Alþýðublaðið - 22.12.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 22. DES, 1939.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
62) Þrjátíu og þrisvar sinnum söng hann sama lagið og samt
þreyttist hann ekki. Fólkið vildi gjarnan heyra til hans oftar,
en k'eisarinn vildi, að hinn raunverulegi næturgali syngi ofur-
lítið líka. En hvað var nú orðið af honum? Enginn hafði orðið
var við, að hann hafði flogið út um opinn gluggann og út í
skóginn. 63) En hvernig stendur á þessu, sagði keisarinn. Og
allir sögðu, að næturgalinn væri mjög vanþakklátur, 64) En
við höfum þó betri fuglinn, sagði hirðfólkið. Og nú varð gervi-
fuglirin að syngja í 34. skiptið. Og söngmeistarinn hældi gervi-
fuglinum á hvert reipi. 65) Því að sjáið þið til, sagði hann —
maður veit aldrei, hvað kemur næst, þegar hinn raunverulegi
nætttrgali syngur. En þegar gervifuglinn syngur, veit maður
fyrirfram, hvað kemur næst.
Litlu Braffida-jól
Gott og mikið úrval af áskurði
á brduð, fuglum, kjöti, kjöt-
vörum og grænmeti á jólaborð-
ið.
G^kaupfélaqiá
Kjötbúðirnar.
Boðíjerinn
heitir blað, sem kennarar
bamaskólans á Akureyri gefa út.
Efni: Snorri Sigfússon: Safnast
þegar saman kemur, Kristbjiörg
Jónatansdóttir: Klæðið börnin í
ullarföt, Hannes J. Magnússon:
Fyrsta boðorðið, Eirikur Sigurðs-
son: Hvaða bækur lesa börnin,
Kristján Sigurðsson: Hegðunar-
reglur barna, Marinó L. Stefáns-
son: Tóbaksnautn barna, Snorri
Sigfússon: Skóunauðsynjar, Hann
es J. Magnússon: Öþrifin koma
víða við, Svafa Stefánsidóttir:
Nokkur orð um lestrarnám barna.
Bækur.
Jónathan Swift: Ferðir
Gúllivers (Gúlliver í Puta-
landi).
Cooper: Síðasti Móhíkan-
inn.
Kipling: Litli Fílasmalinn.
Allt bókaútgáfan Heim-
dallur.
—o—
Þetta eru barnabækur, og af
þeim verður sjaldan nóg. Börn-
in þurfa í raun og veru miklu
betri andlega fæðu en við hinir,
sem farnir erum að reskjast,
vegna þess, að þau taka skil-
málalaust við því, sem að þeim
er rétt, en við hinir kunnum dá-
lítið að spyrna frá okkur. Það
sem gildir, er að örfa hug-
myndaflug barnanna, en sízt af
öllu að leggja á það hemlur. —
Það á fyrst að gera á síðustu
uppvaxtarárunum, þá er það
sem á að kenna unglingunum að
nota á sjálfa sig hemilinn.
Af þeim bókum, sem hér er
um talað, hefi ég í æsku lesið
tvær hinar fyrstu, og myndi
fyrir enga fjármuni vilja hafa
misst af þeim, auðvitað óra-
kenndu áhrifum, sem þær
höfðu á mig. Mamma sáluga las
þær fyrir mig á dönsku, því
bækurnar, sem ég átti, voru á
því máli, en pabbi sálugi las
þær á íslenzku upp af sömu
bókunum, og botnaði ég ekkert
í, hyernig það mátti verða; ég
skildi þá ekki, að hann þýddi
jafnóðum og hann las, en hann
var svo þjóðrækinn, að hann
lét sér ekki detta í hug að lesa
á dönsku fyrir strákinn sinn.
Ég hefi núna aftur lesið þessar
tvær bækur í íslenzku þýðing-
unni, og það er eins og gamall
draumur hafi lifnað fyrir mér
aftur, og svo keypti ég báðar
bækurnar handa börnum, sem
ég þurfti að sjá fyrir jólagjöf-
um. Það er óhætt að láta þau
lesa þær.
Þriðju bókina hefi ég lesið
sem fullorðinn. Hún er nú næst
mínu skapi, en ég finn það bein-
línis á mér, að hún sé ekki síður
að skapi barna, eða þó öllu
heldur stálpaðra barna. Ef ég á
satt að segja, þá held ég, að
þessar þrjár bækur fullnægi öll-
um sanngjörnum kröfum til
verulega góðra barnabóka, en
á þeim aldri, sem ég er á nú,
treysti ég mér ekki fullkomlega
til að gera grein fyrir hver
bókin hæfi hverju þroskaskeiði
bezt. Það veit ég þó. að það er
óhætt að fá þær hverjum ung-
lingi.
