. Þannig er stríð þetta, sem nú stsndur yfir, ekki hvað sízt stríð heimsvaldasinna á hendur smá- þjóðum, í sama mund og það er str;ð gegn öllum, sem aðhyllast siðferðilegan mælikvarða á mannleg viðskipti." Ef skáldið hefði skoðað þá viðburði, sem nú eru að gerast úti í heimi, 1 ljósi þessarar lýs- ingar, mvndi það áreiðanlega hafa komizt að lærdómsríkum niðrrstcðum um hitt og þetta, sem því hefir hingað til verið óljóst. Þannig hefði það óhjá- kvæmilega hlotið að reka sig á þann sannleika, að það er eng- inn raunverulegur munur á steínu Hitler-Þýzkalands og Hovét-Rússlands í dag. Bæði þessi stórveldi hafa sýnt það í verki, að á vogarskál þeirra er „hver sú þjóð léttvæg fundin, sem ekki er þess- umkomin að tala máli hnefans og sverðsins, og sjálfsagt að þröngva kosti hennar“. Því að bæði hafa hafið „stríö ... á hendur smáþjóð- um“ og raunar „öllum, sem að- hyllast siðferðilegan mæli- kvaroa á mannleg viðskipti". Og þar er ekki aðeins átt við liina sameiginlegu blóðugu árás á Pólland, heldur og kúgun Eys trasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Lithauens, af hálfu Sovét-Rússlands, sem ekki þolir um hársbreidd betur en árásin á Pólland, að „siðferðilegur mælikvarði" sé lagður á hana, þótt ógnunin ein hafi nægt til þess „að þröngva kosti“ þess- ara smáríkja, af því að þau vissu, hve vonlaust það var, að ætla að verjast ofureflinu. E;i þegar skáldið er í hugleið- ingum sínum kornið að Sovét- Rú :slandi, bregður svo kynlega við, að það hættir með öllu að leggja „siðferðilegan mæli- kvarða“ á hlutina. Þegar Hit- ler-Þýzkaland ræðst inn í Pól- land að vestan, þá er það að dómi skáldsins „saurgun allra mannlegra hugsjóna, tröðkun allra mannlegra verðmæta“. En þegar Sovét-Rússland ræðst inn í það að austan, þá er það „sós- íalismi11! Okkur venjulegum og dauð- legum mönnum verður á að spyrja, hvernig slíkt megi ske. Því svarar skáldið þannig: ,,í Ráðstjórnarríkjunum er ekki til nein sú stofnun, né verkfæri, né lögmál, né grund- vallaratriði, sem hægt sé að hafa til arðráns eða heims- valdasinnaðrar nýlenaukúgun- ar, það er engin smuga til fyrir neinar gróðabrallsleiðir innan þess stjórnskipulags: engin hlutafélög, ekkert fjármálaauð- vald, engir einkajarðeigendur, engir stóriðjuhöldar, í einu orði enginn sá aðili, sem geti haít gagn af því að arðræna annan mann, eða eigi kost á því. Svo allt tal um heimsvaldastefnu eða imperialisma í Ráðstjórn- arríkjunum er út í bláinn“ eða „stafar ... af misskilningi á þeim grundvallaratriðum, sem skilja milli auðvaldsríkis og sósíalistaríkis“. Þannig farast Halldóri Kiljan Laxness orð í hugleiðingum sín- um. En því miður eru það ekki orð staðreyndanna, heldur bara orð trúarinnar, byggð einmitt á þeim „misskilningi“, sem hann talar um, „á þeim grund- vallaratriðum, sem skilja milli auðvaldsríkis og sósíalistarík- is“. Sá tími er fyrir löngu liðinn, að sósíalisminn eða sameignar- rétturinn á Sovét-Rússlandi sé til nema á pappírnum. Síðan þar var komið upp vopnuðu rík- isbákni, bæði leynilögreglu og her, á baki hins vinnandi fólks, vantar ekki frekar þar en í auð- valdsríkjunum „stofnun“ eða „verkfæri“„ sem „hægt sé að hafa til arðráns eða heimsvalda- sinnaðrar nýlendukúgunar". Einræðisstjórnin og