Guðbrandur Jónsson.
Nf bók.
J. E. Esslemont: Bahá-
u’lláh og nýi tíminn. —
Hólmfriður Ámadóttir
þýddi.
FÁGÆT BÓK er Bahá’u’lláh
og nýi tíminn eftir J. E.
Esslemont, M. B. Ch. B. F. B.
E. A.
Hólmfríðux Árnadóttir, kennslu-
kioina, sneri bókinni á íslenzka
tungú-
Efni bókarinnar er skipt í,XV.
kafla, og fer hér á eftir yfirskrift
kaflanna: „1. Fagnaðarboðskap-
urinn, 2. Báb, fyrirrennarinn, 3.
Babá’uTIáh: Ljómi Guðs dýrðar,
4. Ábdu’l-bahá, þjónn Bahá, 5.
Hva.ð er Babáfyligiismaður? 6.
Bænin, 7. Heilsa og lækning, 8.
Trúarbragðaeindnig, 9- sönn menn-
itng, 10. Leiðin til friðar, 11. Fyr-
irskipanir og kenningar, 12. Trú
iog vísindi, Í3. Bahá’í-hreyfingin
uppfyllir spádóma, 14. Spádómar
Bahá’u’lláh og Ábdu’Í-Bahá og
15. Baksýn og framsýn.”
Menn geta ráðið í efni bókar-
iinnar af því, sem að framan er
skráð, og er ekki óliklegt, að les-
endur telji það bæði lærdóms-
ríkt og fagurt, þegar þeir hafa
lesið alla kaflana með athygli.
H. J.
Danskur guðfræðingur
af íslenzkum ættum, Finn T.uli-
nius, hefir ritaö bók um Árnia
biskup Helgason í Görðum, og er
hún nýlega komin út hjá Gads
fókaforl. í Kaupmannahiöfn. FO.
ViBsœlasta jólagjðfin þin verðnr
Ritsafn
Trausta.
I
Prjðnatöt frá Malin
er jeianlðf
sem allir áska eftir.
Sauðfjárböðun.
Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber
að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnar-
umdæminu. Út af þessu ber öllum sauðfjáreigendum liér í
bænum að snúa sér NÚ ÞEGAR til eftirlitsmannsins með
sauðfjárböðunum, herra lögregluþjóns Sigurðar Gíslason-
ar. Símar 3679 og 3944.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. desember 1939.
Pétur Halldórsson.
Hentugar jólagjafir:
Kaffidúkar, kvenundirföt, hanzkar, slæður, herra-
klútar, snyrtivörukassar handa körlum og konum
— og margt fleira.
LÍTIÐ INN í
Snót, Vesturgðtu 17.
6nðmuaduf ThoroddseH:
LæknaljöO.
NÝLEGA er komin á bóka-
markaðmn mjög nýstárleg
bók, Læknaljóð, eftir Guðmund
Thonoddsen prófessor.
Guðmundur Thoroddsen hefir
lítið flíkað Ijóðagerð sinni, en
kunnugir vis.su þó, að hann átti
‘það til að stíga í ístaðið á Piegaso
og sveifia sér Iéttilega á bak.
Eins og nafn bókarinnar bendir
til, eru kvæðin flest um lækna og
lækningastörf, og hefir höfundur-
inn flutt þau á samkvæmum
fækna undanfarin ár.
Öll eru kvæðin skemmitileg,
beztu samkvæm.iskvæði, og vei
ort. Er ekki hægt á þeim að sjá,
að þau séu ort af manmi, sem
vanarx er að handleika hníf en
penna.
Búast má viÖ, að bókin verði
vinsælust meðal lækna, enda er
upplagið iangt kómið, en allir,
sem hafa gaman af skemmtileg-
Um og vel ortum kvæðum, munu
líka hiafa gaman af henni.
Baðhús Reykjiavíbur
tilkynnir á öðrurn stað í blað-
inu á hvaða tímum það verður
opii'ð yfir hátíðisdaigana, og er
fóiki vissast að hafa fyrra fallið
á með að fara í baðhúsið.
JOHN. DICKSON CARR:
Norðia í vaxmyndasafninu.
14.
eririe Galant, Avenue Montaigne. Hann bjó í sömu götu og
ég, en þar bjuggu menn, sem höfðu allgóðar tekjur. Durrand
lögregluumsjónarmaður þekkti hann. Hverskonar maður er
þessi Etienne Galant? spurði ég.
Bencolin gretti sig: — Etienne er mjög hættulegur mað-
ur. Ég get ekki skýrt þér nánar frá því núna, en hann er mjög
við næturævintýri riðinn. Hann ýtti frá sér glasinu.
Hann var þögull stundarkorn. Sölnað lauf flögraði um gang-
stéttina. Það var mjög kalt.
Við verðum að láta foreldra ungfrú Martels vita, hvernig
komið er, sagði Bencolin.
— Ég veit það, sagði Chaumont. — Það er bezt að hringja.
— Nei, það er betra að bíða þangað til í fyrramálið. Það
er orðið of framorðið til þess að hægt sé að koma þessari
fregn í morgunblöðin. Ég þekki föður hennar, svo að ég get
sparað yður ómakið, ef þér viljið. Þetta er mjög undarlegt.
Báðar hinar myrtu eru af háum stigum.
— Hvað eigið þér við? spurði Chaumont.
— Mig vantar upplýsingar. Segið mér eitthvað um þessar
stúlkur. Gefið mér allar þær upplýsingar, sem þér getið um
unnustu yðar og Claudine Martel.
— Hvað viljið þér fá að vita?
— Allt. sem þér vitið.
Chaumont rétti úr sér. — Odette, sagði hann lágt, var
ákaflega yndisleg — —
— Það varðar mig fjandann ekki um, sagði Bencolin ó-
þolinmóðlega. — Hverja umgekkst hún? Hverjir voru kunn-
ingjar hennar?
Chaumont horfði ruglaður kringum sig. — Hún bjó hjá
móður sinni. Móðir hennar var ekkja. Henni þótti mjög vænt
um heimili sitt, húsið og garðinn. Henni þótti ákaflega gam-
an að söng. Og hún las mikið.
Henni geðjaðist vel að því, að ég yrði hermaður.
— Einmitt það, sagði Bencolin. — En hverjir voru vinir
hennar?
— Hún fór sjaldan út, sagði Chaumont. — Henni geðjaðist
ekki af því. Hún átti tvær vinkonur. Þær voru alltaf þrjár
saman, Odette, Claudine Martel og .........
— Haldið þér áfram.
— Óg Gina Prévost. Þær höfðu verið saman í klausturskól-
anum. En þær voru ekki eins oft saman upp á síðkastið, eins
og áður fyr. En ég er sjaldan hér heima í París og Odette
sagði mér aldrei frá því í bréfum sínum, hverja hún um-
gengizt.
—■ Þá þekkið þér ekki ungfrú Martel?
— Nei, mér geðjaðist ekki að henni. Hann yppti öxlum.
— Hún var hæðin í tali. En hún er dáin og Odette geðjaðist
að henni.
— Einmitt. En hvers konar manneskja er þessi ungfrú
Prévost?
Hann var að taka upp glasið sitt, en lagði það frá sér aftur.
— Gina? Já, hún vildi verða leikkona, en fékk það ekki fyrir
foreldrum sínum. Hún er lagleg, ljóshærð, fremur há vexti:
Það varð þögn. Bencolin drap fingrunum á borðið.
— Nei, sagði hann, — ég býst ekki við, að þér getið gefið
okkur neinar upplýsingar um vinkonurnar tvær. Jæja, ef þið
eruð tilbúnir, þá getum við lagt af stað.
Parísarbúar fara snemma að hátta. Göturnar voru mann-
auðar. Bencolin beygði ofan í miðborgina, þar sem ljósin voru
bjartari. Við sátum allir í framsæti bílsins og Bencolin ók á
fimmtíu kílómetra hraða. Þegar hann þeytti bílhornið berg-
málaði ömurlega í rue Royale. Því næst snérum við inn á
Champs Elysées.
Nærri því daglega hafði ég farið fram hjá númer 645, því
að ég bjó þar örskammt frá. Þetta var hátt, gamalt hús og
framhlið þess var grá. Bencolin þrýsti á dyrabjölluna. Fljót-
lega var ein hurðin opnuð. Ég heyrði Bencolin eiga orðaskipti
við einhvern og við gengum inn. í myrkrinu gat ég ekki séð
andlit mannsins, sem tók á móti okkur og leiddi okkur inn. Of-
urlitla birtu bar út um opnar dyrnar á húsinu. Loksins hleypti
maðurinn í sig kjarki og gekk 1 veg fyrir okkur.
— En ég hefi sagt ykkur, að maðurinn er ekki heima.
— Hann er víst heima, sagði Bencolin. — Komið fram í birL
una, maður minn, svo að ég geti séð, hvort ég þekki yður eða
ekki.
Maðurinn gekk fram í birtuna, og við sáum fölt andlit. Hár
hans var snöggklippt og augun óttaslegin. Einmitt, sagði Ben-
colin, þegar hann hafði athugað manninn stundarkorn. — Þér