klíkan, sem að henni stendur, fer í krafti hins vopnaða ríkisvalds með framleiðslugögnin eftir vild og skammtar hinu vinnandi fólki misjafnari laun en þekkt eru nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Og hvað er það ann- að en arðrán, þegar arðinum af vinnu þess er þannig skipt, að sumir, eins og stéttarbróðir Halldórs Kiljans Laxness, Al- exei Tolstoj, eru milljónamær- ingar, en aðrir, og það yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar, blásnauðir öreigar, sem hvorki hafa ofan í sig né utan á? Það nægir bersýnilega ekki, að sameignarrétturinn sé til á pappírnum. Ef lýðræðið vantar, er, þrátt fyrir hann, hægt að arðræna hið vinnandi fólk á ná- kvæmlega jafn ófyrirleitinn hátt og í verstu auðvaldsríkj- um. Og það hefir einræðisstjórn Stalins og sú yfirstéttarklíka, sem að henni stendur, líka gert. Sovét-Rússland er átakanlegt dæmi þess, að án lýðræðis er sameignarrétturinn, sósíalism- inn, ekkert annað en blekking. Það er „misskilningur á þeim grundvallaratriðum, sem skilja milli auðvaldsríkis og sósíalista- ríkis“, ef Halldór Kiljan Lax- ness heldur, að stefna Sovét Rússlands í dag sé í nokkru raunverulegu frábrugðin „heims valdastefnu“ Hitler-Þýzkalands. Norrænu félögin 'I Danmörku, Noregi og Sví- þjóð eru byrjuð á almennri fjár- söfnun til styrktar þeim íbúum finnskra borga sem orðið hafa að yfirgefa heimili sín vegna ó- friðarhættunnar. F.O. Verkamannabústaðirnir nýju. A LÞÝÐUBLAÐIÐ getur nú gefið lesendum sín- urn tækifæri til að sjá íeikn- ingarnar af binum nýju verkamannabústöðum, sem Byggingarfélag verkamanna er að reisa í Rauðarárholti. Birtast hér 4 myndir af þeim, framhlið húsanna, bakhlið, fyrirkomulagi 3gja herbergja og 2gja her- bergja íbúða og fyrirkomu- ag í kjallara. Húsin eru, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu öll sérstæð. 1 hverju þeirra eru 2 þriggja herbergja. xbúðir í (Öðrum endanum og 2 tveggja herbergja íbúðir í hinum endanum. Jnn- Igangur í húsin er sameiginiegur fyrir hverjar tvær íbúðir og er hann í enda húsanna um tröppur. Hvert hús er 15 metrar á lengd. 7,56 metrar á breidd. Hverjum tveimur íbúðum fylgir sérgarður, sem íbúðaeigendur verða að hafa samvinnu um og eru garðarnir óvenju stórir svo að íbúðaeig- endur geta ekki aðeins haft þá fyrir blóðmgarða, heldur og rækt- lað í þeim nokkuð af matjurtum, sem vitanlega er miikil umbót og hagkvæm. Á hverri hæð húsanna er 1 þriggja herbergja íbúð og 1 tveggja, en milli þeirra er enginn samgangur. Samvinna um ganga, geymslur o. s. frv. verður að vera milli eigenda þriggja her- bergja íbúðanna — og eins milli þeirra, sem eiga tveggja her- bergja íbúðir. 1 hverju húsi er 1 þvo-ttahús, og verður að vera samvimia um það milli fjiögurra heimila. Er það raunveralega hið eina, sem er sameiginlegt fyrir alla íbúa hússins. Hins vegar verður þurk- hús sameiginlegt fyrir hverja,r tvær íbúðir. (Sjá teikningu af kjallaranum- Þar eru þurkhúsin neínd geymsla.) Annar íbúandinn verður að hafa tvær litlar geymsiur, og hinn eina stóra. Oti, við tröppurnar er ein „köld“ geymsia, sem er sameiginleg fyrir hvorn enda hússins, eða hverja tvo íbúa. Er þetta stórfeld um- bót frá hinum gömiu bústöðum, því að í geymslum þeirra er alls ekki hægt að geyma kjöt eða aörar siíkar matvörur, og óleyíi- legt að hafa kassa fyrir þær úti, þó að einstaka maður hafi neyðst til að gera það þvert ofan í öli fyrirmæli. En það er vitanlega vilji allra þeirra heimilisfeðra, sem eignast íbúðir með góðum geymslum, að geta dregið að sér matarforða, t. d. á haustin. Hér fer á eítir nokkur lýsing á íbúðunum, en þær eru ailar eins, eins og húsin verða öll nákvæm- lega eins. Þriggja herbergja íbú'ð: Fremur lítil forstofa með sérstökum skápi fyrir fatnað. Or þessari for- stofu er inngangur í tvö herbergi íbúðarinnar o(g í eldhúsið og í bað herbergið. Minni stofan er að stærð 2,88 sinnum 3,32 metrar. iinn í hana er gengið úr forstof- unni. Það er eina homherbergið i íbúðina. Aðalstofan er 3,32 sinnum 4,04 metrar að stærÖ. Inn í hana er gengið úr forstof- unni. Hurð er milli minni stofu og a'ðalstom. Svefnherbergið er að stærð 284 sinnum 3,25 metr- ar. Inn i það er aðeins gengið um a'ða’stofuna. og virðist þetta ve'ra aðalgalli — og jafnvel eini gailinn á fyrirkomulaginu. — 1 sxeínherberginu er gert ráð fyr- ir stórurn, innbyggöum tauskáp, og er þetta stórkostleg og hag- kværn umbót því að slíkir skápar kosta allt af mikið fé, en hins vegar ómissandi. Með þessu taka þeir ekkert rúm í svefnherberg- inu. Eldhúsið er stórt, 2,60 sinnum 3,70 metrar að stærð. Það er ekki jafnt á allar hliðar. (Sjá teiikninguna.) 1 eidhúsinu er gert ráð fyrir rafmagnseldavél, vinnuborði, matborði, raiklu af skápum o. s. frv. — Baðherberg- Inu er þannig fyrir kornið, að í því verður steypibað, þó þannig, að undir steypunni verður allstór sikál, á stærð við góðan bala. Er þetta gert til þess, að húsmóöirin geti þvegið smáþvotta þarna, og mun þetta verða mjög vinsælt. Klósett verður og í baðherberg- inu, en milli þess og steypubaðs- ins verður há brík. (Sést greini- lega á teikningunni.) Tveggja herbeiigja Ebúðimar eru innréttaöar alveg eins og þriggja herbergja íbúðirnar, nema hvað minni stofuna vantar og að innigangur er úr eldhúsinu í svefnherbergið. I þeim er aðal- stofan hornstofa. Þá era herberg- in örlítið minni en í þriggja herbergja íbú'ðunum. Kjallarinn þarf ekki frekari skýringa við, en gert er hér aö frarnan og teikningin sýnir. Taiað er um, að Byggingarfé- iagið skiii íbúðunum að öllu Cull gerðum í hendur eiigendanna. En íbúar í gömiu bústöðunum hafa orðið að gera ýmislegt aukalega: veggfóðmn, stéttir o. s. frv. Er talað um að rnála íbúð- imar allar, og væri það kostur, því að veggfóðrun er að verða úrelt- Það er vitanlega margt, sem núverandi eigendur og væntan- legir munu vilja spyrja um í sambandi við íbúðirnar, en þau svör, sem þeir fá ekkl hér, verða þeir að leita um til stjómar fé- lagsins. Teikningamar að hinum nýju verkamannabústöðum hefir Guð- jón Samúelsson húsameistari rík- isins gert og ber að þakka hon- um fyrir það starf. Samanbnrðar á vðrkamannabástðð m í Ranðarðrboltl §s Norðnrmýri /so -f /3o -j- /so -4 /30 +SO -I- rsd -f «« 4- *So -f ***> + fSO Fyrirkomulag íbúða (3 herbergja og 2 herb.). Kjallari. Sérfræðingur í byggingar- og skipulagsmálum hefir gert eftir- farandi samanburð á Verka- mannabústöðum byggðum í Norðurmýri og þeim stað, þar sem verkamannabústaðimir eru byggðir nú. Á síðastliðnum vetri haföi bæj- arverkfræðingur veitt lóðir und- ir þrílyfta verkamannabústaði, sambyggða, og var þeim ætlaður istaður í norðurhluta Norðurmýr- ar milli Rauðarárstígs og Hring- brauíar, Grettisgötu og Njálsgötu. Á síðastliðnu sumri var þessu breytt þannig, að verkamannabú- stöðunum var valinn staður í Rauðarárhiolti ofarlega við Há- teigsveg á einkar fögruin og hag- anlegum stað. Fer hér á eftir nokkur saman- buröur á ofangreindum 2 stöð'um, og byggirigum þeim, sem ætlaðar voru í Norðurmýri, og þeim, sem nú ver'ða reistar í Rauðarárholti. I. NORÐURMÝiR: Norðurmýri liggur í hálfgerðri kvos vi'ð jaðar Rauðarárholtsins. Byggðin, sem risið hefir þar upp á síðari árum, er ein þéttasta Lyggð í bænurn og sízt til fyrir- myntfar, einkum er norðar dreg- ur. Vi'ð sunnanverða Grettisgötu er núverandi byggð lokað með tveggja hæða sambyggingum gegn norðri. Norðanvert við sömu götu var hinum fyrirhuguðu verkamanna- bústöðum cetlaður staður í þrí- lyftum sambyggingum á norður, austur og vestur lóðamörkum að Njálsgötu, Hringbraut og Rauð- arárstíg. Byggingareiturinn var aðeins fáanlegur 25 m. breiður með því að húsin stæðu í götumörkum við Njálsgötuna, en sxrnnan til í reitnum var 1800 fermetra barna- leíkvöllur, sem ætlaður var böm- um úr miklum hluta Norðurmýr- ar. 1 hverju einstöku húsi voru á- ætlaðar 6 íbúðir, og land, sem fyigt hefði öllum 6 íbúðunum, hefði ekki farið langt fram úr 150 fermetrum samtals, eða 25 iermetrum ó íbúð, og bar að skoöa slíkt land sem litla for- garða með hinum háu húsum, en ekki sem land til afnota fyrir íbúa húsanna. Bamaleikvöliurinn inni á miðju svæðinu átti að bæta úr pláss- leysi þessu, sem athvarf fyrir börnin, en sá hinn sami leikvöll- ur var ætla'ður fyrir aðra byggð og heriði auk þess orðið til muna of lítill fyrir þau rúmlega 300 börn, sem ætla mátti að kæmu t'il viðbótar úr hinum nýju verka- mannabústöðunx. Um staðsetningu húsanna sjálfra var þa'ð að segja, að þau stóðu með þremur fjölfömum lumferðargötum í lægð neðan við iðnaðarhverfi, og er líklegt, að grandvöllurinn undir byggingar á þessum stað sé engu betri en þunnar í mýrinni, eða með öðr- um orðum hálfgert fen, þar sem þyrfti að vanda mjög til verksins með undirstöÖur jafn mikilla og hárra bygginga og hér var gert ráð fyrir, ef öruggt átti aö vera um vatnsaga ne'ðan frá. Því hefir verið haldið frarn, að ódýrara væri að byggja sambygt með fleiri hæöum, t. d. þremur í stað tveggja, eins og hér um ræðir. Kostnaðarmunurinn er að vísu nokkur, en þó ekki nema því sem munar auknum frágangi á göflum húsanna og að stigahiís- uin fjölgaði eitthvað um leið og húsin eru aðgreind. II. RAUÐARÁRHOLTIÐ: Staður sá í Rauðarárholti, sem nú hefir verið valinn undir verka- mannabústaði, og þar sem þegar er farið að byggja fyrstu húsin, er einkar vel settur, með fagurri útsýn og ldggur vel við áttum. Húsin, sem þar era byggð, em einstæð, en með 4 fjölskyldum í hverju þeirra. Áætlaður kostnað- ur er 60 000 kr. á hús, eða 15 000 kr. á hverja íbúð. Mun erfitt aö koma upp húsum þeirrar stærðar fyrir minna verð nú á tímum dýrtíðar í öllum byggingarefn- um. Á hvert hús fellur lóð, sem er 613 fermetrar að stærð eða um Frh. á 4. síðu, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.